Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Suðurlandsbraut 22
Glerárgötu 24-26
Sími 540 1500
Fax 540 1505
www.lysing.is
Er þak á
þinni starfsemi?
Allir flurfa flak yfir höfu›i› -
líka flitt fyrirtæki!
"Hefur flú kynnt flér kosti eignaleigu vi›
fjármögnun atvinnuhúsnæ›is?
Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi›
persónulega fljónustu, höfum vi› hjá
L‡singu hjálpa› fyrirtækjum af öllum
stær›um og ger›um a› koma flaki yfir
sína starfsemi."
Sigurbjörg Leifsdóttir
Rá›gjafi, fyrirtækjasvi›
AFGANSKIR hermenn og hermenn
úr liði Atlantshafsbandalagsins,
NAO, alls felldu 94 uppreisnarmenn
úr röðum talibana í hörðum bardög-
um í suðurhluta Afganistan aðfara-
nótt sunnudags. Beitt var flugvélum
í sókninni gegn uppreisnarmönnum.
Sóknin í suðurhéruðunum, einkum í
Kandahar-héraði, hefur nú staðið yf-
ir í rösklega viku og segja talsmenn
NATO að um 450 uppreisnarmenn
hafi fallið. Kanadamaður í erlenda
herliðinu féll í bardögum á föstudag.
Abdul Hakim Taniwal, héraðs-
stjóri í Paktia í austanverðu landinu,
féll í gær ásamt tveim mönnum öðr-
um þegar gerð var sjálfsvígsárás
þá.Talíbanar hafa þegar lýst ábyrgð
á hendur sér. Taniwal var fyrrver-
andi prófessor í félagsfræði og var
lengi í útlegð í Ástralíu. Sprengju-
maðurinn beið við hliðið að skrif-
stofu héraðsstjórans í borginni
Gardez og sprengdi sig þegar menn-
irnir gengu fram hjá. Bandaríski
herinn skýrði frá því í gær að lítill
hópur sjálfsvígsprengjumanna hafi
komið sér fyrir í Kabúl, höfuðborg
Afganistans.
Um 8.000 NATO-hermenn, aðal-
lega Bretar, Kanadamenn og Hol-
lendingar og álíka fjölmennur liðs-
afli Bandaríkjamanna taka þátt í
aðgerðunum gegn uppreisnarmönn-
um í suðri og njóta til þess aðstoðar
afganskra stjórnarhermanna. Oft er
um að ræða bardaga við vopnaða
fíkniefnasmyglara en framleiðsla á
ópíumi hefur stóraukist í landinu að
undanförnu.
Vilja efla herliðið
Yfirmenn herja aðildarríkja
NATO luku tveggja daga fundi í
Varsjá á laugardag og ræddu óskir
bandalagsins um að sent yrði aukið
herlið, allt að 2.500 manns, til Afgan-
istans vegna óvæntrar mótspyrnu
talíbana síðustu vikurnar. Einnig
þurfi að senda meira af hergögnum.
Yfirmennirnir voru sammála um að
brýnt væri að efla erlenda herliðið
en ekki er ljóst hvernig ríkisstjórnir
NATO-landanna munu bregðast við
áskorun fundarins.
Talsmenn breska hersins segja að
bardagarnir í suðurhéruðunum séu
mjög harðir. Höfuðsmaður í breska
hernum, Leo Docherty, hefur sagt
sig úr honum til að mótmæla því
sem hann kallar „hræðilega klaufa-
legar“ baráttuaðferðir sem notaðar
séu gegn talíbönum. Docherty var
háttsettur í breska liðinu í Helm-
and-héraði í Suður-Afganistan en
hætti í sl. mánuði. Segir hann að
beitt sé aðferðum sem séu eins og
„handbók“ í að klúðra baráttu gegn
uppreisn. Heimili almennings séu
eyðilögð og óbreyttir borgarar falli,
niðurstaðan verði að fólk á bardaga-
svæðunum snúist á sveif með
talíbönum.
„Við höfum sagt að við munum
haga okkur öðruvísi en Bandaríkja-
menn sem gerðu sprengjuárásir á
þorp en höfum hagað okkur alveg
eins,“ sagði hann í viðtali við blaðið
The Sunday Times. Fullyrðir Doch-
erty að menn hafi vegna þrýstings
frá héraðsstjóra Helmand ekki fylgt
upprunalegum áætlunum um að-
ferðir sem beita skyldi á svæðinu.
