Morgunblaðið - 22.10.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2006 B 5
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is
Ný og fjölbreytt störf
hjá Norðuráli
Vegna vaxtar fyrirtækisins óskar Norðurál að ráða fólk til almennra starfa,
iðnaðarstarfa, skrifstofustarfa og verkfræðistarfa.
Norðurál
Hjá okkur starfa nú um 360 manns að margvíslegum verkefnum og
gert er ráð fyrir að starfsmenn verði orðnir um 410 talsins árið 2007.
Framleiðslugeta álversins er 220.000 tonn á ári og unnið er að stækkun
sem felur í sér að framleiðslugetan eykst í 260.000 tonn á næsta ári.
Almenn störf á framleiðslusviði (starf nr. 5990)
Ný framtíðarstörf eru að skapast fyrir tugi manna í kerskála,
steypuskála og skautsmiðju. Störfin eru fjölbreytt og tækifæri
gefast til að öðlast mikilvæga starfsþekkingu.
Verk- eða tæknifræðingur á tækni- og umhverfissviði
(starf nr. 5991)
Þörf er á að ráða tæknimenntaðan einstakling á sviði véla
eða framleiðslu. Starfið er einkum fólgið í umsjón með
rekstrartengdum verkefnum varðandi viðhald og endurbætur á
vélbúnaði og framleiðslukerfum álversins. Jafnframt snýst starfið
um verkefnastjórnun stærri nýverka, gerð framkvæmda- og
fjárhagsáætlana auk samskipta við verktaka og framleiðendur
búnaðar.
Verkfræðingur á framleiðslusviði (starf nr. 5992)
Viðkomandi vinnur náið með framkvæmdastjóra sviðsins,
öðrum sérfræðingum og vaktstjórum. Starfið felst í greiningu
og stýringu kera, umsjón með stoðkerfum framleiðslunnar,
þátttöku í stefnumótun framleiðslusviðs og sameiginlegum
verkefnum milli deilda. Hér gefst færi á að taka þátt í spennandi
uppbyggingar- og þróunarstarfi.
Rafvirkjar, vélvirkjar, rafeindavirkjar (starf nr. 5993)
Í boði eru áhugaverð störf fyrir rafvirkja, vélvirkja og
rafeindavirkja. Farið er fram á sveinspróf í viðkomandi fagi eða
að umsækjandi stefni á sveinspróf innan árs.
Starf við bókhald (starf nr. 5994)
Um er að ræða tímabundið starf til 1. september 2007 sem felst
í umsjón með aðföngum skrifstofu, almennum skrifstofustörfum
og bókhaldi. Góð enskukunnátta er áskilin.
Til hvers ætlumst við?
Við leitum að áhugasömu fólki sem vill vinna að krefjandi
verkefnum og vaxa í starfi. Lipurð í samskiptum, metnaður til að
ná árangri og vilji til að axla nýja ábyrgð eru skilyrði.
Hvað veitum við?
Við bjóðum þér gefandi starf hjá nútímalegu fyrirtæki í miklum
vexti. Þú vinnur mikilvæg verk með góðu samstarfsfólki og við
tökum vel á móti þér. Atvinnuöryggi er mikið, tekjur traustar
og laun þín eru að hluta árangurstengd. Ennfremur greiðir
fyrirtækið þér aukið framlag í séreignasjóð.
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til starfa
hjá Norðuráli.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg og Guðný Sævinsdóttir hjá
Hagvangi í síma 520 4700. Farið verður með umsókn þína og
allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Hvernig sækir þú um?
Vinsamlega fylltu út umsókn þína á www.hagvangur.is fyrir
6. nóvember næstkomandi.