Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 37 MINNINGAR Kæra amma, ég ligg hér uppí rúmi og horfi á ljósið frá lampanum. Mér langar svo að skrifa eitthvað fallegt en hræðist að það verði klisjukennt. Hér ligg ég og hugsa um góðu stundirnar okkar yfir kaffibollanum og öll samtölin sem við áttum um lífið og tilveruna, og á með- an sönglar þetta textabrot stanslaust í höfðinu á mér: Ég sé gömul hjón og glaðleg börn sem ganga frjáls við litla tjörn og ég hugsa með mér þetta’ er yndislegt líf. (Kristján Hreinsson) Elsku amma mín, vonandi finnur þú friðinn og hann afa minn standandi við litla tjörn að bíða þín. Með hjartað fullt af virðingu og frið ég kveð. Þín sonardóttir Bergþóra Eiðs. Elsku amma mín er nú fallin frá. Amma mín sem var ekta amma, bæði í útliti og framkomu. Hún prjónaði VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ ValgerðurMagnúsdóttir fæddist í Borgar- nesi 19. júlí 1916. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 14. júlí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 19. júlí. vettlinga og sokka svo að unun var að horfa á handbragðið, allt fram á síðasta dag. Þeir duttu aldrei úr tísku og ég fór í gegnum ung- lings- og menntaskóla- árin með vettlinga frá ömmu á höndunum, og nú á fullorðinsárum líka og dætur mínar hafa nú bæst í hópinn. Alltaf segi ég stolt frá því að amma mín prjónaði vettlingana, þegar dáðst var að fín- gerðu prjóninu. Amma var alltaf mjög vel til höfð og fín, mér fannst alltaf jafnmerkilegt þegar hún svaf heila nótt með lagn- ingu, án þess að skemma hana. Hún var ungleg og hafði mikla reisn, þann- ig var hún líka síðustu dagana sína í rúminu á spítalanum. Ég var svo heppin að hafa verið hreingerningarkona hjá ömmu, en þannig veit ég að ég kynntist henni betur en ég hefði gert, heimsótti hana og umgekkst hana oftar og öðru vísi. Ég rabbaði heilmikið við hana á með- an ég var að reyna að finna ryk og eitthvað til að þrífa. Amma mín var nefnilega snyrtileg- asta konan sem ég þekki, og hún var svo skemmtilega nákvæm í allri vinnu að það var unun á að horfa. Það var al- veg sama hvers konar pokaræksni hún fékk í hendur, það var brotið saman af nákvæmni, hún bjó um rúm- ið sitt þannig að hvergi sást fella og meira að segja lagaði hún smjörið í öskjunni eftir notkun. Allt sem hún gerði var snyrtilegt og unnið af ná- kvæmni, hægt og örugglega. Samtölin sem við amma áttum saman voru mörg og góð. Hún sagði mér sögur af hlutunum sem hún hafði eignast í gegnum tíðina, sumir voru gamlir, aðrir nýir, hún mundi alltaf hver gaf henni hlutinn og af hvaða til- efni. Einnig fékk ég að heyra sögur af lífinu hennar, bæði barnæsku og svo þegar hún var komin með fjölskyldu sjálf. Mér fannst alltaf gaman að heyra sögurnar. Ég veit að líf hennar var oft erfitt, en ekki lét hún það í ljós. Lífið hennar hefur oft kennt mér að líta öðrum augum á tilveruna, að vera þakklát fyrir það sem ég hef. Amma var mjög meðvituð um það sem var að gerast og hún var stund- um með sterkar skoðanir á hlutunum. Amma skildi t.d. ekki alltaf okkur nú- tímakonurnar, þótt hún væri alltaf stolt af sínu fólki. Henni fannst við vera að gera okkur lífið erfitt, með því að vinna, ala upp börn og jafnvel fara í skóla, allt á sama tíma. Við áttum mörg samtölin um þetta því ég var einmitt á kafi í því að vera nútíma- kona. Hún hafði að mörgu leyti rétt fyrir sér. Amma fylgdist vel með fréttum, og það var alltaf hægt að ræða við hana um það sem var að gerast hverju sinni, hún vissi líka hvernig nýjasta tæknin virkaði, spurði mig stundum um hvort ég gæti gert hitt og þetta í tölvunni, ég hafði gaman af því. Einn- ig fannst mér gaman að sjá hana nota örbylgjuofn og gsm-síma án mikillar fyrirhafnar. Það var alltaf gott að koma til ömmu í kaffi og bakkelsi, hún var allt- af svo glöð að sjá okkur. Stelpurnar mínar, Hulda Sif og Hrefna, byrjuðu alltaf á að faðma langömmu