Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 22. júlí kl. 12.00: Sophie-Véronique Cauchefer- Choplin, orgel. 23. júlí kl. 12.00: Sophie-Véronique Cauchefer- Choplin, organisti frá París, leikur verk m.a. eftir Bédard, Bach, Pierne, Mulet og Duruflé. Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ! Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Fös. 21. júlí kl. 20 uppselt Lau. 22. júlí kl. 20 uppselt Sun 23. júlí kl. 15 örfá sæti laus Sun. 23. júl kl. 20 uppselt Fös. 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus Lau. 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus Sun. 30 júlí kl. 15 aukasýning Sun. 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus Fös. 4. ágúst kl. 20 Lau. 5. ágúst kl. 20 Sun. 6. ágúst kl. 15 Sun. 6. ágúst kl. 20 Lau. 19. ágúst kl. 20 Sun. 20. ágúst kl. 15 Sun. 20 ágúst kl. 20 Fös. 25. ágúst kl. 20 Sun. 27. ágúst kl. 15 Sun. 27. ágúst kl. 20 Upplyfting í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill ásamt tilboðsseðli öll kvöld. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 Í BÓK sinni „Landslag og vestræn list“ fjallar Malcolm Andrews m.a. um landslagsverk í gegnum tíðina, allt frá fjórtándu öld og nefnir sem dæmi fresku Amborgio Lorenzetti, „Góða stjórnin og vonda stjórnin“ sem enn má skoða í ráðhúsinu í Siena en hún felur í sér áróður fyrir samvinnu borgríkis og bænda. And- rews segir allar landslagsmyndir fela í sér ákveðin pólitísk skilaboð. Oft felist þau í þeim ummerkjum menningar sem sjá megi í landslags- myndum, turnum, brúm eða öðrum mannvirkjum. Og myndir þar sem ekkert slíkt er að finna sýni mark- visst hina frjálsu náttúru, upphafna. „Í slíkum myndum má finna and- spyrnu við þjakandi menningu sem breiðir æ meira úr sér …“ segir hann. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að það viðfangsefni sem helst hefur endurtekið sig í verkum íslenskra listamanna frá upphafi er landslagið. Íslensk landslagsmálverk hafa enda löngum leikið stórt hlutverk í sjálf- stæðisbaráttu og ímyndarsköpun þjóðarinnar, ímyndarsköpun sem er síst liðin undir lok heldur er til um- ræðu sem sjaldan fyrr. Í bók sinni um Kjarval sem gefin var út af Ið- unni 1978 segir Thor Vilhjálmsson: „hann hefur talað um að málarinn láti landslag ljósmynda sig, – mál- arinn noti landslagið til að sýna sjálf- an sig andstætt því að gera eftirlík- ingu af landslaginu.“ Það má einnig líta svo á að listamenn, þegar þeir nálgast landslagið í verkum sínum, noti það til að sýna mynd þjóðar sinnar, æskilega eða ekki. Það er einmitt þetta sem lista- mennirnir tólf gera á sýningunni „Hin blíðu hraun,“ orð Kjarvals, í Hafnarborg. Sýningin er áhugavert samstarf Hafnarborgar við Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar sem fagnar 60 ára afmæli sínu og ýmis dagskrá er í gangi sem tengist þessu, fyrirlestrar og leiðsögn. Listamennirnir tólf eru flestir vel þekktir og verk þeirra einnig, hér skapa þeir sterka heild sem er bæði aðgengileg, húmorísk, ágeng og fróðleg. Verk Rögnu Róbertsdóttur eru vel þekkt og myndband Steinu Vasulku eftirminnilegt, fyrir þá sem ekki sáu það á Listasafninu árið 2000 er upplagt að nota tækifærið nú. Það má segja að Kristbergur Pét- ursson, sem sýnir hér falleg og dul- úðug málverk, Patrick Huse, Har- aldur Karlsson og Bjarni Sigurbjörnsson hafi nokkuð svipaða afstöðu til landslagsins í verkum sín- um og í þeim birtist landslagið sem ósnortið svæði, þó ekki án vísana til menningar samtímans. Guðrún Kristjáns sýnir fjölbreytt verk og myndbandið þar sem mosinn hlær er magnað, hrollvekjandi og fullt af húmor og minnir á þjóðsögur fortíðar. Anna Líndal