Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 27
MINNINGAR
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR
frá Húsavík,
Laxalind 9,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 21. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn 28. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Jón Guðgeirsson,
Ása Jónsdóttir, Björn Halblaub,
Guðgeir Jónsson,
Guðrún Jónsdóttir, Ingvar Stefánsson,
Jóhannes Heimir Jónsson, Agnes Benediktsdóttir
og barnabörn.
Þökkum hlýhug og vináttu við andlát og útför
JÓHANNS INGVARSSONAR,
Hjallaseli 31.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkr-
unarheimilisins Skógarbæjar fyrir frábæra
umönnun.
Ragna Bergmann,
Valur Ragnar Jóhannsson, Sædís Sigurðardóttir,
Katrín Gróa Jóhannsdóttir, Trausti Friðfinnsson,
Jóhanna Huld Jóhannsdóttir, Albert Ingason,
Guðrún Edda Jóhannsdóttir, Birgir Ingibergsson,
Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir, Ólafur Eyjólfsson,
Örn Ingvar Jóhannsson, Hrefna Hermannsdóttir,
William Ragnar Jóhannson,
Eiríkur Þorsteinsson, Berglind Björnsdóttir,
Guðmundur Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ HermaníaKristín Þórar-
insdóttir fæddist í
Ögurnesi við Ís-
fjarðardjúp 24.
nóvember 1926.
Hún andaðist í
Reykjavík 17. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigrún Sig-
urðardóttir, d.
1940, og Þórarinn
Þorbergur Guð-
mundsson, d. 1934.
Systkini Hermaníu
voru tíu talsins og eru þau öll
látin en þau voru, auk tveggja
barna sem dóu í fæðingu: Guð-
mundur Ásgeir, d. 1996, Jón
Óskar, d. 1992, Guðmundur
Hallvar, d. 1935, Helga Dag-
björt, d. 1990, Margrét, d. 1988,
Sigríður Septína, d. 1971, Þórey
Sigurrós, d. 1994.
Hermanía lifði báða eigin-
menn sína en þeir voru Charles
Danielsen, d. 1951, og Guð-
mundur Ísfjörð Bjarnason, d.
1986. Börn þeirra eru: 1) Andr-
ea Ingigerð, f. 1950, maki Páll
Ragnarsson, f. 1949, barn þeirra
Daniel, f. 1979, sambýliskona
Þóra Björk, f. 1985. 2) Sigurþór,
f. 1955, maki Mál-
fríður Sjöfn, f.
1959, börn þeirra
Vilborg, f. 1982,
sambýlismaður
Elmar, f. 1978, og
Hlynur, f. 1986. 3)
Bjarni Ólafur, f.
1957, maki Mart-
ina, f. 1964, barn
David, f. 1989. 4)
Þórarinn, f. 1961,
maki Guðbjörg, f.
1963, börn þeirra
Andrea, f. 1988,
Elmar, f. 1992, og
Kristín, f. 1997.
Hermanía fluttist ung að ár-
um til Reykjavíkur þar sem hún
starfaði að mestu við sauma-
skap. Hún bjó um nokkurra ára
skeið í Færeyjum en fyrri eig-
inmaður hennar var færeyskur.
Auk þess að annast uppeldi
barna sinna drjúgan hluta æv-
innar starfaði hún um árabil við
rekstur verslunarinnar Pandóru
í Kirkjuhvoli með seinni eigin-
manni sínum. Hún vann seinustu
ár starfsævi sinnar á sauma-
stofu Landspítalans.
Hermanía Kristín verður jarð-
sungin frá Grensáskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Móðir mín, Hermanía Kristín eða
Hemma eins og hún var að jafnaði
kölluð af sínu fólki, var hæglát kona.
Ég sem sonur hennar hef ekki fyrr en
seinni árin áttað mig almennilega á
því hversu vel hún bjó mig út til þess
að takast á við lífið. Ekki svo að mæl-
ingin hafi verið í veraldlegum gæðum
heldur því sem okkur öllum er svo
nauðsynlegt, að umgangast fólk og
kunna að gæta hófs í því sem maður
tekur sér fyrir hendur. Ekki að flana
að neinu og ígrunda ákvarðanir sínar
áður en af stað er farið. Ekki að berja
sér á brjóst og hreykja sér af eigin
verkum. Lífshlaup móður minnar
stóð í rúm 79 ár. Hún lifði eiginmenn
sína tvo þá Charles Danielsen, d.
