Morgunblaðið - 24.07.2006, Side 22

Morgunblaðið - 24.07.2006, Side 22
22 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „HELD áfram á meðan dómarinn flautar ekki,“ sagði ungur verð- bréfasali eitt sinn aðspurður um hvort tiltekinn afar vafasamur við- skiptamáti stæðist lög. Ekki man ég hvort dómarinn „flautaði“ að lokum en ég veit það eitt að dómarinn flautar lítið ef nokkuð í sumum málum. Meðal þeirra mála eru einlæg og sífelld brot á banni við áfeng- isauglýsingum. Með grímulausum áfeng- isauglýsingum og/eða heimskulegum út- úrsnúningum á lögum, sem með skýrum hætti banna auglýsingar af þessum toga, eru lögin brotin margsinnis dag hvern. Áfengisauglýsingar eru boð- flenna í tilveru unglinga sem þeir eiga fullan rétt á að vera lausir við. Hin siðferðilegi boðskapur lag- anna sem og innhald er afar skýrt. Lögin eru sett á grundvelli velferð- arsjónarmiða og í tengslum við rétt- indi barna og unglinga til þess að vera laus við áróður af þeim toga sem kemur fram í áfengisauglýs- ingum. Auglýsingarnar stríða og vinna markvisst gegn samfélags- legum markmiðum eins og vímu- lausum grunnskóla. Markmiðum sem foreldrar, forráðamenn og allir sem að uppeldismálum vinna í þessu landi eru einhuga um. Það er eins og engin sé ábyrgur. Áfengisinnflytjendur eða -framleið- endur auglýsa hvað af tekur og eyða til þess gríðarlegum fjárhæðum; flestir fjöl- miðlar birta þessar auglýsingar átölulaust; auglýsingastofur fram- leiða þær. Þrátt fyrir einlægan síbrotavilja þessara aðila þá „flaut- ar dómarinn“ ekki. Ríkissaksóknari ákær- ir ekki þrátt fyrir sí- felld og augljós brot. Ungt fólk virðist ekki búa við sama rétt og aðrir þegnar þessa lands. Þrengstu við- skiptahagsmunir eru teknir fram fyrir velferð barna og ungmenna. Núna í aðdraganda versl- unarmannahelgarinnar munu áfeng- isauglýsingar dynja á börnum og ungmennum í flestum fjölmiðlum og ekki síst í þeim miðlum sem sér- staklega höfða til æskunnar. Rétt- indi barna og unglinga eru fótum troðin og þau njóta ekki lögvarinna réttinda. Við foreldrar og for- ráðmenn barna og unglinga og aðrir sem bera hag þeirra fyrir brjósti er- um ráðþrota gagnvart þessu. Það er auðvitað illa komið þegar hags- munaaðilar í krafti gífurlegs fjár- magns fara sínu fram. Við foreldrar, afar og ömmur og allir þeir sem bera hag æskunnar fyrir brjósti þurfum að sýna hug okkar í verki gagnvart þessum ólöglegu áfeng- isauglýsingum og sniðganga með öllu auglýstar áfengistegundir Á maður að eiga viðskipti við fyr- irtæki sem otar áfengi að börnum manns með ólöglegum áfeng- isauglýsingum? Það þykir mér alls ekki við hæfi. Sýnum hug okkar í verki, snið- göngum auglýstar áfengistegundir Árni Guðmundsson fjallar um áfengisauglýsingar ’Núna í aðdragandaverslunarmannahelg- arinnar munu áfeng- isauglýsingar dynja á börnum og ungmennum í flestum fjölmiðlum og ekki síst í þeim miðlum sem sérstaklega höfða til æskunnar. ‘ Árni Guðmundsson Höfundur er æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði. HUGTAKIÐ hryðjuverk er oft skil- greint þannig að í nafni hugsjóna eða meintra hagsmuna sé saklaust fólk drepið. Þeir sem beita slíkum aðferðum eru svokallaðir hryðju- verkamenn. Hryðjuverkamenn vilja með drápi á sak- lausu fólki ná fram hagsmunum sínum eða hugsjónum í verstu merkingu þess orðs enda hefur orðið hug- sjón í hugum flestra aðra og jákvæðari merkingu. Þessa dagana drepur ísraelski herinn hundr- uð saklauss fólks til að ná fram sínum hags- munum og hefur lagt líf