Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ BergsteinnJónsson, pró-
fessor við Háskóla
Íslands, fæddist í
Reykjavík 4. októ-
ber 1926. Hann lést
á Líknardeild
Landakotsspítala
hinn 10. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jón Árna-
son verkamaður,
fæddur í Hlíðar-
endakoti í Fljótshlíð
og Kristín Jónsdótt-
ir húsmóðir frá
Torfastöðum í Fljótshlíð. Bróðir
Bergsteins er Gunnar sjávarlíf-
fræðingur, kona hans er Anna
Þórunn Einarsdóttir.
Maki Bergsteins er Guðrún Þór-
ey Jónsdóttir húsmóðir. Eiga þau
þrjú börn. Þau eru: 1) Auður, börn
hennar og fyrri eiginmanns, Karls
Gunnars Jónssonar, Soffía Sigríð-
ur, Hilmar, Guðrún Árný og Berg-
steinn. Með seinni manni sínum
II, 1958–1961; Mannkynssaga
1648–1789, 1963, Bygging Alþing-
ishússins 1880–1881, sérprentun
úr ævisögu Tryggva Gunnarsson-
ar, 1972; Tryggvi Gunnarsson I-
IV, ásamt Þorkeli Jóhannessyni,
1955 til 1990; Vestræna, ritgerða-
safn til heiðurs Lúðvík Kristjáns-
syni sjötugum, útg. ásamt Einari
Laxness 1981; Ísland, ásamt Birni
Þorsteinssyni og Helga Skúla
Kjartanssyni, Kaupmannahöfn
1985. Íslandssaga til okkar daga,
meðhöf. ásamt Birni Þorsteinssyni
1991. Bergsteinn skrifaði greinar
og ritgerðir um sagnfræðileg efni í
tímaritum. Hann stundaði ritstörf
og rannsóknir fyrir Seðlabankann
og Landsbanka Íslands 1963 til
1965 og öðru hvoru síðan. Hann
annaðist rannsóknarstörf um ferð-
ir Íslendinga til Vesturheims
1971–1972. Báran rís og hnígur
2005, um samfélag íslenskumæl-
andi fólks í Norður-Dakóta, Eitt
og annað um vesturferðir, Vestur-
heim og Vesturíslendinga, handrit
gefið út í tveimur eintökum 2006 í
tilefni af áttræðisafmælisári Berg-
steins.
Útför Bergsteins verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Ólafi Árna Trausta-
syni, Ólafur Finn-
bogi. 2) Jón, barn
hans Bergsteinn með
Halldóru Kristínu
Thoroddsen. 3) Anna,
dætur hennar með
Ólafi Sigurðssyni
Oddrún og Björg.
Bergsteinn tók
stúdentspróf frá MR
1945. Hann lauk cand
phil. og BA-próf frá
HÍ, cand. mag.-próf í
sögu Íslands, al-
mennri sögu og
ensku frá HÍ 1957.
Bergsteinn var póstafgreiðslu-
maður hjá Póststofunni í Reykja-
vík 1946 til 1958, kenndi í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar
1958–1962, í Kvennaskólanum í
Reykjavík 1960–1961, MR 1959 til
1971 og Háskóla Íslands frá 1967
allt til ársins 1992.
Eftir Bergstein liggja eftirtalin
rit: Landsnefndin 1770–1771, I og
Sagnfræðingum er falin mikil
ábyrgð. Þeir eiga að búa til söguna
um okkur, vefa hana úr heimildum
um athafnir okkar ótta og þrár. Þess-
ari köllun sinnti Bergsteinn Jónsson,
fyrrverandi tengdafaðir minn, vakinn
og sofinn fram á síðustu stundu.
Leit sagnfræðinga að sannleikan-
um lævísa sem eilíflega smýgur úr
greipum okkar tekur breytingum eft-
ir tíðaranda. Spurður um sjónarhóla
og túlkunarvanda sagðist Bergsteinn
grafa sem víðast eftir heimildum og
hlusta eftir hvaða sögu þær vildu
segja. Annað gat ég ekki dregið upp-
úr honum þar um. Ég læt öðrum eftir
að meta fræðistörf Bergsteins en get
þó vottað að allt sem eftir hann liggur
ber stílgáfu hans og málkennd vitni.
Bergsteinn var ekki mannblend-
inn. Þótt hann hafi unnið á mann-
mörgum vinnustöðum og sinnt nem-
endum af kostgæfni undi hann best í
einveru við fræðistörf. Yfirleitt eft-
irlét hann Guðrúnu konu sinni gesti.
