Morgunblaðið - 24.07.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 37
TakTu afsTöðu.
Sýndi bæði
með
íSlenSku og
enSku taliKviKmyndir.is
DIGITal
Bíó
SaMBÍÓIN KRINGlUNNI
„sannkallað augnayndi og þrusugóð skemmtun í
þokkabót, einhver besta afþreying sumarsins“
Tommi kvikmyndir.is
súperman er sannarlega kominn aftur.
m.m.J. kvikmyndir.Com
frábær sumarmynd hlaðin spennu
og mögnuðum atriðum.
þ.þ. fréttablaðið
Vince Vaughn jennifer anisTon
meSta ofurmenni heimS hefur Snúið aftur. ofurmögnuð Stórmynd og SúperSkemmtun fyrir alla.
DIGITal
Bíó
SaMBÍÓIN KRINGlUNNI
SAmbíó ÁLFAbAKKA SAmbíó KRINGLUNNI
over the hedge M/- Ísl tal. kl. 2 - 4 - 6
over the hedge M/- ensku tal. kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10
superman kl. 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 B.i. 10.ára.
superman LUXUS vIP kl. 3:20 - 8
the break up kl. 8 - 8:15 - 10:20
bílar M/- Ísl tal. kl. 2 - 3 - 5:30
fast and the furious 3 kl. 10:30 B.i. 12.ára.
eeee
superman returns skapar sér sess meðal bestu
myndasögu-kvikmyndum sem gerðar hafa verið
V.J.V. Topp5.is
S.U.S. XFM 91,9
h.J. mbl.
eee
STaFRÆNa / DIGITal BÍÓIÐ Á ÍSlaNDI
over the hedge M/- Ísl tal. kl. 3 - 5 - 7 digital sýn.
over the hedge M/- ensku tal. kl. 3 - 5 - 7 - 9 digital sýn.
superman kl. 3 - 5:50 - 9 B.i. 10.ára. digital sýn.
the break up kl. 9
ára.
ára.
BELA er listamannsheiti Norðlendingsins
Baldvins Ringsted sem býr nú í Glasgow og
leggur stund á meistaranám í myndlist. Baldvin
hefur reynt sig við ýmislegt, bæði innan mynd-
listar og tónlistar, og fyrst kvað að honum í Ak-
ureyrarsveitinni Exit (sem á býsna skemmtilegt
lag á þriðju Snarlspólunni, sem út kom 1991).
Tónlistin á Hole and Corner er lágstemmd og
kassagítardrifin, „alveg þaulreynd formúla“,
eins og Baldvin orðar það í viðtali sem birtist
hér í síðustu viku. Með plötunni stígur hann inn
á svið sem hefur verið mikill umgangur um hin
síðustu ár hér á landi, einyrkjastarfsemi þar
sem tónlistin er berstrípuð og túlkunin einlæg
og nefna má til listamenn á borð við Helga Val,
Rúnar (fyrrum Náttfara), Láru, Heru, Sigga
Ármann og Þóri. Mig grunar stundum að plat-
an O með Damien Rice (gefin út 2003) hafi
kveikt þennan nakta neista í fólki á sínum tíma
en vaxandi áhugi á sveitarokki hefur líka spilað
inn í. Og sem betur fer hefur fjaðurvigtarmaður
á borð við Damien Rice ekki einokað þessa
bylgju, og títtnefndir aðilar á borð við Jeff
Buckley og Elliott Smith hafa haft sitt að segja,
og jafnvel jaðarbundnari náungar eins og Will
Oldham og Mark Kozelek (Red House Pain-
ters).
Tónlist Bela nikkar til alls þessa og meira til.
Andi hins sígilda er einnig yfir eins og hann
ræðir um í áðurnefndu viðtali; nema má ang-
urværð Crosby, Stills og Nash og einnig má
heyra í hinum bresku Nick Drake og John
Martyn.
Allri þessari nafnaupptalningu er ætlað að
staðsetja Bela, það er ekki svo að hér sé á ferð
hreinræktuð hermikrákuplata þó vissulega sé
hann ekki að finna upp hjólið heldur. Sýrustig
hinna íslensku einyrkja er mishátt eins og
gengur og má segja að Bela sé í góðu jafnvægi
á þeim kvarða þar sem hann fetar bæði að-
gengilegar, áhlýðilegar slóðir ásamt því að
bregða upp torráðnari, dekkri hliðum.
Platan opnar með , „Ticket for a train“,
„hljómsveitarlegu“ lagi, þar sem trommur,
bassi og orgel gera m.a. vart við sig. Lagið nær
því að vera hressilegt og melankólískt í einu,
eins þversagnakennt og það hljómar. Grípandi
smíð; dúnmjúkt og nokk hefðbundið popprokk í
millihröðum takti. Skipt er svo um gír í næsta
lagi, „Bled“. Ómögulegt er annað en að líta á
það sem hyllingu til Nick Drake, svo nauðalíkt
er það því sem sá mæti tónlistarmaður var að
gera á síðustu plötu sinni, Pink Moon.
Í þriðja laginu, „Stones“, má hins vegar finna
ágætt dæmi um stíl þann sem Bela vinnur hvað
mest með á plötunni. Rólyndis gítarballaða,
krydduð með kvenmannsrödd og stálgítar.
Haglega samin og falleg og sama má segja um
„Tune“, sem fylgir margnotuðum hljómagangi
en er lyft upp með gítarspili sem heyrist aftur-
ábak, ef mér heyrist rétt.
