Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HOFFMANNSGALLERÍ er staðsett á gangi
Reykjavíkur Akademíunnar á fjórðu hæð í fyrrum
JL-húsinu og er starfrækt í samvinnu við Myndlist-
arskóla Reykjavíkur. Rými gallerísins, hinn langi
gangur milli skrifstofa Reykjavíkur Akademíunn-
ar, er sérlega áhugaverð umgjörð um samtíma-
listina sem algengast er að setja fram í hlutlausu
rými. Sýningin „Kennd við tilfinningar“ inniheldur
verk 12 nafnkunnra listamanna og sýningarstjóri
er Haraldur Jónsson myndlistarmaður. Verkin
skírskota mismikið til tilfinninga um leið og segja
má að öll list hljóti að tengjast tilfinningum á ein-
hvern hátt. Hin skarpa aðgreining sem gerð var áð-
ur milli tilfinninga og rökhugsunar hefur fyrir
löngu verið véfengd og jafnvel afnumin í mörgum
greinum hugvísinda. Með tilliti til verkanna á sýn-
ingunni má segja að yfirskriftin nái ekki að vera
þar konsept sem slíkt, til þess er það bæði of þröngt
og of vítt. Hins vegar má vera að áhorfandinn verði
meðvitaðari um að leita eftir tilfinningatengdum
þáttum í verkunum og einnig meðvitaðari um eigin
tilfinningar gagnvart verkunum. Áhorfendum lista
í dag er leynt og ljóst ætlað að vera partur af list-
sýningum og vera sérstaklega meðvitaðir um eigið
áhorf og viðbrögð.
Verk Elsu Dórótheu Gísladóttur „Ókennd“ var
einna áhugaverðast í því samhengi sem sýningin
lagði upp með þótt áhugi og væntingar undirrit-
aðrar hafi í byrjun verið hvers konar verk Elke
Krystufek myndi bjóða uppá á sýningunni. Verk
Krystufek skilaði sér aldrei á sýninguna og þegar í
annarri heimsókn minni í Hoffmannsgallerí hafði
verk Elsu Dóróteu verið fjarlægt vegna kvartana
frá fólki sem vinnur í húsinu um mörlykt. Verkið
var einmitt búið til úr netju, hluta af innyflum kinda
og vísaði í þá kennd sem við öll finnum fyrir þegar
okkur líður illa, kennd sem á oft engar röklegar
ástæður. Þetta beinir athyglinni óneitanlega að
þeim vandamálum sem koma iðulega upp þegar
samtímalistin ætlar að finna sér stað í opinberu
rými.
Önnur verk á sýningunni vísa mismikið til þem-
ans en ljósmynd af styttu Birgis Snæbjörns Birg-
issonar virtist eiga þar sérstakt erindi ásamt teikn-
ingum Kristínar Ómarsdóttur. Verk Steingríms
Eyfjörð þar sem hann sýnir síðu úr DV frá árinu
1977 vísar með beinum hætti til hugmynda um til-
finningar og kynjamun en þar má lesa um konur í
hryðjuverkasamtökum í Þýskalandi. Steingrímur
hefur einnig stækkað upp myndir af kvenmorðingj-
anum og fórnarlambinu sem var karlkyns banka-
stjóri. Í texta DV kemur fram að afbrotafræðingar
undrist að þegar konur séu komnar í hryðjuverka-
hópa þá séu það þær sem væru grimmastar og
miklu harðari en nokkurn tímann karlmenn.
Sýningin er vel þess virði að gera sér ferð en
ástæða er til að kvarta yfir því hve galleríið er illa
merkt en einfaldur miði í anddyri hússins gæti þar
bætt um betur.
Tilfinningar og tjáning
MYNDLIST
Hoffmannsgallerí
Hringbraut 121 (JL-húsið)
Sýningin stendur út sumarið
Opið virka daga kl. 9–17
Kennd við tilfinningar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá sýningunni í Hoffmannsgalleríi.
Þóra Þórisdóttir
DANSVERKIÐ „IBM 1401, a
user’s manual“ verður sýnt á
listahátíð í borginni Drodesera á
Ítalíu á miðvikudaginn. Er þetta
sextugasta sýningin á þessu víð-
förla og jafnframt vinsæla verki,
en Erla og Jóhann hafa sýnt það í
yfir fjörutíu borgum frá því það
var frumsýnt í Marseille í Frakk-
landi í september 2002.