og hamingju heillar þjóðar í rúst. Öll lönd og allar þjóðir hafa rétt til að verja til- veru sína og tilvist. Hryðjuverkum verður hins vegar ekki svarað með hryðjuverkum. Með aðgerðum sínum í Líbanon er Ísrael að fremja hryðjuverk. Íslensk stjórnvöld geta ekki setið hjá og horft á af vinsamlegu hlutleysi sem vinaþjóð Bandaríkjanna, helstu stuðningsmanna Ísraela. Ef einhver dugur er í okkar stjórnvöldum hljótum við að láta í okk- ur heyra á alþjóðavett- vangi með skýrum hætti þannig að við for- dæmum hryðjuverk Ísr- aels gagnvart saklausu fólki í Líbanon. Það er ekki rétt að myrða börn og almenna borgara í nafni baráttu gegn hryðjuverkum. Svo ein- falt er það. Hryðjuverk íLíbanon Runólfur Ágústsson hvetur íslensk stjórnvöld til að fordæma aðgerðir Íraels Runólfur Ágústsson ’Það er ekki réttað myrða börn og almenna borgara í nafni baráttu gegn hryðjuverkum. ‘ Höfundur er rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. SVONA gæti tilkynning hljómað ef höfuðborgarbúar byggju við álíka samgöngur og íbúar Vestmannaeyja, þ.e. ef það væri ákveðinn og of lítill kvóti á fjölda bíla til og frá borginni. Hver yrðu við- brögðin við því ástandi? Byggðarlög úti um allt land eru að þrýsta á stjórnvöld um bættar sam- göngur eins og stytt- ingu leiða, fjölgun ak- brauta, bundið slitlag, göng og ann- að, enda er það eðli- leg krafa fólks í nú- tímasamfélagi sem er í hópi ríkustu þjóða heims. Víðast er það þó þannig að fólk kemst að heiman og heim aftur fyr- irvaralaust, þó veg- irnir séu holóttir eða gætu verið betri að einhverju leyti. Íbúar Vest- mannaeyja búa hins vegar við það óþol- andi ástand að það getur verið 3–4 daga bið eftir því að komast með bíl að og frá Eyjum. Fólk á faraldsfæti þarf að panta far með margra vikna og jafnvel mánaða fyrirvara til að geta verið öruggt með ákveðnar dagsetningar. Það hafa vissulega verið gerðar bætur á samgöngum við Vest- mannaeyjar með fjölgun ferða Herj- ólfs, en bara engan veginn nóg. Flugsamgöngur hafa svo hrein- lega dregist saman, því fjöldi ferða- manna með flugi er ekki nema um 30% af þeim fjölda sem var fyrir 5 ár- um. Þar er um að kenna, að búið er að verðleggja flugið út af mark- aðnum og ekki eru lengur stærri vél- ar í föstum ferðum á milli Reykjavík- ur og Vestmannaeyja. Á mestu álagstímum Herjólfs, þegar stórviðburðir eru í Eyjum t.d. peyja- og pæjumót, goslokahátíð, gólfmót, sundmót og þjóðhátíð, snýst málið ekki eingöngu um hvort hægt sé að komast á milli með bíl, heldur yfir höfuð hvor hægt er að fá far með skipinu því á þessum tímum er Herj- ólfur líka fullur fyrir fólk. Þjóðveg- urinn til Eyja er sem sagt upppant- aður dag eftir dag og liggur svo bundinn við bryggju á nóttunni. Einnig mætti nefna álagstíma s.s. hvítasunnu, páska sem og allar helg- ar yfir sumarið. Flest bæjarfélög á landinu eru að reyna að laða til sín ferðafólk með því að standa fyrir ein- hverjum uppákomum og Eyjamenn hafa reynt að vera duglegir við það eins og sést á ofansögðu. En ófremd- arástandið í samgöngumálum er akkilesarhæll sem gerir það að verkum að fólk sem annars hefði áhuga á að njóta þess sem í boði er í mannlífi og náttúru Vestmannaeyja, fælist frá og heimamenn búa svo við ákveðna átt- hagafjötra vegna þess að samgönguáætlanir anna ekki umferðinni. Hvaða lausn sem verð- ur fundin á framtíð- arsamgöngum við Vest- mannaeyjar leysir hún ekki vandamálið sem er viðvarandi í dag og hefur farið vaxandi síðustu 10 ár. Við þessu verður að bregðast ekki