Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ                          !  " # $!"   "  %  "   %               #            "      "  ! &      # '       &   ()      *      &   %    %  # +   " "      %" ! %     , "          "     " " &  -  %& # . , "  % "       %   %    "           & "       # ///# 0"  "   &"         "   ! &   "       !"      "      #        "        % "  %  "# 1     %  '&"  ,    %!   & & ))(23)3 " 24(5365     7 -89:9- , "   (; (3) -  %& 7 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Örn segir að ástæðan fyrir sameiningunni hafi verið miklar breytingar í starfsumhverfi og aukinni tækniþróun. Breyttir tímar „Vélstjórar vinna meira í landi en áður og vinna oftar en ekki á sömu vinnustöðum og fé- lagar í FJ. Við getum gert meira saman,“ seg- ir Örn. Hann bendir líka á alþjóðavæðinguna og frjálsari för launafólks sem ástæðu samein- ingarinnar. „Við verðum að mæta þessari þróun og gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart yf- irvöldum. Þá er ekki síður mikilvægt að virkja þá sem hingað koma í stéttarfélag,“ segir Örn. Fyrsta stjórn hins nýja félags mun starfa í 18 mánuði, en þá verður haldin allsherj- aratkvæðagreiðsla þar sem kosin verður ný stjórn. Í VM eru um það bil 4000 meðlimir. Samkeppni um nafnið Í sambandi við sameininguna var haldin samkeppni meðal félagsmanna beggja stétt- arfélaganna um nýtt nafn. 332 tillögur bárust undir 88 dulnefnum. Fyrir valinu varð VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Þetta nafn er í raun fengið úr tveimur tillögum, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. VM – Vélstjóra- og málmtæknifélagið og FVM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna „Svo skemmtilega vildi til að báðar tillög- urnar komu frá sama einstaklingnum og var haft samband við manneskjuna á bak við dul- nefnið,“ segir Kristín A. Hjálmarsdóttir út- gáfu- og kynningarfulltrúi Vélstjórafélags Ís- lands. Gaf verðlaunaféð Kristín segir að konan sem vann sam- keppnina hafi óskað nafnleyndar og beðið um að verðlaunafénu yrði varið til góðgerðarmála, nánar tiltekið til verkefnis í þróunarlöndunum sem stuðlaði að því að gera fólk sjálfbjarga. Fyrir valinu varð verkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar í Mósambík. „Þetta er samstarfsverkefni Hjálparstofn- unar kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands. Íbúarnir leggja fram vinnu við verkefnið en sérfræðiþekking og tækniaðstoð kemur frá kirkjulegu hjálparstofnuninni Ev- angelical Lutheran Development Programme. Verkefnið lýtur að því að styrkja sjálfsþurft- arbúskap smábænda með sérstöku tilliti til vatnsöflunar og -notkunar, til betri lífskjara,“ segir Kristín. Hún segir að höfuðmarkmið stofnunarinnar á þessum tíma sé að ýta undir sjálfbæran sjálfsþurftabúskap með því að auka fjöl- breytni í ræktun og ýta undir kvikfjár- og fiskirækt, en þetta telji stofnunin best gert með því að auka aðgang að vatni og þar með skapa aðgang að fjölbreyttara fæði. „Sam- tökin vilja líka þjálfa fólk til þess að sýna nauðsynlega aðgæslu í öflun, meðferð og ráð- stöfun vatns, grafa brunna og þjálfa fólk til að halda búnaði þeim tengdum við, ennfremur að auka hreinlæti með fræðslu og með því að kenna fólki að gera góða kamra og loks að auka hlut kvenna í því að stjórna þeirri auð- lind sem felst í vatni,“ segir Kristín. Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur veitt gjöf- inni, sem nemur 150.000 krónum, viðtöku. VM – Félag vél- stjóra og málm- tæknimanna Morgunblaðið/Eyþór Sterkari Sameiningin gerir okkur kleift að gæta hagsmuna meðlimanna betur, segir fráfar- andi formaður FJ, Örn Friðriksson. Um síðustu helgi voru Félag járniðnaðarmanna og Vélstjóra- félagið sameinuð í eitt félag. Kristján Guðlaugsson talaði við Örn Friðriksson, fráfarandi formann Félags járniðnaðar- manna (FJ), um sameininguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.