sýnir nátt- úruna sem upphafna og friðsæla en nálgast hana einnig sem fræðimaður. Þessi innsetning gæti ver- ið vísir að nokkuð nýrri stefnu í list hennar sem fróðlegt verður að fylgj- ast með. Halldór Ásgeirs sýnir gjörning á laug- ardögum þá hefur hann hausaskipti á náttúruöfl- unum og breytir hellum í hraun. Þau Erling TV Klingenberg og Sigrún Sirra Sigurðardóttir koma með húmorinn inn í sýninguna í verkum sín- um sem gera grín að minnisvörðum, minimal- isma og upphafningu list- arinnar. Eini listamaðurinn er sem augljóslega deilir á þenslu „bæjarins í hrauninu“ er Spessi. Hann sýnir ljósmyndir af ný- byggingum og vinnuvélum, í mynd- um sem minna t.a.m. á ljósmyndir Hrafnkels Sigurðssonar af nýbygg- ingum og Óskar Vilhjálmsdóttur af uppbyggingu Grafarvogshverfis sem báru titilinn Landnám. Hluta ljós- mynda Spessa er að finna í Gráhellu- hrauni fyrir ofan Hafnarfjörð. Þar vekja þær vegfarandann/áhorfand- ann til umhugsunar, líkt og sýningin öll gerir. Eitt sinn var landslag talið óá- hugavert viðfangsefni, myndefni sunnudagsmálara og eldri kynslóða en hér sést hversu eldfimt það er og sterkt í umræðunni. Sérstaða ís- lenskra listamanna er í þessu sam- hengi augljós og fróðlegt að sjá hvernig þeir taka á málefnum sam- tímans. Og landslagið ljósmyndar þig MYNDLIST Hafnarborg og Gráhelluhraun Sumarsýning Hafnarborgar og Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar 12 listamenn Til 28. ágúst. Opið alla daga nema þri. frá kl. 11–17 og opið til kl. 21 á fim. Hin blíðu hraun Verk Spessa frá sýningunni Hin blíðu hraun. Ragna Sigurðardóttir Mér þykir einstaklega áhuga-vert að fylgjast með um-fjöllun hér heima um ís- lenskt listafólk í útlöndum og rannsaka hana út frá menning- arfræðilegum kenningum. Ég væri að ljúga ef ég segði ekki líka að þar leyndist tvímælalaust skemmtana- gildi að mínu mati. Hvað er eiginlega á seyði í þessari umfjöllun? Nú er ég nýfluttur heim frá London þar sem ég hef verið búsettur undanfarin ár, en það mætti segja að hún sé nokk- urs konar borg „meiksins“ fyrir ís- lenskt listafólk. Að minnsta kosti upp á síðkastið. En það sem fjallað er um á Íslandi er stundum ekki alveg það sama og maður upplifir í hringiðu sjálfs „meiksins“.    Ég hef nokkrum sinnum nýlegalent í því að hlusta á samtöl þar sem fólk er að hlæja að því hvernig við Íslendingar höguðum okkur hér í þá góðu gömlu daga f.B. (fyrir Björk). Þá hafi bókstaflega allt verið fréttnæmt og svo mikið gert úr hin- um minnstu smáatriðum að það sé beinlínis vandræðalegt í dag. Svo hafi Björk „meikað“ það og einnig hafi það verið pínlegt hversu mikið var þá fjallað um öll smáatriði henni tengd. Eftir þetta tímabil er því hald- ið fram að við höfum lært okkar lexíu og í dag séu til dæmis mjög oft íslenskar hljómsveitir að túra um alla Evrópu og lítið sem ekkert minnst á það í íslenskum fjölmiðlum. Lítum aðeins nánar á málið.    Björk er fræg. Það er bara þann-ig. Þegar hún „meikaði“ það, þá „meikaði“ hún það í alvöru. Fyrsta platan hennar fór beint í 3. sætið á breska vinsældalistanum og önnur platan hennar fór beint í 2. sætið. Hún var í stanslausri spilun á MTV og vann til fjölda verðlauna. Á bókasafninu í háskólanum mínum úti rakst ég á fjölda greina og bóka þar sem færð eru mjög sannfærandi rök fyrir því að hún hafi verið, og sé enn, „menningaríkon“ og ein af þeim sem leiddu póstfemíníska sveiflu í tónlist. Já, hún Björk er fræg, svo mikið er víst. Hljómsveitin Sigur Rós er líka fræg í alvörunni. Ekki jafnfræg og Björk en fræg er hún samt. Ég komst fljótt að því eftir að ég flutti til London að fólk þar kannast yfirleitt ekki við margt íslenskt tón- listarfólk. Miðað við mína reynslu er þetta einhvern veginn svona: Ef tíu einstaklingar eru spurðir þá þekkja tíu þeirra Björk, kannski þrír til fimm Sigur Rós og einstaka mann- eskja þekkir Emilíönu Torrini og/ eða Múm (reyndar yfirleitt bara ef viðkomandi er „artí“). Sumir nefna svo líka Sykurmolana en það er yf- irleitt í tengslum við Björk. Fleiri nöfn eru yfirleitt ekki nefnd. Tekið skal fram að hér er yfirleitt um að ræða einstaklinga undir 35 ára aldri. Veit ekki með þá sem eldri eru.    