seinna en strax, með því að láta Herjólf ganga þrjár ferð- ir á dag yfir allan sum- artímann og bæta flug- samgöngur. Varðandi þá sam- gönguleið sem tekur við af núverandi Herjólfi, má segja að það sé hrein og klár lítils- virðing við íbúa Vestmannaeyja að nauðsynlegum rannsóknum á gerð jarðganga sé ekki lokið þannig að fyrir liggi niðurstöður sem byggjandi er á. En verði Bakkafjaran fyrir val- inu er það ágætis kostur líka. Þó má ljóst vera að Vestmannaeyingum og öðrum landsmönnum dugar ekki að- eins stytting leiðarinnar og aukin ferðatíðni, heldur þarf flutnings- getan líka að aukast og reikna verður með að þar muni þörfin vaxa svo að jafnvel verði þörf á tveimur skipum í framtíðinni. Kostnaður við viðhald ferjulægis í Bakkafjöru og rekstur skips eða skipa til framtíðar gerir það að verkum að göng eru því kost- ur nr. 1, 2 og 3 og svo kemur Bakka- fjara. Vestmannaeyjar eru yfir 4000 manna samfélag sem þarf nauðsyn- lega á því að halda að samgöngur séu viðunandi. Bæði í lofti og á láði, svo atvinnulíf og mannlíf allt geti haldið áfram að blómstra. Ennfremur þarf ferðafólk að hafa greiðan aðgang að Vestmannaeyjum sem saman eru sannarlega ein af óteljandi perlum í náttúru Íslands. Reykjavík er lokuð næstu þrjá daga! Björn Jóhann Guðjohnsen fjallar um samgöngumál Björn Jóhann Kárdal ’Vestmanna-eyjar eru yfir 4000 manna samfélag sem þarf nauðsynlega á því að halda að samgöngur séu viðunandi. ‘ Íbúi í Vestmannaeyjumog áhugamað- ur um bættar samgöngur. MIKIÐ hefur verið rætt um hrað- akstur í umferðinni og gildir þá einu hvort um er að ræða ökumenn bif- reiða eða bifhjóla. Aflmiklum öku- tækjum hefur fjölgað að undanförnu og er sennilega um að kenna aukinni velmegun og því verðmætamati sem henni fylgir. Ofsaakstur á Hellisheiði Um daginn fórum við hjónin hjólandi austur í Ölfus. Við lögðum af stað eftir hádegi á laug- ardegi og áðum m.a. í Litlu kaffistofunni. Umferðin eftir Suður- landsvegi var með mesta móti, en hraði bifreiða og bifhjóla yfirleitt skikkanlegur. Þegar við héldum af stað um 5-leytið áleiðis upp á heiðina hafði umferðin gerbreytt um svip. Ofsinn og fyrirgangurinn var orðinn slíkur að við hættum ekki á að hjóla yfir heiðina heldur héldum sem leið lá um Þrengslin til Hveragerðis. Þar námum við staðar drjúga stund. Við héldum síðan í átt að Selfossi um kl. 21.30 og gættum þess að halda okkur yfirleitt á vegaröxlinni þar sem hún var fyrir hendi. Við höfðum fyrir skömmu lagt af stað þegar sportbíll kom æðandi á eftir okkur með flauti og fyrirgangi. Geystist hann framhjá á ofsahraða, ekki undir 150 km/klst taldi kona mín. Örvaði hann hjartslátt okkar að mun og rifj- aðist þá upp að skömmu áður hafði orðið nokkurra bíla árekstur á Hellisheiðinni vegna þess að einn ökufanturinn hafði hugsað sér að nota vegaröxl til framúraksturs og lenti aftan á bifreið sem hafði verið lagt þar. Hvort eru hættulegri skotvopn eða hraðskreið farartæki? Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, hefur verið ómyrk- ur í máli um ökufanta sem misnota sér vegabætur til þess að brjóta sett- ar umferðarreglur og setja bæði sjálfa sig og aðra vegfarendur í stór- hættu með gáleysi sínu. Virðing- arleysið fyrir lögum og rétti virðist algert á meðal þeirra. Sýslumað- urinn kvartar undan því að sig skorti heimildir til þess að grípa í taumana og víða um land virðist lögreglan al- gerlega ráðþrota. Ef til vill hafa áherslur í starfi lögreglumanna held- ur ekki verið alls kostar réttar. Hraðatakmarkandi