Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐAN um lífeyrissjóðina hefur oft verið einkennileg og í mörgu einkennst af þekkingarskorti og skilningsleysi, eins og margoft hefur komið fram í umræðu um kerf- ið á síðum Morgunblaðsins í aðsend- um greinum og af hálfu blaðsins. T.d. eru ekki mörg ár síðan að ítrekað kom fram áskorun frá ung- liðasamtökum stærsta stjórnmálaflokks landsins um að leggja bæri niður þessa 10% skattheimtu stétt- arfélaganna. Einnig hefur oft heyrst að for- svarsmenn fyrirtækj- anna ættu að skipa 60% af stjórnum sjóð- anna á móti 40% sjóðs- félaga. Fyrirtækin greiddu jú 60%. Sumir taka þannig til orða að skilja má að sjóðsfélagar séu áhrifa- lausir um kjör stjórnarmanna þar sem það séu hagsmunasamtök at- vinnulífsins og verkalýðsfélaganna sem sjái um þann þátt, eins og Skarphéðinn Berg Steinarsson kemst að orði í Morgunblaðinu þ. 19. júlí. Sama viðhorf hefur margoft komið fram hjá sumum stjórn- málamönnum. Einnig hefur umræða oft ein- kennst af því, t.d. af hálfu sumra stjórnmálamanna, að þarna sé um að ræða fjármagn sem sé til ráðstöf- unar af hálfu stjórnarmanna og starfsmanna sjóðanna. Í því sam- bandi má benda á tillögur um að taka hluta þessa sparifjár sjóðs- félaga til þess að byggja upp og reka hjúkrunarheimili aldraðra. Þann 10. júlí birti Morgunblaðið leiðara um lífeyrissjóðina, sem er upplýst og gott innlegg í umræðuna. Gott sam- komulag hefur verið um þetta kerfi meðal aðila vinnumarkaðs, enda er það alfarið byggt upp af þeim og hafa þeir snúið bökum saman við að verja það, m.a. fyrir inngripum stjórnmálamanna. Hvað varðar kjör stjórnarmanna er ástæða til að benda Skarphéðni og fleirum á að félagsmenn stétt- arfélaga eru sjóðsfélagar, reyndar virðist einnig verða ástæða til þess að minna suma stjórnmálamenn á að þeir eru líka kjósendur. Flestir hinna svokölluðu almennu sjóða eru starfsgreinasjóðir. Þannig að yf- irgnæfandi hluti sjóðsfélaga er í til- teknu Landssambandi stéttarfélaga. T.d. eru nær allir rafiðnaðarmenn sem eru í Lífiðn í Rafiðnaðarsam- bandinu. Á öllum fundum aðild- arfélaga RSÍ og eins á vegum sam- bandsins er mikið fjallað um málefni lífeyrissjóðsins, farið yfir reglugerð- ir og gerðar tillögur um breytingar. Á fundum aðildarfélaga sambands- ins er félagsmönnum gefinn kostur á að tilnefna menn til vals í stjórn. Kjörið fer svo fram á ársfundum RSÍ, allir eru í kjöri. Á ársfundi Lífiðnar eru nöfn kjör- inna lögð fram til þess kjörs sem fer fram á ársfundi Lífiðnar. Raf- iðnaðarmenn fá sæti í stjórn Lífiðnar í hlut- falli við fjölda rafiðn- aðarmanna í sjóðnum. Þessi regla verður óbreytt eftir samein- ingu Lífiðnar við Sam- vinnulífeyrissjóðinn. Sjóðsfélagar kjósa stjórnarmenn í hlutfalli við fjölda hvers hóps. Það er hárrétt að einungis helmingur stjórn- armanna er kjörinn af sjóðsfélögum, hinn helmingurinn er tilnefndur af samtökum fyrirtækjanna. Það væri mikið nær fyrir gagnrýnendur á kjör í stjórnir lífeyrissjóða að beina sjónum sínum að hinum svokölluðu frjálsu sjóðum, þar koma sjóðs- félagar sannarlega hvergi nærri. Lífeyrissjóður er uppsöfnun sparifjár þeirra sjóðsfélaga sem greitt hafa í viðkomandi sjóð. Hluti inngreiðslu kemur beint frá sjóðs- félaga og hluti frá vinnuveitanda hans, en öll upphæðin er eign starfs- mannsins, sjóðsfélagans. Hún er hluti lögbundinna launa hans. Líf- eyrissjóður á í sjálfu sér engar eign- ir utan skrifstofuáhalda og þess hús- næðis sem starfsemi hans fer fram í. Lífeyrissjóðir starfa undir mjög ströngum lögum og eftirliti op- inberra stofnana. Landslög veita líf- eyrissjóðum