Eftir kurteislegt stans í stofunni og
nokkrar sögur hvarf hann að sínu.
Það var helst að nokkur vínglös
leystu úr læðingi hinn manninn því
bak við formfestuna leyndist prýði-
legur baritonsöngvari og afar per-
sónulegur leitandi maður. Hvunn-
dags sagði Bergsteinn sögur. Það var
hans samskiptaaðferð. Hann átti
sögu við hvert tilefni og aldrei heyrði
ég sömu sögu tvisvar. Það er fyrst nú
sem ég átta mig á því að allar þessar
skemmtilegu sögur eru farnar með
honum yfir móðuna miklu.
Gott minni er mikilvægt sögu-
mönnum. Bergsteinn hlaut í vöggu-
gjöf svokallaðan límheila. Í Hvalfirði
þar sem hann var ungur í sveit var
það leikur bænda að láta barnið bera
kvæðabálka á milli bæja. Þetta gerði
Bergsteinn af stakri samviskusemi,
romsaði bálkunum uppúr sér eins og
að drekka vatn og varð nokkuð fræg-
ur af. Margir hafa notið góðs af þess-
um óskeikula minnisbanka og leitað
til Bergsteins um vafaatriði og spar-
að sér mikla leit. Ég er þar á meðal
en á honum þó miklu fleira upp að
unna. Hann var syni mínum góður afi
og héðan er hans sárt saknað.
Halldóra Kristín Thoroddsen.
Bergsteinn Jónsson prófessor,
sem kvaddur er í dag, starfaði óslitið í
Háskóla Íslands í aldarfjórðung, en
starfsferill hans var þrískiptur og
námsferillinn tvískiptur. Eftir stúd-
entspróf í stríðslok hvarf hann frá há-
skólanámi og vann hjá Póstinum í
Reykjavík og gerðist síðan gagn-
fræðaskólakennari. Sagði Berg-
steinn mér eitt sinn svo frá, að hann
hefði verið þakklátur fyrir að fá fast
starf hjá Póstinum, þótt hugur hans
hefði staðið til annars, því að hann
hefði eins og margir óttast að ný
kreppa tæki við af hagsæld stríðsár-
anna.
Að hvatningu frænda síns, Ólafs
Hanssonar menntaskólakennara, síð-
ar prófessors í sagnfræði, byrjaði
Bergsteinn háskólanám að nýju, lauk
kandídatsprófi og hóf menntaskóla-
og síðar háskólakennslu.
Fyrsta bókin, sem Bergsteinn
skrifaði, var Mannkynssaga 1648–
1789, hluti af ritröð Máls og menning-
ar. Næst sneri hann sér að því að rita
ævisögu Tryggva Gunnarssonar
landsbankastjóra, sem var meðal
merkustu athafnamanna sinnar tíð-
ar. Varð þetta höfuðverk Bergsteins.
Þorkell Jóhannesson prófessor ritaði
fyrsta bindið, en fékk Bergstein til
liðs við sig við ritun annars bindisins
(1965) á vegum Landsbankans og síð-
ar Seðlabankans. Síðan tók Berg-
steinn einn við verkinu og skrifaði
þriðja og fjórða bindið. Í sögu
Tryggva er fléttaður mikill fróðleikur
um landshagi, atvinnulíf og stjórnmál
Íslands á 19. og 20. öld.
Þá tók Bergsteinn að sér ásamt
Birni heitnum Þorsteinssyni prófess-
or að skrifa Íslandssögu til okkar
daga (1991), og ritaði þann hluta bók-
arinnar, sem fjallaði um 20. öld. Auk
þess liggur eftir hann fjöldi greina í
blöðum og tímaritum.
Undirritaður var í fyrsta nem-
endahópi Bergsteins í Háskólanum.
Verð ég honum ævinlega þakklátur
fyrir að hafa hvatt mig til að velja við-
fangsefni úr sögu Íslands á 20. öld til
B.A.-prófs, en á þessum tíma töldu
sumir varasamt að seilast nærri sam-
tíðinni í efnisvali. Reyndar var það
svo, að nemendur leituðu alla tíð
mjög til Bergsteins um umsjón með
lokaritgerðum og trúlega hafa fáir
eða engir kennarar í greininni haft
hönd í bagga með jafnmörgum rit-
gerðum og hann á starfstíma sínum.
