Morgunblaðið - 09.10.2006, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
vík ættu að huga sér-
staklega að því að
erlendir ferðamenn
geti aflað sér upplýs-
inga um vöru og þjón-
ustu á öðrum málum.
Annað efni þessu
tengt er skortur á sér-
stöku kvikmyndahúsi í
miðborginni er sýndi
aðeins íslenskar kvik-
myndir. Það rignir
ósjaldan í Reykjavík og
þegar grálegt er um að
litast í miðborginni
væri fátt meira tilvalið
fyrir erlenda ferða-
menn en að bregða sér
inn í hlýjan bíósal og
kynnast broti af íslenskri menningu.
Jafnframt mætti nota þennan
miðil til að bjóða ferðamönnum upp
á kynningu á íslenskri myndlist. Á
erlendum listasöfnum er gjarnan
boðið upp á hljóðræna leiðsögn um
safnkostinn og hvers vegna ættu Ís-
lendingar ekki að útfæra sömu hugs-
un í myndrænni kynningu á mynd-
list í bíósal? Það sama má segja um
bókmenntirnar. Þar liggja ýmis
tækifæri ónýtt sem þarf að huga að.
Með því að kynna íslenska rithöf-
unda með viðtalsbrotum í bíósal
væri hægt að höfða til ungra ferða-
manna sem ella færu á mis við þá.
Fyrir helgi stað-festu tölur frá
Ferðamálastofu, að er-
lendum ferðamönnum
til landsins hefði fjölg-
að umtalsvert á árinu.
Á sama tíma bárust
fréttir af því, að fjöldi
gesta í Upplýsinga-
miðstöðinni í Ingólfs-
nausti við Aðalstræti í
ár væri þegar orðinn
töluvert meiri en allt
árið í fyrra.
Víkverji tekur þess-
um tíðindnum fagn-
andi, enda hefur hann
löngum litið svo á, að
ferðamannaiðnaðurinn
geti haft jákvæð áhrif á miðborgina,
eflt þar verslun og mannlíf og skap-
að ný og spennandi tækifæri.
Eins og Víkverji hefur áður bent á
er hins vegar víða pottur brotinn í
þjónustu við erlenda ferðamenn.
Víkverji brá sér þannig austur á
Gullfoss fyrr í sumar og komst að
því, að nýlegur upplýsingaskáli ofan
við fossinn var hannaður eingöngu
með Íslendinga í huga, þar var ekki
að finna neinar upplýsingar á öðrum
tungumálum, ekki einu sinni á al-
þjóðamálinu ensku.
Víkverji telur þetta víti til varn-
aðar og að borgaryfirvöld í Reykja-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins : Ef von vor til Krists nær aðeins til
þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra
manna. (1. Korintubréf 15, 19.)
Í dag er mánudagur
9. október, 282. dagur
ársins 2006
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Nátttröllið TR
ÞAÐ er flókið mál að leita til Trygg-
ingastofnunar ríkisins. Ég þurfti að
leita til hjartasérfræðings fyrir til-
stuðlan sérfræðings sem hefur
sprautað mig í axlirnar og taldi hann
þörf á hjartarannsókn. Þegar ég fór
á Tryggingastofnun til að fá end-
urgreiddar tæpar 6 þús. krónur sem
ég hafði greitt hjá hjartasérfræð-
ingnum þá neitaði Tryggingastofnun
að tala það gilt af því að tilvísun átti
að koma frá heimilislækni.
Er ekki aðalmálið að það komi til-
vísun frá lækni, þarf það endilega að
vera frá heimilislækni? Er endalaust
hægt að leggja svona á veikt fólk.
Ég vorkenni starfsfólki trygg-
ingastofnunar að þrufa að standa
frammi fyrir sjúklingum og bera
fram ákvarðanir sem finnast engin
rök fyrir. Skal nokkurn undra þá
miklu traffík sem er á götum
Reykjavíkur m.a. af leigubílum sem
eru að ferja sjúklinga á milli lækna
og tryggingastofnunar.