einungis heimild til þess að ráðstafa eignum sjóðsfélaga í að greiða þeim þá innistæðu sem þeir eiga, þegar þeir fara á ellilífeyri eða verða fyrir því óláni að fara á ör- orku. Hlutverk starfsfólks lífeyr- issjóðs er að taka á móti innlögnum sjóðsfélaga í sjóðinn og ávaxta þær með besta hætti sem til boða stend- ur hverju sinni. Í landslögum er lagt blátt bann við því að lífeyrissjóðir eigi fasteignir utan hæfilegs skrif- stofuhúsnæðis. Það er því illskilj- anlegt hvers vegna fréttastofur birtu athugasemdalaust niðurstöður ákaflega leiðandi skoðanakönnunar um að taka hluta sparifjár sjóðs- félaga í lífeyrissjóðum til að standa undir rekstri hjúkrunarheimila. Allir eru sammála um að bæta verði hörmulegan aðbúnað aldraðra hér á landi. Ástand þessa málaflokks er einn svartasti blettur á þeirri rík- istjórn sem hefur verið við völd und- anfarin kjörtímabil. Margir, þar á meðal stéttarfélögin, hafa bent á að fjármagna mætti öfluga uppbygg- ingu á þessum vettvangi með lang- tímalánum, m.a. hjá lífeyrissjóðum. Vandamálið liggur hjá stjórnvöld- um, þaðan vantar ákvarðanir um hvernig þau ætli að reka megi þessi heimili. Það hefur ítrekað komið fram, m.a. hjá Guðmundi Hallvarðs- syni, forsvarsmanni Hrafnistu, að þeir séu búnir að vera með á borðinu í ráðuneytum tillögur um mun meiri uppbyggingu og hafi til þess fjár- magn. Það væri ekkert vandamál að fá fjármuni til að byggja húsin. Vandamálið er að fá heimild til þess rekstrarforms sem best hefur gefist á Norðurlöndunum og að fá hið op- inbera til þess að skapa rekstr- argrundvöll. Það hefur oft komið fram í villu- ráfandi umræðu um lífeyrissjóði að einstaklingar fái svo lítinn lífeyri úr lífeyrissjóðum. Það er nú einfaldlega þannig að það sem sjóðsfélagi fær greitt úr lífeyrissjóði er í beinu sam- bandi við það sem hann borgaði þar inn á starfsævi sinni. Ef hann á að fá meira, þá er verið að greiða til hans sparifé annarra sjóðsfélaga. Ef það á að ráðstafa eignum sjóðsfélaga líf- eyrissjóða í að reka hjúkrunarheim- ili, þá er það augljóslega ekki hægt nema með því að skerða eignir sjóðs- félaga viðkomandi lífeyrissjóðs. Ætti því ekki að vera augljóst hvað gerð- ist ef hluti inneigna væri settur í rekstur hjúkrunarheimila? Hverjir eiga lífeyrissjóðina? Guðmundur Gunnarsson skrif- ar um villandi umræðu um líf- eyrissjóði ’Ef það á að ráðstafaeignum sjóðsfélaga líf- eyrissjóða í að reka hjúkrunarheimili, þá er það augljóslega ekki hægt nema með því að skerða eignir sjóðs- félaga viðkomandi líf- eyrissjóðs. ‘ Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands VAR Samfylkingin stofnuð sem árásarher gegn Sjálfstæð- isflokknum? Þessu heldur al- þingismaðurinn Björgvin G. Sigurðs- son fram í grein sem birtist í Morg- unblaðinu mánudag- inn 17. júlí sl. Björg- vin segir ennfremur, að Samfylkingarinnar bíði tveir kosti Að gerast hækja Sjálf- stæðisflokksins eða ganga á hólm við hann. Sem sagt, allt eða ekkert. Óvinurinn sé Sjálfstæðisflokk- urinn og eina markmið Samfylk- ingarinnar sé að knésetja hann. Auðvitað sjá allir hugsandi menn, að litlar líkur eru á því, að Sam- fylkingin nái nokkurn tímann hreinum meirihluta í alþingiskosn- ingum; hans bíður samsteypu- stjórn, eins og annarra flokka, komist hann til valda. Hann ætti völ á því að velja Sjálfstæðisflokk- inn eða smáflokkana til samstarfs. Margrét Björnsdóttir hefur bent á það í Morgunblaðsgrein, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé vænlegur kost- ur til samstarfs. Nú má vera, að Björgvin sé þeirrar skoðunar, að best sé að umsteypa Samfylking- unni í