Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 16
16 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HLÍN Leifsdóttir, sópr-
ansöngkona, heldur í kvöld
sína fyrstu einsöngstónleika
hérlendis eftir að hún hóf
söngnám á erlendri grund.
Tónleikarnir fara fram í Saln-
um í Kópavogi og eru þeir
helgaðir minningu Hlínar
Magnúsdóttur og Sveins
Jónssonar, móðurafa og
-ömmu Hlínar.
Á tónleikunum flytur Hlín
aríur fyrir kólóratúrsópran eftir Mozart, Bellini
og frönsk tónskáld ásamt píanóleikaranum Raúl
Jiménez.
Miðasala fer fram á www.salurinn.is.
Minningartónleikar
Til minningar um
ömmu og afa
Hlín Leifsdóttir.
Þórdís Aðalsteinsdóttir mynd-
listarmaður heldur fyrirlestur
um verk sín á vegum Opins
listaháskóla í Laugarnesi, í dag
klukkan 12.30.
Þórdís hefur búið og starfað
um nokkurt skeið í New York
þar sem hún hefur tekið virkan
þátt í sýningarhaldi og um hana
hefur verið fjallað í alþjóðlegum
listatímaritum.
Sýning hennar Því heyrist þó
hvíslað að einhverjir muni kom-
ast af stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum en í fyr-
irlestrinum mun hún kynna verk sín og hugmyndir.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fyrirlestur
Einhverjir munu
komast af
Eftir Þórdísi
Aðalsteins-
dóttur.
TÓNLISTARHÓPURINN
Aton heldur tónleika í Listahá-
skóla Íslands, Sölvhóli, í kvöld
klukkan 20. Tónleikarnir eru
liður í Norrænum mús-
íkdögum. Á efnisskrá eru verk
eftir Áka Ásgeirsson, Inga
Garðar Erlendsson, Kaj Aune,
Steingrím Rohloff og Lene
Grenager.
Aton hefur starfað frá 1998
og hefur frumflutt um 40 íslensk verk. Aton hefur
haldið tónleika í Reykjavík, á landsbyggðinni, á
Grænlandi og í Færeyjum. Aton var tilnefndur til
Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem bjart-
asta vonin.
Tónleikar
Tónlistarhópurinn
Aton með tónleika
Aton.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
LOKAHÓF Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík var hald-
ið í aðalútibúi Landsbankans við
Austurstræti síðastliðinn laug-
ardag.
Þar var bestu myndum hátíð-
arinnar veitt verðlaun.
Kvikmyndahátíðin hefur nú stað-
ið yfir í 11 daga á henni sýndar nær
80 myndir, af öllum lengdum og
gerðum.
Uppgötvun ársins
Aðalverðlaun ársins, Uppgötvun
ársins, runnu bosnísku kvikmynd-
inni Grbavica í skaut. Leikstjóri
myndarinnar er Jasmila Zbanic.
Grbavica heitir eftir samnefndu
hverfi í Bosníu og fjallar um erf-
iðleika eftirstríðsáranna þar í landi.
Það var formaður dómnefnd-
arinnar, Niki Karimi, sem veitti
verðlaunin, en dómnefndin sá einn-
ig ástæðu til að nefna sérstaklega
ungversku kvikmyndina Ferskt loft
(Friss levego), sem eina ef eft-
irminnilegustu myndum hátíð-
arinnar.
Fyrst í þríleiknum
Samtök kvikmyndagagnrýnenda
og blaðamanna um heim allan (FI-
PRESCI) veittu ensku kvikmynd-
inni Rauður vegur (Red Road) sín
verðlaun en leikstjóri myndarinnar
er Andrea Arnold.
Hún var gestur kvikmyndahátíð-
arinnar en var farin af landi brott
þegar verðlaunin voru veitt. Rauð-
ur vegur er fyrsta myndin af þrem-
ur í verkefni sem kallast The Adv-
ance Party, þar sem þrír
leikstjórar gera ólíkar myndir sem
eiga það þó sameiginlegt að skarta
sömu aðalleikurunum í sömu hlut-
verkunum.
