Morgunblaðið - 24.07.2006, Page 40
Ljósmynd/Krisján Ólafsson
Pallbíllinn sem festist í Krossá og fór á kaf. Þótt áin virðist meinlaus í fjarska hefur hún verið steinn í götu margra sem leggja leið sína til Þórsmerkur.
Festust í Krossá og fóru á kaf
PALLBIFREIÐ með fimm farþega innanborðs
festist í Krossá í Þórsmörk og fór á kaf í gær-
dag. Farþegunum tókst að forða sér úr bif-
reiðinni áður en hún fór á kaf og koma sér
upp á þak hennar þaðan sem þeir syntu í
land.
Eftir að fólkið hafði látið Neyðarlínuna vita
af sér kom flugbjörgunarsveit Hellu því til að-
stoðar og dró bifreiðina upp úr ánni með
tveimur vörubílum. Að sögn skálavarðar í
Húsadal hefur verið nokkuð um að fólk festi
bifreiðar í ánni í sumar. Þótt lítið hafi verið í
ánni að undanförnu er hún búin að grafa sig
svolítið og er vaðið síbreytilegt í henni.
Sigurður Viðarsson á björgunarsviði Lands-
bjargar segir aldrei of varlega farið þegar
ekið sé yfir óbrúaðar ár. Hann leggur áherslu
á að fólk kanni aðstæður vel og vandlega áð-
ur en lagt sé af stað yfir ár og ekki sé verra
að hafa vöðlur með í för og vaða fyrst í vatn-
ið til að kanna dýpt.
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
HEYANNIR hafa verið í Ár-
bæjarsafni með fjölbreyttri
dagskrá. Þurrkurinn undan-
farna daga hefur auðvitað ver-
ið nýttur til hins ýtrasta þótt
vinnufólk af báðum kynjum
hafi stöku sinnum brugðið á
leik.
Vélar sjást hvergi og allt er
gert með gamla laginu: Yng-
ismeyjar sneru heyinu með
hrífum, rökuðu í garða og
söfnuðu í sátur í sólskinsblíðu.
Og auðvitað var þarfasti
þjónninn notaður líkt og forð-
um daga og ilmandi taðan flutt
heim í hlöðu á klökkum.
Heyjað
í Árbæj-
arsafni
Morgunblaðið/ Jim Smart
VEIÐIÞJÓFNAÐUR hefur aukist
til muna í Elliðaánum síðastliðin þrjú
ár, að sögn Magnúsar Sigurðssonar
og Jóns Þ. Einarssonar, veiðivarða
við árnar. Þannig hafi ætíð verið eitt-
hvað um að menn hafi stundað veiðar
við árnar án þess að hafa til þess til-
skilin leyfi en undanfarin ár hafi
fjöldi veiðiþjófa keyrt um þverbak.
Vandamálið sé ekki fólgið í því að
börn stelist í árnar heldur sé hér um
stálpaða menn að ræða.
„Það er fyrst og fremst fólk af er-
lendu bergi brotið sem stundar
þessa iðju,“ segir Magnús og bendir
á að oftar en ekki beri fólkið við mis-
skilningi eða vanþekkingu á þeim
reglum sem um veiðarnar gildi. Þá
sé oft erfitt að koma viðkomandi í
skilning um ólögmæti veiðanna
vegna tungumálaerfiðleika.
„Menn hafa sumir hverjir framvís-
að Veiðikortinu og talið það gefa
þeim leyfi til þess að veiða í ánum,“
segir Jón en Veiðikortið veitir ótak-
markaðan aðgang að veiði í vötnum
víðs vegar um landið – ekki í ám.
„Þá hafa menn talið að þeir væru
að veiða í Elliðavatni en ég hef bent
þeim á að vatnið hættir að vera Ell-
iðavatn þegar það rennur niður í
árnar. Menn eiga nú að þekkja mun-
inn á á og vatni,“ segir Magnús.
Veiðiþjófarnir beita flestir maðki
eða spún en þeir Magnús og Jón
segjast ekki hafa orðið varir við að
menn hafi gerst svo stórtækir að
leggja net í árnar.
„Hér er ekki leyfilegt að veiða á
spún og þegar menn nota hann þá er
hann eðlilega nýmæli fyrir fiskinn
sem verður í kjölfarið auðveld bráð. Í
síðustu viku kom ég til dæmis að sex
mönnum sem mynduðu röð á bakk-
anum við einn hylinn og köstuðu
spún. Þá reynist mönnum auðvelt að
veiða fisk á maðk á þeim stöðum þar
sem hann er bannaður,“ segir Magn-
ús og tekur undir að slík iðja veiði-
þjófa skemmi fyrir þeim veiðimönn-
um sem á eftir þeim komi.
Aukinn veiði-
þjófnaður í
Elliðaánum
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ÖKUMAÐUR sendiferðabifreiðar slasaðist þegar
hann ók bifreiðinni á staur og velti henni á Vest-
urlandsvegi á hringtorginu gegnt Korpúlfsstöðum
síðdegis í gær. Í fyrstu var talið að maðurinn væri
fastur í bílnum en þegar lögreglu bar að garði var
hann búinn að losa sig úr brakinu og var með með-
vitund. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspít-
alans þar sem gert var að meiðslum hans.
Mikil umferð var um Suðurlandsveg og Vest-
urlandsveg þegar ferðalangar sneru aftur til höf-
uðborgarinnar. Í gærkvöldi var bíll við bíl frá Esju-
melum að Mosfellsbæ. Að öðru leyti gekk umferðin
ágætlega í umdæminu að sögn lögreglu
Ók á staur og velti í kjölfarið
Morgunblaðið/ Jim Smart
Lögregla á slysstað við Korpúlfsstaði í gær.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti
fjórhjólamann á laugardag sem velt
hafði hjóli sínu við fjöruna í Látra-
vík, norður af Látrabjargi. Að sögn
lögreglu á Patreksfirði kvartaði
maðurinn undan miklum verkjum í
baki og fótum og var ákveðið að
flytja hann með þyrlu frekar en að
fara landleiðina með hann. Þegar á
slysadeild Landspítalans var komið
reyndist maðurinn hryggbrotinn.
Þyrla sótti
hryggbrot-
inn mann
SLÖKKVILIÐ Borgarfjarðardala
var kallað út að Hrísum í Flókadal
í nótt en þar hafði kviknað í. Kona
á fimmtugsaldri var ein í húsinu
og komst hún út af sjálfsdáðum.
Húsið er mikið skemmt að sögn
lögreglu í Borgarnesi, einkum í
risi og á jarðhæð. Talsverðar reyk-
og vatnsskemmdir urðu jafnframt
á húsinu. Lögregla telur að eld-
urinn hafi komið upp í rafmagns-
töflu.
Slapp úr
brennandi
húsi í Flókadal
♦♦♦