Morgunblaðið - 24.07.2006, Side 28
28 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Skrifstofustarf í boði
Verktakafyrirtækið AFREK er að stækka og
vantar fjölhæfan starfskraft til skrifstofuvinnu
hálfan daginn. Sveigjanlegur vinnutími.
Hæfniskröfur: Jákvæðni, góð tölvukunnátta
og almenn bókhaldsþekking. Ágætis laun í
boði fyrir góðan starfskraft. Hafirðu áhuga,
hafðu þá samband við Trausta Bjarnason í
síma 894 7287 eða á afrek@simnet.is.
Húsnæði óskast
500—700 fm
húseign óskast
Óskum eftir 500-700 fm húseign nærri mið-
borginni sem hentar vel fyrir félagasamtök.
Nánari upplýsingar veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.,
Óðinsgötu, sími: 570 4500.
Tilboð/Útboð
!"
#$%% & '
&& ( "
) " (*+
%$)) )* ,
% -(*
.*(
%& & *&
& *&
% -(*
0 * $** )**& 1 * *" ( $ *( * %%() )* *
)( * " #"2
!
%%()
)
(
(
*
("(
3 " %,
%4 * " " )) ! (--,! $
() * # )(
( (
) )'), $**" " 5
), #
* ,),
% -(* '"
" 6 .),(" $**"&
%&
& *&
% -(*
0 * $** )**& 7 "
" ),((*+
)*( .*(& % -(*
" " (
829 "
"2 " $ (*" :*
$**"&
1 *) * !" $ " 9 '"(2 "*
. + 2 (%
$**"
*())0 * %
%& ; %)(
'
( " # )(
6 ))(
!
%&
& *&
% -(*
0 * $** )**& 7 "
" ),((*+
)*( .*(& 1 *) ( )* * ! <
(),
* " :*
$**"2 !
)* )* " %%(), * $ (*"
)*0
*
) "
$**" ))& % -(*
0
" " %
&& "( " %%(),& = && * ) $
% )*( * $ )*( " * ))
* )("
$)*( !"
.()( *) "
"# $ %
$
%&
& *&
% -(*
0 * $** )**& % -(*
0
" " **( )$
*
$ (*" $**"2 %
)'), 5
) (
" $**" ))& 1 *) * !" $
'"0
( ! 8 "( )," $**"
> +
0 * . *)0
'
2 (% )) " $
() * # )(
(&
?)* ), .*( "
+)
# )(
(
0
2
2 & "2 !
9& ' * "
&
!*'
2
" #
#
% * %$))
> #
* * " # (*
, & 1 .*() ( )) *
!
"(
(), /
&
@(*
,
%((
% * *
% -(0
*
0 * $** )*)),
*
" ) 9&
-&
& :
!
%% * (*
, " (*0
+
.*( ))) #
))
#$%%( & '
2
% -(*
('
AAA&
&
Raðauglýsingar
✝ SæmundurBjörnsson fædd-
ist í Hólum í Reyk-
hólasveit 28. mars
1912 og ólst þar upp.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 16.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Björn Björns-
son járnsmiður og
bóndi og Ástríður S.
Brandsdóttir. Sæ-
mundur var yngstur
tíu systkina sem
komust til fullorðins-
ára (fjögur dóu ung). Hin eru: Björn
Ágúst, f. 1892, d. 1972; Anna Krist-
ín, f. 1894, d. 1990; Valgerður, f.
1895, d. 1989; Ingibjörg María, f.
1897, d. 1955; Finnbogi, f. 1898, d.
1978; Daníelína Gróa, f. 1899, d.
1989; Guðrún Messíana, f. 1901, d.
1972; Ragnheiður, f. 1903, d. 1991;
Anna Kristín, f. 1908, d. 1993.
Sæmundur kvæntist 29. maí 1939
Magdalenu S. Brynjúlfsdóttur frá
Hvalgröfum á Skarðsströnd í Dala-
sýslu, f. 17.11. 1914. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Rvík.
29. nóv. 2002. Börn þeirra eru: 1)
Brynjúlfur, f. 3.4. 1941, framhalds-
skólakennari, kvæntur Hrafnhildi
Sæmundur stundaði nám við
Núpsskóla í Dýrafirði árin 1930–
1932 og lauk búfræðingsprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri 1935.
Aðra menntun sótti hann í bréfa-
skóla og á námskeiðum, lærði t.d.
bókband og meðferð dráttarvéla.
Var bóndi tæpan áratug og vann
síðan lengi við Tilraunastöð land-
búnaðarins á Reykhólum, auk þess
sem hann hafði umsjón með fram-
kvæmdum Landnáms ríkisins. Á
Reykhólum reisti hann „Sæmund-
arhús“ 1950 þar sem fjölskyldan bjó
næsta áratuginn og þar ráku þau
hjónin verslun með bækur, vefnað-
arvöru og smávöru. Sæmundur tók
að sér ýmis félags- og trúnaðarstörf
á Reykhólum, hafði m.a. umsjón
með kirkjubyggingu og héraðs-
bókasafni.