Bergsteinn var líka mikill sagna-
brunnur og fjölfróður á ýmsum svið-
um íslenskrar og erlendrar sögu. Þar
að auki hafði hann trausta þekkingu á
íslensku máli og mikla reynslu af rit-
störfum. Þó að hann væri að eðlisfari
dulur um sína hagi og flíkaði tilfinn-
ingum sínum og skoðunum ógjarnan,
fundu nemendur fljótt, að hann vildi
þeim vel og var jafnan alúðlegur við
þá, eins og samstarfsmenn sína.
Bergsteinn var myndarmaður á
velli og virðulegur í fasi og fram-
göngu. Rödd hann var hæg og nota-
leg og aldrei minnist ég þess að hafa
séð hann skipta skapi. Veikindum
sínum á síðari árum tók hann með
karlmennsku og æðruleysi, eins og
vænta mátti.
Bergsteinn var sonur verkamanns
í Reykjavík. Hann ólst upp í austur-
bænum í kreppunni miklu á fjórða
áratug og mótaðist af umhverfi og
tíðaranda þessara erfiðleikaára, þeg-
ar vestrænt hagkerfi sýndist hrunið.
Hann lagði lítið upp úr þeim hlutum,
sem ryð og mölur fá grandað, heldur
vildi leita annars konar verðmæta,
bókhneigður, íhugull og fróðleiksfús.
Bergsteinn kaus umfram allt kyrrlátt
líf, var óáleitinn og forðaðist, a.m.k. á
fullorðisárum, hvers kyns deilur inn-
an skóla sem utan. Á hinn bóginn var
hann bóngóður og tilbúinn að hjálpa
mönnum, þegar þeir leituðu til hans,
en krafðist einskis í staðinn. Í þessum
óeigingjarna anda unnu þeir báðir fé-
lagarnir, Bergsteinn og Jón Guðna-
son prófessor, sem áður voru sam-
starfsmenn í gagnfræðaskóla og
menntaskóla. Ég minnist þess sjálf-
ur, þegar ég var að keppast við að
ljúka við bók eina til prentunar fyrir
allmörgum árum, að Bergsteinn tók
að sér að lesa verkið yfir á síðustu
stundu í greiðaskyni. Þá var gott að
eiga hann að, og ég veit að margir
starfsbræður eiga honum líka þökk
að gjalda.
Þegar Bergsteinn Jónsson er
kvaddur, setur söknuð að okkur, sem
unnum með honum í Háskóla Ís-
lands. Fyrir hönd sagnfræðiskorar
og hugvísindadeildar vil ég þakka
honum störf hans í þágu Háskólans
og góð kynni. Eiginkonu hans, Guð-
rúnu Þ. Jónsdóttur, börnum og fjöl-
skyldu allri vottum við dýpstu samúð.
Þór Whitehead.
Ágætur samstarfsmaður í marga
áratugi, Bergsteinn Jónsson, er fall-
inn frá. Síðast hafði ég spurnir af
honum fyrir tveimur mánuðum, þeg-
ar hann var að störfum á fyrrum
sameiginlegum vinnustað okkar,
Menntaskólanum í Reykjavík. Þar
bar fundum okkar fyrst saman á sjö-
unda áratug tuttugustu aldar, þegar
fjöldi nemenda var orðinn svo mikill,
að sögukennarar skólans Ólafur
Hansson og Skúli Þórðarson komust
ekki yfir þá kennslu, sem til féll. Því
voru yngri menn í fræðunum, Berg-
steinn, Sveinn Skorri Höskuldsson
og sá er þetta ritar kallaðir til að
kenna í busabekkjunum. Samstarf
við þessa ágætu menn var ljúft, en
það entist reyndar ekki ýkja lengi því
að báðir hurfu þeir síðan til starfa í
Háskóla Íslands.
Næsta skref í samstarfi okkar
Bergsteins var á vettvangi Sögu-
félags, en á vegum þess sátum við
ásamt Einari Laxness í ritnefnd af-
mælisrits Ólafs Hanssonar, sem fékk
nafnið Söguslóðir. Við reyndum að fá
sem fjölbreyttast efni í þetta rit, enda
helgað manni sem kunnur var að fjöl-
breytilegri þekkingu. Margir reynd-
ust vilja skrifa og enn fleiri voru á
heillaóskaskránni. Bergsteinn ritaði
sjálfur grein um Gránufélagið, en á
þessum árum beindust rannsóknir
hans mjög að forystumanni þess,
Tryggva Gunnarssyni.