búnaður í farartæki Árið 1987 sendi Hrafn Baldursson, raf- eindavirki á Stöðv- arfirði, Öryrkjabanda- lagi Íslands allmerkilegt bréf þar sem hann lagði til að bandalagið beitti sér fyrir því í samráði við tryggingafélög landsins að búnaður, sem tak- markaði hraða bifreiða, yrði lögleidd- ur hér á landi. Taldi Hrafn að skammt yrði að bíða þess að slík tækni yrði viðráðanleg. Því miður tóku tryggingafyrirtækin ekki mark á þessum tillögum og málið var svæft. Ég átti sæti í Umferðarráði um nokkurt skeið frá árinu 2002 og rifj- aði þá upp þessa tillögu. Umræður urðu talsverðar um hana í ráðinu. Meintir sérfræðingar í búnaði bif- reiða töldu flestir allt því til foráttu að slíkum búnaði yrði komið fyrir. Hann færi illa með vélar bifreiðanna, gæti valdið stórhættu ef nauðsynlega þyrfti að taka fram úr hægfara öku- mönnum, hér væri um óþarfa eftirlit með ökumönnum að ræða o.s.frv. Framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Óli H. Þórðarson, lagðist hins vegar af alefli á árarnar með undirrituðum. Búnaður, sem takmarkar hraða hópferðabifreiða, hefur verið í notk- un svo að árum skiptir og þykir hann nú jafnsjálfsagður og bílstjórum þótti hann til trafala áður fyrr. Í raun ætti að setja búnað í öll far- artæki, sem fyrirtæki eða ein- staklingar eiga, og tryggði slíkur búnaður að farartækin færu ekki hafðar en leyft er samkvæmt lögum. Auðveldlega væri hægt að koma fyr- ir fjarskiptabúnaði sem gerði það að verkum að bifreiðar færu ekki hrað- ar en nemur leyfilegum hámarks- hraða í hverfum kaupstaða og borga. Hnefarétturinn virðist ráða Sumir Íslendingar virðast komnir á það þroskastig að þeir skilji hvorki boð né bönn heldur refsingar og út- gjöld. Því væri hraðatakmarkandi búnaður skárri lausn en hærri sektir og fangelsanir vegna umferð- arlagabrota. Á meðan samgöngu- ráðherra ráðslagar um þessi mál með embættismönnum sínum skal því stungið að honum að beita sér fyrir einkavæðingu löggæslunnar tímabundið eða afkastahvetjandi kerfi lögreglunnar. Væri þá hægt að fjölga lögregluliðum á götum borg- arinnar og koma böndum á umferð- armenningu, jafnt á akbrautum sem hjólreiðastígum. Slík lausn skyldi þó einungis reynd í skamman tíma og árangurinn metinn að honum lokn- um. Þegar þessi grein er rituð hafa 9 manns látist í umferðarslysum á árinu og flestir vegna hraðaksturs. Þrennt liggur í öndunarvélum. Hversu lengi ætla menn að sitja að- gerðarlausir og horfa upp á hryðju- verk færast í aukana? Væri ekki nær að verja auknu fé til þess að verjast hryðjuverkum hraðaksturs en ímyndaðri hættu af erlendri hryðju- verkaógn, einkum þegar tekið er mið af því að hér á landi eru Íslendingar mesta hryðjuverkaógnin og hryðju- verk í skilningi erlendra sérfræðinga hafa fyrst og fremst verið framin á Vesturlöndum á meðal þeirra þjóða sem stofnað hafa til hryðjuverka í öðrum heimsálfum? Skorað er á ráð- herra samgöngumála og dómsmála að taka höndum saman og sporna með öllum, tiltækum ráðum við þeirri ógn, sem steðjar að samfélag- inu og kostar mörg mannslíf á hverju ári. Meginþorri almennings styður vafalítið slíkar aðgerðir. Hraðakstur, hryðju- verkaógn Íslendinga Arnþór Helgason fjallar um hraðakstur ’Skorað er á ráðherrasamgöngumála og dóms- mála að taka höndum saman og sporna með öllum tiltækum ráðum við þeirri ógn sem steðjar að samfélaginu og kostar mörg mannslíf á hverju ári. ‘ Arnþór Helgason Höfundur er fjölmiðlungur án fastrar atvinnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.