Árið 1960 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Þar vann Sæmundur
ýmis verslunarstörf, lengst hjá Al-
menna bókafélaginu 1966–1981.
Hann fékkst mikið við ættfræði og
var frumhöfundur Tröllatungu-
ættar, fjögurra binda niðjatals
Hjálmars Þorsteinssonar prests í
Tröllatungu og konu hans Mar-
grétar Jónsdóttur. Einnig batt
hann inn bækur og var góður hag-
yrðingur. Æviminningar hefur
hann skráð bæði í bundnu og
óbundnu máli handa afkomendum
sínum.
Sæmundur verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Sigurðardóttur leik-
skólafulltrúa. Þeirra
börn eru: a) Ólöf, f.
1971, eiginmaður
hennar er Axel G.
Tandberg og eiga þau
einn son, Thor August
Gudbrand; b) Ragnar
f. 1974. 2) Björn, f.
15.7. 1944, d. 18.2.
2000, bifreiðarstjóri,
kvæntist Margreti
Skúladóttur. Þau
skildu. Dætur þeirra
eru: a) Kristbjörg, f.
1966, sem á tvær dæt-
ur: Stephanie og Katrinu; b)
Magdalena Berglind, f. 1971, gift
Auðuni Steini Sigurðssyni og eiga
þau þrjú börn: Kristófer Skúla,
Margreti Rún og Jóhönnu Björk.
Björn var í nokkur ár í sambúð með
Guðnýju Guðjónsdóttur, sonur
þeirra er: c) Sæmundur, f. 1977.
Björn var síðar í sambúð með Ingi-
gerði Sigurgeirsdóttur. Sonur
þeirra er: d) Sigurgeir Jóhannes, f.
1981. 3) Ásta Ásdís, f. 7.5. 1951, sér-
kennari, gift Magnúsi Björnssyni
rafiðnfræðingi. Börn þeirra eru: a)
Brynja Björk, f. 1976, unnusti henn-
ar er Hlynur Stefánsson; b) Eyrún,
f. 1979, og c) Ásdís, f. 1989.
Þegar við kveðjum afa Sæmund er
þakklæti efst í huga. Sem börn litum
við líklega á ömmu Lenu heitna og afa
Sæmund sem nokkurs konar fastar
stærðir. Amma og afi voru til staðar
og ekkert var sjálfsagðara. Þegar við
eldumst verða amma og afi að per-
sónum sem við kynnumst eins og öðru
fólki í kringum okkur. Það voru for-
réttindi að fá að kynnast afa Sæmundi
og fyrir þau kynni viljum við þakka.
Afi eyddi síðustu árunum í lítilli
kytru á Hrafnistu í Reykjavík. Hon-
um fannst reyndar herbergið alveg
nógu stórt, skildi til dæmis ekki
bruðlið í nýrri byggingum við Hrafn-
istu þar sem herbergin voru talsvert
stærri. Hann hafði ekkert við meira
að gera.
Nægjusemin hefur eflaust komið
með móðurmjólkinni, enda afi alinn
upp við kröpp kjör. Hann henti engu
og taldi flesta hluti nýtilega. Þótt
nýtni sé jafnan talin kostur þá fannst
okkur söfnunaráráttan oft ansi fynd-
in. En nú ylja okkur minningar um
bátagerð úr gömlum kaffipökkum og
símaskráasafnið sem áður prýddi
herbergið hans afa í Álfheimunum. Í
litlu grænu kommóðunni má meira að
segja finna eldspýtustokka sem eru
eldri en við allar til samans.
Afi fylgdist vel með stjórnmálum
og var vel með á nótunum fram á síð-
ustu stund. Hann talaði reyndar sjálf-
ur um að hann væri farinn að gleyma,
en við sem hlustuðum á frásagnir afa
af liðnum atburðum með nákvæmum
dagsetningum, veðurlýsingum, nöfn-
um, ættfræðiupplýsingum og fleiri
smáatriðum vitum vel að minnið brást
afa Sæmundi sjaldan. Oft fylgdu vísur
frásögnunum og þá að sjálfsögðu
einnig hver orti og af hvaða tilefni.
Afa Sæmundi þóttu ráðamenn mis-
vitrir og hann tók hlutverk sitt sem
kjósanda alvarlega. Til marks um það
skipti afi um gír um nírætt og hætti að
styðja Framsókn, flokk sem hann
hafði stutt alla tíð. Verndun hálend-
isins var honum hjartfólgin, rétt eins
og verndun tungunnar.
