Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 29
Á sama tíma og bílaeignlandsmanna hefur aldr-ei verið meiri. Bæði efhorft er til fjölda bíla í
heild sinni og einnig í
hlutfalli á hverja þús-
und íbúa, berast
fréttir af því úr
stjórn Strætó bs. að
dregið verði úr þjón-
ustu vegna færri far-
þega og aukins
kostnaðar sveitarfé-
laganna á höfuðborg-
arsvæðinu við útgerð
strætisvagnanna. Í
könnun Gallup á
ferðavenjum fólks frá
árinu 2002 kom í ljós
að aðeins 5% þeirra
ferða sem farnar eru með ökutæki
innan höfuðborgarsvæðisins eru
með strætisvögnum. Nær allar
aðrar eru farnar með einkabílum.
Í flestum borgum Evrópu er hlut-
ur almenningssamgangna mun
meiri og í borg eins og Stokk-
hólmi eru ferðir með almennings-
farartækjum þriðjungur allra
ferða með ökutækjum af einhverri
gerð. Fyrr í mánuðinum sótti ég
fund norrænna ráðherra. Þar var
m.a. fjallað um hugmyndir og
áætlun um leiðir að heilsueflingu
og auknum lífsgæðum. Eitt af því
sem þar kom fram er minnkandi
hreyfing fólks á Norðurlöndunum
sem m.a. kemur fram í því að bíll-
inn er notaður í æ ríkara mæli til
styttri ferða, þegar hæglega má
ganga, nú eða hjóla.
Samfélagslegt verkefni
Strætó bs. er byggðasamlag í
eigu sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu. Á síðasta ári greiddu
sveitarfélögin um 1.600 millj.kr.
með rekstrinum. Athyglisvert er
að velta fyrir sér þeirri staðreynd
að almenningssamgöngur á höf-
uðborgarsvæðinu eru ekki eitt lög-
bundinna verkefna sveitarfélag-
anna. Þau hafa sjálf tekið það upp
hjá sér að rekstur strætisvagna
væri brýnt samfélagslegt verkefni
sem rétt er að borga með af skatt-
tekjum sínum. Það er athyglisvert
að sjá þær tölur sem ríkissjóður
hefur í tekjur af
þessum rekstri. Virð-
isaukaskatturinn af
aðföngum Strætó bs.
nemur um 250
millj.kr. Þá sker
nokkuð í augu að al-
menningsvagnar eru
sérstaklega und-
anþegnir í reglugerð
686/2005 um tíma-
bundna endurgreiðslu
2⁄3 hluta virð-
isaukaskatts vegna
kaupa eða leigu hóp-
ferðabifreiða. Af þeim
sökum einum renna í ár 20
millj.kr. frá fyrirtækinu í ríkissjóð.
Raunhæfur valkostur
Almenningssamgöngur verða að
vera raunhæfur valkostur fyrir
fólk ef við ætlum okkur að ná
þeim markmiðum sem við höfum
sett okkur í umhverfismálum. Það
er ekki aðeins að losun gróð-
urhúsalofttegunda verði minni,
staðbundin loftmengun eins og
svifryksmengun verða það einnig
og hljóðvistarvandamálin vegna
hávaða umferðar verða viðráð-
anlegri. Algengt er að fjölskyldur
reki tvo og jafnvel þrjá bíla. Með
öflugum almenningssamgöngum
verður þörfin fyrir fleiri en einn
bíl í hverri fjölskyldu minni en
ella. Efnahagslegur ávinningur er
augljós sem felst í lægri kostnaði
fjölskyldna við rekstur færri bíla.
Svo ekki sé talað um heldur minni
útgjöld en annars væri til sam-
göngumannvirkja innan höf-
uðborgarsvæðisins.
Þjóðhagslega mikilvægt
Stjórnvöld þurfa að setja sér
töluleg markmið um fjölgun ferða
í almenningssamgöngum ekki síst
vegna þjóðhagslegs mikilvægis
góðra og ódýrra samgangna í
landinu. Að fjölga ferðum með al-
menningssamgöngum úr 5% í 7%
allra ferða með ökutækjum væri
verðugt fyrsta markmið. Á sama
hátt eigum við að vinna að tölu-
legu markmiði þess efnis að í
meira mæli en nú verði styttri
ferðir farnar ýmist gangandi eða
hjólandi. Það er með engu móti
hægt að réttlæta að sveitarfélögin
ein beri fulla ábyrgð á almenn-
ingssamgöngum. Hvati ríkisins til
Strætó bs. gæti verið í formi end-
urgreiðslu virðisaukaskatts til fyr-
irtækisins. Sama á vitanlega við
um önnur sambærileg fyrirtæki á
vegum sveitarfélaga, s.s. á Ak-
ureyri.
Strætó bs. má ekki bregðast við
fækkun farþega með því að draga
úr þjónustu því það mun leiða til
enn frekari fækkunar og aukins
taps á rekstrinum. Hugmyndir um
að Reykjavíkurborg dragi sig út
úr samstarfi sveitarfélaganna um
rekstur þjónustunnar eru líka aft-
urhvarf enda er höfuðborg-
arsvæðið ásamt nágrannasveit-
arfélögunum, s.s. Akranesi,
Reykjanesbæ og Árborg, allt eitt
þjónustu- og atvinnusvæði. Þvert
á móti þá mæla öll rök og marg-
víslegir hagsmunir með því að
standa saman og snúa vörn í sókn
fyrir almenningssamgöngum sem
raunhæfum valkosti gagnvart
einkabílnum.
