Morgunblaðið - 21.07.2006, Page 47
verk á sýningunni sem spannar tímabilið
frá aldamótunum 1900 til upphafs 21. ald-
arinnar. Til 17. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portrettum Sig-
urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema
mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á
sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum.
Sjá nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri
Norræna hússins til 27. ágúst. Ljósmyndir
frá Austur-Grænlandi eftir danska ljós-
myndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga
kl. 9–17. Laugardaga og sunnudaga kl. 12–
17.
Out of Office – Innsetning. Listakonurnar
Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knúts-
dóttir í sýningarsal Norræna hússins fram
til 30. september. Opið alla dag kl. 12–15,
nema mánudaga. Gjörningar alla laug-
ardaga og sunnudaga kl. 15–17.
Nýlistasafnið | Björk Guðnadóttir, Daníel
Magnússon og Hildur Bjarnadóttir eru
meðal áhugaverðustu listamönnum sinnar
kynslóðar. Tilvist mannsins er drifkraft-
urinn að list Bjarkar. Daníel veltir fyrir sér
sambandi texta og ímyndunar og Hildur
vinnur á nýjan hátt úr textíl og ögrar hefð-
bundinni nálgun konseptlistar.
Óðinshús | Dagrún Matthíasdóttir og Guð-
rún Vaka með sýningu til 30. júlí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna
nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í
eigu Safns. Leiðsögn á laugardögum.
Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes
sýnir ný málverk og skúlptúra. Þungamiðja
verka Joan Backes er fínleg vinna með tré
úr skógum ýmissa landa. Opið er mið–fös
kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Ókeypis er
inn. www.safn.is
Salfisksetur Íslands | Ari Svavarsson með
sýningu í Listsýningasal til 6. ágúst. Atli
nefnir sýninguna Tákn og leikur sér þar
með línur og form.
Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr-
anna Sigurðar Guðmundssonar og Krist-
jáns Guðmundssonar í Skaftfelli. Sýningin
er opin daglega frá kl 14–21 í sumar.
Skriðuklaustur | Listakonan Ingrid Lars-
sen frá Vesterålen í Norður-Noregi sýnir
hálsskart sem hún vinnur úr silki, ull, perl-
um og fiskroði. Sýningin er liður í menning-
arsamstarfi Austurlands og Vesterålen.
Thorvaldsen Bar | Jónína Magnúsdóttir,
Ninný, með myndlistarsýninguna Í góðu
formi. Sýningin stendur til 11. ágúst.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for-
réttinda að nema myndlist erlendis á síð-
ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda-
mótum.
Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks
Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi
sumarið 1938. Af myndum ferðalanganna
má sjá hve ljósmyndin getur verið per-
sónulegt og margrætt tjáningarform.
Söfn
Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur verið
opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar,
saga byggingatækninnar í Reykjavík frá
1840–1940.
Nú eru hafin hin sívinsælu örnámskeið á
Árbæjarsafni. Námskeiðin eru ætluð börn-
um í fylgd með fullorðnum. Þar má meðal
annars læra tálgun, glímu, þæfingu ullar og
flugdrekagerð. Athugið að sætaframboð í
hverju námskeiði er takmarkað. Frekari
upplýsingar og skráning í síma 411 6320.
Mánudaginn 24. júlí sýnir Brúðubíllinn á
Árbæjarsafni. Sýningin er kl. 14 og aðgang-
ur að safninu er ókeypis fyrir þá sem koma
á sýninguna.
Gamli bærinn í Laufási | Kirkjan í Laufási
var byggð 1865. Búsetu í Laufási má rekja
allt aftur til heiðni. Bærinn er nú búinn
húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í
kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veit-
ingar í Gamla Prestshúsinu. Opið daglega
frá 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn. Frítt
fyrir börn.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9 – 17.
Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og
sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu-
leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á
www.gljufrasteinn.is og í 586 8066.