Erna er eini dansari verksins en
auk hennar er Jóhann á sviðinu og
annast hljóðfæraleik. „Þetta er
svona danstónlistarverk sem segir
litla sögu á milli okkar,“ segir
Erna sem þrátt fyrir að hafa sýnt
verkið fimmtíu og níu sinnum
kveðst hreint ekki vera orðin
þreytt á því. „Ótrúlegt en satt. Af
því þetta er sólódans, eða réttara
sagt dúett, er svo auðvelt að halda
áfram með hann. Hann breytist
með mér og ef eitthvað er orðið úr-
elt held ég bara áfram að þróa
dansinn eftir því sem er að gerast
hjá mér.“
Hún upplýsir einnig glaðbeitt að
fleiri sýningar séu framundan. „Við
höldum alltaf að þetta sé að verða
búið en þá koma bara endalausar
fyrirspurnir. Ég hef reyndar gert
þetta einu sinni áður, að sýna eitt
stykki svona oft. Ég sýndi verkið
„My Movements are alone like
Street Dogs“, sem ég vann fyrir
Ian Fabre, yfir hundrað sinnum.“
Frumsýning á nýju verki
Á hátíðinni verður einnig nýtt
verk eftir Ernu og Jóhann og heit-
ir það „The Mysteries of Love“. Í
því verki vinna þau Erna og Jó-
hann með Margréti Söru Guðjóns-
dóttur dansara og tónlistarmönn-
unum Valdimari Jóhannssyni og
Flosa Þorgeirssyni, en um þátt
Valdimars og Flosa upplýsir Erna
leyndardómsfull að það sé „svona
dauðarokkskafli í lokin“.
Hún segir að farið hafi verið af
stað með þá hugmynd að gera
danstónlistarverk þar sem röddin
væri mikið notuð. „Fyrst ætluðum
við að gera tíu lög og myndskreyta
þau með dansi en svo þróaðist
þetta þannig að nú er kominn smá
söguþráður, þó hann sé svolítið
ljóðrænn. Þetta byrjaði allt á því
að við Jóhann vorum að tala um
uppáhalds bíómyndina okkar á
unglingsárunum og í kjölfarið fór-
um við að vinna með unglingsárin
og unglingaveikina. Eftir á held ég
svo að það megi sjá áhrif frá David
Lynch og hryllingsmyndapakk-
anum.
Þegar við sömdum verkið vorum
við að hugsa um vinkonuþemað og
svona dekkri hlið á unglingaklíku.
Við vinnum mikið með tilfinningar
og tilfinningasveiflur og horm-
ónasveiflur og allan þann pakka.
Þetta er samt póetískt og alls ekki
literal.“
Góð byrjun
Þrátt fyrir að verkið verði form-
lega frumsýnt á miðvikudaginn var
það sýnt á Avignion-danshátíðinni í
fyrra og þá sem „verk í vinnslu“. Í
kjölfarið hefur „slatti af sýningum“
verið bókaður. Erna kveðst vera
mjög sátt við þá byrjun enda sé
mjög góður árangur að fá bókanir
fyrir frumsýningu. Venjulega sé
það ekki fyrr en eftir frumsýningu
sem sýningar fara að seljast. Því er
óhætt að taka undir orð Ernu um
„að þetta byrjar allavega vel“.
Að síðustu sýnir Erna verkið
„Ófætt“ í Drodesera en um nýlegt
verk er að ræða sem hún hefur
samið í samstarfi við dansfélaga
sinn Damien Jalet, auk þess sem
Gabríela Friðriksdóttir og Raven
koma við sögu í útfærslu þess.
Verkið skilgreinir Erna sem „sóló
fyrir tvo líkama“ en hún og Jalet
dansa saman. Hún segir einnig að
unnið hafi verið með „upphaf sið-
menningarinnar“ og fullyrðir hlæj-
andi að það sýni „amöbur og drasl
að fæðast útúr hvort öðru“. Það
verk hefur ekki enn verið sýnt á
Íslandi en Erna stefnir á að sýna
bæði „Ófætt“ og „The Mysteries of
Love“ hérlendis á næsta ári.
Í október mun svo Jóhann gefa
út plötu sem byggist á tónlistinni
úr „IBM 1401, a user’s manual“ en
hann hefur endurútsett tónlistina
og bætt við köflum til að skapa
sjálfstætt verk. Verkið er útsett
fyrir 60 manna strengjasveit sem
tekin var upp í Prag á síðasta ári.