Almenningssamgöngur
eru umhverfismál
Eftir Jónínu Bjartmarz ’Það er með engu mótihægt að réttlæta að
sveitarfélögin ein beri
fulla ábyrgð á almenn-
ingssamgöngum.‘
Jónína Bjartmarz
Höfundur er umhverfisráðherra.
Reykjavík er borg okkarallra. Hrein hverfi ogfögur borg er metn-aðarmál
okkar allra. Við eig-
um að ganga um
borgina okkar þannig
að sómi sé að allan
ársins hring. Reyk-
víkingum líður vel í
borginni sinni, og eru
stoltir af því hversu
einstök hún er með
tilliti til staðsetn-
ingar. Fögur fjalla-
sýn og hafið mynda
einstaka umgjörð um
borgina svo ekki sé
nú talað um fjöl-
breytt mannlífið sem
blómstrar í Reykjavík. Borgin
hefur skartað sínu fegursta í blíð-
viðrinu síðustu daga, borgarbúar
flykkjast út á götur, gangstíga og
græn svæði til að njóta sumars-
ins. Á slíkum góðviðrisdögum er
góð umgengni íbúa lykilatriði því
hún auðveldar allt viðhald borg-
arinnar. Það er ærið verkefni að
hugsa um borg eins og Reykjavík
og verkefnin sem starfsmenn
borgarinnar vinna á hverjum degi
við að halda borginni hreinni eru
óþrjótandi. Það sama má segja
um íbúana sem búa á lóðum borg-
arinnar, það er oft á tíðum mikil
vinna fólgin í viðhaldi lóða og
húsa.
Virðing fyrir umhverfinu er
lykilatriði og sem uppalendur get-
um við verið æskunni góð fyr-
irmynd og talað um umhverf-
ismál, náttúruvernd og kennt
æskunni góða umgengni. Við get-
um gert margt sem stuðlar að
hreinum hverfum og fegurri borg
og skiptir gott sam-
starf allra miklu
máli. Íbúar og
starfsmenn borg-
arinnar verða að
vinna saman að fegr-
un umhverfisins.
Allir með
„Tökum upp
hanskann fyrir
Reykjavík“ er yf-
irskrift hreins-
unarátaks sem
Reykjavíkurborg
stendur fyrir og
hefst á morgun,
laugardaginn 22. júlí, í Breiðholti.
Allir eru boðnir velkomnir í þetta
fyrsta hreinsunarátak, af nógu er
að taka og mikið verk að vinna.
Við ætlum að mála, lagfæra girð-
ingar, tyrfa, tína rusl, má burt
veggjakrot og sópa svo fátt eitt sé
nefnt. Margt smátt gerir eitt
stórt og með því að taka sóp í
hönd eða pensil eða tína upp rusl
má gera kraftaverk í ásýnd um-
hverfisins. Það eru oft þessi litlu
verkefni sem blasa við út um allt
sem gera það að verkum að
hverfin okkar eru ekki eins
snyrtileg og við viljum að þau
séu. Nú ætlum við að gera brag-
arbót á og vinna saman að fegrun
umhverfisins. Breiðholtið er byrj-
unin, svo munu önnur hverfi
fylgja í kjölfarið. Ég bendi hins
vegar á að ekki verður hægt að
laga allt á einum degi, heldur þarf
að sýna þolinmæði, því verk-
efnalistinn er langur.
Á morgun
Á morgun ætlum við að láta
verkin tala í Breiðholti. Átakið
hefst klukkan 11 á morgun á
þremur stöðum í Breiðholti. Í
neðra Breiðholti við Breiðholts-
skóla, í Fella- og Hólahverfi við
Breiðholtslaug við Austurberg og
í Seljahverfi við Hólmasel. Starfs-
menn Reykjavíkurborgar verða
við vinnu og munu leggja íbúum
lið við að taka til í hverfinu. Allir,
jafnt fyrirtæki, stofnanir sem íbú-
ar í Breiðholti eru hvattir til að
taka þátt í átakinu og taka upp
hanskann fyrir Reykjavík. Ég
hlakka til að sjá ykkur.
Tökum upp hanskann
fyrir Reykjavík
Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson ’Við ætlum að mála, lagfæra girðingar,
tyrfa, tína rusl, má burt
veggjakrot og sópa svo
fátt eitt sé nefnt. Margt
smátt gerir eitt stórt og
með því að taka sóp í
hönd eða pensil eða tína
upp rusl má gera krafta-
verk í ásýnd umhverf-
isins.‘
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er borgarstjóri.
Morgunblaðið/Golli
ugðu börnin á leik þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.
Morgunblaðið/Eggert
mannlíf var á ylströndinni í Nauthólsvík í gærdag. Ekki voru þó allir stemmdir fyrir
og mættu þá heldur vel búnir til að flatmaga í sólinni eins og þessar ungu konur.
Morgunblaðið/Jim Smart
mtunar í Nauthólsvíkinni og m.a. hafði þessi unga stúlka látið grafa sig í sandinn. Ekki
og hugsanlega er það litla systir sem gerir sig hér tilbúna til að grafa þá eldri upp.