Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 39
MINNINGAR
✝ Óttar Ketilssonfæddist á Finna-
stöðum í Hrafna-
gilshreppi í Eyja-
fjarðarsveit 19.
apríl 1927. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 12. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Ketill Guðjónsson,
bóndi á Finnastöð-
um, f. 1900, d. 1988,
og Hólmfríður Páls-
dóttir húsfreyja, f.
1900, d. 1988. Systkini Óttars eru:
Hreinn, f. 1924; Sigríður, f. 1925;
Margrét, f. 1933; Auður, f. 1937;
og Gylfi, f. 1945.
Árið 1951 kvæntist Óttar Elínu
Halldórsdóttur, f. 16.2. 1933, frá
Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs-
strönd. Börn þeirra eru: 1) Hall-
dór, f. 23. nóvember 1957, kvænt-
ur Lovísu Guðjónsdóttur og eiga
þau tvær dætur, Örnu Berglindi
og Kristínu Heiðu. 2) Þórir, f. 29.
desember 1964, kvæntur Yocasta
og eiga þau einn son, Hauk.
Óttar ólst upp í foreldrahúsum
á Finnastöðum og tók snemma
þátt í bústörfunum auk þess sem
hann tók þátt í félagsstörfum í
sveitinni. Eftir að hafa sigrast á
berklum sem ungur maður byggði
hann nýbýlið Árbæ í landi Finna-
staða og stundaði þar bústörf.
Fyrstu búskaparár Óttars og
Sigrúnar bjuggu þau á Akureyri
og vann Óttar m.a. hjá Gefjun við
verkamannastörf. Árið 1974 fluttu
þau hjónin fram í Kristnes í Eyja-
fjarðarsveit þar sem þau bjuggu
ætíð síðan. Þar vann Óttar fyrir
Kristneshæli og gekk í öll almenn
iðnaðarmannastörf hvort sem það
var múrverk, málning eða al-
mennt viðhald á húsakosti hæl-
isins. Óttar lét af störfum við hæl-
ið 1992 en sinnti þó
málningarvinnu og viðhaldi ýmiss
konar nánast til síðasta dags.
Hann ferðaðist um Akureyri og
nágrenni og hjálpaði vinum og
vandamönnum við málningar-
vinnu og viðhald. Hann söng í
kirkjukór Grundarkirkju um ára-
bil auk þess sem hann vann ýmis
störf fyrir Sjálfsvörn, félag
berklasjúklinga á Kristneshæli.
Óttar verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Óttarsson Rosa og
eiga þau Ásdísi Mar-
íu. Fyrir átti Þórir
tvö börn, Alexander
Arnar og Elínu Mar-
gréti og Yocasta einn
son, Diamon. Dóttir
Þóris, Petra Rut, f.
24.7. 1985, lést 12.
desember sama ár.
Auk þess ól Óttar
upp dóttur Elínar,
Kristjönu. Óttar og
Elín skildu árið 1968.
Hinn 15. janúar
1970 giftist Óttar
Sigrúnu Guðrúnu Halldórsdóttur
frá Hleiðargarði, f. 24.10. 1933.
Börn þeirra eru: 1) Rósberg Hall-
dór, f. 22.10. 1968, kvæntur Þór-
dísi Rósu Sigurðardóttur og eiga
þau tvö börn, Kristin Þór og Júlíu
Rún. Fyrir átti Þórdís Rósa dótt-
urina Hafdísi. 2) Hrafnborg, f. 5.9.
1970, gift Mogens Ingemann Han-
sen og eiga þau Alexöndru. Fyrir
átti Hrafnborg dótturina Tinnu
Mjöll. 3) Brynjar Karl, f. 21.10.
1975, kvæntur Hildi Hauksdóttur
Elsku pabbi. Í dag kveðjum við þig
hinstu kveðju. Það er óneitanlega
erfitt að standa í þessum sporum og
hugsa til þess að samverustundirnar
verði ekki fleiri. Eftir lifa minningar
frá liðinni tíð og trú á endurfundi
þótt síðar verði.