Sjaldan fór það svo þegar komið
var í heimsókn að afi minntist ekki á
íslenskt mál og kvartaði undan slæmu
málfari, einkum í fjölmiðlum. Ein-
hverju sinni var hann búinn að telja
hversu mörg „hérna“ einhver út-
varpsmaðurinn náði að setja inn í
stutt spjall. Þetta þótti honum full-
komlega óþolandi og gat eytt miklum
tíma í að ræða. Afi hafði oft aðra sýn á
hlutina, til dæmis talaði hann um
hversu undarlegt væri að hlusta á út-
varpið á morgnana þegar „starfsfólk
talar saman“. Það þótti honum ekki
góð fjölmiðlun.
Okkur hætti auðvitað til að kinka
bara kolli og hlusta kannski ekkert
sérlega vel á þessar ábendingar. En
við vonum auðvitað núna að mál-
vendnin hafi síast inn, þó við höfum
ekki lengur afa til að minna okkur á
að snuðra og snurða er ekki sama orð-
ið.
Afi var húmoristi. Hann var einn af
þessum mönnum sem nægir ein setn-
ing til að koma lúmskri sneið að. Oft
kom þetta líka fram í vísunum hans.
Kannski þurfa hagyrðingar ekki
langt mál til að koma skilaboðum á
framfæri, enda reyndir í að setja hlut-
ina fram á knappan hátt.
Nú þegar afi er farinn og við þökk-
um honum fyrir samfylgdina rifjum
við upp allar samverustundirnar. Afa
leið ekki vel í fjölmenni, þótti of mikill
hávaði, en kunni að meta heimsóknir
og leiddist aldrei að spjalla. Þótt
stundum fyndist okkur viðhorfin
gamaldags þá leyndi afi oft á sér.
Hann safnaði til dæmis skeggi fyrir
örfáum árum og sagði ástæðuna þá að
hann hefði aldrei prófað það fyrr.
Hann langaði að gera eitthvað nýtt.
Nú tekur við nýtt skeið hjá okkur.
Afi er farinn til ömmu. Þótt við höfum
ekki alveg verið tilbúnar að sleppa
honum var hann sjálfur tilbúinn að
fara og hann hlakkaði til að komast í
næsta líf, sem hann trúði að biði hans.
Ef við kvöddum afa með kveðjunni
„sjáumst“ að lokinni heimsókn hafði
hann stundum á orði að hann vissi nú
ekkert um það. Það væri alls ekki víst
að við sæjumst aftur. Og við sjáumst
ekki aftur í þessu lífi, en vonandi í því
næsta.
Eyrún, Brynja Björk og
Ásdís Magnúsdætur.
Ættfræði er það fyrsta sem mér
dettur í hug þegar ég hugsa um afa
Sæmund. Afi var alltaf að grúska í
ættfræði. Reyndar gerði hann meira
en að grúska því hann var aðalhöf-
undur Tröllatunguættarinnar sem
kom út árið 1991.
Afi hafði mikið dálæti á bókum og
kenndi hann mér hvernig rétt er að
fletta og almenna umgengni við bæk-
ur. Kannski hann hafi minnst þess
hvernig ég gekk um bækurnar hans
sem skríðandi ungbarn. Þá skemmti
ég mér við að aflaga bækurnar en
þeim hafði samviskusamlega verið
raðað upp fremst í hillunum. Afa var
víst ekki jafn skemmt.
Herbergið hans afa í Álfheimunum
var afar dularfullt og sem barn mátti
ég ekki fara þangað inn án leyfis.
Heill veggur af bókum, hilla full af
gömlum símaskrám, skrifborðið gam-
alt og hlaðið pappírum og ávallt var
stækkunargler við höndina. Ég man
að ég hélt á tímabili að afi væri leyni-
lögreglumaður af því hann átti svo
flott stækkunargler.
Afi var mikill göngugarpur og fór
allra sinna ferða gangandi eða með
strætó. Ég man alltaf eftir því hvað
það var erfitt fyrir stutta fætur að
halda í við hann þegar við vorum að
fara eitthvað, hann var svo hávaxinn
og tók svo stór skref.
Afi átti mjög gott kúlubretti sem
hann notaði til að hlýja sér á fótunum,
þá sat hann og nuddaði iljunum eftir
kúlunum. Ef maður sneri brettinu við
varð það að fínasta farartæki fyrir
barbídúkkur og annað dót, maður
varð bara að gæta þess að skila því á
sinn stað aftur því afi notaði það
reglulega og vildi hafa sína hluti á vís-
um stað.
Eftir að afi flutti á Hrafnistu þótti
honum gott ef gestir komu í heimsókn
um kaffileytið því þá gat hann boðið
þeim með sér í kaffi niðri í mötuneyt-
inu. Ég fann að afa leið vel á Hrafn-
istu, hann átti þar góða vini og hafði í
nógu að snúast þrátt fyrir háan aldur.
Það verður skrítið að fara ekki oftar
þangað í borgarferðum, til að spjalla
við afa um daginn og veginn og segja
honum fréttir af mér og mínum en
hann fylgdist vel með fram á síðasta
dag.
Afi mun lifa lengi í minningum mín-
um.
Magdalena Berglind (Linda).
SÆMUNDUR
BJÖRNSSON
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning