Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
Þ
etta er fyrsta dýrið sem stoppað er
upp í heilu lagi hér á Íslandi. Og
vissulega eru ekki margir sem eru
með uppstoppað sauðnaut í kjall-
aranum heima hjá sér,“ segir mál-
arameistarinn Páll Jónatan Pálsson á Akranesi
en hann fór í eftirminnilega veiðiferð til Græn-
lands á síðasta ári ásamt fjórum öðrum íslensk-
um veiðimönnum á Ewood-svæðinu á vest-
urströnd Grænlands. „Við lentum í Narsarsuaq
og sigldum síðan á hraðbát í sex tíma á veiði-
svæðið. Veðrið var yndislegt og gerist vart
betra á þessum slóðum.“
Páll Jónatan heyrði af því að íslenskir aðilar
væru farnir að skipuleggja slíkar veiðiferðir til
Grænlands og upphaflega ætlaði hann sér að
fara einn í þessa ferð en síðan bættust við fjórir
veiðimenn í ferðina.
„Ég held að ég geti sagt að þetta sé eftir-
minnilegasta ferðalag sem ég hef farið í. Sauð-
nautið sem ég skaut er tarfur, líklega um 10 ára
gamall, og danski eftirlitsmaðurinn sá til þess
að aðeins tarfarnir væru skotnir. Enda er verið
að grisja í stofninum á þessu svæði. Það er hægt
að sjá hve gamall tarfurinn er með því að skoða
bilið á milli hornanna. Eftir því sem hann verður
eldri minnkar bilið á milli hornanna og að lokum
grær þetta bil alveg saman.“
Sauðnaut eða moskusuxar (Ovibos moschat-
us) eru klaufdýr af undirætt geitfjár. Þau nær-
ast einkum á grasi, mosa og skófum og lifa í
hjörðum á freðmýrum N-Ameríku og á Græn-
landi. Tarfurinn sem Páll Jónatan skaut var lík-
lega um 300 kg að þyngd. Hann skaut dýrið
beint í hjartastað af um 70 metra færi.
Kýrnar drekka sjó
„Þessi dýr eru grasætur og kýrnar þurfa að
drekka sjó á meðan þær eru með kálfa. Ég veit
ekki af hverju kýrnar þurfa að drekka sjó. Dýr-
in eru flest skotin í morgunsárið þegar kýrnar
fara niður að sjónum og það er alltaf tarfur með
í hjörðinni.
Eftir því sem lengra líður á daginn leita
hjarðirnar hærra og hærra upp í fjöllin. Líklega
til þess að forðast fluguna. Tarfarnir eru með í
það minnsta fjórar kýr í hjörðinni og oft eru
kýrnar fleiri. Það var reynt að koma þessum
dýrum á legg hér á Íslandi í kringum 1930 en sú
tilraun gafst ekki vel. Þau drápust öll en ég held
að þessi dýr gætu alveg lifað hér líkt og hrein-
dýrið á Austurlandi.“
Páll Jónatan lýsir veiðideginum með þessum
hætti: „Við fórum snemma dags út með leið-
sögumanninum, sem var íslenskur, og eftirlits-
manninum frá danska hernum. Þeir fundu
svæði fyrir okkur þar sem von var á hjörðum
sauðnauta. Þeir velja dýrin sem má fella og það
þarf að ganga úr skugga um að allt sé gert rétt.
Sauðnautið er með þá eðlishvöt að það leggur
ekki á flótta þegar það telur að því sé ógnað. Ég
vildi ekki lenda í því að fá slíkt dýr á móti mér á
fullri ferð. Af þeim sökum fá veiðimenn ekki að
fara mjög nálægt dýrinu. Þegar ég fékk grænt
ljós frá eftirlitsmanninum að fella tarfinn þurfti
ég að koma mér fyrir með riffilinn á góðum stað.
Nauðsynlegt er að skjóta tarfinn í hjartað þar
sem hann fellur ekki niður svo auðveldlega ef
skotið er í skrokkinn á dýrinu. Ég þurfti því að
bíða í 10–15 mínútur eftir því að tarfurinn væri í
réttri stöðu og ég gæti skotið hann í hjartað.
Kraftmikið dýr
Sauðnautið er mjög kraftmikið dýr ef það
gerir árás og danski eftirlitsmaðurinn sagði frá
því hvernig dýrið hegðaði sér þegar það ætlaði
að gera árás. Kálfar og kýr standa þá fyrir aftan
tarfinn, sem slefar ógurlega, nuddar síðan nef-
inu í aðra löppina og gerir síðan árás. Líkt og
hrútur.“
Að sögn Páls Jónatans fóru kýrnar strax að
tarfinum eftir að hann hafði fellt dýrið. „Þær
komu strax að tarfinum, mynduðu hring í kring-
um hann og ætluðu greinilega að hjálpa dýrinu
með einhverjum hætti. Kýrnar voru ekkert á
förum þegar við nálguðumst hjörðina til þess að
ná í tarfinn. Við þurfum að reka þær með látum
í burtu en í þessari hjörð var tarfurinn, kálfur
og fjórar kýr.“
Veiðimenn sem fara í slíkar ferðir fá leyfi til
þess að skjóta eitt dýr og segir Jónatan að vel sé
haldið utan um allar reglur og leyfi hjá dönsk-
um yfirvöldum.
„Við þurftum að fylla út margar skýrslur áð-
ur en lagt var af stað í veiðina. Við eigum dýrið
sem við skjótum og megum hirða allt af því
nema vömbina, en þar sem við fáum ekki að
taka með okkur kjöt til landsins gáfum við skip-
stjóranum á bátnum sem flutti okkur á milli
staða á Grænlandi allt kjötið.
Ég fékk leyfi hjá landbúnaðarráðuneytinu á
Íslandi til þess að flá dýrið og taka feldinn með
til Íslands til þess að stoppa dýrið upp. Það var
heilmikið verk að koma því þannig fyrir að flytja
mætti feldinn til Íslands. Að endingu setti ég
feldinn og höfuðið í tunnu úr plasti þannig að
ekkert læki úr feldinum. Uppstoppun Manuels
sá síðan um að koma dýrinu í það form sem það
er núna. Ég er mjög ánægður með útkomuna.“
Ævintýraferð Páls Jónatans var að hans sögn
ekki svo ýkja kostnaðarsöm. „Ferðin kostaði
um 220.000 kr.; veiðileyfi, ferðir til og frá Græn-
landi, gisting og leiðsögn. Maturinn var ekki
innifalinn í þessu verði. Við gistum í gömlum
námubæ sem er í eyði og þetta eru mjög frum-
stæðar aðstæður sem boðið er upp á. Enda vill
maður hafa það þannig.“
Skaut rjúpur 10 ára gamall
Skotvopnið sem Páll Jónatan notar er athygl-
isvert en riffillinn er bandarískur og var smíð-
aður árið 1917. „Vopnið er af Edy Stone-gerð og
það hefur reynst mér vel. Það eina sem ég hef
bætt við hann er sjónaukinn sem ég nota til þess
að miða. Það er þrífótur á rifflinum og það er
örugglega hægt að skjóta í mark af um 700
metra færi með þessum grip. Mér finnst
skemmtilegast við vopnið að það er nær óslitið
eftir öll þessi ár. Ef maður horfir inn í hlaupið á
rifflinum er hann eins og nýr. Það hefur í för
með sér að nákvæmnin er mikil þegar maður
skýtur af þessum riffli.“
Páll Jónatan var aðeins 10 ára gamall er hann
fór að skjóta af riffli á heimili sínu í Húnavatns-
sýslu. „Ég fæddist árið 1941 á Bakka í Austur-
Húnavatnssýslu og fór snemma að skjóta rjúpu
og mest hef ég notað riffil. Þær skipta þús-
undum rjúpurnar sem ég hef skotið og einnig
hef ég skotið ref og tófu. Átta sinnum hef ég
fellt hreindýr hér á landi en ég fer aldrei til þess
að skjóta gæs. Mér finnst gæs ekki góður mat-
ur,“ sagði Páll Jónatan Pálsson, málarameistari
á Akranesi og veiðimaður.
Ekki margir með
uppstoppað sauð-
naut í kjallaranum
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Uppstoppaður Sauðnautið, sem var tarfur, er Páll Jónatan Pálsson skaut á Grænlandi var um
300 kg að þyngd. Hann skaut dýrið beint í hjartastað af um 70 metra færi.
»Það er hægt að sjá hve gamall tarf-urinn er með því að skoða bilið á milli
hornanna. Eftir því sem hann verður
eldri þá minnkar bilið á milli þeirra og að
lokum grær bilið alveg saman.
»Það var reynt að koma þessum dýrumá legg hér á Íslandi í kringum 1930.
Sú tilraun gafst ekki vel.
»Nauðsynlegt er að skjóta tarfinn íhjartað þar sem hann fellur ekki nið-
ur svo auðveldlega ef skotið er í skrokk-
inn.
»Skotvopnið sem Páll Jónatan notaðier smíðað árið 1917 en hann byrjaði
að skjóta rjúpu 10 ára gamall í Húna-
vatnssýslu.
Í HNOTSKURN
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
VESTURLAND
● VERÐ á hráolíu lækkaði alla síð-
ustu viku og hefur ekki verið lægra
frá því í byrjun apríl. Hæst fór verðið í
78 dali tunnan á þessu ári en er nú
komið niður undir 66 dali tunnan.