Dans | Erna Ómarsdóttir og Jóhann Jóhannsson á listahátíð á Ítalíu
Sextíu sýningar í fjörutíu borgum
Morgunblaðið/Jim Smart
Erna Ómarsdóttir dansari hefur
farið víða með dansverkið „IBM
1401, a user’s manual“.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
LANGT er um liðið frá því er ég
heyrði síðast í Þorbirni Björnssyni.
Það var fyrir sex árum, í aðal-
hlutverki í Rakara Rossinis í upp-
færslu Óperustúdíós Austurlands á
Eiðum þegar hann átti ekki nema
tvö ár um tvítugt og kom mér þá
fyrir sem sprækur Fígaró með
„spengilega barýtonrödd er lofaði
góðu“, ef rétt er í rámað. En fyr-
irferðarleysi hans á söngpöllum eft-
ir það á sér sjálfsagt þá aðalskýr-
ingu að Þorbjörn hóf framhaldsnám
í Berlín 2002 sem enn er ólokið.
Dagskráin fyrir troðfullum
högggmyndasal Sigurjóns Ólafs-
sonar sl. þriðjudagskvöld var mjög
fjölbreytt og hófst á alkunnu lagi
eftir enska lútusöngsmeistarann
John Dowland. „Come again“
skartar í næstsíðustu línu hvers er-
indis stígandi er minnir mann alltaf
á kviðlinginn „Langar, þegir, hjal-
ar, hlær …“ Kannski ekki sízt þar
eð lokaorðin „to die“ voru skraut-
hvörf endurreisnarmanna fyrir
holdlega fullnægingu. Sum sé gullið
tækifæri til samskonar stígandi í
túlkun sem t.a.m. Julianne Baird
fer snilldarlega með á diski sínum
Greensleeves (1989).
Því miður fór hvorki hér né síðar
mikið fyrir heyranlegri textainn-
lifun af sambærilegum toga hjá
Þorbirni, þó að vottaði stundum
fyrir henni á alvarlegustu og
dramatískustu stöðum hjá t.d. Brit-
ten – og stöku sinni þá sjaldan
textinn gaf tilefni til kómískra til-
þrifa eins og í seinna lagi Charles
Ives. Almennt má segja að einbeit-
ingin hafi snúizt um að fremja mik-
il hljóð á kostnað merkingar-
inntaks, eins og algengt er um
yngri söngvara. Fyrir vikið varð
túlkunin fremur einsleit. Röddin
virtist oft einkennilega hol líkt og
hún væri ekki endanlega staðsett,
og jafnvel andstutt, sem ásamt fá-
breyttri titurtíðni gerði að verkum
að mér fór á köflum að leiðast –
jafnvel þótt undirtektir flestra
áheyrenda væru með hlýlegasta
móti. En trúlega kann tauga-
óstyrkur að hafa spillt fyrir, ef
marka má nokkuð tíð yfirskot í tón-
stöðu er virtust algengari en eig-
inlegt tónlaf. Skyggðu þau hvað
mest á Vögguvísu Jóns Leifs, er
verður að vísu að telja meðal kröfu-
harðari smálaga hvað inntónun
varðar.
Það var í því sambandi lærdóms-
ríkt að lesa nýverið ráð ungs sig-
urvegara í klassískri spilarakeppni
til félaga sinna um að slaka á og
skemmta sér þegar mest á ríður,
því ofvöndun er sennilega örugg-
asta leiðin til að fara á taugum.
Þetta hefði átt prýðisvel við Mu-
sensohn Schuberts þar sem vantaði
áþreifanlega meiri gleði í sönginn.
Eins hefði mátt vænta meiri og
heyranlegri dulúðar í Purcell-lögin
Mystery og Secrecy. Þó gutlaði
sem fyrr segir á smá húmor í a-
hluta The things our fathers loved
eftir Ives, og þó að Britten-arían
Look through the port væri ekki
nógu hrein, skiluðu karlmennsk
viðbrögð Billys Budd við örlögum
sínum sér samt furðuvel í túlkun
Þorbjarnar. Flagaraserenaða Don
Zhuana (Tsjækovskíj) kom og snöf-
urlega út, þó að Mozart-aríurnar
tvær úr Così og Figaro væru held-
ur viðvaningslegar í heyrn þrátt
fyrir ágætan sjónleik í Si vuol ball-
are.
Hvergi sá högg á vatni í fislétt-
um og dúnmjúkum píanóundirleik
Jans Czajkowskis, er var í alla
staði hið mesta eyrnayndi.