Margs er að minnast þegar horft
er til baka. Ófáar eru minningarnar
frá öllum ferðunum sem við fórum
um landið á sumrin. Góður tími var
tekinn í það að koma öllum farangr-
inum fyrir í skottinu og uppi á þaki
bílsins. Það var ekki sama hvernig
það var gert. Hvert skúmaskot í bíln-
um var nýtt og sumir hlutir höfðu
forgang eins og fleygurinn, veiði-
stöngin og spilastokkurinn. Svo var
lagt af stað. Börnin þrjú saman í aft-
ursætinu, mamma í framsætinu og
þú við stýrið, klæddur buxum og
skyrtu í skærum litum, sandölum og
stóru sólgleraugunum þínum. Við
systkinin vorum ekki alltaf ánægð að
þeytast um malarvegina á gömlu
Lödunni. Okkur fannst bíllinn gam-
aldags í útliti og heimtuðum nýjan
bíl með reglulegu millibili. Við gátum
orðið mjög frek en þú, pabbi, hélst ró
þinni eins og þú gerðir ætíð þegar á
móti blés. Þú sagðir alltaf að útlitið
skipti ekki máli, heldur það að kom-
ast á milli staða. Eftir langa keyrslu
með fullan bíl af ryki og angan af
sígarettureyk var komið á áfanga-
stað. Hann var ýmist lítill grasblett-
ur til að tjalda á, sumarbústaður eða
eyðibýli. Yfir sumartímann var iðu-
lega mikið að gera hjá þér, ekki síður
en yfir veturinn og því gafst okkur
ekki alltaf mikill tími til að vera sam-
an. Þegar kom að ferðalögunum
snerist dæmið við. Þá var fjölskyldan
saman og margt til gamans gert.
Þetta voru miklar ævintýraferðir
þar sem þú lékst stórt hlutverk og
þær munu lifa í huga okkar um
ókomna tíð.
Vinnan skipaði stóran sess í þínu
lífi allt fram á síðasta dag. Þú varst
duglegur að ferðast með málningar-
verkfærin þín um nágrannasveitirn-
ar til að mála hjá vinum og vanda-
mönnum. Með því varstu að sinna
því sem þú hafðir mesta ánægju af
um leið að þú dróst björg í bú. Þessu
fylgdi sá fórnarkostnaður að við
systkinin kynntumst þér ekki á þann
hátt sem við hefðum kosið. Þú barst
ekki tilfinningar þínar á torg svo
auðveldlega en við vorum aldrei í
vafa hvaða tilfinningar þú barst til
okkar og mömmu. Þú sýndir það
frekar í verki. Það var þín leið.
Síðustu árin þín voru bestu ár sem
við áttum saman. Við fengum tæki-
færi til að eyða fleiri stundum með
þér, þó sérstaklega við bræður eftir
að við fórum að aðstoða þig við þau
fjölbreyttu verk sem þú tókst að þér.
Þar varst þú á heimavelli og áttir
kannski auðveldara með að sýna
þinn innri mann. Það eru stundir
sem við munum aldrei gleyma. Þar
fengum við að kynnast þeim manni
sem þú hafðir að geyma. Jarðbundn-
um manni með heilbrigða hugsun.
Þú varst laus við öfgar og sýndar-
mennsku og komst ávallt til dyranna
eins og þú varst klæddur. Þú hafðir
mikið skap og lést í þér heyra ef þér
fannst að þér vegið. Þess utan varstu
ljúfur í lund og hafðir mikið jafnað-
argeð. Þér var alla tíð umhugað um
þá sem höfðu orðið undir í lífinu og
varst óhræddur við að gagnrýna
ójöfnuð og græðgi.