1951, og Guðmund Ísfjörð Bjarnason,
d. 1986. Systkini hennar tíu talsins
eru öll fallin frá og hið sama er að
segja um stóran hóp vina og kunn-
ingja sem hún hafði eignast í lífinu.
Heilsa móður okkar var allgóð þar til
fyrir um sex árum er hún kenndi þess
sjúkdóms sem reglulega lét af sér vita
þar til yfir lauk. Hún reyndi með að-
stoð okkar systkinanna að dveljast á
heimili sínu í Skálagerði 11 svo lengi
sem auðið varð en fyrir réttu ári fékk
hún vistun á öldrunarstofnun en í
huganum bar hún alltaf í brjósti sér
þá von að geta farið heim aftur. Sein-
ustu tvö árin hafa verið mömmu erfið
einkum vegna þess að þróttur hennar
var orðin lítill undir það síðasta.
Minning mín um móður mína verð-
ur fyrst og fremst minning um per-
sónu sem alltaf var boðin og búin að
hjálpa öðrum, sama þótt efni og að-
stæður til þeirra verka væru ekki allt-
af sem best. Mér er ofarlega í huga
hversu umhugað henni var um að
systkinum hennar liði sem best í þeim
veikindum sem þau áttu í seinustu ár
ævi sinnar. Hið sama er að segja um
fjölmarga nágranna hennar og vini
sem nutu aðhlynningar hennar á
margvíslegan hátt.
Það hrannast upp í huganum marg-
ar minningar frá þeim árum sem
maður hefur notið samvistar með þér,
mamma. Mér er efst í huga að þessar
minningar hjálpi mér áfram í lífinu.
Hjálpi mér að sigla fram hjá þeim
skerjum sem á veginum verða. Hjálpi
mér til þess að miðla áfram því vega-
nesti sem þú bjóst þín börn út með.
Þannig verður minningin mín um þig,
elsku mamma.
Sigurþór Charles Guðmundsson.
Í dag kveð ég móður mína Her-
maníu Kristínu Þórarinsdóttur eða
Hemmu eins og hún var oftast kölluð.
Mamma fæddist á Ögri við Ísafjarð-
ardjúp 24. nóvember 1926. Hún átti
níu systkini sem öll eru látin. Faðir
mömmu var útgerðarmaður og móðir
hennar húsfreyja.
Eftir að mamma fluttist til Reykja-
víkur kynntist hún seinni manni sín-
um, Guðmundi föður mínum. Hún
vann á saumastofu hjá honum í mörg
ár. Seinna var saumastofunni breytt í
búð sem sérhæfði sig í kápum og hét
Pandora.
Mamma helgaði sig uppeldi okkar
systkinanna og fór ekki að vinna í
búðinni fyrr en við vorum orðin stór.
Hún kenndi okkur lífsins reglur og bý
ég að því í dag.
Mamma var mikil hannyrðakona
og saumaði á okkur mikið af fötum og
seinna á barnabörnin. Á sínum yngri
árum hafði hún mikið dálæti á ferða-
lögum til annarra landa þar sem sólin
skein.
Þegar ég var lítill var oft farið í
sunnudagsbíltúr með kaffi og nesti
upp í Heiðmörk, já, það þótti langt í
þá daga. Eftir að pabbi dó var versl-
unin seld og mamma fór að vinna á
saumastofu ríkisspítalanna. Þar vann
hún þangað til hún var komin á aldur.
Mamma var alltaf boðin og búin að
rétta hjálparhönd og létta undir með
fólki ef þannig stóð á. Síðustu árin var
hún farin að glíma við erfiðan sjúk-
dóm sem dró mikið úr krafti þessarar
duglegu konu. Síðasta árið sitt bjó
mamma á Dvalarheimilinu Grund og
naut hún þar ómetanlegrar umönn-
unar starfsfólksins á A-2.
Ég kveð mömmu með miklum
söknuði og þakklæti fyrir allt það sem
hún hefur kennt mér og vona að henni
líði vel í nýjum heimkynnum.
Megi Guð vera með þér, elsku
mamma.
Þinn sonur,
Þórarinn.
Í dag verður borin til hinstu hvílu
tengdamóðir mín, Kristín Þórarins-
dóttir.
Kristínu kynntist ég fyrir tæpum
fjörutíu árum þegar leiðir okkar And-
reu, eiginkonu minnar, lágu saman.
Nú þegar ég kveð þessa frábæru
konu með nokkrum fátæklegum orð-
um koma upp í hugann margar góðar
minningar.
