Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                                                                                                                                                                    EFASEMDIR eru uppi um að markaður sé fyr- ir hvalkjöt ef Íslendingar hefja hvalveiðar í at- vinnuskyni, að því er fram kemur í viðbrögðum viðmælenda sem Morgunblaðið leitaði til varð- andi hugmyndir um að hefja atvinnuveiðar á hval á nýjan leik á næstunni. Þá eru viðmæl- endur sammála um að almennt sé talsverð and- staða við hvalveiðar, þótt eitthvað kunni að hafa dregið úr henni, og að þessi viðhorf kunni að hafa áhrif á ferðamannaiðnaðinn hér heima. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær telur sjávarútvegsráðherra að Íslendingar hafi allar lögformlegar heimildir til að hefja hval- veiðar, þótt pólitísk ákvörðun þar að lútandi hafi ekki verið tekin af hálfu ríkisstjórnarinnar. Haft var eftir Ástu Einarsdóttur, lögfræðingi í sjáv- arútvegsráðuneytinu, að Ísland hefði þjóðrétt- arlegan rétt til að stunda hvalveiðar í atvinnu- skyni. Mishermt var í gær að Ásta væri lögfræðingur í samgönguráðuneytinu. Þau Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og feðgarnir Heimir Harðarson og Hörður Sigur- bjarnarson hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu telja ekkert benda til þess að markaður sé fyrir hvalkjötið og líta megi til Nor- egs í því sambandi þar sem henda hafi þurft hvalkjöti. Árni bendir á að trúlega þyrfti sjáv- arútvegsráðuneytið að styrkja hvalveiðar þar sem þær stæðu tæplega undir sér. Erna bendir ennfremur á að þar sem óvíst sé hvort markaður sé fyrir kjötið sé undarlegt að rugga bátnum með því að leyfa hvalveiðar í at- vinnuskyni. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, telur hins vegar að andstaða við hvalveiðar sé einfaldlega verkefni sem þurfi að takast á við ef farið verði út í atvinnuveiðar og nefnir að fara mætti út í átak við að kynna sjón- armið Íslendinga. Benedikt Sveinsson, forstjóri Icelandic Seafood International, telur að and- staðan við hvalveiðar sé ekki jafnsterk og oft áð- ur og lítur ekki svo á að það hefði skaðleg áhrif á íslenskar sjávarafurðir á erlendum mörkuðum þótt atvinnuveiðar hæfust á nýjan leik. Óvissa um markað fyrir hvalkjöt og áhrif veiða á ferðaþjónustuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Bundin við bryggju Hvalveiðiskipin hafa verið við bryggju lengi en á því gæti orðið breyting. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is BENEDIKT Sveinsson, for- stjóri Iceland Seafood Int- ernational, segist ekki hafa miklar áhyggjur af áhrif- um hvalveiða á ís- lenskar sjávaraf- urðir. Hann telur umræðuna um hval- veiðar hafa þróast þannig und- anfarin ár að ekki sé jafnmikil áhersla og áður á verndarsjón- armiðin. Því hefði það mun minni áhrif en oft áður á íslenskar sjáv- arafurðir og sölu þeirra á erlendum mörkuðum ef hvalveiðar í atvinnu- skyni yrðu teknar upp. „Það var töluvert mikil umræða fyrir nokkr- um árum en kannski vegna þess að við höfum ekki hreyft við þessu lengi hefur umræðan breyst,“ segir Bene- dikt og bætir við að mikilvægt sé að huga að því hvort kjötið seljist og markaður sé til fyrir vöruna. „Mér finnst aðalmálið vera að ef til er markaður fyrir þessar afurðir sem af hvalnum koma væri rétt að líta á málið,“ segir Benedikt og tekur fram að það sé svo langt um liðið frá því að Íslendingar stóðu í útflutningi á hvalkjöti að erfitt sé að segja til um hvernig slíkt myndi ganga í dag. „En ef svo er, getur verið álitlegt að kíkja á þetta,“ segir hann. Aðspurður hvort einhver áform séu til staðar