Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JÆJA, þá höfum við það. Allt illt kemur frá Ameríku, segir Mogginn og ekki lýgur hann. Nú hafa Staksteinar komist að því að fyrirbærið „name- dropping“ sé upprunnið þaðan og sé að smita út frá sér til hinna hreinu kynkvísla sem byggja austurstrendur Atlants- hafsins. Reyndar setur blaðið ekki fram neinn rökstuðning fyrir máli sínu; slær þessu bara fram eins og hverjum öðrum algildum sann- indum. Sjálf hef ég efa- semdir um að sú per- sóna sem nú gegnir embætti forseta Íslands og hans fagra frú hafi haft nokkra þörf fyrir kennslustund í fræð- unum þarna fyrir vest- an, en tek leiðréttingu ef hana er að finna. Það var hins vegar óheppilegt dæmið sem tekið var skoðunum blaðs- ins til stuðnings, því ríkisstjórinn sem sanna átti lágkúruna er fæddur og uppalinn í ríki sem, fyrir ekki svo löngu síðan, var talið hátindur evr- ópskrar menningar. Nú er í tísku að níða skóinn niður af Bandaríkjamönnum og er Morg- unblaðið ekki eitt um að höggva í þann knérunn. Í þeim félagsskap eru ekki ómerkari samherjar en obbinn af Evr- ópuþjóðunum sem þáðu aðstoð þeirra fyrir u.þ.b. 65 árum síðan við að hrinda ógnarstjórn nasista af höndum sér og létu þeim svo eftir að halda Rússunum í skefjum í áraraðir. Ein- hvern veginn tókst þeim þó að horfa framhjá hinu illa eðli kanans á meðan neyðin var mest. En nú eru aðrir tímar og hver vill standa í þakk- arskuld að eilífu? Bandaríkjamenn eru ekki neinir englar, en að halda því fram að „name- dropping“ sé séramerískt fyrirbæri er að geta ekki horfst í augu við eigin vankanta. Morgunblaðið tekur fullan þátt í að búa til heim fræga fólksins. Dálkar eins og „Fólk“ og „Flugan“ eru sérsniðnir að því að ýta undir hé- gómagirnd og snobb. Á öllum tímum eru til aul- ar sem halda að upp- hefðin komi af því að klína sér utan í frægð- arljóma. Kannski á höf- undur Staksteina ein- hverjar sárar minningar frá slíku klístri. Skortur á sjálfs- gagnrýni er einkenni tíðarandans. Höfundur Staksteina og félagar ættu að lesa eigið blað til að sjá hve auðvelt er að hnjóta um eigin tær þegar vaðið er áfram á frekjunni einni saman. Tvennt kemur upp í hugann, svona í fljótu bragði. Frétt blaðsins um fyrirspurn hins „skelegga“ Dags B. Eggertssonar í borgarráði Reykja- víkurborgar þ. 13. júlí sl. Minnihlutinn vildi vita hvort „tími pólitískra ráðn- inga [væri] runninn upp“. Eðlilegt við- bragð við lestur fyrirsagnarinnar er auðvitað; var einhvern tíma ráðið ópólitískt í stöður hjá Reykjavík- urborg á síðustu 12 árum? Ég spyr aftur; var einhver ópólitísk ráðning í bitastæða stöðu hjá Reykjavíkurborg á síðustu 12 árum? Svar borgarstjóra núverandi meirihluta við fyrirspurn- inni gaf fullkomna mynd af því sem átti sér stað í tíð R-listans. Staðan sem kveikti réttlætisblossann í hjarta fyr- irspyrjandans og nú var verið að ráða í til afleysingar hafði aldrei verið aug- lýst, aldrei skilgreind og engar hæfn- is- eða menntunarkröfur verið settar um hana. Aðstoðarmaður (vinkona) borgarstjóra R-listans var einfaldlega ráðinn í stöðuna án rökstuðnings. Skyldi borgarfulltrúanum sem bar upp fyrirspurnina hafa fundist hann fá tertuna framan í sig með svarinu? Eitthvað í líkingu við það sem for- svarsmenn Baugs gætu hafa fundið fyrir eftir að hafa krafið Jón Gerald Sullenberger um útskýringar á nítján þúsund dollara gleð„skapar“reikningi við réttarhöldin í Flórída, sælla minn- inga. Oflátungsháttur af þessu tagi ætti að gefa höfundi Staksteina tilefni