Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 34

Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 34
34 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON Stay Alive kl. 8 og 10 B.i. 16.ára. Stick It kl. 8 og 10 The Benchwarmers kl. 6 B.i. 10 ára Click kl. 6 B.i. 10 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3, 5 og 7 Ultraviolet kl. 4.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 9 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI BLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS eee L.I.B.Topp5.is Þegar Pink Floyd fór í tónleikaferðalagtil að fylgja eftir plötu sinni DivisionBell árið 1994 voru síðustu tónleik-arnir hljóðritaðir með útgáfu í huga. Ári síðar kom út tvöfaldi hljómdiskurinn Pulse (muniði eftir ljósinu blikkandi?) og einnig sam- nefnt tónleikamyndband en mynddiskatæknin átti þá enn eftir að ryðja sér rúms. Pulse inni- heldur tónleika frá Earls Court í Lundúnum, sem fram fóru 20. október 1994, en Floyd lék þar á fjórtán tónleikum í röð og lék m.a. Dark Side of the Moon í heild sinni. Gnótt af auka- efni prýðir þessa endurútgáfu, m.a. tónleika- flutningur á Dark Side of the Moon frá 1974. Mynd- og hljóðgæði hafa verið aukin með staf- rænni hreinsunarvinnu og er hljómur í 5.1. umhverfðu formi. Sérstök forsýning á efni hins nýútkomna mynddisks, sem er tvöfaldur, átti sér stað í kvikmyndahúsi í miðbæ Lundúna í þarsíðustu viku. Hún var sótt af áðurnefndum þremenn- ingum og í kjölfarið fór fram stuttur blaða- mannafundur. Öskrandi smástelpur Því meira sem ég nálgaðist Vue kvikmynda- húsið á Leicester Square ágerðist hávært stúlknaorg og ég var farinn að trúa að ég væri að misskilja eitthvað varðandi samsetningu aðdáendahóps Pink Floyd. Ég komst svo fljót- lega að ástæðum þessa, frumsýning á Sjóræn- ingjum Karíbahafsins var í fullum gangi í grenndinni og Johnny Depp var að spígspora um rauða dregilinn. Það var nokk undarlegt, að á meðan ég beið eftir að Floyd-meðlimirnir stilltu sér upp í ganginum fyrir ljósmyndarana, var Takk með Sigur Rós spiluð í bakgrunninum. Kannski EMI sé að finna einhvern samhljóm, og Sigur Rós sé hin nýja Floyd. Hönnun Storm Thorgerson, sem hefur unn- ið með Floyd um árabil, prýddi þennan sama gang. Meginstefið í henni eru tvö risastór augu á strönd. Áframhald á hinni óskiljanlegu „kits“ hönnun sem hefur einkennt síðustu verk Flo- yd. Þeir Gilmour, Mason og Wright árituðu all- ir augnalíkönin sem stóðu í ganginum. Tón- leikarnir sjálfir eru kraftmiklir og vel „skotnir“ af tökuliðinu. Að baki sveitarinnar má svo sjá skrýtin, stundum súrrealísk, mynd- skeið. Ég var hrifinn af sýrupoppi Floyd en varð fljótt leiður á þessari stóru tónlist þeirra á áttunda áratugnum. Ég varð býsna glaður er pönkið kom og skolaði þessu öllu burt; líkt og maður hefði farið í hressandi stólpípu. Þegar ég sá tónleikana í kvikmyndahúsinu, með frá- bærum hljómi og frábærri spilamennsku, fór ég hugsa til þess að Dark Side of the Moon er líkt og djúpstæð minning um þessa tíma. Ég sá að þeir félagar kinkuðu kolli í takt við framvindu laganna og sungu jafnvel með stundum. Þeir nutu sín greinilega. Eftir sýningu fór fram afslappaður blaða- mannafundur og voru þremenningarnir