Ófrumleiki sá er einkennir plötuna pirrar
sjaldnast, helst að lög eins og „Time“ og
„Change“ séu fullflöt. Hæstu hæðum er hins
vegar náð með „Down“ og þá sérstaklega í „Je-
rome“, langbesta lagi plötunnar. Söngur Bela
þar er óvenju tilfinningaríkur og laglínan og
meðfylgjandi gítarspil tær snilld.
Rödd Baldvins eða Bela, er lágvær og hvísl-
andi, án skrúðs og látaláta. Henni hættir þó til
að vera full sérkennalaus. Það er visst
áreynsluleysi sem einkennir plötuna, maður
hefur á tilfinningunni að Baldvin hafi ákveðið
að skella í plötu, með kæruleysislegu „afþvíb-
ara“ hugarfari en ekki vegna einhverra óraun-
særra drauma um heimsfrægð. Þetta hefur
tvenns konar áhrif; bæði fleytir þetta afslapp-
aða viðhorf plötunni yfir meðallag og gefur
henni vissan sjarma en um leið fellir þetta hana
að vissu leyti. Og það sem helst vantar upp á,
er að Baldvin gefi meira af sjálfum sér, hin
troðna slóð er listavel fetuð en maður væri til í
að sjá meira af „honum“ og minna af „hinum“.
En allt í allt, prýðilegasti frumburður og vert
að fylgjast með næsta útspili.
Rólegur
í tíðinni
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Tónlist á Bela, en hann útsetur einnig, syngur, leikur á
gítar og fleira. Texta eiga Bela og Jóhann E. Aðstoð-
armenn Bela eru þau Þorgils Gíslason (bassi), Kristinn
Ólafsson (trommur), Arnar Tryggvason (píanó), Gunn-
laugur Lárusson (orgel, bakrödd), Aron Arnarsson (ba-
krödd, bjöllutromma, ásláttur), Gemma Hughes (ba-
krödd), Malcolm Cochrane (stálgítar), Hjálmar Stefán
Brynjólfsson (bassi, kontrabassi), Birgir Hilmarsson
(bakrödd, ásláttur), Marcus Mackay (hljóðgervill),
Pálmi Gunnarsson (bassi) og Árni Henriks (trommur).
Upptaka var í höndum Arons Arnarssonar og er hann
einnig meðupptökustjórnandi. Platan var hljóðblönduð
af Gunnlaugi Lárussyni og Sigurði Guðmundssyni og sáu
þeir jafnframt um eftirvinnslu. Say Dirty Records gefa
út.
Bela – Hole and Corner
Bela byggir á gömlum grunni.
Arnar Eggert Thoroddsen
Óvíst er hvaða stefnu erfða-deilur bandarísku fyr-
irsætunnar og leikkonunnar
Önnu Nicole Smith við ætt-
ingja fyrrum eiginmanns henn-
ar, olíukóngsins J. Howards
Marshalls II, taka en sonur
Marshalls, sem barðist gegn
því að Anna Nicole Smith fengi
arf eftir gamla manninn, lést
nýlega. Fjölskylda Marshalls
segist þó ætla að halda barátt-
unni áfram.
„Afstaða fjölskyldunnar til
þessa málareksturs hefur ekk-
ert breyst og við munum halda
honum áfram eins og Pierce
gerði, í minningu hans,“ segir í
skriflegri yfirlýsingu frá fjöl-
skyldunni, sem birtist í The
Dallas Morning News.
Pierce lést 20. júní, 67 ára að
aldri. Fjölskyldan segir að
banameinið hafi verið bráð sýk-
ing.
Smith, sem starfaði þá sem
nektardansmær, giftist J.
Howard Marshall árið 1994
þegar hann var 89 ára en hún
26 ára. Gamli maðurinn dó ári
síðar og í kjölfarið upphófust
miklar deilur um arf eftir hann
milli Smith og Pierce. Eru deil-
urnar enn óleystar en þær hafa
m.a. komið til kasta Hæsta-
réttar Bandaríkjanna.
Alríkisdómstóll í Kaliforníu
úrskurðaði á sínum tíma að
Smith ætti að fá 474 milljónir
dala í arf en þeim úrskurði var
síðar breytt af áfrýjunardóm-
stól. Í mars vann Smith mik-
ilvægan sigur þegar Hæstirétt-
ur Bandaríkjanna komst að
þeirri niðurstöðu að alrík-
isdómstólar gætu haft lögsögu í
málinu. Skipaði rétturinn áfrýj-
unardómstól að taka málið fyr-
ir.
Rusty Hardin, lögmaður
Marshall-fjölskyldunnar, segir
að dómstólum verði brátt til-
kynnt að Elaine Marshall,
ekkja Pierce, sé nú fulltrúi fjöl-
skyldunnar.
Kent L. Richland, einn af
lögmönnum Smith, segir að
þessar breytingar gætu orðið
til þess að sátt næðist í málinu.
Fólk folk@mbl.is
SÖNGKONAN Christina Aguilera,
sem gefur um þessar mundir út
geislaplötuna
Back to Basics
eftir fjögurra
ára hlé, segist
hafa notað
leynivopn við
upptökur á
plötunni;
nefnilega eld-
rauðan vara-
lit, sem hún
notaði til að
láta sér líða eins og söngkonu frá
þriðja áratugnum. Segir Aguilera
tónlistina á plötunni vera undir
áhrifum frá þriðja, fjórða og
fimmta áratugnum og því hafi hún
einnig umkringt sig myndum af
fólki á borð við Billie Holiday, Pearl
Bailey og Lous Armstrong á meðan
á upptökum stóð.
Leynivopn
hjá Aguilera