til íhugunar áður en hann setur fram órökstuddar fullyrðingar í framtíðinni. Þótt Morgunblaðinu hafi orðið þarna á í messunni verð ég að við- urkenna að það er mér eilífur gleði- gjafi. Nú síðast í morgun, þegar ég las aðsenda grein hæstaréttarlögmanns og formanns stjórnar Baugs Group hf. Það er ekki oft sem ég skelli upp úr yf- ir morgunverðarskálinni, en að það taki stjórnarformanninn á fjórða ár að hafa upp á verðskrá vínberjaklasa í verslunum fyrirtækisins er einfald- lega meira en ég fæ staðist. Hve oft er síðasta orðið síðasta orð? Með tertuna framan í sér Ragnhildur Kolka gerir at- hugasemd við skrif Staksteina um Bandaríkjamenn og um- fjöllun um starfsráðningar hjá Reykjavíkurborg ’Nú er í tísku að níðaskóinn niður af Banda- ríkjamönnum og er Morgunblaðið ekki eitt um að höggva í þann kné- runn. ‘ Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. SJALDAN launar kálfur ofeldið segir máltækið. Vissulega má taka undir þessa kenningu þegar skoðanakann- anir sýna dapurt gengi Framsóknarflokksins til alþingis og úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna nýverið eru skoðuð. Það er athyglisvert hversu fljótur almenn- ingur er að gleyma því sem vel er gert í al- mannaþágu. Fram- sóknarflokkurinn hef- ur í stórum dráttum unnið afar gott starf fyrir land og þjóð og ekki síst frá því hann komst í ríkisstjórn 1995. Þar tala verkin. Nú standa mál þannig að almenn velsæld á Íslandi er með því besta sem þekkist í byggðu bóli hér á jörðu, ef marka má al- þjóðlega staðla. Það er alþing- ismanna að setja lög og útbúa þá umgjörð, ásamt sveitarstjórn- armönnum, sem þjóð- félagið skal starfa í. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá hefur Framsóknarflokkurinn verið það stjórnmálaafl sem átt hefur hvað ríkastan þátt í að móta okkar sam- félag. Allir formenn Framsóknar hafa mátt sæta persónulegum árásum og svívirðingum andstæðinganna á ómaklegan hátt og þar hefur ekkert lát orðið á nema ef vera kynni í tíð Eysteins og Steingríms. Tíminn hef- ur leitt í ljós að um ómerkilegar sá- pukúluóperur hefur verið um að ræða og svo er einnig hvað víðvíkur Halldóri Ásgrímssyni. Ég leyfi mér að fullyrða að það er leitun að jafn ábyrgum og heiðarlegum stjórn- málamanni og Halldóri Ásgríms- syni. Það væru allir stjórn- málaflokkar hérlendis og erlendis stoltir af því að hafa slíkan dreng- skapar- og heiðursmann sem hann er innanborðs í sínum flokki. Vit- anlega hefur hann ekki tekið 100% réttar ákvarðanir í öllum sínum störfum, eftir á að hyggja, í gegnum árin, frekar en aðrir, en almenn- ingur veit að hann er drengur góður og vill láta gott eitt af sér leiða og það stendur upp úr, enda hefur hon- um tekist það í megindráttum. Stærstu pólitísku mistök Halldórs voru einhliða samþykki hans við Íraksstríðinu, en það skal þó honum virt til málsbóta að það var hinn ólánsami samferðamaður okkar í líf- inu, Bush, sem hringdi í Davíð for- sætisráðherra til að fá samþykki Ís- lendinga við innrásinni í Írak og til að staðsetja Ísland á plaggi hinna staðföstu þjóða. Davíð og Halldór tóku af skarið án formlegs samráðs við utanríkisnefnd, sem ber þó að fjalla um stórmál af þessu tagi, og al- þingi Íslendinga. Það var frumhlaup, sem aldrei má aftur henda for- ystumenn þjóðarinnar. Hér gerðu þeir sín stærstu pólitísku mistök, sem þeim hefur ekki tekist að verja á trú- verðugan hátt. En hins vegar ber þjóðinni að fyrirgefa þeim félögum sökum drenglyndis og mannkosta enda bera þeir öðrum fremur