Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 32
32 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Á skapandi og flæðandi tímabilum eins
og í dag virðast áætlanir hreinlega
hlægilegar. Láttu eftir duttlungum
sköpunargyðjunnar. Það er ótrúlegt
hversu hratt hugmyndir verða að veru-
leika ef þeim er fylgt eftir þegar í stað.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er undir áhrifum plánetunnar
Venusar og þess vegna þarf það sérstakt
umhverfi, aðstöðu og fólk í kringum sig
til þess að njóta sín til fullnustu. Heim-
urinn uppfyllir óskir þínar ef þú tjáir
þær skilmerkilega.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn kemst í aðstæður þar sem
hann er tilneyddur að gera það sem er
honum fyrir bestu. Það virðist bæði
skrýtið og eigingjarnt. Kannski er kom-
inn tími til. Himnarnir syngja ef þú gleð-
ur sjálfan þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fylgdu því sem þú skynjar sem mik-
ilvægt. Annars ertu að fylgja því sem
einhver annar telur þýðingarmikið og
þannig lendir þú á villigötum. Gakktu út
frá því að þú sért verðugur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þrá þín eftir því að vera hluti af fjöl-
skyldu er dregin fram í dagsljósið. Þú átt
gott með að leiðbeina og fræða yngri
kynslóðina um sögu þeirrar eldri. Þú ert
brú milli kynslóða og heima þegar upp
er staðið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það sem gerist er eins og atriði í kvik-
mynd. Þér líður eins og aukaleikara en
þú ert í rauninni stjarnan. Farðu með
setningarnar þínar af sannfæringu.
Augu allra hvíla á þér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Sá sem er fastur í sama farinu losnar
með því að rekast á þig. Það kostar ekki
mikla fyrirhöfn. Þín víðfræga samúð er
allt sem þarf.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Finndu orkustraumana. Þú ert nánast sá
eini sem verður var við þá. Aðra rekur í
rogastans án þess að þeir hafi hugmynd
um hvers vegna. Þú þarft að útskýra ým-
islegt seinna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er mesti aðdáandi dýra-
hringsins. Hann dáist að þeim sem
skapa fegurð, en gleymir því stundum að
hann er þess megnugur líka. Nú færðu
tækifæri. Vertu stórkostlegur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin uppgötvar nýjar aðferðir til
þess að ná sambandi við liðsmenn sína.
Þá langar sárlega til þess að eiga þátt í
því sem þú ert að gera en þarfnast leið-
sagnar. Vertu bara ráðrík, það tekur
enginn eftir því.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn hressir ástvini sína við með
einstakri hluttekningu. Það er ekki
skylda þín að láta öðrum líða betur, held-
ur ánægja þín. Sumir myndu segja að
það væri köllun.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Allir þurfa hvatningu endrum og sinnum
og nú er komið að þér. Sá sem hvetur þig
ekki áfram á eftir að skera sig úr. Ýttu á
„burt“ hnappinn. Þú finnir einhvern í
hans eða hennar stað.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Í kvöld er nýtt tungl í
ljóni. Gerðu konunglegar
ráðstafanir. Verið er að
uppfæra pakkaferðir um allan heim og
fyrr en varir verður ekkert pláss eftir á
fyrsta farrými nokkurs staðar. Ímynd-
aðu þér hvernig lífið væri ef þér fyndist
þú raunverulega eins og kóngur eða
drottning og láttu það svo verða að
veruleika.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 meyr, 4 grískur
bókstafur, 7 minnist á, 8
innheimta, 9 tjón, 11
nöldra, 13 lof, 14 þukla á,
15 auðmótuð, 17 geð, 20
spor, 22 árás, 23 bál, 24
ílátið, 25 gabba.
Lóðrétt | 1 háðsbros, 2
fóstrið, 3 hluta, 4 þref, 5
laumuspil, 6 stéttar, 10
hindra, 12 kraftur, 13
mann, 15 þræta, 16
huldumenn, 18 dásemd-
arverk, 19 tilbiðja, 20
veit margt, 21 úrkoma.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 útkjálkar, 8 pækil, 9 pokar, 10 kóp, 11 lands, 13
agnar, 15 falls, 18 strit, 21 kot, 22 lætur, 23 ólmir, 24
snakillur.
Lóðrétt: 2 tekin, 3 jálks, 4 loppa, 5 askan, 6 spil, 7 þrír,
12 díl, 14 get, 15 fólk, 16 látin, 17 skrök, 18 stóll, 19
rimmu, 20 tæra.
Myndlist
Anima gallerí | Múni – Árni Þór Árnason
og Maríó Múskat (Halldór Örn Ragn-
arsson). Á sýningunni, sem er þeirra fyrsta
einkasýning, eru málverk sem þeir hafa
unnið saman að síðan sumarið 2005. Sýn-
ingin stendur til 12. ágúst. Opið fim. fös. og
lau. kl. 13–17.
Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur
Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni mynd-
listarmanni) er þriðja sýningin í röðinni af
stjörnumerkjaportrettum unnin sem inn-
setning í rými. Sýningin stendur til 4.