Vorið 1985 var Bergsteinn enn
kvaddur til starfa í Menntaskólanum
og nú sem prófdómari við stúdents-
próf. Hann fyllti með því flokk fyrr-
verandi kennara við skólann, sem
komu á hverju vori til þess að fara yf-
ir prófúrlausnir. Bergsteinn var víð-
lesinn maður og viðræðugóður og því
var hann ávallt aufúsugestur á kenn-
arastofunni. Prófdómarastörf sín
vann hann af frábærri nákvæmni og
lét ekki á sig fá, þó að úrlausnir í
söguprófum væru oft æði orðmargar.
Ég hef fyrir satt, að hann hafi í engu
breytt þeirri venju sinni nú í vor, þó
að hann væri farinn að finna fyrir
veikindum.
Að leiðarlokum flytjum við Stein-
unn aðstandendum Bergsteins inni-
legar samúðarkveðjur.
Heimir Þorleifsson.
Við sem útskrifuðumst úr Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1945
tregum látinn vin og skólafélaga.
Þetta vor var okkur minnisstætt,
bæði vegna þess að við lukum stúd-
entsprófinu okkur til mikillar gleði og
léttis en líka vegna þess umbrotatíma
sem þá geisaði í heiminum. Heims-
styrjöldinni var að ljúka en mikill
ókyrrð hvíldi yfir mannheimi öllum.
Bergsteinn var frábær nemandi og
bjargaði oft málum þegar fátt var um
svör hjá okkur hinum. Hann var vin-
sæll og góður félagi, enda skemmti-
legur og viðræðugóður, stutt var í
hláturinn og smitandi brosið.
Þegar aldurinn færðist yfir okkur
styrktist félagsandi okkar skóla-
félaganna og nú er svo komið að við
hittumst mánaðarlega og förum í
eina góða dagsferð saman á sumrin.
Bergsteinn lét sig sjaldan vanta á
slíkum samkomum og var oft fyrstur
til að mæta. – Stóð þar hár og spengi-
legur og beið okkar. Hann var ein-
stakur ferðafélagi, hann kunni frá
svo mörgu að segja og var oft fenginn
til að segja sögu hinna ýmsu staða,
þar sem áð var. Er okkur minnisstæð
sú stund þegar Bergsteinn stóð við
Haukadalskirkju, skammt austan við
Geysi, og rakti sögu staðarins og
einnig í stórum dráttum sögur Hauk-
dæla – eða þegar við vorum stödd
austur í Fljótshlíð og hann fór með
kvæðið Gunnarshólma eftir Jónas
Hallgrímsson.
Einnig var ógleymanleg ferð okkar
um Kaldadal, þar sem Bergsteinn
hafði yfir fyrir okkur kvæðið Skúla-
skeið eftir Grím Thomsen. Fyrir allt
þetta er þakkað.
Við fórum austur á Þingvöll í þetta
sinn, komið var í Vinaskóg og gengið
að súlunum sem þar eru og skálað
fyrir látnum vini og félaga með mín-
útu þögn, – margir táruðust en him-
inn grét.
Sókrates sagði á banastund við vini
sína og lærisveina: „Nú er mál komið
að vér göngum héðan, ég til þess að
deyja en þér til þess að lifa. Hvorir
okkar fari betri för er öllum hulið
nema guðinum einum.“
Við skólafélagarnir vottum Guð-
rúnu og börnum þeirra hjóna inni-
lega samúð okkar allra.
Helga Þórðardóttir.
Kveðja frá Sögufélagi
Bergsteinn Jónsson, prófessor em-
iritus í sagnfræði við heimspekideild
Háskóla Íslands, er látinn. Sögufélag
á Bergsteini mikið að þakka bæði
sem stjórnarmanni til margra ára og
fræðimanni sem ritaði ekki eingöngu
greinar í Sögu, tímarit félagsins,
heldur gaf út bæði frumheimildir og
yfirlitsrit á vegum Sögufélags.
Bergsteinn var fyrst kjörinn í
varastjórn Sögufélags árið 1960 en
frá 1965–1978 sat hann í aðalstjórn
félagsins. Áður en hann tók sæti í
stjórn var hann byrjaður að vinna að
útgáfu Sögufélags á skjölum Lands-
nefndarinnar fyrri frá 1770–1771 og
kom fyrsta bindið út 1958 og það
næsta 1961. Hér er um mjög vanda-
sama og mikilvæga frumheimildarút-
gáfu að ræða.