ábyrgð á þeirri farsæld sem íslenska þjóðin býr nú við. Og örugglega hafa þeir talið sér trú um að þeir væru að gera þjóðfélaginu gott með þessum und- irlægjuhætti við Bush, til að tryggja áfram- haldandi veru svokall- aðs „varnarliðs“ Banda- ríkjamanna hér á landi. Mér virðist hins veg- ar eins og almenningur vilji einungis láta Hall- dór og Framsókn- arflokkinn súpa seyðið en Davíð og Sjálfstæð- isflokkurinn sleppi frítt. Vitanlega er það rétt sem Steingrímur J. og fleiri hafa haldið fram að Bandaríkjamenn ráku hér fyrst og fremst herstöð í sína þágu en ekki Íslend- inga. Ísland átti auðvitað fyrst og fremst að vera vörn og fyrsta skot- mark ef til árasar á Bandaríkin kæmi. Enda hafa engir talsmenn Varins lands sig í frammi um þessar mundir þegar herinn hefur verið kvaddur heim og fjöldi Íslendinga er, vegna þess, að missa atvinnuna fyrirvaralaust. Hvar eru þessar ís- lensku hækjur Bandaríkjamanna núna? Auðvitað í felum og velja að þögnin geymi nöfn sín. Hins vegar berst hinn annars traustvekjandi stjórnmálamaður Björn Bjarnason um á hæl og hnakka í von um að hér á landi verði komið á stofn leyniþjón- ustu sem geti hlerað símtöl almenn- ings og njósnað um borgara þessa lands undir því yfirskini að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás. Björn má þó eiga hrós skilið fyrir að ganga hreint til verks og tala opinberlega fyrir málstaðnum og bera fyrir sig erlenda sérfræðiráðgjöf! Það er í sjálfu sér merkilegt að nokkur maður skuli gefa kost á sér til pólitískra starfa, miðað við allt það skítkast, vanþakklæti og áreiti sem því fylgir fyrir viðkomandi og hans fjölskyldu. Það áreiti sem Framsóknarflokk- urinn og Halldór hafa mátt þola er með ólíkindum. Spaugstofan hefur gengið langt fyrir björg hvað varðar háð og spott í garð Halldórs. Enn- fremur hafa fjölmiðlar almennt lagt hann í einelti. Jafnvel minning- argreinar Morgunblaðsins eru not- aðar til árása á Halldór. Steininn tók þó úr þegar kröfu- göngur í Reykjavík með slagorðinu „Drekkjum Valgerði …“ voru borin á torg og varin af aðstandendunum. En svo nú þegar Halldór hefur óvænt látið af störfum sem forsætis- ráðherra, og formaður Sjálfstæð- isflokksins tekið við, er það þá til- viljun að ritstjóri Morgunblaðsins skuli í Reykjavíkurbréfi fara fram á það við landsmenn og fjölmiðla að þeir láti hið snarasta af illmælgi um stjórnmálamenn og taki upp já- kvæðara umtal manna á milli? Í sama streng hefur formaður Sam- fylkingarinnar tekið. Hvernig stend- ur á þessum stefnubreytingum þungavigtaraðila í hinu íslenska samfélagi? En það var í lagi að berja á og leggja Halldór Ásgrímsson í einelti árum saman. Sjaldan launar kálfur ofeldið Emil Thorarensen fjallar um Halldór Ásgrímsson og Fram- sóknarflokkinn Emil Thorarensen ’Það væru allirstjórnmálaflokk- ar hérlendis og erlendis stoltir af því að hafa slíkan drengskapar- og heiðursmann sem Halldór Ás- grímsson er inn- anborðs í sínum flokki.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri. Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Vectra. 1.990.000,- * Rekstrarleiga í 36 mánuði SUMAR TILBOÐ REKSTRARLEIGA 39.900,-* VECTRA 5dr 1,8i Beinsk. 2.250.000 1.990.000 VECTRA 5dr 1,9 CDTi Sjálfsk. 2.890.000 2.650.000 Samkvæmt gæðakönnun bílatímaritsins Auto Bild árið 2006 eru þeir með mestu gæðin meðal þýskra bíla. VECTRA 5dr 2,2i Sjálfsk. 2.730.000 2.490.000 ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS –

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.