Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 GEGGJUÐ GRÍNMYND eee LIB - TOPP5.IS eee HJ - MBL eee TV - kvikmyndir.is Tvöfalt fyndnari tvöfalt betri GRETTIR ER MÆTTUR AFTUR Í BÍÓ! eeee VJV - TOPP5.is THANK YOU FOR SMOKING TAKK FYRIR AÐ REYKJA Ein fyndnasta mynd ársins Þetta er ekkert mál kl. 8 My super ex-girlfriend kl. 8 og 10 Little Man B.i. 12 ára kl. 6 You, Me & Dupree kl. 10 Grettir 2 m.ísl.tali kl. 6 kvikmyndir.is Stórir hlutir koma í litlum umbúðum Þetta er ekkert mál kl. 5.45, 8 og 10.15 Þetta er ekkert mál LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15 My Super-Ex Girlfriend kl. 5.50, 8 og 10.10 Little Man B.i. 12 ára kl. 4, 6, 8 og 10 Takk fyrir að reykja kl. 8 Grettir 2 kl. 4 og 6 m.ísl.tali Miami Vice kl. 10.10 B.i. 12 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 4 Myndlist 101 gallery | Sýning Spessa, Verkamenn! Workers. Sýningartími fimmtudag til laug- ardags frá kl. 14–17. Til 14. október. Café Karolína | Linda Björk Óladóttir sýnir og nefnist sýningin „Ekkert merkilegur pappír“. Linda sýnir koparætingar þrykktar á grafíkpappír og ýmiskonar pappír. Sýn- ingin stendur til 6. október nk. DaLí gallerí | Jónas Viðar með sýninguna „Rauða serían“ til 23. september. Opið föst. og laug. meðan á sýningu stendur. Duushús | Sýning á íslensku handverki og listiðnaði sem er hluti sumarsýningarinnar sem stóð í Aðalstræti 12 í sumar. Sýningin er í nýuppgerðum bíósal í Duushúsunum í Reykjanesbæ og er opin alla daga kl. 13– 17.30 og stendur til 24. sept. Gallerí 100° | Guðmundur Karl Ásbjörns- son – málverkasýning í sýningarsal Orku- veitunnar – 100°. Opin frá kl. 8.30–16 alla virka daga. Sjá nánar www.or.is/gallery. Gallerí Sævars Karls | Sýning á listaverk- um í eigu gallerísins eftir marga ólíka höf- unda sem hafa sýnt þar síðustu 18 árin; út- saumur, málverk, höggmyndir, ljósmyndir, plaköt o.fl. Sýningin er ekki bara í galleríinu heldur dreifð um allt húsið. Gallerí Úlfur | Anna Hrefnudóttir með myndlistarsýninguna Sársaukinn er blár. Til 30. sept. Gallery Turpentine | Sýning á verkum Ar- ons Reyrs stendur yfir. Opið þri.–fös. kl. 12– 18 og á laugard. kl. 12–16. Geysir, Bistro-bar | Árni Björn Guðjónsson hefur opnað málverkasýningu í veitinga- húsinu Geysi, Bistro-bar, Aðalstræti 2. Opið daglega kl. 10.30 til 22.30. Til 16. sept. Hallgrímskirkja | Haustsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju á myndverkum Haf- liða Hallgrímssonar. Þetta er önnur sýning Hafliða í Hallgrímskirkju og sýnir hann 12 verk með trúarlegu ívafi. Til 23. okt. Hrafnista Hafnarfirði | Þórhallur Árnason og Guðbjörg S. Björnsdóttir sýna til 24. okt. i8 | Sýning á verkum eftir nokkra listamenn gallerísins m.a. Finnboga Pétursson, Ólaf Elíasson, Birgi Andrésson og Karin Sander. Opið kl. 11–17. Kaffitár v/Stapabraut | Lína Rut sýnir ný olíuverk í Kaffitári, Stapabraut 7, Reykja- nesbæ. Sýningin er litrík og ævintýraleg. og heitir „Velkomin í Baunaland“. Opið er á af- greiðslutíma kaffihússins. Kling og Bang gallerí | Á sýningunni Guðs útvalda þjóð kemur hópur ólíkra listamanna með ólíkar skoðanir saman og vinnur frjálst út frá titli sýningarinnar. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Samsýning á verk- um þeirra listamanna sem tilnefndir hafa verið til Íslensku sjónlistaverðlaunanna. Op- ið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag- an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp- hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Leið- sögn þriðjud. og föstud. kl. 12.10–12.40, sunnud. kl. 14. Opið í Safnbúð, Kaffitár í kaffistofu. Opið kl. 11–17, lokað mánudaga. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | AND- LIT, Valgerður Briem, teikningar. TEIKN OG HNIT, Valgerður Bergsdóttir, teikningar. Kaffistofa og safnbúð. Til 1. október. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning á verk- um Steinunnar Marteinsdóttur sem unnin voru árunum 1965–2006. Um er að ræða bæði verk úr keramiki og málverk. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Inn- setningar og gjörningar eftir 11 íslenska listamenn sem fæddir eru eftir 1968. Sýn- ingin markar upphaf nýrrar sýningarstefnu í Hafnarhúsinu sem miðar að því að kynna nýjustu stefnur og strauma í myndlist og gera tilraunir með ný tjáningarform. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn- ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót- unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar. Listasalur Mosfellsbæjar | Sýning á mynd- verkum Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds og myndlistarmanns, í Listasal Mosfells- bæjar, Kjarna. Norræna húsið | Barnabókaskreytingar eftir finnsku listakonuna Lindu Bondestam í anddyri Norræna hússins. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9–17 og um helgar frá kl. 12–17 fram til 2. október. Skaftfell | Adam var ekki lengi í paradís – Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gautier Hu- bert sýna. Pétur Már Gunnarsson og Kristján Loð- mfjörð sýna á Vesturveggnum, Skaftfelli. Sundlaugin í Laugardal | Árni Björn Guð- jónsson hefur sett upp sýningu í anddyri Laugardalslaugar í Laugardal. Til 24. sept. Þjóðminjasafn Íslands | Í Myndasalnum á 1. hæð eru til sýnis ljósmyndir frá ferðum Marks Watsons og Alfreds Ehrhardts um Ís- land árið 1938. Myndirnar sýna hve ljós- myndin getur verið persónulegt og marg- rætt tjáningarform Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dansskóli Jóns Péturs og Köru býður upp á námskeið í barnadönsum, freestyle, samkvæm- isdönsum, tjútti, mambó og salsa. Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið fyrir fullorðna í salsa. Innritun fer fram í síma 553 6645 eða á heimasíðu dansskólans www.dansskoli.is. Kennsla hefst í dag. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek- ið á móti hópum eftir samkomulagi. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á skipulagstillögum sem aldrei var hrint í framkvæmd; þar á meðal líkön og ljós- myndir af Ráðhúsi í Reykjavík og teikningar að skipulagi nýs miðbæjar. Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð. Opið kl. 10–16. Að- gangur ókeypis. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í gamla prestshúsinu. Opið daglega kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vél- staðurstund SÝNING á verkum Arons Reyrs stendur nú yfir. Gallery Turpentine var opnað 2005. Er það staðsett í miðju Reykjavíkur í hjarta íslenskrar menningar. Galleríið sérhæfir sig í samtímalist og er opið frá þriðju- degi til föstudags kl. 12–18 og laug- ardaga kl. 11–16. Aron í Gallery Turpentine Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða HAUSTSÝNING Listvinafélags Hallgrímskirkju á myndverkum Hafliða Hallgrímssonar er í for- kirkju Hallgrímskirkju. Þetta er önnur sýning Hafliða í Hallgrímskirkju og sýnir hann 12 verk með trúarlegu ívafi. Sýning Hafliða stendur til 23. október. Morgunblaðið/Eyþór Sýning Hafliða í Hallgrímskirkju SAGA þjóðar- gersemanna, hand- ritanna, er rakin í gegnum aldirnar. Sýnd eru ýmis merkustu skinn- handrit frá miðöld- um, svo sem Kon- ungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flat- eyjarbók og valin handrit lagabóka, kristilegra texta og Íslend- ingasagna, og auk þess nokkur mikilvæg pappírshandrit frá seinni öld- um. Sýningin Fyrirheitna landið varpar ljósi á trúarlegan grunn mormónanna, rekur ferð Þórðar Diðrikssonar (1828 – 1894) um haf og land og gefur innsýn í það samfélag sem Íslendingarnir byggðu og urðu hluti af ytra. Sýningin var fyrst sett upp í Vesturfarasetrinu á Hofsósi árið 2000. Á sýningunni Íslensk tískuhönnun er sýndur þverskurður tískuhönn- unar í íslenskri nútímamenningu. Þrjátíu og átta úrvalsverk eftir tíu hönnuði sýna fjölbreytni og sköpunarkraft íslenska tískugeirans. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sýningar í Þjóðmenningarhúsinu Fólk folk@mbl.is David Gest, fyrrverandi eig-inmaður Lizu Minnelli, hefur farið fram á það við dómara að hann ógildi kaupmála sem hann og Min- nelli gerðu fyrir giftingu. Þetta er nýjasti kaflinn í ævintýralegum eft- irmálum af skilnaði þeirra hjóna, nokkuð sem hefur verið endalaus hvalreki fyrir slúðurblöð um heim allan. Lögfræðingur Gests heldur því fram að Minnelli hafi ekki komið hreint fram hvað varðar erfiðleika hennar gagnvart alkóhóli, að hún hafi verið smituð af herpes og í of- análag ofbeldisfull. Hefði Gest vitað þetta hefði hann aldrei gengið að kaupmálanum, segja lögfræðing- arnir. Lögfræðingur Minnelli segir að þetta sé einfaldlega algjör steypa.    Hinn mjög svo umdeildi kvik-myndaleikstjóri Michael Moore er klár með næsta útspil. Nú er það bandaríska heilbrigðiskerfið sem verður „moore-að“ í myndinni Sicko. Moore sýndi brot úr myndinni á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú á föstudaginn. Myndin verður frum- sýnd í júní á næsta ári. Moore ber m.a. saman í myndinni heilbrigðiskerfið í Kanada og heil- brigðiskerfið í Bandaríkjunum sem er afar einkavætt og kemst að því að Kanadamenn eru í betri málum, hvað aðgengi varðar. Hugmyndin að myndinni kom upp í í þáttum Moore, The Awful Truth, en Mohit Ghose, talsmaður fyrir bandaríska heil- brigðiskerfið, sagði að það væri lítið fyrir þá að gera þegar „þungavigtar- skemmtikraftur frá Hollywood“ stígur fram. „Við munum, nú sem endranær, einbeita okkur að því að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir Bandaríkjamenn.“ Orðspor Moore er engu að síður slíkt að heilbrigðisbransinn í Banda- ríkjunum er á nálum vegna mynd- arinnar.    Rokkhundarnir í Who munu gefaút nýja hljóðversplötu í end- aðan október. Þetta verður fyrsta hljóðversplata sveitarinnar í 24 ár,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.