sína, sýndu svo hvað þær voru fínar og amma dáðist að þeim, svo hlupu þær að skápnum og náðu í dótakassann, með gamla skemmtilega dótinu. Og svo stálust þær í nammikrúsina með lokinu. Ég er svo glöð að þær fengu að kynnast langömmu sinni, þær eiga eftir að sakna hennar sárt. Amma sýndi þeim takmarkalausa athygli og umhyggju. Amma á orðið mjög stóran hóp af- komenda. Við hittumst sumarið 2000 og svo í október sl. ákváðum við frændsystkinin að halda ættarmót, en að geyma það ekki þar til í sumar. Ég er svo glöð yfir þeirri ákvörðun okkar, því þarna fékk amma að líta augum stóra hópinn sinn samankominn. Hún var stolt af öllum og fylgdist vel með því sem var að gerast hjá hverjum og einum. Við Högni, Hulda Sif og Hrefna eigum eftir að sakna ömmu sárt, og það er erfitt að vita til þess að hún komi ekki til okkar í mat eða að við getum ekki kíkt í kaffi. En ég veit að amma er ekki leið yfir að kveðja þetta líf, ég veit líka að hún er þakklát fyrir það að hún var umkringd fjölskyldu sinni síðustu dagana. Ævi hennar var löng og hún hefur skilað sínu hlut- verki vel. Nú er hún komin til þeirra ástvina sinna sem hún hefur þurft að kveðja á lífsleiðinni. Hvíldu í friði, elsku amma mín, takk fyrir allt. Matthildur. Föðursystir mín Valgerður Magn- úsdóttir er látin, tæplega níræð. Það flokkast undir forréttindi að hafa fengið að kynnast þeirri sómakonu náið. Hún var gæfurík og andlega þroskuð kona. Valgerður var gæfurík, því hún var kærleiksrík. Átti ást og samúð til að bera til allra. Þó hún bæri mikinn kærleik í brjósti til manna þýddi það ekki að hún sætti sig við hvaða hegðun sem er. T.d. hugnaðist henni ekki sú græðgi sem sífellt gerir meira vart við sig. Skipti ekki máli hvort græðgin birtist sem auðsöfnun eða á annan hátt. Hún gerði sér grein fyrir því að það hugarfar sem hér liggur að baki leiðir ekki til velfarn- aðar. Þvert á móti. Því græðgin á sér engin takmörk. Þetta skildi Valgerð- ur sem og það að það frelsi sem boð- berar græðginnar berjast fyrir, verð- ur því aðeins til góðs, að þeir sem með fara, hafi til að bera nægan siðferð- isþroska. Annars veldur frelsið meiri hörmungum en framförum. Á lífs- hlaupi sínu varð Valgerður fyrir mik- illi sorg og erfiðleikum. Hún mætti erfiðleikunum með þolinmæði og þrautseigju. Hún tók örlögum sínum af kjarki og dugnaði. Gafst aldrei upp. Við þessa glímu öðlaðist hún andleg- an þroska umfram flesta aðra. Hún leitaði hamingjunnar ekki útá við. Hún vissi að hún býr innra með okk- ur. Hún ræktaði með sér umhyggju, samúð og kærleika til allra manna. Hún var jafnan brosmild, hjartahlý, hlédræg og lítillát. Skapgerðarein- kenni sem oft eru misskilin og talin bera vott um ósjálfstæði, en báru vott um velvilja og andlegan þroska Val- gerðar. Athafnir hennar og þeir eig- inleikar sem hún ræktaði með sér, sýndu glöggt hvern mann hún hafði að geyma. Hún var vönduð til orðs og æðis, tryggur og traustur vinur. Um- hyggja fyrir öðrum var henni eðlislæg og hún gladdist mest ef hún gat orðið einhverjum að liði. Hún lifði til að þjóna öðrum og hjálpa. Lifði kær- leiksfullu lífi, án eigingirni. Naut þess að sjá afkomendur sína vaxa úr grasi og var stolt af þeim. Hún lifði vönduðu lífi og gaf afkomendum sínum með því gott fordæmi. Blessuð sé minning hennar. Þór Guðmundsson. Nöfn og tilfinningar eiga sér merkilega samleið. Tilfinningar eru saga upplifana þinna eigin og þeirra sem að þér standa, reynsla okkar í samhenginu ég og heimurinn. Þegar frétt berst um dauðsfall ná- ins ættingja verður tilfinningabank- inn að eins konar leitarvél uppruna sem tengir þig og hinn látna eilífðar böndum. Í þeirri leit framkallar bilið á milli tíma og skynjunar myndbrot í blá- móðu liðinnar tíðar. Föst stærð hefur verið lögð til hliðar. Hver og einn lifir af í sínu veraldarvafstri. Uppruninn er aðeins tekinn fram eins og silfur- borðbúnaður á jólum. Það hefði ekki