Morgunblaðið - 09.10.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.2006, Blaðsíða 20
menntun 20 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ hún áfram. Verkefnið fékk heitið Old School meets new school. Íslenskukennslan sem drengirnir fengu í Reading var fremur óhefðbundin þar sem fót- boltakapparnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru fengnir til að fara í skólann til að kynna þeim Ísland og íslensku, en þeir leika einmitt með nýliðum Reading í ensku úrvalsdeildinni. „Svo var keypt íslenskt tungumálanámskeið fyrir alla drengina sem voru að koma hingað og þeir fengu þannig undirstöðukennslu áður en þeir komu hing- Enskukennarinn okkar fór á tengsl-aráðstefnu þar sem hann komst íkynni við aðstoðarskólastjóra skól-ans þeirra í Reading. Við ákváðum að taka upp samstarf og sóttum um Comeni- usar-styrk,“ segir Auður Árný Stefánsdóttir, skólastjóri Laugalækjarskóla, um tilurð þess að í Laugalækjarskóla hafa undanfarnar tvær vikur verið fimmtán krakkar frá drengjaskóla í Reading. „Við fengum styrkinn og verkefnið gengur út á það að drengirnir læra íslensku og okkar börn verða betri í ensku,“ heldur að,“ segir Auður. Heimsóknin verður svo end- urgoldin þegar nemar Laugalækjarskóla heimsækja drengjaskólann í Reading í mars næsta vor. Fyrirkomulagið er þannig að ensku nemendurnir munu hýsa hina íslensku vini sína sem þeir gistu hjá í Íslandsheimsókn- inni. „Meginþema verkefnisins er tungumála- kennsla sitt á hvað,“ segir Auður. „Krakk- arnir eru líka að vinna heimasíðu, sem er sam- anburður á ensku og íslensku, þ.e. hvað er sameiginlegt með ensku og íslensku. Þeir munu halda þeirri vinnu áfram í allan vetur og ljúka henni svo í vor þegar okkar krakkar fara til þeirra.“ Nemendur Laugalækjarskóla gerðu heim- ildarmynd um lífið í skólanum sem var send út og fá á sama hátt mynd frá skólanum í Read- ing. „Mikill áhugi er fyrir því innan beggja skólanna að halda áfram samstarfinu, þó að ekki sé um svona formlegt verkefni að ræða,“ lýkur Auður máli sínu. Framhald Auður Á. Stefánsdóttir skólastjóri segir að áhugi sé á áfram- haldandi samstarfi skólanna, þó að það verði ekki svona formlegt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vefur Krakkarnir munu í vetur vinna að sameiginlegri heimasíðugerð, þó svo að þeir verði í hver í sínu landinu. Í baksýn má sjá einn bresku kennaranna, Clive Cousins, fylgjast með tölvuvinnu nemendanna. Fótboltakappar kenndu íslensku Undanfarnar tvær vikur hafa dvalið hérlendis á vegum Laugalækjarskóla fimmtán breskir piltar úr drengjaskóla í Reading. Sigrún Ásmundar forvitnaðist aðeins um málið. sia@mbl.is Markmiðið með verkefninu er aðfæra saman tvo skóla frá ólíkumlöndum,“ segir Dominic Burrell sem fenginn var, fyrir hönd hópsins, til að segja frá hvernig samstarfið kom honum fyrir sjónir. „Gamlan skóla og til þess að gera nýjan skóla. Nemum er gert kleift að sjá muninn á skólunum tveimur með gagn- kvæmum heimsóknum,“ bætir hann við. „Mörgum fannst skrítið að við færum til Ís- lands, af því að það er svo ólíkt því sem hef- ur verið gert. Hins vegar hefur þetta verið óhemju skemmtilegt og alveg ný reynsla.