Það eru einu kynni mín af Trygg-
ingastofnun en sem starfandi hjúkr-
unarfræðingur í hálfa öld fylgdist ég
með baráttu sjúklinga við þessa
stofnun. Finnst mér sorglegt að sjá
að ekkert á þeim bæ hefur færst til
batnaðar. Tillaga mín er að Trygg-
ingastofnun verði lögð niður hið
bráðasta og fyrri tíma sjúkrasamlag
tekið í notkun. Nokkur ár eru síðan
Ingólfur Sveinsson, geðlæknir, kom
með þá tillögu í nokkrum blaða-
greinum.
Hrönn Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur
á eftirlaunum.
Pólitík í umferðarmálum
NÚ undanfara daga hefur þjóðin
verið að tala um umferðarmál. Mér
er ofboðið hvað ráðherrar hafa kom-
ið inn í þessa umræðu, og lofað öllu
fögru. En ekkert hefur komist áleið-
ist nema fagurgali frá þeim. Hvernig
má það vera að ráðamenn Íslands
séu alveg blindir gagnvart þessum
málaflokki, þar sem við borgum
mörg gjöld til vegamála og umferð-
aröryggis.
Háttvirtur samgönguráðherra
hefur lofað mörgu til að bæta þenn-
an málaflokk en ekki staðið við sín
orð, best má sjá á því að Óli H. Þórð-
ar hefur sagt af sér störfum vegna
þess að hann fær ekki hljómgrunn
frá ríkinu.
Á sama tíma og verið er að ræða
um umferðaröryggi og að fjarlægja
hraðaakstur af götum bæjarins þá
virðist mér að Guðni Águstsson hafi
meira um málið að segja þar sem
hann gat úthlutað 300 miljónum til
hestamanna
Ekki það að mér sé illa við hesta-
menn, heldur snýst málið um for-
gangsröðun.
Þá er mér spurn hver ræður
meira.
Geir H. Haarde sagði í morgun að
það væri 15,5 miljarðar í tekju-
afgang fyrir næsta ár, (væntanlega
snýr sér úr því), hann gæti sett inn í
þetta frumvarp ca 300 millj. til L.Í.A
eins og til hestamanna.
Mér þætti gaman að hitta hann til
að ræða þessi mál og að hann gæti
svarað mér hvort það væri betra að
leggja fé til hesta eða mannfólks. Ég
held að hann hafi ekki mörg svör.
Að lokum: Viljum við hafa um-
ferðaröryggi í ólestri eða eigum við
að hlusta á samgönguráðherra mik-
ið lengur. Kjósum þann sem er
tilbúinn að taka þetta verkefni að
sér.
Anna María Þorláksdóttir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
60 ára afmæli. Ídag, 9. októ-
ber, er sextugur
Ólafur Víðir Björns-
son, deildarstjóri í
íslensku við Verzl-
unarskóla Íslands.
Hann er að heiman.
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags-
og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma
569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN.
www.haskolabio.is • Miðasalan opnar kl. 17HAGATORGI • S. 530 1919
BJÓLFSKVIÐA
eee
H.J. - MBL
eeee
blaðið
LOKASÝNINGARTILBOÐ 400 KR.
ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku tali !
GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM
NICOLAS
CAGE SÝNIR
STÓRLEIK Í
MYNDINNI.
NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE.
STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN.
eee
BBC
eee
ROLLING STONE
eeee
EMPIRE
eeee
TOPP5.IS
SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG
SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG.
WORLD TRADE CENTER kl. 6 - 8:30 - 10:10 B.i.12.ára
THE ROAD TO GUANTANAMO ÁN TEXTA kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16.ára
THE QUEEN kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BJÓLFSKVIÐA kl. 8 B.i.16.ára
PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 kl. 9 Tilboð 400kr. B.i.12.ára
eeee
SV, MBL
Einn óvæntasti
gleðigjafi ársins
FRÁBÆR MYND FRÁ VERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM
STEPHEN FREARS SEM VAR VALIN OPNUNARMYNDIN Á
KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í FENEYJUM OG REYKJAVIK.
HELEN MIRREN HLAUT
VERÐLAUN SEM
BESTA LEIKKONAN Í
AÐALHLUTVERKI Á
KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI
Í FENEYJUM
ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM
Ekki missa af fyndnustu Walt
Disney teiknimynd haustins.
eeee
VJV
eeee
Roger EbertÞEGAR FRÉTTIR AF DAUÐA DÍÖNU PRINSESSU SKÓKU HEIMS-
BYGGÐINA, DRÓ HENNAR HÁTIGN ELÍSABET II DROTTNING SIG
TIL HLÉS INNAN VEGGJA BALMORE KASTALA.
eee
MMJ,
KVIKMYNDIR.COM
"LEIKURINN EINSTAKUR OG
UMFJÖLLUNAREFNIÐ
ÁHUGAVERT."
NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI.
eee
BBC
eeee
EMPIRE
/ KRINGLAN
BEERFEST kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i.12.ára.
HARSH TIMES kl. 8 - 10:20 B.i. 16.ára.
BÖRN kl. 8 - 10:10 B.i.12.ára.
ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl tali kl. 6 LEYFÐ
UNITED 93 kl. 5:45 B.i.14.ára.
eee
LIB, TOPP5.IS
eee
ROLLING STONE
UNDURFÖGUR tónlist Schumanns svífur
yfir andstæðunni, kuldalegum fangelsismúr-
unum í Fjórum mínútum, grimmu drama
um tvo konsertpíanista með raunasögur að
baki.
Hin áttræða frú Krueger (Bleibtreu) hef-
ur kennt föngum klassískan píanóleik við
ríkisfangelsi í Þýskalandi, lengur en elstu
menn muna. Hún fær að vita að nýkominn
fangi, dæmdur morðingi, búi yfir ótvíræðum
hæfileikum og líður ekki á lönngu uns stúlk-
an, Jenny Von Loeben (Herzsprung), vekur
áhuga hennar.
Þannig hefjast samskipti kvennanna
tveggja sem eiga tónlistarhæfileikana sam-
eiginlega, annað ekki, við fyrstu sýn. Þegar
gamla konan er við það að gefast upp fyrir
Jenny, heltekinni af sjálfseyðingarhvöt, opn-
ar hún sig og segir stúlkunni sorglega sögu
af æsku sinni og ástum og svikum sem hafa
ekki vikið frá henni í 60 ár. Hún er tilbúin
að gera allt, jafnvel hreinskilnin virðist ekki
ætla að duga til að koma vitinu fyrir hina
ungu og beisku Jenny.
Frú Krueger berst fyrir því að hæfileikar
fái að njóta sín en Jenny er hrikalega illa
farin eftir sitt stutta en ömurlega veraldar-
volk sem er í algjörri andstæðu við tónlist-
argáfuna. Samskipti kvennanna minna oftar
en ekki á keppni í hnefaleikahring. Frú
Krueger reynir að þjálfa og laða fram snilli-
gáfur Jennyar, en ekki líður á löngu uns
keppandinn hefur klúðrað og eyðilagt þann
árangur sem náðst hefur. Lotunum lýkur
með ósköpum, og þær eru margar í mynd-
inni.
Tónlistin og leikur kvennana beggja, er
þess virði að sjá Fjórar mínútur, en áhorf-
andinn verður einnig að vera þolinmóður á
löngum stundum þegar handritshöfundurinn
kann sér ekki hóf en hellir yfir hann offlæði
hádramatískra augnablika.
Byggt upp og brotið niður
KVIKMYNDIR
RIFF 2006: Háskólabíó
Leikstjóri: Chris Kraus. Aðalleikarar: Monica Bleibt-
reu, Hannah Herzsprung, Sven Pippig, Richy Muell-
er. 114 mín. Þýskaland. 2006.
Fjórar mínútur – Vier Minuten Sæbjörn Valdimarsson