Morgunblaðið - 09.10.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 25 UMRÆÐAN STJÓRNVÖLD flagga því óspart að nú hafi verið hafin föst samningatengsl við aldraða sem í raun þýðir aðeins að þau tala að- eins við aldraða fyrir kosningar. Árangur af síðustu viðræðum og „samningum“ var þó ekki sem skyldi og jaðrar við nauðasamn- ing. Loforð fékkst um „nútíma- væðingu“ á aðbúnaði og þjónustu við aldraða er þarfnast hjúkrunar eða aðstoðar ásamt heimaþjón- ustu. Þetta mál er þungt á metum hjá LEB og réð að verulegu leyti undirskrift okkar. Orsökin er að sl. 20–30 ár hefur lítil sem engin þróun orðið í þessari þjón- ustugrein borið saman við hin Norðurlöndin. Nú vistast t.d. 9– 10% 65 ára og eldri á stofnunum á Íslandi þar af aðeins tæp 50% á einbýli. Í nágrannalöndunum býr eldra fólk yfirleitt í þjónustu- og örygg- isíbúðum en aðeins 3–6 % 65 ára og eldri á stofnunum og 90% þeirra búa á einbýli. Heimaþjón- usta hér á landi er einnig mun rýrari en í nágrannalöndunum. (Äldre omsorgsforskning i Norden 2005). Í ofanálag er öldrunarþjón- usta hér dýrari en í nágrannalönd- unum (Norræn tölfræði handbók 2003). Staðreyndin er sú að eldra fólk sem býr í íbúðum heldur lengur heilsu sinni, sjálfstæði og reisn og þarfnast því síðar þyngri öldrunarþjónustu. Loforð um „nútímavæðingu“ sem vissulega er af hinu góða fékkst þó aðeins gegn því að minna væri hreyft við lífskjörum þeirra sem sæmilega rólfærir eru. Staðreynd er að allt að 30% aldr- aðra búa nálægt fátækramörkum. Sumir virðast telja að sendi- nefnd LEB í viðræðunefndinni hafi haft mjög sterka samnings- aðstöðu og hafi því auðveldlega einnig getað endurheimt millj- arðatugi í hækkuðum lífeyri. Þeir kjósa því að skjóta sendiboðann. Hvers vegna er ekki tekið tillit til sanngjarnra óska aldraðra? 1) Valdaleysi eldri borgara. Þeir hafa ekki verkfallsrétt eða fulltrúa á þingi. 2) Kynslóðarof sem e.t.v. mótast af vaxandi markaðshyggju margra sem leiðir til minnkandi áhuga fyrir stuðningi við fólk sem þarfn- ast aðstoðar enda virðast margir rekja þörfina fyrir aðstoð til „leti og ónógs viljastyrks fólksins“. 3) Þekkingarleysi og um leið áhugaleysi á högum aldraðra sem má að hluta til rekja til skorts á „hlutlausum“ upplýsingum frá rík- isstofnunum s.s. þjóðhagsstofnun sálugu um þjóðarhag og lágmarks- framfærslukostnað. Allflestar upp- lýsingar koma nú frá pólitískum ráðuneytum sem margoft hafa flaggað röngum upplýsingum um þessi mál, eins og rækilega hefur verið bent á. Þetta er ótrúlegt en satt. 4) Hugsanlega telja einhverjir að um sé að ræða „forn viðhorf“ landans til náungans. Viðhorf sem mótuðust fyrr á öldum í harðri lífsbaráttu í körgu landi. Ef þú bjargar þér ekki sjálfur, bjargar þér enginn. 5) Staðreynd er að um 30% elli- lífeyrisþega búa undir fátækra- mörkum. Þá skortir stuðning frá yngri sem öldnum sem búa við betri kjör. Athyglisvert er að heyra sumar raddir úr þingheim þegar mál aldraðra ber á góma. Í viðræðum um bágan aðbúnað margra aldr- aðra sem búa í þrí- til fjórbýlum í steinkumböldum, heyrðist úr þing- heimi: „Nú, fá þau ekki húsnæði og mat?“ Þessi hugsunarháttur minnir óþægilega á próventuhugs- unarháttinn sem ríkti til sveita fyrir fleiri tugum ára. Þegar rætt var um öryrkja heyrðist „að allt að helmingur öryrkja væri heill heilsu“. Nýlega var minnst á að yfirgefnar byggingar á Keflavík- urvelli væru heppilegur staður m.a. fyrir elliheimili enda við hlið- ina á flugbrautum! Mönnum virð- ist ennþá ekki ljóst að elliheim- ilisbyggingar hafa fyrir löngu lagst af í nálægum menning- arlöndum okkar jafnvel í nánd við flugbrautir. Ef hugsunarháttur margra ráðamanna sem stjórna samning- arnefndum ríkisins með harði hendi er á þann veg er líklega komin skýring á lélegum árangri viðræðunefnda. En gleymum því ekki að meirihluti almennings stendur að baki þessum þing- mönnum og líklega telja þeir sig flytja skoðanir meirihlutans. Ný- legar skoðanakannanir benda þó til þess að allmargir styðja aldr- aða. Þessum við- horfum verða aldr- aðir og öryrkjar að mæta með efl- ingu á samstarfi við 68-kynslóðina. Fundum með þingmönnum um mál sem ekki fengust rædd á fyrrnefndum samningafundum þar á meðal lækk- un skerðinga sem nú gagnast mest þeim sem hærri tekjur hafa, lægra skattþrep þar sem skattbyrði hef- ur aukist á láglaunafólk ásamt skattlagningu ávöxtunarhluta líf- eyrissjóða. Síðastnefnda málið hef- ur nú verið tekið fyrir í Héraðs- dómi í annað sinn. Þeim þingmönnum sem ekki sýna þessu áhuga mætti gefa frí a.m.k. næsta kjörtímabil. Ekki má gleyma þeirri staðreynd að þrátt fyrir valdaleysi eldri borgara hafa yfir 34 þúsund þeirra atkvæðisrétt í næstu kosningum sem samsvarar átta þing- mönnum. Niðurstaðan er að í „samningum“ hefur ekki verið tillit til breytinga á lífeyri eins og tekið var fram skýrt í erindisbréfi forsætisráð- herra til viðræðunefnda. Í næstu grein verður gert grein fyrir þess- um vanefndum. Fá þau ekki mat og húsnæði? Ólafur Ólafsson fjallar um mál- efni eldri borgara »Ekki má gleymaþeirri staðreynd að þrátt fyrir valdaleysi eldri borgara hafa yfir 34 þúsund þeirra at- kvæðisrétt í næstu kosningum sem sam- svarar átta þingmönn- um. Ólafur Ólafsson Höfundur er formaður LEB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.