Þú talaðir oft um það hversu
óhræddur þú værir við dauðann. Þú
hefðir komist í kynni við hann þegar
þú fékkst berklana og vissir hvað
biði þín hinum megin. Okkur fannst
þetta frekar óhugnanlegt raus því
með þessu mátti skilja að þú værir
leiður á lífinu. Seinna gerðum við
okkur grein fyrir því að svo var auð-
vitað ekki. Í dag njótum við hins veg-
ar góðs af þessu rausi þínu því það er
okkur mikill styrkur að vita að þú ert
sáttur við Guð og menn. Við vitum
það eftir áratuga sannfæringu í okk-
ar garð. Þú talaðir jafnframt um að
þú vildir fara snöggt þegar kallið
kæmi og þá ósk fékkstu svo sann-
arlega uppfyllta. Þú rétt náðir að
klára að mála bæinn sem þú byggðir
sem ungur maður og við vitum fyrir
víst að það varstu ánægður með. Þú
þarft ekki að hafa áhyggjur af kart-
öflunum. Þær verða teknar upp í
haust og vonandi gefurðu þér tíma til
að koma við í garðinum.
Elsku pabbi. Þín verður sárt sakn-
að en við vitum að þú ert kominn á
góðan stað þar sem þú getur dansað
og sungið eins og þér var einum lag-
ið. Við vitum að þú tekur á móti okk-
ur þegar okkar tími kemur.
Guð blessi minningu föður okkar.
Rósberg, Hrafnborg og Brynjar.
Elsku Óttar, minn kæri tengda-
faðir, með söknuði í huga skrifa ég til
þín örfá orð sem sögð eru með þakk-
læti í huga. Ég minnist þess í dag
hve þögull þú varst þegar við vorum
að hittast í fyrstu skiptin frammi í
Kristnesi, þú lést mig hafa fyrir hlut-
unum spurðir ekki margs í fyrstu en
að lokum urðu spurningarnar fleiri
og einnig stærri. Á köflum gat verið
erfitt að svara, en ég fann alltaf að
innst inni vissir þú svörin sem þú
varst að leita að. Þér var mjög um-
hugað um að sonur þinn væri nú
örugglega að gera rétt, þú sagðir
mér það seinna meir að nú værir þú
viss. Eitt af þínum aðalsmerkjum
var hreinskilni sem allmargir telja
dyggð og er ég ein af þeim. Sökum
þess gat verið erfitt á stundum að
rökræða við þig því þú haggaðist
ekki, þú sagðir mig ákveðna mann-
eskju en meintir vel, því sem betur
fer bárum við virðingu hvort fyrir
öðru. Því það var jú forsendan fyrir
því að hversu ósammála sem við vor-
um, gleymdist það um leið. Það að
hafa ákveðna skoðun á hlutunum og
skammast sín ekkert fyrir það, var
einnig eitt af þínum aðalsmerkjum,
það skipti þig litlu máli þó að allir
væru á móti þér, þetta var þín skoð-
un og við það sat. Stríðnin þín gat
líka haft áhrif á okkur en það sem
hún gerði meira var að hún gladdi.
Þar sem ég er ekki mikil sveita-
stelpa í mér man ég svo vel fyrstu
skiptin sem við Rósberg og krakk-
arnir vorum að brasa í kartöflunum
með þér, það voru skemmtilegar
stundir og krakkarnir eiga eftir að
sakna þeirra. Það að fara ekki á
hverju vori, sitja á traktornum og
setja útsæði í vélina og þú labbandi á
eftir til að athuga hvort það væri
ekki allt í besta lagi, og svo aftur að
taka þær upp. Stundum læddust vin-
irnir með og fannst þeim alltaf gam-
an og ekki var verra hvað þú gladdir
þau alltaf með ríflegu kaupi. Þessar
samverustundir í kartöflunum
gleymast ekki. Síðustu dagana áður
en þú veiktist skyndilega, vorum við
að ræða veikindi og afleiðingar sem
veikindi geta haft. Þú komst því vel
og örugglega til skila að þú vildir fá
að fara fljótt, fá helst að sofna og
vakna ekki aftur. Einnig vissum við
vel að þú vildir ekki missa þín lífs-
gæði og getuna til að fá að mála sem
þú varst nú ekki búinn að gera svo
lítið af. Þessar samræður voru okkur
lánsamar og veita okkur ró í sorg-
inni, því við vitum að þetta var það
sem þú óskaðir þér ef þessar aðstæð-
ur kæmu upp.