Kristín lifði tímana tvenna og víst
er að margt hefur breyst á hennar
lífsleið. Hún naut ekki langrar skóla-
vistar frekar en títt var á hennar upp-
vaxtarárum, en nam vel það sem
henni var kennt eins og saumaskap,
enda var hún eftirsótt af konum sem
vildu láta sauma á sig dýrindis kjóla.
Kristín var einstaklega dagfars-
prúð kona, sem vildi ekki láta á sér
bera, róleg og einkar hlý í viðmóti,
með glettni í augum. Hún var ekki rík
kona, en vildi alltaf gefa. Hún mátti
aldrei neitt aumt sjá.
Barngóð var hún með eindæmum
sem ég merkti á því að sonur okkar,
Daníel, vildi alltaf fara hvort heldur
var í heimsókn eða í pössun til ömmu í
Skálagerði. Og hvað sjálfan mig
snertir fannst mér alltaf gott að koma
og fá pönnukökurnar hennar Krist-
ínar.
Mér eru sérstaklega minnisstæðar
tvær ferðir sem við hjónin fórum í
með henni og glöddu hana óskaplega
mikið. Önnur var á ættarmót í Ög-
urnesi, þar sem hún fæddist, en þar
fræddi hún okkur um bernskuár sín.
Hin var til Færeyja, þar sem hún hitti
allt tengdafólk sitt frá fyrra hjóna-
bandi.
Ef allir væru eins og Kristín var liti
heimurinn öðruvísi út en hann gerir í
dag.
Ég vil þakka Kristínu fyrir frábæra
samfylgd og allar þær góðu minning-
ar, sem lifa með mér, og óska henni
guðs blessunar.
Páll Ragnarsson.
Já, hún amma mín Kristín hafði
alltaf gaman af því þegar við komum í
heimsókn til hennar. Ég man eftir því
að hún var oftast búin að baka pönnu-
kökur eða heitar lummur þegar við
Kristín systir mín komum í heimsókn
og var líka búin að skella „Heidi“ eða
Heiðu í tækið fyrir okkur til að horfa
á. Þótt ég hafi aðeins þekkt hana í
stuttan tíma vissi ég samt að hún
hugsaði meira um aðra en sjálfa sig
og hafði gaman af því að láta okkur
líða sem best þegar við komum í
heimsókn til hennar upp í Skálagerði.
Hún amma hafði líka gaman af að
horfa á myndina „The Sound of Mu-
sic“ og það lætur mér líða vel að sein-
ustu stundir hennar í lífinu var hún að
horfa á hana. En núna mun alltaf
verða þetta sérstaka tóm í sunnu-
dagsbíltúrnum því að við munum ekki
fara til hennar og sjá brosið á vörum
hennar þegar við komum.
Englanna skarinn skær
skínandi sé mér nær,
svo vil ég glaður sofna nú,
sætt í nafni Jesú.
(G. J.)
Þinn sonarsonur
Elmar.
HERMANÍA KRISTÍN
ÞÓRARINSDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Suðurtúni 3,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðju-
daginn 25. júlí kl. 14.00.
Ólafur Marteinsson, Margrét Jóna Guðjónsdóttir,
Anna Kristín Marteinsdóttir, Goði Sveinsson,
Þorsteinn Marteinsson, Maríanna Einarsdóttir,
Bryndís Marteinsdóttir, Indriði Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
BRAGI EINARSSON
fyrrv. garðyrkjumaður
og forstjóri,
Krókabyggð 1,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn í Dómkirkjunni miðvikudaginn
26. júlí kl. 15.00.
Karen Mellk og fjölskylda.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSLAUG JÓNÍNA EINARSDÓTTIR,
Goðabyggð 2,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 26. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar-
stofnanir.
Haraldur Helgason,
Inga Ólafía Haraldsdóttir, Jón Gunnar Gunnlaugsson,
Helga Stefanía Haraldsdóttir, Kjartan Kolbeinsson,
Bergljót Ása Haraldsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Minningar-
greinar
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA KRISTINSDÓTTIR,
Stekkjargötu 27,
Njarðvík,
lézt föstudaginn 21. júlí.
Björn Stefánsson,
Stefán Björnsson, Anna Steina Þorsteinsdóttir,
Kristinn Björnsson,
Erna Björnsdóttir, Hjörtur Sigurðsson,
Guðný Björnsdóttir, Grétar Grétarsson,
Höskuldur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.