Iðnaðarsafnið | Iðnaðarsafnið var stofnað
til að minnast síðastliðinnar aldar í iðnaði á
Akureyri, enda bærinn þá oft nefndur Iðn-
aðarbærinn. Á safninu gefur að líta vélar
og verkfæri af öllum stærðum og gerðum,
framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17
til 15. sept. 400 kr inn, frítt fyrir börn.
Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn-
arfirði sem er bústaður galdramanns og
litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17.
öld og fylgst með hvernig er hægt að gera
morgundaginn lítið eitt bærilegri en gær-
daginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31.
ágúst.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og
misindismenn. Reykjavík í íslenskum
glæpasögum. Reykjavík hefur löngum ver-
ið vinsælasta sögusvið íslenskra glæpa-
sagnahöfunda.
Ritað í Voðir. Sýning Gerðar Guðmunds-
dóttur. Sumir safna servíettum, aðrir safna
hlutabréfum. Gerður safnar bókstöfum úr
íslenskum handritum svo og laufblöðum
haustsins, þrykkir á síður og býr til handrit
og bækur.
Sýning á teikningum Halldórs Bald-
urssonar byggðar á Vetrarborginni e. Arn-
ald Indriðason. Teikningar Halldórs eru til
sölu. Opið mán.–föstud. kl. 9–17, laugard.
kl. 10–14.
Listasafn Árnesinga | List, listiðnaður og
hönnun frá Færeyjum. Verk eftir 32 ein-
staklinga. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönn-
uður í hönnunarstofu. Aðgangur ókeypis.
Opið alla daga kl. 11–17 til 31. júlí.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Í tilefni af
25 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavík-
ur sýnir það úrval ljósmynda úr safneign
sinni á Lækjartorgi, Austurvelli og í Fóg-
etagarði. Sýna þær götumynd og mannlíf í
miðbæ Reykjavíkur síðustu 100 árin og
gefa áhorfendum kost á að bera fyrri tíma
saman við borgarmynd dagsins í dag.
Andrés Kolbeinsson (f. 1919) er menntaður
tónlistarmaður og sjálfmenntaður sem
ljósmyndari. Með hárfínu næmi fyrir formi
og myndbyggingu sýnir hann í myndum
sínum frá árunum 1952–1965 unga og vax-
andi Reykjavíkurborg, byggingar hennar,
listamenn, iðnað og mannlíf. Til 24. sept.
Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef
þú giftist – Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef
þú giftist fjallar um brúðkaup og brúð-
kaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unn-
in í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og
er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept.
Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla
daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í
gegnum fjölda leikmynda sem segja sög-
una frá landnámi til 1550. ww.sagamu-
seum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir,
skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar á
www.hunting.is
Víkin – Sjóminjasafnið | „Togarar í 100
ár“. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í
viðburðaríka sögu togaraútgerðar og
draga fram fjölþætt áhrif hennar á sam-
félagið. „Úr ranni forfeðranna“ er sýning á
minjasafni Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu
Bjarnadóttur. Molakaffi í boði og frábært
útsýni yfir höfnina.
Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar
nýjar sýningar: Íslensk tískuhönnun sem
sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í
tískugeiranum og Í spegli Íslands, um skrif
erlendra manna um Ísland og Íslendinga
fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóð-
arinnar í vandaðri umgjörð á handritasýn-
ingunni og Fyrirheitna landið.
Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifaupp-
greftir fara nú fram víðs vegar um land og
í Rannsóknarýminu á 2. hæð má sjá úrval
gripa sem fundist hafa á undanförnum ár-
um. Til 31. júlí.
Vaxmyndasafnið hefur löngum verið sveip-
að ævintýraljóma og í sumar gefst tæki-
færi til sjá hluta þess á 3. hæð safnsins.
Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjöl-
breyttar sýningar, fræðslu og þjónustu.
Þar er safnbúð og kaffihús. Safnið hlaut
sérstaka viðurkenningu í samkeppni um
safn Evrópu árið 2006.
