Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Bíla...Áttan
býður betur fyrir bílinn þinn!
Bílaverkstæði
DekkjaverkstæðiSmurstöð
Vara- og aukahlutaverslun
Allt á einum stað!
Lámarks biðtími 9 bílalyftur
www.bilaattan.is
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
KAUPMÁTTUR landsmanna rýrnaði að meðaltali um 0,8% í júnímánuði en á
sama tíma hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 0,4% og neysluvísitalan
um 1,2%. Á þetta er bent í Hálffimmfréttum KB banka.
Tólf mánaða hækkun launavísitölunnar er nú 8,8% miðað við 8,7% í mán-
uðinum á undan og tólf mánaða kaupmáttaraukning er nú 0,7%, miðað við
1,0% í síðasta mánuði. Tólf mánaða kaupmáttaraukning hefur fallið hratt síð-
an í febrúar þegar hún náði fimm ára hámarki og mældist 4,5%.
Í Hálffimmfréttum segir að undanfarin misseri hafi hækkanir á vísitölu
neysluverðs einkum verið drifnar áfram af hækkandi húsnæðisverði. Á síð-
asta ári hafi íslenskir neytendur því lítið orðið varir við verðhækkanir á al-
mennum neysluvörum. Veiking krónunnar og hækkun eldsneytisverðs séu nú
helstu áhrifavaldar verðlags, og ýmis vara og þjónusta hafi hækkað í verði að
undanförnu, líkt og bent var í Morgunblaðinu á laugardag.
„Landsmenn verða því meira varir við verðbólguna í verslunarferðum sín-
um nú en áður. Áhrifanna er tekið að gæta í samdrætti einkaneyslu og það má
fastlega gera ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun,“ segir í Hálffimm-
fréttum.
Kaupmáttur launa rýrnaði
um 0,8% í júnímánuði
● AFKOMA sænska fjármálafyr-
irtækisins SEB batnaði umtalsvert á
fyrri helmingi ársins. Þannig jókst
hagnaðurinn um 34% í um 820 millj-
ónir evra eða í tæpa 77 milljarða ís-
lenskra króna og ávöxtun eigin fjár
eftir skatta nam 10,4% sem er um-
fram markmið SEB.
Afkoman batnaði á nær öllum
markaðssvæðum SEB en þó einkum
og sér í lagi í Austur-Evrópu.
Mikill afkomu-
bati hjá SEB
● GREINING Glitnis segir að útlit
sé fyrir að vísitala neysluverðs
hækki um 0,5% milli júlí og ágúst.
Segir í Morgunkorni Glitnis að
gengislækkun krónunnar ásamt
spennu á vinnumarkaði hafi áhrif
til hækkunar verðlags en út-
söluáhrif vegi á móti. Óvissa spári-
nnar sé því meiri en flesta mánuði
þar sem stórir áhrifaþættir vinni
nú í andstæðar áttir.
Greiningardeild KB banka spáir
því að vísitala neysluverðs hækki
um 0,4% milli júlí og ágúst og 12
mánaða verðbólga hækki úr 8,4%
í 8,6%. Bankinn segir að útsölur
dragi verulega úr hækkun vísitöl-
unnar og þá hafi einnig dregið
verulega úr spennu á fast-
eignamarkaði.
Glitnir segir að útsöluáhrifin virð-
ist svipuð og reyndin varð í fyrra.
Eldsneytisverð hafi hækkað frá
síðustu mælingu og einnig sé
reiknað með frekari hækkun mat-
vöruverðs. Þá bendi flest til þess
að sá liður vísitölunnar, sem mæli
markaðsverð íbúða, muni hækka
töluvert á milli mánaða og að
kólnandi íbúðamarkaður muni
skila sér með nokkurri töf í mæl-
ingar vísitölu neysluverðs.
Spá 0,4–0,5%
hækkun neysluverðs
● MARGIR þing-
menn á danska
þinginu vilja láta
setja lög sem
veiti neytendum
rétt til að afþakka
ókeypis dagblöð,
sem borin eru út í
hús. Danska
samgöngu-
ráðuneytið hefur kveðið upp úr um
að núgildandi lög veiti almenningi
ekki þennan rétt.
Ritzau-fréttastofan segir að svo
virðist sem þingmenn stjórnarand-
stöðuflokkanna Dansk Folkeparti,
Jafnaðarmannaflokksins, SF, Eining-
arlistans og Radikale Venstre í sam-
göngunefnd danska þingsins séu
reiðubúnir til að beita sér fyrir löggjöf
þessa efnis. Flemming Hansen sam-
gönguráðherra sagði í svari við fyr-
irspurn frá samgöngunefndinni að al-
menningur hefði ekki lögverndaðan
rétt til að banna að fjöldapóstur, þar
á meðal ókeypis dagblöð, væri bor-
inn í hús þeirra.
Vilja lög um
frídagblöð
● TÖLUR Hagstofunnar um heild-
arveltu í hagkerfinu samkvæmt virð-
isaukaskattskýrslum bera með sér
að veruleg aukning hafi orðið í heild-
arumsvifum á fyrstu fjórum mán-
uðum ársins miðað við sama tímabil
í fyrra. Fram kemur í hálffimmfréttum
KB banka að heildarveltan hafi auk-
ist um 17,1% að nafnvirði á milli ára,
en hækkun neysluverðsvísitölunnar
á tímabilinu var 5,6%. Heildarveltan
jókst því um 10,6% að raungildi og
bendir það til þess að mikill vöxtur
hafi orðið í þjóðarútgjöldum á tíma-
bilinu.
Veltan jókst um 10,6%