“ Krakkarnir vissu flestir frekar lítið um landið áður en til verkefnisins kom. „Mjög lítið, fyrir utan að hér væru mörg eldfjöll og jarðhiti.“ Eftir smáumhugsun bætir hann við kíminn „og pulsur,“ sem hann fullyrti að sér hefðu þótt afar góðar. „Skólinn er ólíkur okkar skóla. Hluti af því er aginn og einkennisbúningarnir, líka að krakkarnir eru ekki í skónum í skól- anum.“ Dominic upplýsir að í skólanum hans í Reading eru drengirnir í einkenn- isbúningum, kennarar klæðast skikkjum og eru ávarpaðir „sir“ eða „madam“. Enn fremur segir hann það hafa verið skemmti- lega reynslu að fara í bíó og labba um með vinunum á kvöldin, þar sem slíkt sé ekki óhætt á hans heimaslóðum. „Mér finnst merkilegt að krakkarnir noti skírnarnafn kennarans,“ segir Dominic en viðurkennir þó að sinn skóli sé kannski ekki dæmigerður enskur skóli. „Hann er formlegri og fylgir mörgum gömlum hefðum.“ Hinum ensku gestum var boðið í Þórs- merkurferð með tíundubekkingum Lauga- lækjarskóla. „Við fórum í smáfjallgöngu þar. Landslagið er mjög ólíkt því sem við er- um vön í Englandi. Þar er t.d. ekkert eld- fjall með jökul á toppnum,“ segir hann og alvaran skín úr andliti hans. Þegar hann er spurður hvað muni standa upp úr eftir heimsóknina segist hann líklega munu bera saman löndin í framtíðinni. „Líka hversu ólíkir skólarnir eru. Ég mun áreiðanlega velta fyrir mér þegar eitthvað er gert heima: hvernig ætli þetta sé gert á Íslandi?“ Ólíkt Dominic fannst skemmtilegt að fara í bíó og labba um með vinunum á kvöldin. Ekki í neinum skóm í skólanum! Þeir voru rosalega kurteisirþegar þeir komu fyrst,“ seg-ir Guðríður Jóhannsdóttir sem talaði við blaðamann fyrir hönd krakkanna fimmtán sem munu heimsækja drengjaskólann í Reading næsta vor. „Þeir stóðu fyrir aftan stólana sína og biðu eft- ir að þeim væri boðið að setjast,“ heldur hún áfram og ekki laust við að greina megi undrun í röddinni. „Þeim fannst allt mjög skrítið til að byrja með og töluðu mikið um hvað allt væri miklu betra hér, miklu frjálslegra,“ og bætir við að hún voni þó að þeim hafi liðið vel meðan á dvölinni stóð. „Við höfum svona verið að sýna þeim hvað við gerum á kvöldin.“ Íslensku krakkarnir gerðu heim- ildarmynd sem þeir sendu til skól- ans í Reading. „Við tókum myndir af umhverfinu og hvert og eitt okkar sagði frá sjálfu sér. Þeir urðu mjög ánægðir með hana.“ Þar sem drengirnir koma úr drengjaskóla er nokkuð ljóst að í honum er engin stúlka. „Það verð- ur sérstakt fyrir okkur stelp- urnar,“ segir Guðríður. „Við meg- um t.d. ekki vera með síða eyrnalokka og ekki í flegnum bol- um. Svo er auðvitað ekkert stelpu- klósett,“ segir hún glettnislega. Sjö stelpur fara út til Englands þegar heimsóknin verður end- urgoldin. „Í skólanum þeirra í Reading eru 900 drengir og flestir þeirra eiga um langan veg að fara,“ segir Guðríður. Um það sem framundan er í vet- ur segir hún að þau verði í sam- bandi vegna heimasíðugerð- arinnar. „Svo er náttúrlega msn,“ segir hún og að þau muni halda sambandi. Dominic og Guðríður eru sam- mála um að heimsóknin hafi verið gagnleg og vinátta hafi skapast á báða bóga. Spennt Guðríður upplýsir að ekkert stelpuklósett sé í drengjaskólanum í Reading. Kurteisir ungir menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.