hjá fyrirtækinu um að koma sjálft að viðskiptum með hval- kjöt segir Benedikt að það hafi ekk- ert verið rætt. Alls eru starfræktar á vegum Ice- land Seafood átta söluskrifstofur í Norður-Ameríku og Evrópu. BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, for- stjóri Icelandic Group segir að það sé tvíeggjað að hefja þennan slag sem at- vinnuveiðar séu en hans mat sé að þetta sé slag- ur sem þurfi að taka. „Ef við horfum á íslensku þjóðina finnst mér að við verðum að taka þennan slag, vegna þess að við vilj- um nýta auðlindir hafsins á sjálf- bæran hátt og verkefnið er þá að sannfæra alla, viðskiptavini okkar og aðra, um að þetta geti vel gengið upp. Ég hef verið talsmaður þess að vinna þetta þannig,“ segir Björg- ólfur en tekur fram að þessi umræða hafi ekki enn farið fram innan efstu raða í Icelandic Group, sem er eign- arhaldsfélag samstæðu fyrirtækja í sölu og framleiðslu sjávarafurða. Undir vörumerki Icelandic eru sjáv- arafurðir framleiddar í Bandaríkj- unum og Bretlandi, auk þess sem reknar eru söluskrifstofur í Þýska- landi, Frakklandi, Spáni og Japan. Þá hefur verið komið á fót starfsemi í Noregi, Hollandi og Kína. Ljóst er því að vörumerkið er útbreitt og spurður um afleiðingar þess fyrir starfsemi fyrirtækisins að hefja hvalveiðar hér á landi segir Björg- ólfur að eflaust geti það haft ein- hverjar afleiðingar. Það geti líka haft afleiðingar að gera ekki neitt og segist Björgólfur einfaldlega líta svo á að það sé ákveðið verkefni að kynna viðskiptavinum sjónarmið hvalveiðisinna og benda fólki á að við séum ekki að fara að drepa síð- asta hvalinn. Vinna þurfi af skyn- semi gagnvart markaðnum og slíkt megi til að mynda gera með því að hleypa af stokkunum kynningar- átaki um hvalveiðar. Hann ítrekar að þessi mál hafi þó ekki verið rædd innan Icelandic Group. „En ég er líka formaður LÍÚ og þar höfum við verið þeirrar skoðunar að nýta þurfi hvalastofninn eins og aðra stofna. Þannig að ég er í erfiðri stöðu,“ seg- ir Björgólfur og hlær. Björgólfur Jóhannsson Slagur sem við þurfum að taka „VIÐ höfum margoft brugðist við hvalveiði- fréttum í gegnum tíðina með því að benda á að það verði að gæta þess að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir að samkvæmt þeim upp- lýsingum sem ferðaþjónustan hafi sé ekki markaður hér fyrir hvalkjöt. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvar þeir ætla að selja þetta. Við höf- um heyrt frá Noregi að menn séu að fleygja hvalkjöti, þannig að ég veit ekki hvar þeir ætla að finna markaði fyrir þetta. Meðan ekki er markaður fyrir kjötið höfum við sagt að það eigi ekki að rugga bátnum. Við vitum að það er mikil andstaða meðal við- skiptaþjóða okkar gagnvart hval- veiðum. Veiðarnar hafa verið í vís- indaskyni, en ef þær verða í atvinnuskyni, ég tala nú ekki um ef það verða veiddir stórir hvalir, hefð- um við áhyggjur,“ segir Erna og bendir á að ríkisstjórnin hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um að hefja þessar veiðar. „Við höfum því beðið eftir því hvað hún ætlar að gera. Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin fari að leyfa atvinnuveið- ar án þess að það sé tryggt að mark- aður sé fyrir kjötið.