hvarflað að mér að leggja mínum frænda til minningar- orð af þessum toga nema vegna þess að í dánarfregninni kemur rithöfund- urinn fram sem hans kennimerki. Þannig hafa opnast dyr sem ég vil nýta mér í mínum blessunrarorðum, kæri frændi. Þegar ég kynntist þér á Hraun- teignum í bernsku var það vegna þess að hún föðursystir mín og nafna var mamma þín. Ég bjó utan við bæinn þar sem minn stórhuga faðir og móð- urbróðir þinn vildi fara ótroðnar slóð- ir og reisa sér hrossabú utan landa- mæra lítillar en ört vaxandi höfuðborgar hins óskiljanlega Ís- lands. Þú og bræðurnir ásamt mömmu Ástu, eruð í minningu minni eins og brot úr öfundsverðum aðstæðum í bandarískum eftirmiðdagsþætti, þar sem þægindi og munaður eru ávallt innan seilingar. Auk ykkar fallega heimilis var fríðleikastuðull fjölskyld- unnar á Hraunteignum langt yfir við- ÖRN H. BJARNASON ✝ Örn HelgiBjarnason fædd- ist í Danmörku 13. nóvember 1937. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 7. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 18. júlí. miðum íslensks veru- leika í þá daga. Sex myndarlegir frændur, fjórir sem Ásta föður- systir eignaðist með Bjarna Oddsyni lækni en síðan hafði myndar- piltunum fjölgað um tvo, þegar þegar Ásta giftist Jóhannesi Björnssyni lækni eftir lát Bjarna. En leitarvél upprun- ans teygir sig lengra aftur en til okkar ævi- skeiðs. Þótt samskipti okkar systkina- barnanna hafi ekki verið náin hefur nándin við hina örlögþrungnu fjöl- skyldusögu viðhaldið sterkri innbyrð- is vitund um hvort annað. Leyndardómar og örlög ömmu Kristrúnar (Dúnu) og afa Árna dvelja enn í setlögum okkar kynslóðar. Stór- ar en þögular tilfinningar um þá for- tíð tel ég skýra hvers vegna við, ömmubörnin hennar ömmu Dúnu, höfum ekki viðhaldið nánum fjöl- skylduböndum. Þótt hvert okkar hafi ratað sína leið og leiðir ekki legið saman, finn ég nú við frétt um fráfall þitt, kæri Örn, hvað ættartaug okkar er samt römm og sterk. Þótt afi Árni hafi horfið úr lífi fjöl- skyldunnar og yfirgefið land löngu fyrir tíð okkar ömmubarnanna, finnst mér sem minning hans og arfleifð dvelji í Arnarnafninu. Ég get mér þess til að þitt nafn sé þannig til kom- ið. Hann afi okkar var alinn upp við Arnarfjörð, var skírður Árni og ekki úr vegi að ætla að nafn fjarðarins hafi þar haft áhrif á. Enn í dag eru það Árnar, Ernir og Arnarar sem tengja kynslóðirnar uppruna forföður okkar sem hvarf. En eins og hvarf hans ber merki um þá lifir minningin og reynsla kyn- slóðanna áfram innra með okkur og innra með þeim sem á eftir koma. Guð þig verndi. Þín frænka Ásta Kristrún. Örn, þessi ljúfi og glæsilegi dreng- ur, var hrókur alls fagnaðar. Við hitt- umst fyrst í Verslunarskóla Íslands. Hann gekk í augun á stelpunum og gat ekkert að því gert. Alltaf glaður og kátur, en alvarleg- ur í sömu andrá. Hafði fallegt bros sem leyndi einhverju, fannst manni. Kannski óljósar endurminningar frá stríðshrjáðri Danmörku þar sem sprengjugnýr var honum eflaust ekki óþekkt fyrirbæri, en þar hann átti að baki hluta barnæskunnar, öll stríðs- árin. – Það er eins og það hafi gerst í gær, þótt liðin sé hálf öld. Örn var greindur og samlagaðist vel bekkjarfélögum sínum, svo og kennurunum, sem kölluðu þó ekki allt ömmu sína, sumir hverjir. Þéringar voru þeirrar tíðar háttur og vonlausir voru þeir sem ekki kunnu tungutakið. Erni var það auðvelt, því háttvísina hafði hann í blóðinu. Árin í Versló liðu alltof fljótt. Eins og títt er í skólum, mynduðu nem- endur klíkur sem héldu saman innan skólans sem utan. Örn var einn okkar fjögurra strákanna í einni slíkri; Doddi, Sveinn, Örn og sá er þetta skrifar. Á þessu aldursskeiði virðist flest- um sem slóðin framundan sé ótrúlega greiðfær. Á þroskaferlinum komast þó fáir hjá að finna fyrir stímabraki í straumi. Þá má oft litlu muna til að komast án grands að landi. Að skólanum loknum tókum við fé- lagarnir upp þann góða