sósíalískan vinstri flokk, sem útilokar allt samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn. En þar eru ekki allir samfylking- armenn sammála. Margir kjósa viðreisn- armynstrið, þ.e. sam- vinnu við Sjálfstæð- isflokkinn. Það er engin laun- ung á því, að Samfylk- ingin er tvískipt í þessu máli; að telja sig hreinan, sósíal- ískan flokk, eða frjáls- lyndan, nútímalegan jafnaðarmannaflokk að hætti gamla Alþýðuflokksins í tíð forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar. Björgvin G. Sigurðsson styður greinilega fyrri kostinn og kannski sækist hann eftir því að hasla sér völl í forystu vinstri sósíalista inn- an Samfylkingarinnar, allt að því fast að VG? Kannski stefnir hann á formannsstöðu í Samfylkingunni með stuðningi úr þeirri átt? Það er ekki svo galin stríðsáætlun með stuðningi gamalla alþýðu- bandalagsmanna, þjóðvakafólks og stuðningsmanna Samtaka um kvennalista. Að vísu talar Björgvin mærðarlega um að Samfylkingin myndi stóra breiðfylkingu jafn- aðarstefnunnar. En er hægt að halda því fram í alvöru, að Sjálf- stæðisflokkurinn í dag berjist ekki fyrir jafnaðarstefnu? Með áherslum Björgvins til of- stækisvinstri að leiðarljósi óttast ég að fylgi Samfylkingarinnar haldi áfram að dala. Höggvið til hægri? Ingólfur Margeirsson fjallar um sýn Björgvins Sigurðssonar á Samfylkinguna ’… Samfylkingin er tví-skipt í þessu máli; að telja sig hreinan, sósíalískan flokk, eða frjálslyndan, nútímalegan jafnaðar- mannaflokk að hætti gamla Alþýðuflokksins í tíð forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar.‘ Ingólfur Margeirsson Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. F yrir réttum sjö árum flutti ég til Banda- ríkjanna, nánar til- tekið til Norður- Kaliforníu. Ég kveið þessum flutningum ekkert, enda taldi ég mig þekkja ágætlega til bandarísks mannlífs þótt ég hefði aldrei komið til landsins áður nema sem gestur í tvær stuttar heimsóknir. En allir vita jú hvern- ig Bandaríkjamenn eru, ekki satt? Við sjáum það í bíómyndunum, lesum um það í blöðunum og hlust- um á mannlífslýsingar í öllum dægurlagatextunum. Ég vissi til dæmis, að Banda- ríkjamenn eru elskulegt fólk, en hafði auðvitað bak við eyrað að það væri kannski ekkert að marka þau elskulegheit, því þeir væru svo yf- irborðskenndir. Kannast einhver við slíka fordóma? Þeir segja víst „elskan“ og „vinur“ í öðru hverju orði, en um leið og þeir snúa sér undan eru þeir búnir að missa all- an áhuga og muna varla hvað mað- ur heitir. Svona var veganestið sem ég tók með mér og mér fannst ekkert athugavert við þessa fordóma mína. Ég lenti á austurströnd Banda- ríkjanna og daginn eftir hélt ég áfram á vesturströndina. Á flug- vellinum lenti ég í ógnar langri röð og komst ekki hjá því að hlusta á samtal tveggja manna fyrir fram- an mig í röðinni. Þeir töluðu frjáls- lega um alla heima og geima og sumt fannst mér nú óþarflega per- sónulegt. Undrun mín varð ekki lítil þegar þeir komu loks að af- greiðsluborðinu og fóru þá fyrst að spyrja hvor annan hvert þeir væru að fara. Það kom í ljós að þeir þekktust ekkert, en báðir þökkuðu vel fyrir spjallið í röðinni og svo fóru þeir hvor í sína áttina. Það er afskaplega hæpið að þeir hafi nokkurn tímann rekist hvor á ann- an aftur, í þessu milljónasamfélagi. Þetta fannst mér dálítið merki- legt og staðfesting á öllu sem ég taldi mig vita um Bandaríkja- menn. Alveg var það dæmigert fyrir þá að láta móðan mása við bláókunnugt fólk, sem þeim var auðvitað slétt sama um! Og að þeir skyldu láta það um sig spyrjast að þeir tjáðu bláókunnugu fólki skoð- anir