Talíbanar áttu sín sterkustu vígi í
sunnanverðu Afganistan.
Sjálfsvígssprengju-
maður verður
héraðsstjóra að
bana í Afganistan
AP
Á verði Bandarískir hermenn í Korengal-dal í austanverðu Afganistan.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Felldu nær 100 talíbana
BLOGGMYNDSKEIÐ á vefsíðunni
YouTube, sem sýndu líf 16 ára
stúlku í smáborg einhvers staðar í
Bandaríkjunum, hafa slegið í gegn
vestra. Stúlkan var sýnd í svefn-
herbergi sínu og sagði þar skoðanir
sínar á lífinu og tilverunni, einnig
ástarsamböndum, reikistjörnum,
smákökum og trúmálum, að sögn
breska blaðsins The Guardian.
Bloggsíðan nefnist lonelygirl15.
Milljónir áhorfenda hafa fylgst með
henni undanfarnar vikur og fjöl-
margir hafa notað sér gagnvirkn-
ina til að tjá sig um stúlkuna. En
„hönnuðir“ stúlkunnar, sem ekki
hafa gefið upp nöfn sín, viður-
kenndu opinberlega á laugardag að
um fölsun væri að ræða og sögðust
himinlifandi yfir viðbrögðunum.
Um væri að ræða upphafið á nýju
formi listsköpunar. Sendingarnar
voru raktar til öflugs fyrirtækis,
Creative Agents Agency, í
Hollywood og mun vörumerkið
lonelygirl15 hafa verið skráð fyrir
tveim vikum.
Hver verða viðbrögðin? The
Guardian bendir á að málið geti
dregið úr vinsældum gagnvirks
efnis af þessu tagi á netinu. Not-
endur gætu ákveðið að þeir vildu
ekki lengur láta hafa sig að fíflum.
Fyrstu viðbrögðin frá miklum
aðdáanda bloggsíðunnar, Alissu
Brooke, bentu til þess. „Jæja það er
ekkert gaman að þessu lengur,“
sagði hún í skeyti sínu.
Því miður
hannað í
Hollywood
»Yfir fjórar milljónir flótta-manna hafa snúið heim til
Afganistan eftir að stjórn
talíbana hrundi 2001.
»Enn er þó mikið um of-beldi og framleiðsla á
fíkniefnum er mun meiri en í
tíð talíbana.
»Nær 20.000 erlendir her-menn aðstoða afganska
stjórnarhermenn í baráttunni
við talíbana.
HNOTSKURN
Vín. AP, AFP. | Fulltrúar Írana og
Evrópusambandsins, ESB, segja að
árangur hafi orðið af viðræðum
þeirra um helgina í Vín í Austurríki
um kjarnorkudeilurnar. Náist ekki
málamiðlun gæti öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna hafið umræður um
refsiaðgerðir gagnvart Írönum sem
hafa neitað að hætta tilraunum sín-
um með auðgun úrans, eins og kraf-
ist er af hálfu öryggisráðsins.
Diplómatar sem ekki vildu láta
nafns síns getið sögðu í gær að Ír-
anar hefðu viðrað þá hugmynd í gær
að fresta, a.m.k. í bili, auðgun úrans
og koma þannig til móts við alþjóða-
samfélagið meðan leitað væri lausna.
Skilyrðið væri að þeir virtust ekki
vera að láta undan þrýstingi.
Íranar hafa fram til þessa harð-
neitað að til greina kæmi að hætta
við auðgunina eða fresta henni.
Margir óttast að markmiðið með til-
raunum þeirra sé að smíða kjarn-
orkuvopn undir yfirskini friðsam-
legra rannsókna.
Javier Solana, sem fer með utan-
ríkismál í framkvæmdastjórn ESB,
og Ali Larjiani, aðalsamningamaður
Írana í kjarnorkumálunum, sögðu
báðir að fundurinn hefði verið „upp-
byggilegur“ eins og það var orðað.
„Við höfum leyst hluta af þeim
misskilningi sem verið hefur í gangi.
Okkur hefur orðið ágengt og við vilj-
um halda áfram,“ sagði Solana.
