Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á vaktakerfi sem hentar rekstrinum innan ramma laga og gildandi kjara- samnings. Um þetta atriði, auk nokkurra túlkunaratriða í kjarasamningi, var fjallað í dómi félagsdóms 6. júlí sl. Félagsdómur féllst ekki á málatil- búnað FÍF og sýknaði ríkið af kröfu FÍF. Hálfsannleikur Þegar stjórn FÍF lýsir því yfir í fjölmiðlum að FÍF hafi alltaf verið reiðubúið að semja um vaktakerfi og ÁSGEIR Pálsson, framkvæmda- stjóri flugumferðarsviðs Flugmála- stjórnar, hefur sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu, en millifyrirsögn er blaðsins: „Í ljósi villandi ummæla sem stjórn Félags íslenskra flugumferð- arstjóra (FÍF) hefur látið frá sér fara varðandi vaktakerfisbreytingu þá, er gerð var 16. mars sl., tel ég rétt að útskýra stöðuna í stuttu máli. Það sem er rétt í ummælum stjórnar FÍF er, að Flugmálastjórn hefur aldrei viljað semja um vakta- kerfi. Hins vegar hefur Flugmála- stjórn lagt verulega vinnu í að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu með starfsmönnum í flugstjórnarmið- stöðinni um breytingar á vaktakerfi því sem var í gildi fyrir 16. mars 2006. Tilraunir við að breyta vakta- kerfinu hófust 1999 og hafa margir starfsmenn flugstjórnarmiðstöðvar- innar, flestir þeirra félagsmenn í FÍF og stjórnendur komið að þeirri vinnu. Því er það ótrúleg óbilgirni af hálfu FÍF að láta í veðri vaka að Flugmálastjórn hafi skellt á nýju vaktakerfi án samráðs við starfs- menn. Hið rétta er, að samráðið strandaði ætíð á því að stjórn FÍF vildi gera vaktakerfið að hluta af kjarasamningi. Flugmálastjórn hef- ur þá afstöðu að reynt skuli að ná sameiginlegri niðurstöðu um vakta- kerfin, takist það ekki getur Flug- málastjórn ákveðið einhliða að setja hafi ekki borist nein tilboð um slíkt frá Flugmálastjórn, er stjórnin vit- andi vits að fara með hálfsannleik til að villa um fyrir almenningi. Það er rétt að Flugmálastjórn hefur aldrei viljað semja frá sér stjórnunarrétt- inn, en reynt hefur verið í sex ár að ná sameiginlegri niðurstöðu, við flugumferðarstjóra í flugstjórnar- miðstöðinni. Því er það rangt hjá stjórn FÍF að ekkert samráð hafi verið við starfsmenn. Að lokum er rétt að geta þess að flugumferðarstjórar í flugstjórnar- miðstöðinni sem vinna á nýja vakta- kerfinu vinna að jafnaði 4 vaktir í viku (6–11 klst.) og hafa 38 tíma vinnuviku og flestir hafa 8 vikna or- lof á ári. Yfirstjórn Flugmálastjórn- ar hefur marglýst því yfir að hún sé tilbúin að skoða allar vaktakerfistil- lögur sem koma frá starfsmönnum, svo fremi að þær tryggi öryggi og hagkvæmni í rekstri. Stjórn FÍF hefur hafnað öllum slíkum hug- myndum. Þrátt fyrir úrskurð fé- lagsdóms heldur stjórn FÍF fast í það sjónarmið að gera skuli vakta- kerfið að hluta af kjarasamningi. Það er algerlega óviðunandi að stjórn stéttarfélags skuli ekki virða gild- andi kjarasamning og staðfesta túlk- un hans (sbr. úrskurður félagsdóms frá 6. júlí 2006), en kjósa heldur að ala á óánægju og reyna að bregða fæti fyrir eðlilega starfsemi í flug- stjórnarmiðstöðinni.“ Yfirlýsing frá Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar Villandi ummæli hjá flugumferðarstjórum PRESTAR og kórar prófastsdæma í Hólabiskupsdæmi hafa síðustu helg- ar komið heim að Hólum til að taka þátt í messugjörð og standa fyrir menningardagskrá eða tónleikum. Er það hluti af dagskrá sumarsins þegar minnst er 900 ára afmælis biskupsstóls og skólahalds á Hólum. Í gær söng séra Hannes Blandon, prófastur á Laugalandi, messu í Hóladómkirkju og hafði með sér Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Eftir messuna var efnt til tónleika og söng kórinn nokkur lög á flötinni við Auð- unarstofu sem reist var á Hólum fyr- ir nokkrum árum. Á sunnudaginn kemur koma fulltrúar Skagafjarðarprófasts- dæmis til að taka þátt í messuhaldi kl. 11 og annast dagskrá kl. 14. Morgunblaðið/ jt Útitónleikar við Auðun- arstofu MINNISMERKI um Jón Thorodd- sen, skáld, sýslumann og ættföður Thoroddsen-ættarinnar, var af- hjúpað í blíðskaparveðri á fæðing- arstað hans í gær, Reykhólum við Breiðafjörð, að viðstöddum fjölda gesta. Meðal þeirra voru Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra og þingmennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Jón