Verðlækkunin er til komin vegna
birgðasöfnunar í Bandaríkjunum að
undanförnu auk þess sem BP ætlar
að hefja aftur olíuvinnslu í Prudhoe-
flóa í Alaska í næsta mánuði.
Olíuverð ekki lægra
frá í apríl
SAMTAL hafa 130 íslensk félög
heimild til að færa bókhald sitt í er-
lendri mynt. Flest þeirra hafa heimild
til að gera upp í Bandaríkjadölum,
eða 84, og næstflest í evrum, eða 31.
Félögum sem hafa heimild til að færa
bókhald sitt í erlendri mynt hefur
fjölgað um 29 frá árinu 2004. Þetta
kemur fram í Vefriti fjármálaráðu-
neytisins.
Samkvæmt breytingu á lögum um
ársreikninga frá árinu 2002 geta félög
sótt um það til ársreikningaskrár að
þeim verði heimilað að færa bókhald
sitt og semja ársreikninga í öðrum
gjaldmiðli en íslenskum krónum ef
þau telja hann starfrækslugjaldmiðil
félagsins. Starfrækslugjaldmiðillinn
skal vera skráður hjá Seðlabanka eða
viðskiptabanka félagsins hér á landi.
Skilyrði sem félag verður að upp-
fylla til að fá heimild til að færa bók-
hald sitt í erlendri mynt er að það sé
með meginstarfsemi sína erlendis eða
sé hluti erlendrar samstæðu eða eigi
erlent dótturfélag sem það hefur
meginviðskipti við. Ef meginstarf-
semin er hér á landi verður það að
hafa verulegan hluta tekna sinna frá
erlendum aðilum og er þá litið til við-
skipta félagsins og tengsla þeirra við-
skipta við erlent viðskiptaumhverfi.
Þá geta félög sem fara fram úr til-
greindum stærðarmörkum laganna
til að kallast stór félög fengið þessa
heimild ef erlendar skuldir þeirra eru
tengdar fjárfestingu þeirra í erlend-
um fjárfestingarvörum.
Níu skráð í Kauphöllinni
Af félögum með erlendan starf-
rækslugjaldmiðil eru níu skráð í
Kauphöll Íslands og skiptast starf-
rækslugjaldmiðlar þeirra þannig að
fimm félög nota evru, tvö félög
Bandaríkjadal og tvö félög pund.
Uppgjörum í er-
lendri mynt fjölgar
Eftir Gréar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Fjölgun Samtals hafa 130 félög
heimild til að færa bókhald sitt í
erlendum gjaldmiðli.
SALAN hjá dönsku stórversl-
uninni Magasin du Nord, sem er í
eigu Baugs Group og fleiri fjár-
festa, jókst um 9,5% á fyrri helm-
ingi reikningsárs þess, frá mars
og til og með ágústlokum. Jón
Björnsson, framkvæmdastjóri
Magasin, gerir ráð fyrir að fyr-
irtækið verði komið réttum megin
við strikið í ár þótt tap verði af
rekstrinum á reikningsárinu öllu,
væntanlega í kringum 600 millj-
ónir íslenskra króna.
Margra ára taprekstur
Í frétt á vef Berlingske Tidende
kemur fram stjórnendur Magasin
geri ráð fyrir 480–600 milljóna
króna hagnaði af rekstrinum á
næsta ár og gangi það eftir verð-
ur það í fyrsta skipti frá árinu
2000 að Magasin skilar hagnaði.
Baugur og meðfjárfestar
keyptu Magasin í nóvember árið
2004 og hafa lagt um 1,5 millj-
arða íslenskra króna í end-
urbætur á vöruhúsum Magasin.
Tapið í fyrra nam um 1,1 millj-
arði króna en í samtali við Berl-
ingske segir Jón reksturinn nú
vera umfram væntingar og hann
reikni með hagnaði í ár þótt hann
treysti sér ekki til að segja
hversu mikill hann verði.
Hillir undir hagnað af
rekstri Magasin du Nord
Scanpix Danmark
Viðsnúningur Stjórnendur Magas-
in reikna með hagnaði á næsta ári.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● NÆSTSTÆRSTA brugghús í
Skandinavíu, Royal Unibrew, þar
sem FL Group er stærsti hluthafinn
með 17% hlut, er sagt íhuga yfirtöku
á pólska drykkjarvörufyrirtækinu
Hoop SA að því er fram kemur í frétt
Direkt-fréttastofunnar. Markaðsvirði
Hoop er talið vera nálægt sjö millj-
örðum íslenskra króna.
Royal Unibrew rekur fyrir tvö brugg-
hús í Póllandi og á 48% hlut í því
þriðja.
Unibrew orðað við
yfirtöku í Póllandi