Ófáar voru þær greinar sem Berg-
steinn birti í Sögu og voru áhugasvið-
in mörg. Hann skrifaði um ævisögur,
Tryggva Gunnarsson, Alþýðuflokk-
inn og Sambandslagasamninginn
1918, um upphaf einveldis á Íslandi,
um prestsþjónustubók séra Páls Þor-
lákssonar og þrjár greinar byggðar á
dagbókum Jóns Jónssonar frá Mjóa-
dal, sem flutti vestur um haf til Am-
eríku á 19. öld. Þar að auki ritdæmdi
hann á annan tug sagnfræðirita.
Síðast en ekki síst var Bergsteinn
meðhöfundur Björns Þorsteinssonar
prófessors að Íslandssögu til okkar
daga, sögu Íslands frá upphafi
byggðar til samtímans, sem gefin var
út í einu glæsilegu, ríkulega mynd-
skreyttu bindi árið 1991.
Stjórn Sögufélags þakkar Berg-
steini fyrir margvísleg störf hans í
þágu félagsins og vottar frú Guð-
rúnu, börnum hans og fjölskyldunni
allri innilega samúð vegna fráfalls af-
kastamikils og merks sagnfræðings.
Anna Agnarsdóttir.
BERGSTEINN
JÓNSSON
Elsku afi minn. Mig
dreymdi draum í nótt,
ég var heima hjá þér
og ömmu. Þú sast í stólnum þínum
og varst að ráða krossgátur og ég
og amma sátum inni í eldhúsi og
vorum að spjalla saman. Allt í einu
stóðst þú upp og komst til okkar og
sagðir: „Jæja, þá er ég farinn, en
þið vitið að ég verð alltaf hjá ykk-
ur.“ Þegar ég vaknaði leið mér
mjög vel því þótt þú sért farinn þá
veit ég að þú verður alltaf hjá okkur
í draumum okkar og hjörtum.
Vitur maður sagði mér: „Endir-
inn er alltaf upphaf,“ og ég veit að
EYJÓLFUR
THORODDSEN
✝ Eyjólfur Ólafs-son Thoroddsen
fæddist í Vatnsdal í
Patreksfirði 25.
október 1919. Hann
andaðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 13. júlí síðast-
liðinn og var
jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 20. júlí.
þú, afi minn, stendur
nú við dyr nýs kafla
og þar munt þú takast
á við hlutina á sama
hátt og þú gerðir með
lífi þínu í kringum
okkur fjölskyldu þína
og gerðir okkur að
betri manneskjum en
ella hefði orðið.
Ég man svo vel eft-
ir öllum ferðalögun-
um okkar saman bæði
innanlands og utan.
Okkur þótti alltaf svo
gaman að sitja saman
á kvöldin og spila vist. Skemmtileg-
ast þótti okkur barnabörnunum
þínum þó að fá að vera með þér í liði
því þú hafðir þínar sérstöku aðferð-
ir til þess að ná alltaf að vinna. Við
skulum ekkert fara nánar út í það
og uppljóstra leyndarmálinu. Með-
an við spiluðum sagðir þú okkur
sögur frá því þegar þú varst ungur.
Mér fannst það alltaf svo merkilegt
hvað þú kunnir margar sögur og ég
held að ég hafi aldrei heyrt sömu
söguna tvisvar. Þú hafðir einnig
mikla unun af því að yrkja vísur og
þú ortir fallegar vísur til okkar
barnabarnanna og ég geymi mínar
á góðum stað þar sem þær gleym-
ast aldrei.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín og ömmu, þar var stutt í bros
og gleði og aldrei klikkaði heita
ostabrauðið sem boðið var upp á.
Elsku afi minn, ég hef fyrir svo
margt að þakka, takk fyrir allt sem
kenndir mér, takk fyrir hvað þú
varst alltaf góður við mig og mína.
En það sem ég er þakklátust fyrir
er að þú fékkst að kynnast honum
Davíð sem leit alltaf svo upp til þín
og kunni svo vel að meta vináttu
þína og að þú fékkst að sjá og kynn-
ast henni Rakel okkar með brosið
bjarta og bláu augun sem minna á
lind.
Ég veit þú vakir yfir okkur og
passar okkur.
Þar sem þú hafðir alltaf svo gam-
an af vísum finnst mér við hæfi að
enda þetta á vísu eftir Jóhannes úr
kötlum:
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
Að hugir í gegnum dauðann sjást,
– Vér hverfum og höldum víðar,
En hittumst þó aftur síðar.
Kveðja frá Davíð Jóni og Rakel
Evu.
Hrafnhildur Yrsa.