Elsku tengdapabbi, ég þakka þér
allar stundirnar sem við höfum átt
saman. Sérstaklega þakka ég þér
alla þá hjálp sem þú veittir okkur.
Síðustu mánuðir sem þú varst með
okkur frammi á Hrísum voru ómet-
anlegir því þá kynntumst við miklu
betur.
Þín
Þórdís.
Í dag er til moldar borinn ástkær
tengdafaðir minn Óttar Ketilsson.
Í fyrsta skipti sem ég hitti tengda-
föður minn settist ég óafvitandi í
sætið hans við eldhúsborðið. Þrátt
fyrir að vera vanafastur maður lét
hann sem ekkert væri, settist á móti
mér og spjallaði við mig á sinn hæg-
láta hátt. Þetta litla atvik sýnir sam-
skipti okkar upp frá því í hnotskurn.
Það var fátt sem raskaði ró Óttars,
yfirvegun hans og gott hjarta voru
okkur hinum til eftirbreytni. Óttar ól
mig upp sem tengdadóttur í á annan
áratug. Hann lét mig aldrei finna að
ég var óharðnaður unglingur þegar
ég kom inn í fjölskylduna með skoð-
anir sem voru honum ekki alltaf að
skapi. Eftir því sem árin liðu fundum
við þó ákveðinn samhljóm og gátum
átt í góðlátlegum erjum um þjóð-
félagsmál og þá sérstaklega um vit-
leysisganginn í stjórnmálunum. Við
höfðum bæði gaman af að því að
kljást um það sem efst var á baugi í
þjóðfélaginu og stundum vorum við á
öndverðum meiði bara til að gera
rimmuna skemmtilegri. Óttar bar
ávallt hag alþýðumannsins fyrir
brjósti sem og þeirra sem hafa orðið
undir í lífinu. Hann vildi jöfnuð og
hann vildi sanngirni. Hann virti mik-
ilvægi menntunar en mat það þó
meira að fólk hagaði lífi sínu þannig
að allir fengju notið sín og gætu bor-
ið sæmilega björg í bú. Óttar kenndi
mér dýrmæti þess að hlusta á það
sem eldri kynslóðin hefur að segja og
reyna að draga lærdóm af því.
Óttar hafði eina lífsreglu sem sitt
leiðarljós og það var að vinnan göfg-
ar manninn. Aldrei var hann sáttari
en þegar hann hafði nóg að gera.
Óttar sinnti hverju verki af alúð og
natni hvort sem það var málningar-
vinna eða kartöflurækt. Á áttræðis-
aldri gerði hann sér ferð til höfuð-
borgarinnar til að mála og dytta að
fyrir okkur hjónin þegar við hófum
háskólanám. Hann nýtti ferðina með
því að mála fyrir aðra vini og vanda-
menn búsetta á suðvesturhorninu.
Það var gott að hafa Óttar í vinnu
sem sést kannski best á því að nær
ómögulegt var að fá hann til að taka
sér hádegishlé svo mark væri tak-
andi á.
Óttar kenndi mér margt alveg
fram á síðasta dag. Að fá að fylgja
honum síðasta spölinn kenndi mér að
óttast hvorki né kvíða dauðanum.
Þegar ég lít til baka grunar mig að
þar hafi Óttar verið enn og aftur að
kenna mér ofurlítið um lífið og til-
veruna. Við leiðarlok kveð ég
tengdaföður minn með söknuði en
líka þakklæti. Haf þökk fyrir allt og
allt, elsku tengdapabbi.