Vinsæll Draumur
Áhorfendur fengu að velja sína
eftirlætismynd á hátíðinni á heima-
síðu Kvikmyndahátíðar. Danska
myndin Drömmen (Draumurinn)
þótti fremst meðal jafningja og
veitti leikstjóri myndarinnar, Niels
Arden Oplev, verðlaununum við-
töku.
Kvikmyndaverðlaun
kirkjunnar
Sérstök mannréttindaverðlaun
voru svo veitt mexíkósku myndinni
De NADIE (Af engum). Myndin er
eftir Tin Dirdamal og segir sögu
innflytjenda frá Suður- og Mið-
Ameríku á leið sinni til Bandaríkj-
anna.
Biskup Íslands veitti í fyrsta sinn
Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkj-
unnar.
Valið stóð á milli fjögurra mynda
sem allar voru sýndar í flokknum
Þýska myndin Vier Minuten (Fjór-
ar mínútur) hlaut verðlaunin en
hún er eftir leikstjórann Chris
Kraus og segir sögu ungar konu
sem situr í fangelsi fyrir manndráp.
» Alþjóðleg kvikmyndahá-tíð í Reykjavík stóð yfir
dagana 28. september til 8.
október.
» Á hátíðinni voru sýndartæplega 80 myndir frá
fjölmörgum þjóðlöndum.
» Aðalverðlaun ársins, Upp-götvun ársins, fékk bosn-
íska myndin Grbavica.
» Kvikmyndaverðlaun þjóð-kirkjunnar voru veitt á
hátíðinni í fyrsta sinn en þau
hlaut þýska myndin Vier Min-
uten (Fjórar mínútur).
» Danska myndin Drömmen(Draumurinn) fékk áhorf-
endaverðlaunin að þessu
sinni.
Í HNOTSKURN
Kvikmyndir | Lokahóf Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Bosnísk mynd þótti best
ÞAU Dimitri Epides og Hrönn Marinósdóttir voru að sjálfsögðu viðstödd
lokahóf Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík en Dimitri var dag-
skrárstjóri hátíðarinnar og Hrönn stjórnandi hennar.
Fjölmenni á lokahófi
AÐSTANDENDUR uppfærslu söng-
leiksins Les Miserables (Vesaling-
arnir) á West End í London fögnuðu
21 ári á fjölunum nú um helgina.
Hópurinn gladdist ennfremur yfir
þeirri staðreynd
að með árinu 21
hefur söngleik-
urinn gengið
lengst sýninga á
West End frá upp-
hafi.
Söngleikurinn
Vesalingarnir er
gerður eftir sögu
franska rithöfund-
arins Victors Hugo. Hann var frum-
sýndur á West End 8. október árið
1985.
Michael Ball, sem fór með hlut-
verk Maríusar, sagði í samtali við
BBC að allur leikhópurinn hefði ver-
ið efins um viðtökur sýningarinnar.
„Við héldum að við þyrftum að
fara að leita okkur að nýjum störf-
um eftir fyrstu sýninguna. Gagnrýn-
endur fóru ekki mjúkum orðum um
okkur en þrátt fyrir það var eft-
irspurnin mikil … og er enn,“ sagði
Ball.
Þótt sýningin sé vinsæl er Sally
nokkur Firth án efa dyggasti aðdá-
andi hennar, en hún hefur séð Vesa-
lingana 740 sinnum.
Les Misera-
bles á fjöl-
unum í 21 ár
Lengsti tími sýningar
á West End
Les Miserables á
West End.
WHITECHAPEL galleríið í Lund-
únum hefur ákveðið að sýna ekki
nokkur verk súrrelistans Hans
Bellmer á fyrirhugaðri sýningu af
ótta við viðbrögð múslíma. Á dög-
unum hætti þýskt óperuhús,
Deutsche Oper, við að sýna óperu
Mozarts, Idomeno, af sömu ástæðu.
