Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 14
Strax við þriggja mánaða aldur geta ungbörn skilið stuttar setn- ingar og þekkt þær þegar þær eru endurteknar fyrir þau. » 17 börn Í STÍGVÉLATÍSKU undanfarinna ára eru þær ófáar konurnar sem hafa átt í basli með að finna sér upphátt skótau sem er nægilega vítt til að ná utan um leggi þeirra. Venjuleg leðurstígvél virðast ekki vera hönn- uð fyrir kálfa sem eru stærri en prýðir meðal-Jónuna þrátt fyrir að fjöldi kvenna sé með fótleggi af stæði- legri sortinni. Nú eru dagar sprunginna rennilása hins vegar liðnir því danska tískuvörumerkið Dominique hefur fengið ítalskan skóframleiðanda til að framleiða fyrir sig leðurstígvél sem eru sérstaklega víð yfir kálf- ana en þau eru í stærðunum 37 – 43. Það sem gerir þennan fótabúnað óvenjulegan er að hann fæst í þremur mismunandi kálfavíddum, þ.e. 44, 48 og 52 cm. Hér á landi fást hin misvíðu stígvél í versluninni Fem- inin Fashion í Kópavogi. Að sögn Kristínar Kvaran eiganda verslunarinnar hafa þau fengið frábærar viðtökur enda fjöldi kvenna sem eygir nú möguleika á að eignast upphá leður- stígvél í fyrsta sinn. |mánudagur|11. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Um fjörutíu börn og unglingar voru um helgina á námskeiði í að sýna hunda. » 17 Bíbílína er tveggja ára gamall regnbogagári, afar mannelskur og félagslyndur. Hann lætur líka gamminn geisa. » 15 gæludýr Kannski verður verk Gerðar Gunnars myndlistarmanns eitt af táknum Ólympíuleikanna í Kína árið 2008. » 16 myndlist skór Nægilega víð yfir kálfana Morgunblaðið/Ásdís Lausn Stígvélin fást í þremur mismun- andi kálfavíddum. Vesen Margar konur hafa átt í basli með að finna á sig stígvél sem passa. Hugmyndin er að kynnabörnunum enska tungu,venja þau við að hlusta ámálið og kenna þeim al- geng orð. Með þessu viljum við þróa jákvætt viðhorf nemenda til ensk- unnar og búa þau undir „alvöru lífs- ins“ þegar þau fara í eldri bekki og hefja námið af krafti,“ segir Alda Sverrisdóttir, kennari við Ingunn- arskóla í Grafarholti, en þar er nú byrjað að kenna börnum ensku allt niður í fyrsta bekk. Alda sinnir enskukennslunni við Ingunnarskóla ásamt Vöku Rögn- valdsdóttur, en að sögn skólastjór- ans Guðlaugar Sturlaugsdóttur báru þær stöllur fram þessa hug- mynd í fyrra og var henni vel tekið af foreldraráðinu. „Okkur leist strax mjög vel á að prófa þetta með litlu börnin enda má segja að þau þekki orðið ensku úr tölvuleikjunum og víðar úr umhverfinu. Ég tel að þetta sé bara jákvætt og muni ekki hamla íslenskukennslunni, eins og sumir myndu vilja halda,“ segir Guðlaug. Nemendur í 1.–4. bekk fá einn enskutíma í hverri viku. „Það má segja að þetta sé til- raunaverkefni hjá okkur, en nokkrir skólar hafa verið að reyna fyrir sér með enskukennslu yngri barna á síðustu árum. Samkvæmt aðalnáms- skrá grunnskóla á enskukennsla að hefjast í fimmta bekk, en í nýjum drögum er hún færð niður í 4. bekk. Við viljum byrja með krakkana í ensku mun fyrr enda finnum við það á okkar krökkum að þau kunna heil- mikið af orðum. Talað og ritað mál á ensku er alls staðar í samfélaginu og krakkar á þessum aldri eru ótrú- lega lunkin við að læra ný orð og þýðingu þeirra. Með því að hitta þau í enskutímum fá þau tækifæri til að láta ljós sitt skína og við fáum tækifæri til að kynna þeim mál- notkun. Kennslan hjá okkur fer aðallega fram með söng, leikjum og spjalli, en við erum tvær saman ásamt stuðningsfulltrúa með hóp nemenda sem rúllar á milli stöðva. Við notum fjölbreytta kennsluhætti til að reyna að ná til sem flestra nemenda og til að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Tilgangurinn er ekki sá að þau tali reiprennandi ensku við lok fyrsta bekkjar heldur að þau átti sig á því hvað tungumál er og hafi já- kvætt viðhorf til áframhaldandi náms. Framtakið hefur mælst vel fyrir hjá nemendum, foreldrum og samkennurum,“ segir Alda. menntun Fyrstubekkingar fá enskukennslu Morgunblaðið/Eyþór Enskukennslan Fer aðallega fram með söng, leikjum og spjalli. Enskukennarar Alda Sverrisdóttir og Vaka Rögnvaldsdóttir. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Leikir Ýmsar skemmtilegar kennsluaðferðir eru notaðar við enskukennslu yngstu nemenda. ÞÚSUNDUM farsíma er stolið í heiminum í hverjum mánuði og nú hefur fyrirtækið Synchronica fund- ið leið til að gera símaþjófum erfitt fyrir. Símaforrit sem fyrirtækið kynnti nýlega til sögunnar læsir símanum og strokar allar upplýsingar úr honum um leið og eigandinn verður var við að farsíminn er horfinn. Ef símanum hefur verið stolið þá er einnig hægt að kveikja á afar há- væru væli eða öskri sem síminn gef- ur látlaust frá sér. Fyrirtækið Synchronica fullyrðir að yfirleitt taki það um hálfa mín- útu fyrir eigandann að uppgötva að síminn sé horfinn á meðan það taki að meðaltali klukkustund að upp- götva að veskinu hefur verið stolið. daglegt Stolni farsím- inn sem öskrar tómstundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.