ágúst.
Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey-
nomatic myndir, nærmyndir af náttúrunni,
einstakar ljósmyndir unnar á striga. Opið
frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð.
DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým-
isverk til 26. ágúst eða fram yfir menning-
arvöku. Opið virka daga og laugardaga kl.
14–18 í sumar.
Gallerí BOX | Þórarinn Blöndal, Finnur
Arnar og Jón Garðar með sýninguna „Far-
angur“. Á sýningunni getur að líta hugleið-
ingar um drauma, galdra, harðviðargólf,
eldhúsgólf og ástarævintýri. Til 27. júlí.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning um
diskó og pönk í samstarfi við Árbæjarsafn.
Myndir og munir frá árunum 1975–1985.
Til 31. júlí.
Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson
sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga.
Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin
blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og
með henni beinir Hafnarborg sjónum að
hrauninu í Hafnarfirði. Listamennirnir tólf
sem að sýningunni koma hafa allir sýnt
víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins
undanfarin ár. Til 28. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir
sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður
er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og
hafa verk hennar ætíð haft sterka skír-
skotun til landsins og til náttúrunnar. Sýn-
ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla
Íslands. Til 26. ágúst.
Handverk og hönnun | Á sumarsýningu er
til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur list-
iðnaður og nútímahönnun úr fjölbreyttu
hráefni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru
hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og
silfri. Sýningin stendur til 27. ágúst. Að-
gangur er ókeypis.
Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds-
dóttir sýnir handverk og málun í Menning-
arsal til 15. ágúst.
Jónas Viðar Gallerí | Snorri Ásmundsson
sýnir hjá Jónas Viðar gallerí að Kaup-
vangstræti 12, Akureyri. Snorri hefur kom-
ið víða við í listsköpun sinni og á að baki
sérkennilegan feril sem listamaður. Sýn-
ingin mun standa til 30. júlí.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning-
unni eru einstakt úrval næfistaverka í eigu
hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og
Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal lista-
manna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð
frá Dagverðará, Stórval og Kötu sauma-
konu. Til 31. júlí.
Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berja-
landi, Kjós með málverkasýningu. Opið í
sumar, alla daga kl. 12–20.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines.
Til 6. okt.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri
landslagslist frá upphafi 20. aldar og túlk-
un þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni
Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn á ensku
þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í júlí.
Kaffitár í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Op-
ið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Í samvinnu við Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safn-
búð og kaffistofa Kjarval – Kraftur heillar
þjóðar. Verk í eigu Landsbankans. Í tilefni
af 100 ára afmæli bankans. Til 30. júlí.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo-
uisa Matthíasdóttir. Umfangsmesta sýning
sem haldin hefur verið á verkum Louisu og
rekur allan hennar listamannsferil í sex
áratugi. Til 20. ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn
tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill
sýnir verk sem spannar sviðið frá tvívíðum
hlutum í skúlptúra og innsetningar. Í hópn-
um eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann
Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia
Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Til 31. júlí.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og
hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum
efnum. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn-
ing á listaverkum sem voru valin vegna út-
hlutunar listaverkaverðlaunanna Carnegie
Art Award árið 2006. Sýningin end-
urspeglar brot af því helsta í norrænni
samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir
íslenskir listamenn, meðal annars listmál-
arinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur
verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst.
Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síð-
astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna
gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir
og límir saman myndir sem hann hefur
sankað að sér úr prentmiðlum samtímans.
Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem
fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val
verkanna og hefðbundin listasöguleg við-
mið látin víkja fyrir samhljómi þeirra.
Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga
verk á sýningunni sem spannar tímabilið
frá aldamótunum 1900 til upphafs 21. ald-
arinnar. Til 17. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað á
mánudögum. Safnið og kaffistofan opin
alla aðra daga yfir sumarið kl. 14–17. Sýn-
ing á völdum skúlptúrum og portrettum
Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikar á þriðju-
dagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri
Norræna hússins til 27. ágúst. Ljósmyndir
frá Austur-Grænlandi eftir danska ljós-
myndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga
kl. 9–17. Laugardaga og sunnudaga kl. 12–
17.
Óðinshús | Dagrún Matthíasdóttir og Guð-
rún Vaka með sýningu til 30. júlí. Dagrún
og Guðrún Vaka útskrifuðust í vor frá
Myndlistaskólanum á Akureyri og sýna
hluta útskriftarverka sinna.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina
til 28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna
nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í
eigu Safns. Sýningin er opin mið–fös kl. 14–
18 og lau–sun kl. 14–17. Safn er staðsett á
Laugavegi 37. Aðgangur er ókeypis. Leið-
sögn á laugardögum. www.safn.is
Salfisksetur Íslands | Ari Svavarsson með
sýningu í Listsýningasal til 6. ágúst. Atli
nefnir sýninguna Tákn og leikur sér þar
með línur og form.
Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr-
anna Sigurðar Guðmundssonar og Krist-
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða