Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrunarheimilið Skógarbær, Árskógum 2, 109 Reykjavík óskar eftir starfsmanni í eldhús Um er að ræða dagvinnu. Starfshlutfall sam- komulag. Hæfniskröfur: Þjónustund og góð samkipta- hæfni. Tungumálakunnátta: ef ekki íslenska þá enska. Upplýsingar veitir Olga Gunnarsdóttir for- stöðumaður eldhúss í síma 510 2145, netfang olga@skogar.is eftir kl. 10:00 virka daga. Í Skógarbæ er rekið móttöku-/framleiðslu- eldhús og matsalur. Fjölhæfur ungur maður (rétt skriðinn yfir þrítugt) óskar eftir áhugaverðu starfi. Hefur gegnt margvíslegum störfum, m.a. blaðamenn- sku (frétta-, greina- og pistlaskrif), mynd- listarstörfum, hugmyndavinnu fyrir aug- lýsingar o.fl. Áhugasamir sendi tölvupóst á box@mbl.is merkt: „F — 19187“. Verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. óskar eftir til starfa verkefnastjóra í 50% stöðu vegna vinnu að byggðaþróunarverkefnum. Leitað er að einstaklingi með framhaldsmennt- un á sviði samfélagsfræða og eða á sviði rekstrar og stjórnunar. Æskileg er þekking og reynsla af störfum innan stjórnkerfis ríkis og sveitarfélaga. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa með öðrum og geta tjáð sig í töluðu og rituðu máli. Tungumálakunnátta í ensku og Norðurlandamáli æskileg. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Óskars- son, framkvæmdastjóri, sími 450 3000 eða 862 6092. Umsóknum skal skilað fyrir 30. október til At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., Árnagötu 2-4, Ísafirði, eða á netfang adalsteinn@atvest.is. Hjúkrunarfræðingar óskast á deild 33A, geðsvið. Starfshlutfall samkomulag. Deildin er móttökudeild fyrir einstaklinga með vímu- efnavanda. Viðkomandi fær tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á faglega þróun og uppbyggingu á innra starfi deildarinnar. Mikið framboð er á fræðslu og möguleiki til að öðlast dýrmæta reynslu í samskiptum og varðandi mannlega hegðun. Fyrir áhugasama er um að ræða áhugavert og þroskandi starfsumhverfi. Umsóknir skulu berast fyrir 6. nóv. nk. til skrifstofu sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði, geðdeildarbyggingu við Hringbraut, netfang hrafnhkn@landspitali.is. Upplýsingar veita Ragnheiður A. Narfadóttir, deildar- stjóri 33A, sími 543 4044, netfang ragnhnar@land- spitali.is og Kristín Þorbjörnsdóttir, verkefnastjóri starfs- mannamála á geðsviði, sími 543 4717, netfang kristorb@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við heimahlynningu. Starfshlutfall 80-100%, vaktavinna. Starfsemin hefur aðsetur í húsnæði líknardeildar LSH í Kópavogi. Heimahlynning er sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta sem veitir einkenna- og líknandi meðferð í heimahúsum. Kjörið tækifæri til að kynnast heillandi hjúkrun, en starfið er fjölbreytt og krefjandi. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 3 ára starfsreynslu í hjúkrun og tilbúnir að taka þátt í uppbyggingu og þróun starfseminnar. Umsóknir berist fyrir 6. nóv. nk. til Kristínar A. Sophusdóttur, sviðsstjóra hjúkrunar, skrifstofu hjúkrunar við Hringbraut, og veitir hún upplýsingar í síma 543 6472, netfang kristsop@landspitali.is, ásamt Sigrúnu L. Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi, sími 543 6303, netfang sigrunli@landspitali.is. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármála- ráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5 og á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Íslensk ættleiðing óskar eftir félagsráðgjafa Félagið Íslensk ættleiðing óskar eftir að ráða félagsráðgjafa með starfsréttindi í 50% starf. Starfið felst meðal annars í ráðgjöf og stuðn- ingi við væntanlega kjörforeldra, skýrslugerð og skyldum verkefnum. Umsjón með nám- skeiðahaldi þegar heim er komið og frekari ráðgjöf í samráði við skrifstofustjóra. Reynsla í starfi með fjölskyldum og lipurð í mannlegum samskiptum æskileg. Laun samkvæmt kjara- samningi SÍF. Fyrirspurnir sendist til stjorn@isadopt.is. Umsóknum skal skila til Íslenskrar ættleiðing- ar, pósthólf 8334, 128 Reykjavík eða senda á netfangið stjorn@isadopt.is fyrir 1. nóvember nk. FLUGMENN Icelandair er fyrirtæki í forystu á alþjóðamarkaði í ferðaþjónustu. Við erum í öflugri sókn og sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustu- fyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði. Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi, leiðandi markaðs- setningu á Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni. Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. Icelandair er reyklaust fyrirtæki. Við erum ein áhöfn með sameiginlegt, skýrt markmið, berum virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum og höfum gaman að því sem við gerum. VILT ÞÚ MÓTA FRAMTÍÐINA MEÐ OKKUR? Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 31. október. Nauðsynlegt er að netfang umsækjanda komi fram á umsóknareyðublaði. Eldri starfs- umsóknir óskast endurnýjaðar. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS IC E 3 4 6 8 7 1 0 /2 0 0 6 Icelandair áformar að ráða flugmenn til starfa á næstunni. Félagið býður þeim sem hug hafa á þessum nýju stöðum og uppfylla tilgreind skilyrði að senda inn umsóknir til félagsins. Vegna fyrirsjáanlegrar árstíðarsveiflu í umsvifum Icelandair er gert ráð fyrir að nýir flugmenn hefji störf næsta vor og starfi til hausts. Umsækjendur skulu hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun fyrir tveggja hreyfla flugvél, hafa lokið bóklegu námi til réttinda atvinnuflugmanns I. flokks og hafa lokið námskeiði í áhafnarsamstarfi (MCC). Atvinnuflugmannsskírteini umsækjenda skal gefið út af Flugmálastjórn Íslands, eða gefið út í öðru aðildarríki Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) í samræmi við kröfur þeirrar stofnunar. Lágmarksreynsla er 500 fartímar og/eða tegundarréttindi á fjölstjórnarflugvél (MPA). Að lágmarki 100 fartíma reynslu sem flugstjóri er krafist. Umsækjendur skulu hafa lokið fullgildu stúdentsprófi eða öðru námi sem félagið metur sambærilegt. Umsækjendur þurfa að geta gengist undir inntökupróf á næstu vikum. Umsóknum þurfa að fylgja eftirfarandi gögn sem viðhengi (í rafrænu formi): • Afrit af flugmannsskírteini ásamt áritunum og heilbrigðisvottorði • Afrit af prófskírteinum ásamt einkunnum fyrir allt bóklegt flugnám • Afrit af stúdentsskírteini eða öðrum sambærilegum prófskírteinum ásamt einkunnum • Afrit af síðustu 100 fartímum í flugdagbók • Nýtt sakavottorð Fylla þarf út á umsóknareyðublaði sundurliðun flugtíma sem hér segir: • Heildarfartími • Fartími sem kennari • Fartími í blindflugi • Fartími sem flugstjóri • Fartími á fjölhreyfla flugvél • Fartími á fjölstjórnarflugvél (MPA) • Fartími á þotu „Au-pair“ í Noregi Norsk/íslensk fjölskylda í Vestur-Noregi með 3 börn, 9, 3 og ½ árs, óskar eftir „au-pair“ til að hjálpa til við pössun og heimilisstörf frá jan- úar 2007. Áhugi á hestamennsku er æskilegur þar sem við störfum með íslenska hesta. Ef þú ert minnst 18 ára og hefur bílpróf, ert barn- góð, reyklaus, róleg og sjálfstæð er þetta kann- ski eitthvað fyrir þig. Ef þú hefur áhuga sendu okkur þá tölvupóst eða hringdu í okkur. Agnes Helgad./Stian Pedersen. Símar 0047-71229683 og 0047-95813408. Tölvupóstur: stigur@online.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.