“ En hvaða áhrif myndu atvinnuveið- ar hafa á ferðaþjónustuna? „Það vitum við aldrei. Þótt ferða- mönnum hafi ekki fækkað að und- anförnu vitum við að hópar hafa hætt við að koma til landsins út af vís- indaveiðunum, þótt það vegi ekki þungt í tölfræðinni. En það er dálítið annað að vera með hvalveiðar í vís- indaskyni en atvinnuskyni. Við höfum áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif. Þess vegna spyrjum við til hvers og hvað eigi að gera við kjötið,“ segir Erna. Erna Hauksdóttir Ástæðulaust að rugga bátnum „ÉG TEL að þessi lögformlegu skil- yrði til hvalveiða séu ekki fyrir hendi,“ segir Árni Finnsson, formaður Nátt- úruvernd- arsamtaka Ís- lands, sem segist ekki skilja hvað sjávarútvegs- ráðherra gangi til með æfingum sín- um. Ekki sé markaður fyrir hval- kjöt, nýtingarhlutfall af hverri skepnu sé lágt og velta megi fyrir sér hvers vegna þurfi að trufla ferðaþjónustuna með þessum hætti. „Ég tel að mörg ríki sem eiga að- ild að hvalveiðiráðinu muni ekki við- urkenna rétt okkar til hvalveiða, sérstaklega ríki sem við reiðum okkur hvað mest á, t.d. Svíþjóð, Frakkland, Bretland og Bandaríkin. Þótt Íslendingar hafi sett fyrirvara við inngöngu sína í ráðið dreg ég það í efa að öllum finnist þetta vera réttur skilningur. Sá sáttmáli sem hvalveiðiráðið byggir á gerir ein- faldlega ekki ráð fyrir því að ríki geti gengið í ráðið með fyrirvara við þegar gerðar samþykktir og Ísland samþykkti á sínum tíma að hval- veiðibannið væri í gildi.“ Árni bendir á ekki sé markaður fyrir hvalkjöt hér og ekki heldur í Japan. Nýtingin af hverri veiddri hrefnu hér sé um 467 kíló miðað við um 1.500 kíló í Noregi og ljóst sé að töluverðu af kjötinu hér sé hent. „Markaðurinn hér á landi er greinilega mjög þröngur og að fara að bæta við hann einhverjum lang- reyðum til að friðþægja Kristjáni Loftssyni er fáránlegt,“ segir Árni. „Við sjáum ekki skynsemina í því að veiða hvali þegar enginn mark- aður er til staðar, til þess eins að segja að menn hafi leyft hvalveiðar. Þetta myndi þýða styrkjakerfi eins og í landbúnaði og í rauninni er það þannig að sjávarútvegsráðuneytið hefur eytt tugum milljóna á ári í að hefja hvalveiðar og árangurinn er nákvæmlega enginn,“ segir hann. Árni Finnsson Lagagrundvöllur ekki fyrir hendi FEÐGARNIR Heimir Harðarson og Hörður Sig- urbjarnarson hjá hvalaskoðunarfyr- irtækinu Norð- ursiglingu eru ekki hrifnir af hug- myndum um að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni og telja að áhrifin af slíkri ákvörðun yrðu ekki góð fyrir atvinnugreinina. „Menn hafa komist upp með að sigla undir þessu falska flaggi sem vísindaveiðarnar eru. Við höfum fengið mildari dóm en ella af því að þetta hefur verið í nafni vísinda. Nú fyrst reynir á það hvort alþjóða- samfélagið hefur mikið á móti þessu,“ segir Heimir og bætir við að hann telji ekki að viðhorf gagnvart hval- veiðum hafi breyst mikið. Aðspurður hvort ferðamönnum sem koma í hvalaskoðun hafi ekki fjölgað undanfarin ár segir hann að það sé rétt, en hins vegar sé ekkert leyndarmál að hópar hafi hætt við að koma vegna vísindaveiða. „Ef áhrifin koma fram verða þau örugglega nei- kvæð,“ segir Heimir og bætir við að hann skilji ekki hvaða markaði fyrir hvalkjöt menn sjái. Reynsla Norð- manna bendi ekki til þess að mikil eft- irspurn sé eftir hvalkjöti. Hörður Sigurbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar, segir alveg ljóst að ef til þess komi að stjórnvöld heimili hvalveiðar í at- vinnuskyni komi til viðbragða af hálfu þeirra sem stunda hvalaskoðun. „Samtök ferðaþjónustunnar og greinin mun örugglega bregðast hart við. Við sjáum ekki að það séu neinar forsendur fyrir þessu. Við munum bregðast eins hart við og við mögu- lega getum. Atvinnuhvalveiðar eru ólöglegar, það er viðskiptabann á hvalafurðum, það veit hver einasti Ís- lendingur. Málið er ekki flóknara en það, við styðjum ekki lögbrot.“ Heimir Harðarson og Hörður Sigurbjarnarson Heimir Harðarson Hörður Sigurbjarnarson Áhrifin verða ekki góð Benedikt Sveinsson Umræðan breyst að undanförnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.