sið að hittast reglulega, m.a. hvern gamalársdag. Í kafaldsbyl og snjókomu varð ekki vikið frá þessum heimsóknum um margra ára skeið. Þetta voru gleði- stundir sem enginn dirfðist að van- rækja. En það snjóar oftar en á gamalárs- dag á Íslandi, og það snjóaði líka yfir spor okkar fjögurra félaganna hvers heim til annars. Ekkert er eins og það var og lífið er margslungið. Mér er eftirsjá að Erni, góðum dreng, orðvörum og skáld- hneigðum. Og hvað segir ekki í Macbeth Shakespeares: „Reikandi skuggi er lífið og leikari bágur sem sperrist og amstrar á sviðinu skamma stund og sést ekki framar“. Ég votta dætrum Arnar, bræðrum og öðrum aðstandendum samúð mína. Geir R. Andersen. Genginn er góður vinur. Ég tók sérstaklega eftir því þegar ég kynnt- ist Erni hvað hann gladdist yfir litlu, hæfileiki sem ekki allir geta viðhaldið. Ég man hvað þú hlakkaðir til ein jólin, þegar keypt hafði verið nýtt spil, Leonardo. Þá komuð þið Guðrún til að spila spilið með okkur og þá var mikið hlegið og haft gaman. Þá kom fram hversu fróður þú varst og vel heima á mörgum sviðum. Þú hafðir afar næmt tóneyra og tókst með sjálfsmenntun að ná frá- bærum árangri í að spila á hljómborð. Ekki sá ég þig nota nótur heldur var spilað eftir eyranu. Oft heyrðust tón- ar þegar þú og Gunnsa voruð í heim- sókn en þá hafðir þú laumað þér inn þar sem hljómborðið var og spilaðir meðan aðrir spjölluðu. Einhverju sinni fékk ég sendar frá þér frum- samdar smásögur sem eru mjög hnyttnar og skemmtilegar. Hestar og allt sem lýtur að hesta- mennsku og reiðleiðum var innan áhugasviðs Arnar og í seinni tíð voru það einnig hundarnir sem áttu hug hans allan og hann sá ekki sólina fyrir Pugsa sínum. Það var svo gaman að heyra hann segja frá því þegar hann og Guðrún fengu sér hund, Pugsa. Hann hafði ekki verið hrifinn, fannst lítið til hans koma og yfirhöfuð kærði sig ekki um að hafa hund. Þetta átti þó eftir að breytast og urðu þeir óað- skiljanlegir vinir, svo miklir að þegar Örn var orðinn fársjúkur og átti stutt eftir kvaddi Pugsi þennan heim og fylgdi húsbónda sínum. Pugsi átti mjög stóran sess í hjarta Arnars og oftar en ekki vildi hann drífa sig heim svo Pugsi yrði ekki leiður. Hann hafði á orði að ef til aðskilnaðar kæmi milli hans og Guðrúnar mundi hann fara fram á umgengnisrétt við Pugsa sinn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kærar þakkir, Örn, fyrir allt. Guð geymi þig og Pugsa þinn. Ég votta öllum ástvinum Arnar mína dýpstu samúð. Dóra Þorgilsdóttir. Þá ertu farin til Jobba afa og Balla frænda, Lúlla amma mín. Þú áttir alltaf heima suður með sjó svo ég hitti þig ekki mjög oft, en stundum þó. Það var samt alltaf jafn gaman þegar við hittumst. Við töl- uðum um allt milli himins og jarðar og þú varst alltaf til í að gera eitt- hvað skemmtilegt ef tækifæri bauðst. Til dæmis á Ljósanótt fyrir tveimur árum, þá vorum við mamma að hugsa um að koma í Reykjanesbæ og þú bauðst okkur að gista hjá þér. LÚLLA KRISTÍN NIKULÁSDÓTTIR ✝ Lúlla KristínNikulásdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1937. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 9. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ytri-Njarð- víkurkirkju 18. júlí. Áttum við eftirminni- legt og skemmtilegt kvöld ásamt Kedda frænda og hans fjöl- skyldu. Hvað sem á bjátaði þá varstu alltaf jafn opin og ánægð þegar við komum frá Kópavogi. Þau voru ófá jólin sem þú eyddir hér hjá okkur í Kópa- vogi en ég vildi nú helst hafa þau fleiri. Það eru bara falleg- ar minningar sem þú skilur eftir í minni mínu, Lúlla amma mín og ef ég skrif- aði þær allar niður væri Mogginn fullur af sögum. Þú munt áfram lifa þótt þú sért ekki hér lengur. Þú munt ávallt lifa í hjarta okkar sem eftir standa. Góða ferð amma mín og njóttu þess uppi með Jobba afa, Balla, Þurí og öllum hinum. Þinn dóttursonur Gauti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.