Bjarnason. Minnismerkið afhjúpuðu þeir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Reykhólahrepps, og Björn Sam- úelsson, fyrrverandi formaður Reykhóladeildar Lionsklúbbs Búð- ardals, en ávarp flutti Halldór Ó. Sigurðsson, núverandi formaður deildarinnar. Síðan var gengið í Reykhólakirkju þar sem Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður flutti ávarp fyrir hönd ættarinnar og minntist langafa síns og Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerð- armaður flutti ávarp fyrir hönd Rit- höfundasambands Íslands. Einnig fluttu ávörp Sturla Böðvarsson, Siv Friðleifsdóttir og Margrét Thor- oddsen, sonardóttir Jóns. Frumkvæði Lionsmanna Tríó Björns Thoroddsen (Björn Thoroddsen, Andrea Gylfadóttir og Jón Rafnsson) flutti nokkur lög en eftir það voru kaffiveitingar í Reyk- hólaskóla í boði Lionsmanna. Minnismerkið um Jón Thorodd- sen er norðan í bæjarhólnum gamla á Reykhólum, í hallanum á milli Reykhólakirkju og Dvalarheimilis- ins Barmahlíðar. Reykhóladeild Lionsklúbbs Búð- ardals gekkst fyrir gerð þess og naut þar fjárstuðnings m.a. frá Listskreytingasjóði ríkisins, Barð- strendingafélaginu, Thoroddsen- ættinni, heilbrigðisráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu. Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður hannaði minnismerkið en fyr- irtækið Sviðsmyndir ehf. annaðist smíði þess. Efniviðurinn er sérlega veðurþolinn harðviður en verkið sjálft er í mynd bóka. Á kili bera þær nöfnin á skáldsögum Jóns Thoroddsen en á síðunum eru skildir með mynd af skáldinu og kvæðinu Barmahlíð. Fótstallinn að minnisvarðanum hlóð hleðslumað- urinn kunni Ari Jóhannesson. Jón Thoroddsen fæddist á Reyk- hólum árið 1818 og var sonur hjónanna Þórðar Þóroddssonar beykis og Þóreyjar Gunnlaugs- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla og síðar lagaprófi frá Hafnarháskóla. Um tíma gegndi hann herþjónustu í Dana- her. Jón var um árabil sýslumaður í Barðastrandarsýslu og bjó lengst af í Haga á Barðaströnd en frá 1861 og til dauðadags var hann sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu og bjó á Leirá í Leirársveit. Hann andaðist tæplega fimmtugur að aldri árið 1868. Minnismerki um Jón Thor- oddsen afhjúpað Ljósmyndir/Hlynur Þór Magnússon FLESTIR Íslendingar kunna eða þekkja ýmis kvæði Jóns Thoroddsen, svo sem Barmahlíð (Hlíðin mín fríða), Vorvísu (Vorið er komið og grundirnar gróa) og Ísland (Ó, fögur er vor fósturjörð). Heið- urssessinn í íslenskri bókmenntasögu skipar Jón Thoroddsen þó vegna skáld- sagna sinna, en á því sviði var hann braut- ryðjandi hérlendis. Skáldsagan Piltur og stúlka sem út kom árið 1850 telst fyrsta nútímaskáldsagan á íslensku en Jóni entist hins vegar ekki aldur til að ljúka við skáld- söguna Mann og konu, sem kom út nokkru eftir andlát hans. Sögupersónurnar Gróa á Leiti og séra Sigvaldi lifa enn góðu lífi í vitund íslensku þjóðarinnar. Brautryðjandi á sviði skáldsagna Minnismerkið afhjúpað af þeim Einari Erni Thorlacíus, sveit- arstjóra Reykhólahrepps, og Birni Samúelssyni, fyrrverandi for- manni Reykhóladeildar Lionsklúbbs Búðardals. Fjölmenni var við afhjúpunina á Reykhólum í gær og þessar tvær ungu stúlkur sýndu minnismerkinu um Jón Thoroddsen mestan áhuga, piltarnir voru ekki langt undan og aðrir gestir sem virtu listaverkið fyrir sér. MIKIL drykkjulæti og slagsmál settu svartan blett á listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, sem fram fór á Seyðisfirði um helgina. Að sögn lögreglu fylgdi hátíðinni mikill erill, sérstaklega aðfaranótt sunnu- dags. Eftir að stórtónleikum Todmo- bile og fleiri hljómsveita var lokið hafði lögreglan ekki við að sinna út- köllum, þótt hún hafi verið óvenju vel mönnuð vegna hátíðarinnar. Að sögn Dýra Guðmundssonar, eins skipuleggjenda, fór hátíðin sjálf vel fram. Um 100 upprennandi lista- menn störfuðu á mismunandi vinnu- stofum og á laugardagskvöldið var svo efnt til allsherjar uppskeruhátíð- ar sem lauk með tónleikum. Dýri tel- ur ekki ólíklegt að um þúsund manns hafi verið þar saman komnir. Hann segir leiðinlegt er „svartir sauðir“ valdi því að skemmtileg og vel heppnuð hátíð á borð við LungA fái neikvæða fjölmiðlaumfjöllun. Drykkjulæti á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.