Að slaka
á og
skemmta sér
TÓNLIST
Sigurjónssafn
Söngvar og aríur eftir Dowland, Purcell,
Schubert, Fauré, Ives, Jón Leifs, Britten,
Mozart og Tsjækovskíj. Þorbjörn Björns-
son barýton og Jan Czajkowski píanó.
Þriðjudaginn 18. júlí kl. 20:30.
Einsöngstónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
OFANGREINDIR listamenn eru þjóðinni vel
kunnir, þeir eiga það sameiginlegt að hafa áratug-
um saman heillast af vatnslitalistinni. Þegar sýn-
ingin er skoðuð kemur einkar vel fram hvers
vegna, hér eru möguleikarnir margir og mynd-
verkin búa yfir sönnum töfrum.
Þessir listamenn hafa farið nokkuð ólíkar leiðir
í listsköpun sinni og það má segja að hver um sig
sé barn síns tíma. Í þeim verkum Svavars Guðna-
sonar sem hér má sjá í Arinstofu og Ásta Eiríks-
dóttir hefur gefið Listasafninu er ljóðræn, óhlut-
bundin framsetning í aðalhlutverki og birtist í
óheftu flæði þeirra sterku lita sem löngum ein-
kenndu list Svavars. Hér er það innra líf, hughrif
og tilfinningar sem öðlast líf á myndfletinum, í
anda þeirra strauma sem einkenndu listina á
fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.
Vatnslitir eru líka einkar vel til þess fallnir að
tjá tilfinningar og hughrif, þeir eru listform
augnabliksins og lítið hægt að leiðrétta pens-
ildrætti eftir á. Gegnsæi þeirra býður einnig upp á
bæði léttleika og dýpt. Myndir Kristínar Þorkels-
dóttur eru unnar af léttleika og hún lætur pens-
ilskriftina leika stórt hlutverk í þeim, að því marki
að stundum minnir á austurlenskt letur og skap-
ast þá skemmtilegt samtal íslenskra fjalla og fjar-
lægrar hefðar. Hvítur litur pappírsins fær að
njóta sín í myndum hennar.
Letrið er einnig til staðar í sumum verkum Haf-
steins Austmanns þó aldrei fari hann mjög nálægt
því. Í myndum hans er mikil dýpt og andstæðir
litir sem við þekkjum úr náttúrunni er spilað sam-
an, á borð við dökkbláan og rauðgulan, líkt og
blámi og glóð. Hjá honum eru formin ákveðin og
ferningurinn áberandi, svo minnir jafnt á glugga-
op eða óhlutbundin form.
Ferningur, láréttar og lóðréttar línur eru einn-
ig áberandi í myndum Eiríks Smith sem eru þó
alls ólíkar myndum Hafsteins, hér hefur áhorf-
andinn á tilfinningunni að myndefnið gæti verið
komið úr hinu ytra umhverfi en vísi inn á við. Hjá
Hafsteini virðist myndefnið vera sprottið úr innra
lífi, þótt einnig megi finna skírskotanir til þekkj-
anlegra forma eins og glugga.
Yngstur í hópnum er Daði Guðbjörnsson en
hann hefur einnig í áratugi helgað sig vatnslit-
unum. Hann sýnir myndir þar sem saman spila
skýrt afmarkaðir drættir og flæðandi litir, mynst-
ur sem minna á bróderí, óhlutbundin form eða
þekkjanleg á borð við öldutoppa. Léttleikinn er
alltaf til staðar í myndum hans, eins og sjá má í
litlu andlitunum sem standast ekki mátið að brosa
til áhorfandans. Daði sýnir hér, eins og í Ný-
listasafninu ekki fyrir löngu, að hann er sífellt
vaxandi í list sinni og nær æ betri tökum á þeirri
sérstöku stefnu sem hefur haldið honum hug-
föngnum frá upphafi.
Það er óhætt að segja að sýningin í ASÍ sé
heimsóknar virði, hér skiptist á ljóðræna, dýpt,
léttleiki og húmor og allt unnið af krafti og
ástríðu.
Öguð ástríða
Morgunblaðið/Eggert
Daði Guðbjörnsson, Hafsteinn Austmann, Eirík-
ur Smith og Kristín Þorkelsdóttir í listasafni ASÍ
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafsteinn Austmann,
Kristín Þorkelsdóttir og Svavar Guðnason.
Til 13. ágúst. Opið alla daga nema mánud. frá kl. 13–
17.
AkvarellASÍReykjavík
Ragna Sigurðardóttir