Skemmtanir
Kringlukráin | Hljómsveitin Upplyfting
spilar í kvöld kl. 23.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Dans á
rósum frá Vestmanneyjum leikur fyrir
dansi í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt inn
til miðnættis.
Uppákomur
Gásir | Miðaldamarkaður verður á Gásum í
Eyjafirði dagana 22.–23. júlí. Frá kl. 10–16
verður markaður, bardagar, söngur, forn-
leifafræðingar að störfum, leiðsögn um
svæðið og margt fleira. Friðrik V og Norð-
lenska bjóða svo í kjötsúpu að miðaldasið.
500 kr. inn, frítt fyrir 15 ára og yngri.
Mannfagnaður
Gamla Borg í Grímsnesi | Bingó til styrkt-
ar endurbyggingu Gömlu Borgar í Gríms-
nesi. Bingóið verður haldið á Gömlu Borg á
laugardag og hefst það kl. 21. Gaman væri
að sjá sem flesta. Gamla Borg er gamalt
þinghús Grímsnesinga, byggt 1929 af ung-
mennafélaginu Hvöt. Seinna tók hrepp-
urinn við rekstri hússins og rak þar barna-
skóla.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | 15. ágúst
Fjallabaksleið syðri: Hvanngil – Emstrur –
Fljótshlíð 17. til 21 ágúst: Sprengisandur –
Hljóðaklettar – Raufarhöfn – Langanes –
Dettifoss – Kjölur: Allir eldri borgarar vel-
komnir. 16 ára reynsla. Upplýsingar hjá
Hannesi í síma 892 3011.
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti
matvælum, fatnaði og leikföngum á mið-
vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla
sama dag kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 v/
Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár-
hagslega, geta lagt inn á reikning 101–26–
66090 kt. 660903–2590.
JCI-heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI
Íslands stendur nú yfir. Keppnin er opin öll-
um áhugaljósmyndurum og verða úrslitin
kynnt á Menningarnótt Reykjavíkur 19.
ágúst. Sjá nánar www.jci.is.
Kaffi Kjós | Laugardaginn 22. júlí kl. 14–16:
Kjósin, fyrr og nú. Ekið um Kjósina, leið-
sögumaður sr. Gunnar Kristjánsson, Reyni-
völlum. Lagt af stað frá Kaffi Kjós kl. 14.
Panta verður í ferðina í síma 566 8099.
Fargjald kr. 2000.
Frístundir og námskeið
Kríunes | Námskeiðin eru þrjú og kenn-
ararnir þekktar textíl- og bútasaum-
listakonur, Monika Schiwy, Elsbeth Nusser-
Lampe og Pascal Goldenberg. Allar nánari
uppl. er að finna á www.diza.is og í Dizu,
Laugavegi 44, sími 561–4000.
Börn
Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur 5 daga
golfnámskeið, mánudag–föstudags fyrir
foreldra og börn, flestar vikur í sumar.
Hægt er að velja milli tímanna 17.30–19
eða 19.10–20.40. Upplýsingar og skráning
eru á golf@golfleikjaskolinn.is og í síma
691–5508. Heimasíða skólans: www.golf-
leikjaskolinn.is
Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir
leikvellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í
hverfum borgarinnar. Þar er boðið upp á
útivist og leik í öruggu umhverfi. Komu-
gjald er 100 kr. Nánari upplýsingar á
www.itr.is og í síma 411 5000.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 47
DAGBÓK
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14. Allir
velkomnir. Handavinnustofan opin
alla virka daga frá kl. 9–16.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Bingó fellur niður í júlí.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, fótaaðgerðir, frjálst að spila
í sal, dagblöðin liggja frammi.
Dalbraut 18 – 20 | Bridge mánu-
dag kl. 14. Félagsvist þriðjudag kl.
14. Bónus miðvikudag kl. 14. Heitt
á könnunni, blöðin liggja frammi.