Þrátt fyrir að halda mætti þvífram að ekkert íslenskt „tónlist- armeik“ hafi átt sér stað í langan tíma í Bretlandi dynja á okkur frétt- ir með reglulegu millibili um það að þessi sé að „meika“ það eða hinn. Nýlegt dæmi um þetta er stúlkna- bandið Nylon sem alveg „meikaði það feitt“ um daginn samkvæmt um- fjölluninni á Íslandi með því að koma laginu sínu í hvorki meira né minna en … 29. sæti! Eins og frægt er orðið túruðu stúlkurnar með strákaband- inu Westlife og stúlknabandinu Girls Aloud og sögðu þær stöllur Alma og Steinunn Camilla í Kastljósþætti síð- astliðið þriðjudagskvöld að þær hefðu spilað fyrir í kringum 350.000 manns, sem upphitunarhljómsveit. Allt viðtalið var ég nú hreinlega að bíða eftir því að hann Sigmar myndi stökkva á þær stöllur og knúsa. Hann virkaði einhvern veginn frek- ar eins og stoltur faðir en spyrill.    Ég sagði vini mínum sem vinnursem blaðamaður í afþreying- argeiranum í London frá allri þess- ari umfjöllun á Íslandi og hann skellti bara upp úr. Tjáði mér að miðað við alla þá kynningarstarf- semi sem stúlkurnar hefðu tekið þátt í undanfarna mánuði og alla þá peninga sem hefði verið eytt í þær væri þetta nú alls ekki stórkostlegur árangur. Sá grunur hafði læðst að mér. Ég hef mætt á marga íslenska listviðburði í London og hafa fæstir þeirra verið eitthvað í líkingu við það sem ég svo síðar les um í fjöl- miðlum eða heyri fólk tala um. Það þarf að blása allt upp, gera það stærra og flottara. Helst þarf það að vera best. Allt sem ekki er eingöngu jákvætt berst yfirleitt ekki heim á klakann. Hvað veldur þessari já- kvæðnisþráhyggju?    Nú kvartar fólk mjög gjarnan yf-ir því að flestar fréttir séu nei- kvæðar. Hefur skapast einhver þjóð- arsátt um það að leyfa þessum málaflokki eingöngu að vera á já- kvæðu nótunum? Fjölmiðlafólk eigi bara að þylja upp allt sem kynning- arfólk viðkomandi aðila gefi upp um stöðu mála og taki því öllu sem heil- ögum sannleik svo að íslenskur al- menningur fái alveg örugglega sín- ar örfáu jákvæðu fréttir með morgunkaffinu? Eða er þetta fá- fræði? Er íslenskt fjölmiðlafólk ekki betur að sér en svo þegar kemur að þessum fréttum að það kann ekki að afla sér annarra upplýsinga en þeirra sem koma frá kynningarfólki viðkomandi listamanna? Eða er þetta stolt eða minnimáttarkennd? Er það svo að við séum enn svo ótrú- lega stolt af því þegar einhver frá okkar litla landi nær að slá í gegn er- lendis, vegna þess að þá erum við í raun öll að sýna fólkinu í útlönd- unum að við séum sko alveg jafn klár og sniðug og þau? Og þar af leiðandi er auðvitað bara fjallað um viðkomandi á jákvæðan hátt á Ís- landi. Eða finnst okkur þetta bara fyndið og lítum á þetta sem einhvers konar skemmtiefni? Vitum við innst inni að megnið af þessu er bara ekki satt, eða mjög ýkt að minnsta kosti? Ísland e.B. ’Allt sem ekki er ein-göngu jákvætt berst yf- irleitt ekki heim á klak- ann. Hvað veldur þessari jákvæðnisþráhyggju?‘ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Lærðum við okkar lexíu eftir „meikið“ hennar Bjarkar? jongunnar@mbl.is AF LISTUM Jón Gunnar Ólafsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.