Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 31 DAGBÓK Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur í sumarstaðið fyrir fræðsludagskrá á fimmtu-dögum þar sem fræðimenn segja frárannsóknum sínum tengdum bók- menntum og sögu staðarins. Fimmtudaginn 27. júlí flytur Helga Kress bókmenntafræðiprófessor fyrirlestur og leiðir gesti á sögugöngu undir yf- irskriftinni Karnival á Þingvöllum: „Ég mun segja gestum frá lýsingum á alþingi í Íslendingsögum, en þær eru mjög karnivalskar og sverja sig því meir í ætt við skáldskap en sagn- fræði. Reyndar er vafasamt að í þeim sé nokkur önnur sagnfræði en yfirleitt má finna í bók- menntum, þótt það hafi hingað til verið hin op- inbera söguskoðun,“ segir Helga. „En ekki verða þær verri fyrir það: bara betri, merkingarþrungn- ari og meiri listaverk.“ Helga sækir hugtakið „karnival“ í smiðju rúss- neska fræðimannsins Mikhail Bakthin: „Hann hef- ur í ýmsum ritum sínum um menningu og bók- menntir miðalda skilgreint karnival sem sviðsetningu, munnsöfnuð og myndmál sem riðlar kerfum og snýr opinberri menningu samfélagsins á haus. Við þetta bæti ég kvenna- og kynjafræði- legu sjónarhorni, en á það var Bakhtin blindur,“ útskýrir Helga. „Í karnivali ægir öllu saman: hátt verður lágt, andlegt verður líkamlegt, upp verður niður, líkamar sundrast, hausar fjúka og bygg- ingar falla. Mikið er um ýkjur og alls kyns hávaða og læti, múgur og margmenni, limlestingar, bar- dagar, hamskipti, kynskipti og gervi. Vinsælar sviðsetningar eru: samkoman, markaðstorgið, skrúðgangan, hátíðin, borðhaldið, veislan, upp- skeran, kvennafarið og aftakan. Ýkjurnar eru svo miklar að þetta verður fyndið, en skv. Bakthin er hláturinn sá samnefnari sem öll atriði karnivalsins ganga upp í. Á hinn bóginn má segja að markmið karnivalsins sé í sjálfu sér pólitískt þar sem karni- valið miðar að því að draga niður vald.“ Helga segir kenningar Bakthins falla vel að lýs- ingum Íslendingasagna: „Alþingi á Þingvöllum er miðstöð karnivalskra lýsinga í Íslendingasögum, og gegnir staðurinn um leið hlutverki markaðs- torgs. Þar safnast, bókstaflega, þjóðin á einn punkt einu sinni á ári um hásumarið, og gengur mikið á. Yfirvöldin, karlhetjurnar, ráða ekki neitt við neitt, lagasetningar og málaferli leysast upp í kvennafar og kvennakaup, mútur og fégræðgi, munnsöfnuð og níð og bardaga með tilheyrandi limlestingum.“ Fyrirlestur og ganga Helgu verður sem fyrr segir fimmtudaginn 27. júlí, og hefst kl. 20 við fræðslumiðstöð Þingvalla. „Þær fimmtudags- göngur sem ég hef sótt hafa bæði verið skemmti- legar og fræðandi og mjög vel sóttar. Gangan er ekki erfið: rölt er um Almannagjá og vellina, staldrað við kennileiti og spjallað,“ segir Helga. Þátttaka í göngunni er ókeypis og eru allir vel- komnir. Nánari upplýsingar um Þingvelli og fjölbreytta dagskrá þjóðgarðsins í sumar má finna á slóðinni www.thingvellir.is. Saga | Helga Kress leiðir gesti á sögugöngu um þjóðgarðinn fimmtudaginn 27. júlí Karnival á Þingvöllum  Helga Kress er pró- fessor í bókmennta- fræði við Háskóla Ís- lands. Megin rannsókn- arsvið hennar er íslensk bókmenntasaga að fornu og nýju og hefur hún skrifað fjölda rita og greina um það efni frá kvennafræðilegu sjón- arhorni. Má þar nefna bækurnar Máttugar meyjar – Íslensk fornbókmenntasaga (1993) og greinasafnið Fyrir dyrum fóstru (1996) en í þeim er m.a. fjallað um samband karnivals og kynferðis í Íslendingasögum. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 24. júlí, ersextugur Stefán Ásgrímsson, blaðamaður og ritstjóri hjá FÍB. Hann hélt upp á afmælið á föstudag, laug- ardag og sunnudag og verður heima í dag að jafna sig eftir átökin. Engin ágiskun. Norður ♠K106 ♥ÁG76 N/Allir ♦6542 ♣ÁK Vestur Austur ♠G753 ♠D92 ♥4 ♥D32 ♦ÁK109 ♦G73 ♣7643 ♣D982 Suður ♠Á84 ♥K10985 ♦D8 ♣G105 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur tekur tvo slagi á ÁK í tígli og spilar þriðja tíglinum, sem suður trompar. Sagnhafi sér fram á líklegan tapslag á spaða og verður því helst að finna hjartadrottninguna. Hvernig á að spila trompinu? Það er einfalt ef maður sér allar hendur, en tæknilega er best að toppa svona liti þar sem drottning er fjórða úti. Og þá er spilið tapað. En spurningin var afvegaleiðandi – það á alls ekki að fara strax í tromp- ið. Þess í stað er best að toppa svörtu litina, stinga lauf og spila fjórða tígl- inum úr borði. Þegar austur hendir í slaginn, getur suður trompað smátt og sent vörnina inn á spaða. Þá eru þrjú hjörtu eftir á báðum höndum: ÁG7 í borði og K109 heima. Og hjartadrottningin mun skila sér fyr- irhafnarlaust. Ef austur hefði fylgt lit í fjórða tíg- ulinn, hefði sagnhafi hent spaða heima og reynt svo að giska á hjartaí- ferðina. En í þessari stöðu þarf enga ágiskun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Rge2 c5 7. d5 e6 8. Rg3 exd5 9. cxd5 h5 10. Bg5 Db6 11. Dd2 Rh7 12. Bh4 f6 13. Rge2 Rd7 14. Bf2 Re5 15. Rf4 Bh6 16. Be3 f5 17. Be2 fxe4 18. Rxe4 Bf5 19. Re6 Bxe3 20. Dxe3 Bxe6 21. dxe6 Db4+ 22. Dc3 Dxc3+ 23. bxc3 Hae8 24. 0-0-0 Hxe6 25. Rxd6 b6 26. Bb5 Kg7 27. Hhe1 h4 28. He4 h3 29. f4 Staðan kom upp á hollenska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Hilversum. Stórmeist- arinn Friso Nijboer (2.584) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Jeroen Bosch (2.465). 29. … Hxd6! 30. Hxd6 hvítur hefði einnig verið með tapað eftir aðra leiki vegna hins sterka frípeðs á g-línunni. 30. … hxg2 31. Hd1 Rf3 32. He7+ Hf7 33. Hxf7+ Kxf7 34. Bc6 g1=D 35. Hxg1 Rxg1 svartur hefur nú tvo riddara gegn biskupi hvíts og inn- byrti hann því vinninginn örugg- lega. 36. Kd2 Rh3 37. Ke3 g5 38. fxg5 R3xg5 39. h4 Re6 40. Ke4 Rf6+ 41. Ke5 Ke7 42. Bf3 Rc7 43. c4 Rd7+ 44. Kf5 Re6 45. Bd1 Rd4+ 46. Ke4 Ke6 47. Bg4+ Kd6 48. Bd1 Re5 49. h5 Ke6 50. Kf4 Rxc4 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Bílprófsaldur EF aldurstakmörk til bílprófs verða hækkuð um eitt ár, þ.e.a.s. ef ald- urinn verður hækkaður úr 17 ára til 18, þá get ég lofað að slysum hjá ungu fólki mun ekki fækka. Slysa- tíðnin mun reyndar ekki aukast ef aldur til bílprófs verður hækkaður. En aldurinn er ekki vandamálið, reyndar ekki göturnar heldur. Vegirnir á Íslandi eru fínir, kannski ekki fullkomnir en því miður er enn mikið af malarvegum. Ég meina, fólk verður ekkert betri bíl- stjórar þótt aldurinn til bílprófs verði hækkaður, heldur er það æfingin sem gerir mann betri. En auðvitað ætti ekki að lækka aldurinn niður í 16 ár, því það væri bara rugl. En hvað með æfinguna? Hún er það mikilvægasta sem þarf til að verða góður bílstjóri og finnst mér mikið vanta upp á hana. Göturnar henta ekki alltaf undir svona æfingu. Í staðinn þyrfti að koma upp svæði þar sem nemar gætu lært og myndu líka finna fyrir meira öryggi á lokaðri braut og gæti því lært vel á bílinn