Hádegisverður og síðdegiskaffi.
Uppl. um sumarferðir í síma
588 9533. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Félagsvist verður spiluð í kvöld kl
20.30 í félagsheimilinu Gjábakka.
Félag eldri borgara í Kópavogi,
ferðanefnd | Örfá sæti laus í 4
daga ferð á Kárahnúkasvæðið.
Austfirði og Suðurland 24.–27.
ágúst. Símaskráning og nánari
upplýsingar hjá ferðanefnd FEBK:
Bogi, s: 560 4255 / Þráinn, s:
554 0999. Ath. Staðfesta þarf
með innborgun fyrir 24. júlí. Upp-
lýsingar um upphæð greiðslu og
greiðslustað hjá ferðanefnd.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin. Brids kl. 13.15.
Félagsvist kl. 20.30. Opið alla
virka daga kl. 9–17, allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 |
Félagsmiðstöðin Gullsmári, Gull-
smára 13, verður lokuð fram til 8.
ágústs 2006 vegna sumarleyfa.
Fótaaðgerðastofan er opin, sími
564 5298 og hársnyrtistofan er
með síma 564 5299.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna
sumarleyfa starfsfólks fellur starf-
semi og þjónusta niður til þriðjud.
15. ágúst. Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug, sími 557 5547,
eru á mánud. kl. 10.30 og miðvi-
kud. kl. 9.30. Strætisvagnar S4, 12
og 17. wwwgerduberg.is.
Hafnarfjörður | Í sumar verður
púttað á Vallavelli á Ásvöllum á
laugardögum frá 10–11.30 og á
fimmtudögum frá kl. 14–16. Mæt-
um vel og njótum hverrar stundar.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall,
dagblöðin, baðþjónusta, hár-
greiðsla. Kl. 12 hádegismatur. Kl.
14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Ferð
norður í Húnavatnssýslu 26. júlí
nk., stoppað í Borgarnesi, þaðan
ekið til Hvammstanga, hádeg-
ismatur í Þinghúsbar. Haldið út
Vatnsnes, Hvítserk, Borgarvirki,
stoppað í Þingeyrakirkju. Leið-
sögumaður: Hólmfríður Gísladótt-
ir. Skráning á skrifstofu eða í síma
587 2888. Farið frá Hraunbæ kl.
9. Verð kr. 5.300.
Hvassaleiti 56–58 | Hádeg-
isverður kl. 11.30. Fótaaðgerðir
588 2320. Hársnyrting
517 3005/ 849 8029. Blöðin
liggja frammi.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan
opin. Félagsvist mánud. kl. 13.30.
Frjáls spil miðvikudag kl. 13.30.
Guðnýjarganga kl. 10 þriðjudag og
fimmtudag. Gönuhlaup föstudag
kl. 9.30. Út í bláinn laugardag kl.
10. Púttvöllur opinn. Sumarbingó
miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30.
Sumarferð 15. ágúst. Nánari upp-
lýsingar 568 3132.
Norðurbrún 1, | Hárgreiðslustofan
verður lokuð frá 12. júlí til 15.
ágúst. Fótaaðgerðastofa verður
lokuð frá 17. júlí til 9. ágúst.
Handavinnustofur verða lokaðar
fram í ágúst vegna sumarleyfa.
SÁÁ, félagsstarf | Opna SÁÁ-
golfmótið verður haldið á Kirkju-
bólsvelli við Sandgerði sunnudag-
inn 23. júlí. Skráning á www.gum-
miei@simnet.is. Keppt verður í
höggleik með og án forgjafar. Upp-
lýsingar gefur Guðjón í síma
822 2870.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hár-
greiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–
14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45
hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við
flygilinn undir stjórn Sigurgeirs.
