Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 43

Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 43 FRÉTTIR Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem eru með blaðburðarpoka en þurfa ekki á þeim að halda við blaðburð, vinsamlegast komi þeim til blaðadreifingar Morgunblaðsins, Hádegismó- um 2, 110 Reykjavík. Móttakan er opin virka daga milli kl. 9 og 17. Ef þið hafið ekki tök á að skila þeim, hafið þá samband við blaðadreifingu í síma 569 1440 og við sækjum þá. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Sumarbústaðurinn Stóri-Árás austan 5, fnr. 211-0827, Borgarbyggð, þingl. eig. Jóhann S. Sigurdórsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Mýrasýslu og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 25. júlí 2006 kl. 10:00. Hl. Egilsgötu 19, fnr. 211-1300, Borgarnesi, þingl. eig. Gunnlaugur I. Sigfússon og Jóhanna Gréta Möller, gerðarbeiðendur Kaupþing hf. og Landsbanki Íslands, þriðjudaginn 25. júlí 2006 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 18. júlí 2006. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir: Hríseyjargata 14, eignarhl. Akureyri (214-7906), þingl. eig. Sigrún Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Ástún 14, húsfélag, miðvikudaginn 26. júlí 2006 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 20. júlí 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. TRÖÐ á Hellissandi, svæði Skóg- ræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, var opnað formlega við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag undir merkjum „Opins skógar“ skógræktarfélaganna. Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra opnaði „Opinn skóg“ með táknrænum hætti. Hann flutti fyrst ávarp og sagði að einhverjir vina hans hefðu furðað sig á að sjávarútvegs- ráðherra væri að opna skóg og hefðu spurt sig hvort þetta væri þaraskógur. En nálægð Trað- arinnar við þetta fornfræga sjáv- arpláss, Hellissand, og ágjöfin þennan dag hlytu að sanna rétt- mæti þess að hann fengi þann heiður að opna skóginn í Tröðinni. Að svo búnu opnaði hann „Op- inn skóg“ í Tröð með því að gróð- ursetja fallega hlynplöntu og fórst honum það verk vel úr hendi. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Fjármögnunar, Skúli Alex- andersson, formaður Skógræktar- og landverndarfélags undir Jökli, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. „Opinn skógur“ í Tröð Orlofsvika líknar- og vinafélagsins Bergmáls EINS og undanfarin sumur býður Líknar- og vinafélagið Bergmál krabbameinssjúkum til viku dvalar að Sólheimum í Grímsnesi, þeim að kostnaðarlausu. Vikan verður dag- ana 24. til 31. ágúst nk. Fjölbreytt dagskrá verður að venju og vandað- ar og skemmtilegar kvöldvökur með úrvals listafólki. Sundlaug er á staðnum, góðar gönguleiðir og margt að sjá og skoða. Þá verður og farið í dagsferð um Suðurland í boði félagsins meðan á dvöl stendur. Skráning er hafin og þurfa um- sóknir að berast stjórn félagsins fyr- ir 10. ágúst. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 587 5566 og 483 4689. Pílagrímaganga frá Þingvöllum að Skálholti PÍLAGRÍMAGANGA frá Þingvöll- um að Skálholti verður um næstu helgi. Þátttaka er öllum opin og hægt er að ganga aðeins hluta göngunnar annan hvorn daginn allt eftir aðstæð- um fólks. Lagt verður af stað frá Þingvalla- kirkju laugardaginn 22. júlí kl. 10 og gengið sem leið liggur upp Gjábakka og biskupaleið yfir Lyngdalsheiði, en sveigt út af henni við Laugarvatn þar sem fyrri hluti göngunnar endar með helgistund við Vígðulaug um kl. 19. Einföld svefnpo- kagisting er til reiðu fyrir göngufólk á Laugarvatni. Lagt verður af stað úr náttstað daginn eftir kl. 7 og gengið sem leið liggur meðfram aðalvegi að Neðra- Apavatni og þaðan yfir Grafarhæð og Selhæð og norður fyrir Mosfell. Það- an yfir Brúará og yfir til Skálholts. Göngustjórar eru Guðbrandur Magnússon og Pétur Pétursson. Undirbúningsfundur þeirra með væntanlegum pílagrímum verður í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík föstudaginn 21. júlí kl. 16.30. Skemmdu bíla í Keflavík LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir vitnum að eignaspjöllum sem unnin voru á tveimur bifreiðum sem stóðu við Heiðarbraut 5h, Reykjanesbæ, á tímabilinu frá þriðjudegi 11. júlí til laugardags 16. júlí. Bifreiðarnar voru rispaðar með oddhvössu áhaldi. Lögreglan í Keflavík lýsir jafn- framt eftir upplýsingum um Brende- rup-bílakerru (þ.e. kerru með braut- um til bifreiðaflutninga) sem stolið var í Reykjanesbæ sunnudaginn 9. júlí. Talið er að síðast hafi sést til kerrunnar aftan í grænni pallbifreið sem ekið var austur Reykjanesbraut. Þeir sem kynnu að búa yfir upplýs- ingum um ofangreind mál eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík, s. 420 2400 eða 112. SIGURÐUR Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar tóku þátt í fjórum danskeppnum í byrjun júlí í Barcelona á Spáni. Þau stóðu sig með prýði í keppnunum og komust meðal annars í undanúrslit í Open Standard-keppni í flokki 14 til 15 ára þar sem þau lentu í 11. sæti af 21 pari. Sigurður og Sara tóku einnig þátt í heimsmeistaramóti sama aldursflokks í Suður- amerískum dönsum þar sem þau lentu í 62. sæti af 78 pörum. Þessi árangur verður að teljast góður þar sem Sigurður er aðeins 13 ára og Sara nýorðin 14 ára. Þá komust þau í 6 para úrslit í Junior 10 dönsum þar sem þau enduðu í 6. sæti af 20 pörum. Í fjórðu og síðustu keppni þeirra þessa helgi var keppt í Open Latin Junior II. Flest pörin af heimsmeist- aramótinu kepptu þar eða 52 pör. Þá lentu Sigurður og Sara í 40. sæti. Sigurður og Sara Rós í suðrænni sveiflu í Barcelona. Í úrslitum í Barcelona Bragi Einarsson MISTÖK urðu í andlátsfrétt um Braga Einarsson sem birtist í blaðinu í gær að ekki var tekið fram að hann lætur einnig eftir sig eina kjördóttur auk eiginkonu, tveggja sona og dóttur. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.