og að aka honum, síðar væri hægt að fara út á göturnar. Svo vantar líka að kenna þeim að sýna ábyrgð og hversu hættulegt það sé að keyra, t.d. yfir hraðatakmörkum og undir áhrifum áfengis og vímuefna en mörg af þessum slysum eiga sér stað vegna þessa. En munið, þótt þið séuð góðir bíl- stjórar og hugsið „iss, ég er svo góð- ur, það kemur ekkert fyrir mig“ þá gæti ökumaður bílsins sem kemur á móti ekki verið eins góður bílstjóri. Förum öll varlega í umferðinni þá gengur allt svo miklu betur. OBB, ökunemi. Vantar ljósmynd MIG vantar ljósmynd af hálfsystur móður minnar, Elísabetar Jóns- dóttur. Hún hét Guðrún. Var sam- feðra móður minni, dóttir Jóns bónda og alþingmanns Þórðarsonar frá Ey- vindarmúla í Fljótshlíð. Hann brá við hana heiti sínu. Hún tregaði hann sárt. Ég á í fórum mínum fjölda bréfa er fóru milli ættingja og vina Guð- rúnar. Þau lýsa ævilöngum söknuði og trúfesti. Á einhver lesandi Morgunblaðsins ljósmynd af Guðrúnu? Hún dó í Lin- coln, Nebraska, á tíræðisaldri. Bróð- urdóttir hennar var Þuríður kennslu- kona, en frændur hennar ættleiddir, Philip Green og frændfólk hans. Pétur Pétursson, þulur. Tímamót í sögu Laug- arvatnsskólans 1946 Í maí sl. (2006) voru 60 ár liðin frá fyrsta starfsári 3. bekkjar skólans. Það voru því söguleg tímamót í starf- semi skólans, þegar fyrstu nemend- urnir luku prófi í bekknum þetta vor. Alls voru þeir 21. Tímamótin voru ekki síst söguleg vegna þess, að með stofnun gagn- fræða- og landsprófsdeildarinnar var hafin barátta fyrir áframhaldandi kennslu á menntaskólastigi án heim- ildar yfirvalda! Baráttan á bak við þróun skólans næstu ár er með ólík- indum. Ótrauður og ákveðinn heldur Bjarni Bjarnason áfram með sam- stíga skólanefnd og velviljaða þing- mennkjördæmisinsá bak við sig. Að- eins fáir tóku landspróf í þessum fyrsta 3. bekk skólans, en fjölgaði þeim mun meira næstu skólaár og svo áfram. Strax haustið 1947 er stofnað til 4. bekkjar, sem jafngilti 1. bekk menntaskóla. Þannig hélt þróuniná- fram fram að stofnun sjálfstæðs menntaskóla á Laugarvatni hinn 12. apríl 1953. Þannig liðu aðeins 7 ár frá stofnun fyrstu gagnfræða-og lands- prófsdeildarinnar þar til mennta- skólinn er kominn á laggirnar. Á milli þessara atburða er mikil og merkileg saga, sem lesa má um í bókinni Laug- arvatnsskóli þrítugureftir Bjarna Bjarnason, skólastjóra. Nemendur í 3. bekk skólans 1945- 1946 voru eftirfarandi taldir í staf- rófsröð: Albert Jóhannson, Arn- grímur H. Guðjónsson, Ágúst Jó- hannsson (bróðir Alberts), Benedikt Sigvaldason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Magnússon, Guðrún Hannesdóttir, Herdís Hervinsdóttir, Hreinn Helgason, Jóhann Þórð- arson, Jóhannes Kristjánsson, Jón- ína S. Bergmann, Kristján Sigfússon, Ólína Jónsdóttir, Óskar Jónsson, Sig- urður Pálsson, Skúli B. Jónasson, Tómas Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Þráinn Valdimarsson og Örn Guðmundsson. Sett á blað 19. júlí 2006. Guðmundur Magnússon. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Sætúni 4 ⁄ Sími 517 1500 ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. 40% Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Afsláttur af málningarvörum SUMARTILBOÐ Frítt blómaker fylgir ef þú verslar Woodex málningu eða viðarvörn fyrir 10.000.- kr. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569 1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.