Morgunblaðið - 24.07.2006, Síða 10
Sverrir Thorsteinsson og Ævar Petersen gera sig klára til að leita að
hrossagaukshreiðrunum í Flatey. Dósaslóðann draga þeir á eftir sér en
hann auðveldar þeim að finna hreiðin, sem ekki eru alltaf auðfundin.
Stykkishólmi | Þeir eru eins og far-
fuglarnir, fuglaáhugamennirnir Æv-
ar Petersen og Sverrir Thorsteins-
son. Þeir koma í Flatey á Breiðafirði í
sumarbyrjun og halda sig þar stóran
hluta sumars við að rannsaka far-
fuglana sem hafa viðkomu í eynni.
Sverrir Thorsteinsson, sem er
kennari á Akureyri, hefur verið að
rannsaka hrossagauka í Flatey und-
anfarin ár. Með rannsókninni er hann
að kanna þéttleika hreiðra, langlífi
fuglanna, fæðu og dánartíðni.
Hann segir að þegar líða tekur á
vetur sé komin tilhlökkun til að fara
út í Flatey. Stór hluti af sumarfríinu
hefur farið í það að fylgjast með fugla-
lífinu í eynni og hefur vitneskjan auk-
ist mikið frá því að hann byrjaði.
Sverrir og Ævar hafa starfað saman í
við rannsóknir í Flatey til fjölda ára.
Sverrir var spurður nánar út í
hrossagaukana. Hann segir að í Flat-
ey sé þéttasta varp hrossagauka í
heiminum.
„Þetta er mælt þannig að við förum
um alla eyjuna og skrásetjum hvert
hreiður. Þéttleikinn er ákvarðaður
með því að finna út fjölda verpandi
para á ferkílómetra. Í Flatey eru 85–
90 verpandi pör og eyjan er 0,5 fer-
kílómetrar á stærð og því er þéttleik-
inn um 170–180 verpandi pör á fer-
kílómetra,“ segir Sverrir.
Efni í stóra bók
Þá hafa þeir verið að skoða í hvaða
tilfellum hrossagaukar verpa tvisvar
á sumri. Hrossagaukurinn verpir að-
allega í júní. Þeir fundu í júlí ein 30
hreiður. Í flestum tilfellum voru sömu
fuglar að verpa í annað sinn og er
hreiðrið mjög nálægt því fyrra.
Ástæðan sé eflaust sú að fyrra varp
hafi misfarist.
„Það verður komið efni í stóra bók,
þegar verkefninu lýkur,“ segir Sverr-
ir Thorsteinsson. „Það er svo margt
sem kemur í ljós þegar maður fer að
fylgjast náið með fuglunum, en það er
einmitt tilgangurinn.“
Spurðir um kríuvarpið í Flatey
sögðu þeir að það liti mun betur út en
í fyrra. Nú sé meira af verpandi fugli.
Varpið byrjaði ekki fyrr en eftir 17.
júní og núna eru ungarnir að skríða úr
eggjum. „Við höfðum áhyggjur af krí-
unni í fyrra, en nú hefur bjartsýnin
tekin við,“ sögðu þeir félagar, Sverrir
og Ævar.
Þéttasta hrossagauks-
varp í heiminum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Félagarnir Sverrir
Thorsteinsson og
Ævar Petersen
komnir í Flatey á
Breiðafirði
10 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
Umræðan á morgun
VESTURLAND