Kl. 14.30 dansað undir lagavali
Sigvalda. Bananarúlluterta með
rjóma í kaffitímanum. Allir vel-
komnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg-
unstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og
fótaaðgerðastofur opnar, leikfimi
kl. 10. Bingó kl. 13.30, allir vel-
komnir. Ferð að Fossatúni í Borg-
arfirði fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.
Farið verður um Borgarfjörðinn,
komið að Fossatúni, þar munum
við skoða hið ægifagra umhverfi,
við snæðum kvöldverð áður en
haldið er heim. Leiðsögumaður
Helga Jörgensen og Sigríður sér
um harmónikkuna. Allir velkomnir.
Uppl. í síma 411 9450.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Altarisganga kl.
22.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0
5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Rf3 Bb7 8. e3
d6 9. Be2 Rbd7 10. 0-0 Re4 11. Dc2 f5
12. b4 a5 13. Bb2 axb4 14. axb4 c5 15.
Hxa8 Bxa8 16. Ha1 cxb4 17.
Db3 Rdf6 18. Dxb4 Rg4 19.
d5 e5 20. h3 Rgxf2 21. Hf1 g5
22. Hxf2 g4 23. Rxe5 dxe5
24. Bxe5 Rxf2 25. Kxf2 gxh3
26. gxh3 Dh4+ 27. Bg3 Df6
28. Bf3 Hc8 29. Db5 Bb7 30.
Dd7 Df7 31. Dd6 Dg6 32.
De7 Df7 33. Dg5+ Dg6 34.
De7 Df7 35. Dh4 Dg7 36. Df4
b5 37. Dxf5 Db2+ 38. Kg1
Dc1+ 39. Kg2 Db2+ 40. Kg1
Dc1+ 41. Kh2 Dxe3 42. Bg2
Hxc4 43. Be5 Dh6
Staðan kom upp á hol-
lenska meistaramótinu sem
lauk fyrir skömmu í Hilvers-
um. Ofurstórmeistarinn Lo-
ek Van Wely (2.655) hafði
hvítt gegn hinni lifandi goð-
sögn Jan Timman (2.616).
44. d6! og svartur gafst upp þar sem
hann getur ekki komið í veg fyrir að d-
peð hvíts renni upp í borð eftir 44. …
Bxg2 45. d7.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
ÞETTA ár eru 950 ár liðin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti.
Af því tilefni mun dr. Jóhannes Gijsen, biskup kaþólskra á Íslandi, flytja
hátíðlega messu í dag kl. 18 í Skálholtsdómkirkju og til minningar um það
að helgir dómar Þorláks helga Þórhallssonar voru teknir upp 1198 og
skrínlagðir í Skálholtsdómkirkju („Þorláksmessa á sumri“).
Allir eru velkomnir og eru kaþólskir sérstaklega hvattir til að taka þátt í
þessu helgihaldi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kaþólsk messa í Skálholti
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
BÓKAÚTGÁFAN Hólar hefur gef-
ið út bókina Úr útiverunni - geng-
ið og skokkað, eftir Bjarna E.
Guðleifsson, náttúrufræðing á
Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar
segir hann í einföldu máli frá
langri reynslu sinni af göngum um
fjöll og dali og skokki eftir þjóð-
vegum, borgarstrætum og óbyggð-
um. Hann dregur fram ýmis
spaugileg atvik frá þessum ferli
sínum en kemur jafnframt með
þarfar hugleiðingar og gagnlegar
ábendingar.
Meðal annars er gerð grein fyr-
ir göngugörpum, fjallasýki, ís-
lenskukennslu náttúrunnar,
Reykjavíkur-
maraþoni og
bilunar-
einkennum
skokkarans.
Texti bók-
arinnar er tví-
mælalaust til
þess fallinn að
hvetja fólk til
útivistar og
njóta þá hverrar einustu mínútu.
Úr útiverunni – gengið og
skokkað er í kiljuformi og prýdd
teikningum eftir Ragnar Krist-
jánsson og vísum eftir hagyrðing-
inn Davíð Hjálmar Haraldsson.
Bækur