sínar á ýmsum málum og vís- uðu meira að segja til skoðana maka og annarra ættingja! Báru þessir menn enga virðingu fyrir einkalífi sínu og annarra? Svo bjó ég í þessu landi, heima hjá þeim, í tvö ár. Ég hef aldrei verið ofur elskuleg við bláókunn- ugt fólk og hef reyndar fengið að heyra það oftar en einu sinni að ég mætti alveg vera elskulegri við þá sem þó standa mér nærri. Í fyrstu fannst mér því undarlegt hversu vingjarnlegir allir voru við mig og virtust hafa einlægan áhuga á mér og skoðunum mínum. „Yfirborðs- mennska“ hnussaði ég í huganum og hélt áfram að þumbast við. Svo fór smám saman að renna upp fyrir mér ljós. Var svo voða- legt að sýna fólki almenna kurteisi og hlýju, jafnvel þótt ég sæi það aldrei aftur? Ég fór að þreifa mig áfram með þessa undarlegu og framandi hegðun og svei mér þá ef þetta gekk ekki hreint bærilega, takk fyrir! Og ég áttaði mig á að það sem ég, og svo fjölmargir aðr- ir, vísuðu til sem yfirborðs- mennsku var bara einföld kurteisi. Hvers vegna ætti ég ekki að ávarpa konuna í kjörbúðinni, sem afgreiðir mig á hverjum degi, bjóða henni góðan dag, spyrja hana almennra frétta og taka því fagnandi þegar hún segir eitthvað fallegt um stelpurnar mínar? Kannski jafnvel spyrja hana hvort það séu hennar krakkar á mynd- inni sem hún hefur límt á af- greiðslukassann? Og segja eitt- hvað fallegt um þann prúðbúna hóp líka? Og ganga svo brosandi út úr búðinni og skilja við hana bros- andi líka. Kannski finnst einhverjum þetta bæði yfirborðskennt og inni- haldslaust, en mér finnst þetta ein- faldlega kurteisi sem mætti alveg taka upp víðar. Og fyrst ég bar kennsl á kurteisi þegar hún var rekin undir nefið á mér, þá eru aðrir áreiðanlega færir um það. Annað er það í fari Bandaríkja- manna sem vakti athygli mína. All- ir sem ég kynntist töldu sér skylt að leggja eitthvað af mörkum til góðgerðarmála og fjölmargir voru sjálfboðaliðar í þágu góðra mál- efna. Og ég sem hélt af bíómynd- unum að þetta væri bara iðja ríkra kerlinga, sem tækju að sér að halda góðgerðarsamkomur fyrir aðrar ríkar kerlingar af því að þær hefðu ekkert betra að gera og vildu sýna öllum hversu góðar þær væru. Með yfirborðsmennskuna að vopni. Nú er auðvelt að benda á, að rík hefð Bandaríkjamanna fyrir starfi að góðgerðarmálum ýmiss konar stafi af því að félagslega kerfið þar í landi sé lélegt og þegnunum látið eftir að lappa upp á það. Það má vel vera. Hins vegar skýrir það ekki hvers vegna fólk, sem kemst ágætlega af, hefur jafn sterka samfélagsvitund og raun ber vitni. Gæti það kannski stafað af því að það hefur í raun og sann áhuga á meðbræðrum sínum og velferð þeirra? Varla verður þessi ríka hefð skýrð með því að samskipti fólks séu hvergi yfirborðskenndari og innihaldslausari en í Bandaríkj- unum, eins og haldið var fram í þessu blaði fyrir skömmu. Ég lærði af Bandaríkjadvölinni að það er vafasamt að slengja fram fullyrðingum um heila þjóð. Þess vegna skal ég fús viðurkenna að í Bandaríkjunum eru samskipti fólks áreiðanlega stundum yf- irborðskennd og innihaldslaus, rétt eins og hlýtur að gerast ann- ars staðar. Ég er líka sannfærð um að samskipti hér á landi geta verið alveg jafn innihaldslaus og yf- irborðskennd, þótt fólk láti vera að sýna það sem sumir telja falskan áhuga og umhyggju fyrir með- borgurum. Yfirborð og innihald Í fyrstu fannst mér því undarlegt hversu vingjarnlegir allir voru við mig og virt- ust hafa einlægan áhuga á mér og skoð- unum mínum. „Yfirborðsmennska“ hnussaði ég í huganum og hélt áfram að þumbast við. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.