Slakar klerkastjórnin til?
München. AFP, AP. | Benedikt 16. páfi
varaði í gær við því í predikun sinni í
Þýskalandi að nútímamenn væru að
verða „heyrnarlausir“ gagnvart orði
Guðs, svo margt yrði til að glepja
hugann, svo mörg tíðnisvið stöðugt í
gangi. Fyrsta útimessa Benedikts
páfa af þremur var sungin í gær en
hann er staddur í sex daga píla-
grímsför um gamlar heimaslóðir sín-
ar í Bæjaralandi í Þýskalandi. Hann
sagði við komu sína til landsins í
fyrradag að hjarta sitt slægi „í
bæverskum takti“.
Um 250.000 manns tóku þátt í
messunni í gær. „Auk þessara
heyrnarörðugleika eða hreint út
sagt heyrnarleysis hvað Guð varðar,
þá glötum við að sjálfsögðu eig-
inleikanum til þess að tala við hann,“
sagði páfi. Um helmingur Þjóðverja
er talinn tilheyra kaþólsku kirkjunni
en tök hennar verða þó æ veikari,
um 100.000 manns eru sagðir ganga
úr henni í landinu
ár hvert.
Benedikt 16.,
sem er 79 ára
gamall, hrósaði
að sögn breska
ríkisútvarpsins,
BBC, þjóðum
Asíu og Afríku
fyrir að hafna
„kaldlyndinu sem
telur að fólk sem hæðist að helgi-
dómum sé að tjá frelsi sitt og lítur á
gagnsemi sem æðsta siðferðislega
viðmiðið“.
Hann sagði að með ferð sinni til
heimalandsins vildi hann reyna að
koma í veg fyrir hnignun trúariðk-
unar í landinu. Páfi gagnrýndi
kirkjudeildina í Þýskalandi fyrir að
gera of lítið af því að boða trú í land-
inu sjálfu þótt hún væri reiðubúin að
aðstoða við að reisa kirkjur í Afríku
eða Austur-Evrópu.
Varar við minni trú
Benedikt XVI páfi.
London. AFP. | Valdabaráttan í breska
Verkamannaflokknum harðnar með
degi hverjum og er sótt hart að Gord-
on Brown fjármálaráðherra sem tal-
inn er líklegasti eftirmaður Tony
Blairs forsætisráðherra. Mesta at-
hygli vekja fregnir um að Blair, sem
hefur sagt að hann muni hætta innan
árs, muni ekki lýsa stuðningi við
Brown. Blaðið The Guardian hefur
eftir heimildarmönnum sínum að
Blair saki Brown um að taka á laun
þátt í andófi gegn sér til að hreppa
völdin.
Blaðið Observer segir að 10 hátt-
settir ráðherrar ræði nú hvernig
hægt sé að hindra Brown í að taka
við. Þeir telji hann óhæfan til að leiða
flokkinn og ríkisstjórnina, meðal
annars vegna skorts á samstarfs-
hæfileikum. Brown segist ekkert
hafa á móti því að efnt verði til mót-
framboðs. „Það veldur mér engum
vanda og ég hef sannarlega ekki neitt
á móti því persónulega að menn fari
gegn mér,“ sagði hann í viðtali við
breska útvarpið, BBC.
Brown vísar því sem fyrr eindregið
á bug að hann reyni að bola Blair út,
segir að það sé algerlega ákvörðun
leiðtogans sjálfs hvenær hann hætti.
Tom Watson, einn af ráðherrum
Verkamannaflokksins, undirritaði
nýlega ásamt 16 öðrum liðsmönnum
þingflokksins bréf þar sem Blair er
hvattur til að hætta strax. Watson
sagði síðan af sér ráðherradómi en
Blair tók málið óstinnt upp og sakaði
Watson um sviksemi.
Komið hefur í ljós að daginn áður
en bréfið var sent forsætisráðherran-
um fór Watson í heimsókn til Brown
sem þá dvaldist í húsi sínu í Skot-
landi. Þeir segja báðir að Watson hafi
aðeins verið að færa barni Browns
gjöf en heimsóknin hefur aukið grun-
semdir um að Brown hafi vitað af
bréfinu og jafnvel stutt hugmyndina.
Brown sakaður
um óheilindi