Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 26

Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 26
26 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN | PRÓFKJÖR Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ ER skólastarf komið í fullan gang og börn á öllum aldri trítla eftir göt- um borgarinnar. Öll börn eru hvött til að ganga í skólann til að efla heilsu sína. En sú för er ekki hættulaus fyrir litla fætur og margt sem þarf að varast. Bílar virðast oft lengra í burtu en þeir í raun eru og fara mun hraðar yfir en börn- in gera sér grein fyrir. Á bílstjórum hvílir sú ábyrgð að aka á löglegum hraða, virða um- ferðar- og gang- brautarljós og gæta fyllstu varúðar við aksturinn. Gangbrautarljós eru iðulega staðsett nálægt skólum og ætlast til að skóla- börn noti þau til að komast yfir götuna. Til að gangbraut- arljósin virki sem skildi þurfa gang- andi vegfarendur að nota þau rétt og ökumenn að bregðast rétt við þeim. Allir vita hvað rautt ljós þýðir en gula ljósið virðist vera einhverjum vafa bundið. Gult ljós, kæru öku- menn, þýðir ekki að þið eigið að gefa allt í botn til að komast yfir, heldur segir það okkur að hægja á og stöðva. Það er ótrúlegt að vera við gatnamót og sjá allan þann fjölda sem fer yfir þau á rauðu ljósi. Nauðsynlegt er að kenna börnum rétta notkun gönguljósa og brýna fyrir þeim að nota þau. En það er ekki nóg að börn noti umferðarljósin heldur þurfa þeir sem eldri eru einn- ig að nota gangbrautarljósin rétt. Í sumar fóru flest 5 – 6 ára börn í Um- ferðarskólann og lærðu að græni karlinn segir okkur að fara af stað en sá rauði segir okkur að bíða. Þó börnunum sé einnig kennt að horfa og hlusta þá er græni karlinn oft áhrifameiri og þau hlýða honum og fara af stað. Því er lífsnauðsynlegt, barnanna vegna, að ökumenn að virði einnig þessa litríku karla og stöðvi bifreiðar sínar á rauðu gang- brautarljósi. En vandamálið er ekki einskorðað við ökumenn heldur einnig fullorðna gangandi vegfarendur. Oftar en ekki má sjá börnin stoppa við umferð- arljósin og ýta á takkann svo kemur fullorðin manneskja og gengur yfir götuna á móti rauðu ljósi. Hvernig getum við ætlast til þess að börnin noti umferðarljósin ef við gerum það ekki. Raunveruleikinn er nefnilega sá að börn læra það sem fyrir þeim er haft en ekki af því sem hinir full- orðnu segja þeim að gera. Við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það er eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur þegar við verð- um foreldrar. DAGBJÖRT H. KRISTINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og starfar á slysavarnasviði Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Gangbrautir eru þarfaþing ! Frá Dagbjörtu H. Kristinsdóttur: Morgunblaðið/Ómar Fullorðið fólk þarf að vera góð fyrirmynd í umferð- inn og nauðsynlegt er að kenna börnum rétta notkun gönguljósa og brýna fyrir þeim að nota þau. ER ÞAÐ satt að íslenskir neyt- endur láti hvað sem er yfir sig ganga? Bíti bara á jaxlinn eins og forfeður okkar þeg- ar mjölið var skemmt og vogin röng á dögum danskra einok- unarkaupmanna? Eru það einu við- brögð okkar við vaxtaokri bankanna, ólögmætu verð- samráði olíufélaganna og hæsta matarverði í heimi? Við hristum höf- uðið, hneykslumst svolítið og höld- um svo áfram eins og ekkert hafi í skorist. Rödd neytenda heyrist sjaldan, lítið fer fyrir gagnrýninni, krefjandi umræðu eða mótmælum. En það eru til samtök hér á landi sem starfa í þágu neytenda. Um nýliðna helgi héldu Neyt- endasamtökin þing sitt. Félagar í samtökunum eru rúmlega tíu þús- und. Það þýðir að stór hluti íslenskra heimila tengist samtökunum. Fé- lagar fá Neytendablaðið sent árs- fjórðungslega fullt af hagnýtum upplýsingum og fróðleik. Samtökin reka upplýsinga- og kvörtunarþjón- ustu sem þúsundir manna notfæra sér á hverju ári. Þau reka marghátt- aða starfsemi og standa vörð um hag neytenda í landinu. Áhrif samtak- anna eru hinsvegar ekki í samræmi við félagafjölda og mikilvægi. Sam- tök framleiðenda og þrýstihópar fyr- irtækja virðast hafa greiðari aðgang að stjórnmálaflokkum og stjórn- málamönnum sem ráðið hafa í ís- lensku samfélagi síðustu árin. Þessu þarf að breyta. Neytendur vilja virka samkeppni, ekki einokun eða fákeppni Á þingi Neytendasamtakanna voru samþykktar ályktanir þar sem fram koma kröfur íslenskra neyt- enda. Þær helstu eru: – Matvöruverð lækki nú þegar: Vörugjöld verði afnumin, virð- isaukaskattur afnuminn, samkeppn- iseftirlit hert. – Landbúnaðarstefnunni verði breytt. Tollar og innflutningskvótar á kjúklinga- og svínakjöti verði lagð- ir af nú þegar og innflutningur gef- inn frjáls. Tollar á innfluttum mjólk- urvörum, nautakjöti og lambakjöti lækki þegar í stað og falli niður inn- an fárra ára. – Fjármálastarfsemi: Bil milli út- láns- og innlánsvaxta lækki, lántöku- kostnaður lækki, uppgreiðslugjöld falli niður að mestu og stimpilgjöld af lánum falli niður. – Kröfur um aukið eftirlit og upp- lýsingagjöf varðandi trygginga- starfsemi, lyfjamarkaðinn og erfða- breytt matvæli. – Að ákæruvaldið og dómstólar dragi til ábyrgðar þá sem stóðu fyrir mesta viðskiptasamsæri síðari ára með verðsamráði olíufélaganna. Hvar eru málsvarar neytenda? Nú þegar kosningar eru í aðsigi og stjórnmálamenn og flokkar kynna stefnumál sín, ættu íslenskir neytendur, almenningur í landinu, að kynna sér málflutning þeirra ofan í kjölinn. Hver er afstaða þeirra til sjónarmiða neytenda? Hverjum er treystandi? Takið vara á úlfum í sauðagærum, varist fagurgala stjórnmálamanna sem varið hafa forréttindi olíufélaga, trygginga- félaga, úrelts landbúnaðarkerfis, vaxtaokurs og lyfjarisa. Hvaða flokkar hafa setið að kjötkötlunum með risunum í íslensku efnahagslífi? Hverjir hafa skammtað sneiðarnar? Íslenskir neytendur geta tekið málin í sínar hendur með því að beina stuðningi sínum og atkvæðum í þann farveg sem tryggir afkomu þeirra og framtíð. Nú er tækifærið! Hvar er flokkur neytenda? Eftir Sigurð Pétursson Höfundur er bæjarfulltrúi í Ísa- fjarðarbæ og býður sig fram í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi. HÚSNÆÐI og það félagslega og fjárhagslega öryggi sem öruggri búsetu fylgir tilheyrir grundvallarþörfum allra. Þennan mikilvæga þátt þarf að greiða niður með ýmsum hætti. Byggingu og kaup íbúða fyrir þá sem ráða ekki við kaup eða leigu á almennum markaði má örva og tryggja með niðurgreiðslu vaxta og beinum stofnframlögum og þeir sem betur geta bjargað sér eiga að njóta skatthagræðis. Mistök undanfarinna ára Sitjandi ríkisstjórn hefur tekið röð rangra ákvarðana sem leitt hafa til versnandi afkomu al- mennings og skertra möguleika vinnandi fólks til eigna- myndunar. 