Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Forritari Orkustofnun leitar að forritara til starfa hjá Vatnamælingum stofnunarinnar. Við- komandi getur hafið störf strax. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf við hugbún- aðarverkefni sem snúa að náttúrufarsgögnum. Viðkomandi mun taka þátt í að móta stefnu í upplýsingatækni og vinna með sérfræðingum á ýmsum sviðum rannsókna, bæði sjálfstætt og í hópum. Starfinu getur fylgt útivinna við mælingar og gagnaöflun. Starfið felur m.a. í sér: • Vefforritun vegna framsetningar náttúrufarsgagna. • Hönnun og forritun í innri kerfum. • Forritun í landfræðilegum upplýsingakerfum. • Gagnagrunnsforritun. • Viðhald eldri forrita. Hæfniskröfur: • Tölvunarfræðingur, kerfisfræðingur eða sambærileg menntun. • Þekking og reynsla af .NET og C#. • Þekking á venslagagnagrunnum. • Fagleg vinnubrögð og metnaður. Við val á umsækjendum verður reynsla af UNIX/Linux talin kostur. Vatnamælingar Orkustofnunar eru sjálfstæð rekstrareining innan Orkustofnunar, sem gegna því hlutverki að fullnægja þörfum almennings, fyrirtækja og hins opinbera fyrir áreiðanlegar upplýsingar um vatnafar og vatnsbúskap. Orkustofnun stefnir að því að hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri Orkustofnunar, sími 569 6000. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, netfang gd@os.is, eigi síðar en 6. nóvember 2006. Öllum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri MARKMIÐIÐ með skrifum fer- ilskrár er að kynna þig sjálfa/n, skýra í stuttu máli frá menntun, reynslu og áhugamálum þinni og gera vinnuveitandanum kleyft að skapa sér hugmynd um hver þú ert. Vandaðu ferilskrána Góð ferilskrá á að vera afrakstur ítarlegrar heimavinnu þar sem vand- að er til verka hvað varðar efnis- innihald, uppsetningu og málfar. Ferilskráin gefur viðtakanda hennar hugmynd um hvernig þú nálgast við- fangsefni og kemur þeim frá þér. Oft getur góð ferilskrá skipt sköp- um um möguleika umsækjenda. Mörg fyrirtæki hafa úr tugum eða hundruðum umsókna að velja. Þess vegna er mikilvægt að vanda vel til gerðar hennar. Sérhver ferilskrá er persónubund- in og tilgangurinn er að draga fram sem skýrasta mynd af þeim sem hef- ur skrifað hana. Hún er þannig kynn- ing á þeim sem sendir hana ásamt vinnuumsókninni. Dæmigert innihald Dæmigert innihald ferilskrár er persónuupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símar. Sumir setja einnig upplýs- ingar um hjúskaparstöðu og fjölda barna. Upplýsingar um námsferil. Mik- ilvægt er að hafa nafn skóla, gráðu, grein og ártal,og einnig er hægt að hafa stutta lýsingu á náminu eða helstu verkefnum. Einnig getur verið gott að tilgreina námskeið. Mælt er með að haga tímaröðun þannig að byrjað sé á að tilgreina þá menntun sem síðast var lokið. Upplýsingar um starfsferil Helstu upplýsingar sem þar koma fram eru vinnustaður, hversu lang- an tíma þú hefur unnið á hverjum stað og hvert stöðuheitið var. Marg- ir fara líka nokkrum orðum um helstu verkefni og ábyrgð í því starfi eða þeim störfum, sem þeir hafa gegnt. Mælt er með að byrja á því að tilgreina síðasta starf eða það starf sem viðkomandi starfar við í dag. Upplýsingar um tungumál, tölvu- kunnáttu og annað er gæti nýst í starfinu. Persónulýsing og lýsing á markmiði. Hér einnig hægt að láta fylgja með lýsingu á helstu áhuga- málum þínum. Trúnaðarstörf. Ef þú hefur gegnt trúnaðarstörfum eða verið í forystu félagasamtaka getur þú líka látið þess getið. Upplýsingar um meðmælendur Gott er að nefna að minnsta kosti tvo meðmælendur, sem geta stað- fest upplýsingar ferilskrárinnar eða komið með umsögn um hæfileika þína, kunnáttu og störf. Hérna þarftu að gefa upp nöfn, starfsheiti og símanúmer þeirra sem tilgreind eru. Full þörf er að gera ferilskrá Fyrsta skrefið þegar þú ert að undirbúa starf- sviðtal eða ert að leita að vinnu er að útbúa starfs- ferilskrá. Engar sérstakar reglur gilda um fer- ilskrár eða hvað skuli koma fram í þeim. Venjur í sambandi við ferilskrár geta verið mismunandi í mismunandi löndum. Morgunblaðið/Kristinn Ferilskrá Mikilvægt er að huga vel að gerð ferilskrár áður en haldið er í atvinnuleit. kristjang@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.