meðal annars spurðir hvort þeir hefðu átt einhvern þátt í myndrænum þætti útgáfunnar. Svarið var á þann veg að Storm hefði algerlega frjáls- ar hendur um hvað hann vildi gera. Þeir bættu því við að þeir hefðu reyndar spurt hann hvaða merkingu hönnunin ætti að hafa og hann hefði svarað því til að hann vissi það ekki sjálfur. Þeir hlógu hátt er þeir voru spurðir hvort Dark Side … eigi að tóna við kvikmyndina Galdrakarlinn frá Oz, kenning sem á sér furðu sterkt fylgi á meðal djúpt sokkinna Floyd-ara. Trymbillinn Nick Mason grínaði með það að The Wall færi afskaplega vel með kvikmynd- inni Dambusters. Endurtúlkanir Þeir sögðust hrifnir af endurtúlkunum á verkum sínum, eins og í tilfelli Dub side of the moon (þar sem reggítónlistarmenn spila Dark Side of the Moon) og plötunnar Rebuild the Wall, eftir kántrísveitina Luther Wright and the Wrongs. Þetta væri mun skemmtilegra og virðingarverðara en þegar svokallaðar heiðr- unarsveitin spila lögin nákvæmlega eins og þau eru, meira að segja með mistökum sem Pink Floyd gerðu á sínum tíma. Nick Mason sagði það þá bæði skemmtilegt og undarlegt að fylgjast með sjálfum sér spila og Gilmour tók undir þetta. „Maður er týndur í tónlistinni uppi á sviði en nú gat maður séð alla sýninguna, ljósin, myndskeiðin og allt heila klabbið.“ Rick Wright sagði einfaldlega: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé okkur og þetta er bara harla gott.“ Gilmour sagðist ekki hafa getað ráðið við sig, og hefði farið að syngja ósjálfrátt með. „Þessi tónlist er í blóðinu, alveg eins og þegar ég sé Eagles á tónleikum, þá syng ég með.“ Ég sá nú allt í einu fyrir mér kvöldstund þar sem allir myndu syngja með í Dark side of the Moon, líkt og gert hefur verið með Sound of Music og Rocky Horror. Spurningin er bara hverju fólk ætti að klæðast. Eftirminnileg framkoma Pink Floyd á Live8-tónleikunum kom sveitinni í kynni við nýja kynslóð hlustenda. Þótt það sé málum blandið hvort téðir tónleikar hafi haft einhver áhrif á alheimsviðskipti er víst að plötusala Pink Floyd beið síst hnekki í kjölfarið. Heilu atvinnugreinarnar hafa komið og farið, tækninni hefur fleygt fram með leifturhraða en Pink Floyd er enn að, dælandi út „nýju“ efni þrátt fyrir að meira en fjörutíu ár séu liðin síð- an sveitin kom fyrst saman fram . Þeir eru gangandi auglýsingaskilti fyrir hina kraftmiklu 6́8 kynslóð, hverrar meðlimir trúa því að þeir „vonandi deyja áður en þeir verða gamlir“ svo vitnað sé í Who slagarann. Svo má líta til þess að sextugur er maður miðaldra, eða svo sagði afmælisbarnið George Bush í sömu viku og sýningin var. Tónlist | Tónleikamyndbandið Pulse með Pink Floyd loksins komið út á mynddiski Sterkari púls Tónleikamyndbandið Pulse með Pink Floyd kom út á mynddiski fyrir stuttu en upprunalega kom það út 1995. Peter Bishop var viðstaddur blaðamannafund í Lundúnum á dögunum vegna þessa þar sem þeir David Gilmour, Nick Mason og Rick Wright sátu fyrir svörum. Tónleikar Pink Floyd hafa ávallt verið mikið augnakonfekt eins og sést á þessari mynd. Rick Wright, David Gilmour og Nick Mason fyrir framan augun tvö sem prýða umslag Pulse. Arnar Eggert Thoroddsen þýddi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.