1998 var ákveðið að hætta niðurgreiðslu vaxta vegna félagslegs húsnæðis fyrir tekjulága. Vaxta- hækkun átti að gerast í áföngum þar til eðlilegum mark- aðsvöxtum yrði náð. Á móti breytingunum skyldi unnið með viðbótarlánum til kaupa á eignaríbúðum og eflingu vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins. Fögur markmið en engar efndir. Markaðsáhrif breytinganna urðu mikil. Eftirspurn jókst án þess að framboð ykist. Fast- eignaverð og húsaleiga hækkaði sem og lánsþörf og greiðslubyrði. Hundruðum fjölskyldna, sem áður fengu úrlausn í félagslega eignaríbúðakerfinu, var vísað á van- þroskaðan leigumarkað eða á almennan húsnæð- ismarkað með fyrirheitum um fyrirgreiðslu í húsbréfa- og vaxtabótakerfinu. Engin tilraun var gerð til þess meta eða milda áhrif lagabreytinganna og þeim ekki mætt með fullnægjandi hækkun húsaleigubóta eða breytingum á vaxtabótakerfinu. Steininn tók úr eftir síðustu kosningar þegar Íbúðalánasjóður tók að veita 90% húsnæðislán í harðari samkeppni við bankana á sama tíma og lagt var í gífurlegar framkvæmdir í atvinnulífinu. Þetta leiddi til nýrrar sprengingar á húsnæðismarkaði. Afleiðingin er óbærileg skuldsetning almennings og rýrnandi lífskjör. Hvað þarf að gera Hefja þarf endurnýjun félagslega húsnæðiskerfisins og treysta hlutverk og ábyrgð hins opinbera. Taka verð- ur upp ótekjutengdar húsaleigubætur, hækka vaxtabæt- ur og örva byggingu almenns leiguhúsnæðis með skil- yrtum stofnstyrkjum. Gera þarf nauðsynlegar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja, hvort heldur þau eru í einkaeigu eða opinberri, sem vilja eiga og reka íbúðarhúsnæði til útleigu og breyta samhliða húsa- leigulögum þannig að hagsmunir leigjenda verði tryggð- ir. Það er verk að vinna Ég tel að Samfylkingunni sé best treystandi til þess að vinna þau í sátt við allt samfélagið. Ég hvet þig eindregið til þess að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi þann 4.11. næst komandi og leggja þitt af mörkum til að móta sterkan og frambærilegan fram- boðslista í kjördæminu. Ég vil taka 2.–3. sætið á þeim lista og óska eftir stuðningi þínum. Varanleg og örugg húsnæðisúrræði Eftir Magnús M. Norðdahl Höfundur er lögfræðingur ASÍ og býður sig fram í 2.–3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Í FYRRI grein minni um þetta efni fjallaði ég um hvort sum pen- ingaspil væru skaðlegri en önnur og hvaða upplýsingar rannsóknir hafa fært okkur. En hvernig er þessum málum háttað hjá hinum Norð- urlandaþjóðunum? Í september sl. átti stjórn norrænna samtaka um spila- fíkn (SNUS stiftelsen Nordiska salskapet for upplysning om spel- beroende) fund hér á landi. Í Sví- þjóð eru meðferðarúrræði fjár- mögnuð af rekstrarfé peningaspila. Fjölbreytt meðferðarúrræði er að finna í flestum þessara landa s.s. meðferð á dagdeild/göngudeild, upplýsingamiðstöðvar, forvarn- arprógrömm og sjálfshjálparhópa. Aðstandendum býðst að sækja stuðningshópa/meðferð. Aldurs- takmark til að spila peningaspil í Svíþjóð er 20 ára, en 18 ára í spila- kassa. Konur eru í Svíþjóð stækk- andi hópur sem spila á netinu. Norðmenn eru að berjast við ámóta aukningu og hafa ákveðið að banna spilakassa frá og með 1. júlí 2007. Í Finnlandi er aldurstakmarkið 15 ára til að fá að spila í spilakössum. Margt er líkt með Norðurlönd- unum og íslenskum veruleika í þess- um efnum. Karlar og þá aðallega ungir drengir eru í meirihluta. Vin- sælustu spilin eru spilakassar og peningaspil á netinu. Þessar þjóðir hafa allar orðið þess áskynja að lík- ur eru á tengslum milli spilafíknar og annarrar fíknar og spilafíknar og ofvirkni og athyglisbrests. Pen- ingaspil er vaxandi iðnaður sem veltir