Fyrrnefnd verk Bellmers voru
tekin úr sýningu degi fyrir opnun
hennar. Einn sýningarstjóra Whi-
techapel segir það hafa verið gert
til að ganga ekki fram af íbúum
Whitechapel hverfisins, sem eru að
stórum hluta múslímar. Í yfirlýs-
ingu frá galleríinu segir að sum
verkanna hafi verið fjarlægð
vegna ónógs pláss. Bellmer þykir
nokkuð vel þekktur á mælikvarða
listasögunnar en í verkum hans má
m.a. sjá berar konur í dúkkulíki.
Ritskoðun
vegna ótta
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
DJASSSVEITIN Póstberarnir
flytur tónlist Megasar í djassút-
setningum á öðrum tónleikum í
tónleikaröðinni Tónar við hafið í
Þorlákshöfn næstkomandi mið-
vikudag. Yfirskrift tónleikanna er
Tóneyra Megasar. Texta Megasar
við lögin verður varpað á tjald
meðan á flutningi laganna stendur
ásamt teikningum eftir Megas.
Textarnir sterka
hlið Megasar
Póstberarnir urðu til á menn-
ingarnótt í Reykjavík árið 2004 en
hugmyndin að djassútsetningum á
lögum Megasar varð til í fyrra og
hefur sveitin tvívegis áður flutt
efnisskrána.
Andrés Þór Gunnlaugsson, gít-
arleikari sveitarinnar, segir að
Eyjólfur Þorleifsson, saxófónleik-
ari sveitarinnar, hafi kveikt á
þeirri hugmynd að setja lög Meg-
asar í djassbúning.
„Okkur hinum fannst hug-
myndin góð því sterka hlið Megas-
ar hefur verið textarnir og okkur
fannst spennandi að skoða lögin út
frá sjónarhorni laglínunnar. Við
vorum reyndar ekkert of vissir að
við fyndum eitthvað bitastætt sem
myndi þjóna okkar markmiðum.
En þetta gekk eiginlega full-
komlega upp og við uppgötvuðum
að laglínur Megasar eru mjög
framandi og liggja mjög vel fyrir
blásara. Það eru flottar spennur í
laglínunum sem við viljum hafa í
djasslaglínum og kannski er það
einmitt sá þáttur í tónlist Megasar
sem mörgum þykir hljóma falskt.
Hann er bara svona djassaður í
söngnum og ómstríður á réttum
stöðum,“ segir Andrés Þór.
Þeir félagar gerðu útsetningar
að einum tíu til tólf lögum og
fluttu þær fyrst á Jazzhátíð
Reykjavíkur 2005. Þeir spiluðu út-
setningarnar líka á Akureyri í
sumar og nú er komið að Þorláks-
höfn. Einnig hafa Póstberarnir í
hyggju að hljóðrita þetta efni fáist
til þess leyfi frá höfundinum.
Lögin þola vel meðferðina
Í sumum útsetningum hafa þeir
félagar fjarlægst mjög upp-
runalegu gerð laganna, eins og
t.a.m. í Heilræðavísum.
„Í meðförum Megasar er þetta í
ætt við sjómannavalsana en við
setjum meira „groove“ í lagið í
ætt við John Scofield. Þetta gefur
nýja sýn á lagið. Lög Megasar eru
það sterk að þau þola alveg svona
meðferð og lagið heyrist alveg í
gegn. Við höfum líka tekið mjög
frjálsa nálgun á önnur lög en sum
þeirra ná að verða mjög djassleg
án þess að við eigum mikið við
þau.“
Auk þeirra Andrésar Þórs og
Eyjólfs leika á tónleikunum Agnar
Már Agnarsson á píanó, Ólafur
Stolzenwald á kontrabassa og Er-
ik Qvick á trommur.
Tónlist | Megas djassaður upp
Tóneyra Megas-
ar í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Kristinn
Megas djassaður Andrés Þór Gunnlaugsson leikur djassútsetningar á
lögum Megasar ásamt félögum.
Tónleikarnir verða í Versölum,
Ráðhúsi Ölfuss á miðvikudags-
kvöld og hefjast klukkan 20:00.
♦♦♦