Þín
Hildur Hauksdóttir.
Í dag er móttökuathöfn í upphæð-
um. Það er verið að taka á móti þús-
undþjalasmiðnum Óttari Ketils sem
hefur verið sannur fjölskylduvinur
frá upphafi.
Fyrstu kynni mín af honum voru í
Helgamagrastrætinu þá sem lítil
stelpa að fá að heimsækja heimsins
bestu Lillu frænku, en þar birtist
þessi myndarlegi maður. Í fyrstu
leist mér ekkert á að hann væri að
ryðjast inn á „umráðasvæði“ mitt því
mér fannst ég eiga Lillu, en þetta
breyttist fljótt og frá þeim tíma hef-
ur alltaf haldist mikil vinátta og
tryggð milli heimila okkar.
Margar góðar minningar eigum
við héðan úr Birkilundi af þúsund-
þjalasmiðnum sem við geymum í
hjarta okkar og minnumst ávallt
þegar eitthvað þarf að dytta að og þá
sérstaklega ef þurfti að mála eitt-
hvað. Það rifjast einnig upp margar
skondnar sögur af Óttari eins og
þegar fataskápurinn var málaður að
innan með öllum fötunum í en ekki
kom ein sletta á þau. Eða þegar bað-
herbergið var málað og átti að vera
blátt en þegar ég kom heim var búið
að mála það ljósblátt. Þegar ég
spurði var svarið: „Æ, þetta var svo
ansi ljótur litur að ég bætti hvítum lit
út í,“ og þannig var baðherbergið í
mörg ár.
Óttar var sterkur persónuleiki,
ákveðinn, stríðinn, stutt í húmorinn
og afburða sleipur til vinnu. Það var
alveg sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, hann gat allt.
Óttari varð að ósk sinni að fá að
vinna fram á síðasta dag, en jafn-
framt var hann tilbúinn að fara í
ferðalagið langa sem við förum öll í.
Óttar, við þökkum allar ánægju-
legu stundirnar með þér og þá ómet-
anlegu hjálp og vináttu sem þú veitt-
ir okkur og við vitum líka að þú
heldur áfram að vaka yfir fjölskyldu
þinni sem var þér alltaf efst í huga.
Farðu vel með þig í upphæðum og
taktu þátt í gleðinni eilífu.
Elsku Lilla mín, Brynjar, Hrafn-
borg, Rósberg, Þórir, Halldór og
fjölskyldur ykkar, vinátta ykkar er
okkur dýrmæt, megi Guð styrkja
ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning Óttars Ketils-
sonar.
Rósa Sveinbjörnsdóttir
og fjölskylda.
ÓTTAR
KETILSSON
Systir okkar, mágkona og frænka,
EYRÚN STEINDÓRSDÓTTIR,
Víðihlíð,
Grindavík,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 19. júlí.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ágúst Steindórsson.
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi,
JÓN KR. KRISTINSSON,
Vallarbraut 10,
áður Ásgarði 3,
Keflavík,
lést þriðjudaginn 18. júlí.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnea Jónsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
DÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Einivöllum 7,
Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 19. júlí.
Rakel Ársælsdóttir, Rúnar Snæland,
Daníel Kristjánsson, Sigrún Rúnarsdóttir,
Patrik Snæland Rúnarsson,
Tristan Snær Daníelsson,
Einar Sigurjónsson, Margrét Halldórsdóttir,
Hrefna Sigurjónsdóttir, Hafþór Þorbergsson,
Kolbeinn Sigurjónsson, Kristín Lúðvíksdóttir,
Halla Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Agnarsson,
Rósa Sigurjónsdóttir, Ingþór Guðmundsson,
Júlíus Sigurjónsson, Hrönn Jónsdóttir
og fjölskyldur.