miklu fé. Spyrja má hvort hugmynda- fræðin að baki peningaspila- mennsku á Íslandi sé ábyrg. Hér er m.a. átt við hvort börn kunni að hafa aðgang að peningaspilum áður en þau ná tilskildum aldri. Umræðan í þessu sambandi hefur einna helst átt við spilakassana. Skafmiðar, lottó og íþróttagetraunir eru oft álit- in saklausari skemmtun. Það kann að vera að ánetjunaráhrif skafmiða og lottós séu minni en spilakassanna og netspilanna. Auðvelt er þó að færa rök fyrir því að öll spil sem vekja von í brjósti spilarans um að hann geti unnið pening geta haft ánetjunaráhrif. Ef peningaspila- mennska á að vera rekin á ábyrgan hátt þarf að tryggja að börn hafi ekki aðgengi að neins konar pen- ingaspilum. Samræma þarf lögin frá 2005 við eldri reglugerðir sem stangast á við þau. Staðsetning spilakassa hefur oft verið til um- ræðu í þjóðfélaginu en verður ekki reifuð hér. Peningaspil á netinu eru áhyggju- efni. Ég vil hvetja foreldra til að vera vakandi fyrir þessari nýju og vaxandi vá. Skoða þarf fleiri mögu- leika til að loka fyrir aðgengi síðna sem bjóða upp á peningaspil. Fyr- irbyggjandi aðgerðir eru í formi að- halds/eftirlits, umræðu og fræðslu um áhættu þess að spila pen- ingaspil. Hvað viðkemur fullorðnum spilafíklum og aðstandendum þeirra höfum við jafnframt samfélagslega ábyrgð. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við peningaspil svo framarlega sem viðkomandi hefur náð 18 ára aldri og hefur stjórn á spilamennsku sinni. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum í þágu þessa málefnis fái ég til þess stuðning Reykvíkinga í kom- andi prófkjöri sjálfstæðismanna. Peningaspil á netinu er vaxandi vandamál Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Höfundur er varaþingmaður og býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í GREIN Morgunblaðsins þann 1. september síðastliðinn kemur fram að heilbrigðisráðherra sé hlynntur nálastunguaðferðum. Þar segir ráð- herra að nálastunguaðferðir hafi að nokkru verið notaðar innan heil- brigðisþjónustunnar og að áhugi sé á að skoða nánar samstarf á milli íslenskra og kínverskra heilbrigð- isyfirvalda. Nálastungufélag Íslands er skip- að sjö meðlimum sem stundað hafa a.m.k. þriggja ára nám í kínversk- um lækningum frá viðurkenndum háskólum. Námið samræmist menntunarstaðli Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) að öllu leyti og er lánshæft hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Undanfarin átta ár hefur Land- læknisembættið veitt viðurkennd- um heilbrigðisstarfsmönnum, s.s. sjúkraþjálfurum og ljósmæðrum, leyfi til að stunda nálastungur. Þessir starfsmenn hafa einungis þurft að sækja stutt námskeið í nál- astungum. Félagar í Nálastungu- félagi Íslands fá hins vegar ekki starfsleyfi á Íslandi og er það mið- ur. Nú eru allar líkur á því að nála- stungur verði notaðar enn meira í íslenska heilbrigðiskerfinu. Við vilj- um því hvetja heilbrigðisráðherra til að hafa okkur í huga í því sam- starfi sem fyrirhugað er. Það yrði til að auka gæði nálastungu- meðferða í heilbrigðiskerfinu og þannig bæta hag sjúklinga. Umsókn Nálastungufélags Ís- lands um löggildingu liggur á borði ráðherra og bíður afgreiðslu. Fyrir hönd stjórnar Nálastungu- félags Íslands, RÍKHARÐUR MAR JÓSAFATSSON, Suðurlandsbraut 34, Reykjavík. Kínverskar lækninga- aðferðir sem hluti af heilbrigðiskerfinu Frá Ríkharði Mar Jósafatssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.