Morgunblaðið - 23.10.2006, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
MICHEL PLATINI, fyrrverandi
knattspyrnukappi frá Frakklandi,
sem varð knattspyrnumaður Evr-
ópu þrjú ár í röð, 1983, 1984 og
1985, hefur hafið kosningabaráttu
sína, en hann gefur kost á sér sem
forseti Knattspyrnusambands Evr-
ópu, UEFA, þegar kosið verður á
ársþingi sambandsins í Düsseldorf í
Þýskalandi 27. janúar. Platini, sem
er 51 árs, var búinn að ákveða að
gefa kost á sér þegar Lennart Jo-
hannson, 76 ára, tilkynnti að hann
ætlaði að hætta. Johansson hætti
síðan við að hætta og ákvað að gefa
kost á sér áfram.
Platini hóf
kosningabaráttu
sína með því að
heimsækja Eng-
land og kynna
sín sjónarmið.
Hann fékk þar
góðar móttökur
og hafa tveir
kunnir knatt-
spyrnukappar
tilkynnt stuðning
sinn við hann – Thierry Henry, fyr-
irliði Arsenal, og Gary Lineker,
fyrrverandi fyrirliði enska lands-
liðsins. Þeir segja að Platini sé rétti
maðurinn til að stjórna UEFA, þar
sem hann þekkir knattspyrnuna í
Evrópu út og inn.
Platini vill gera þær breytingar á
Meistaradeild Evrópu að fækka lið-
um í riðlakeppninni úr 32 í 18. Þá
vill hann að stóru knattspyrnuþjóð-
irnar eigi möguleika á að vera með
þrjú lið í keppninni, en ekki fjögur
eins og nú er. Platini telur að Meist-
aradeildin sé orðin of umfangsmikil
og álagið sé of mikið á þeim leik-
mönnum sem leika með liðum í
keppninni samtímis að taka þátt í
erfiðari deildarkeppni í heimahög-
um.
Henry og Lineker styðja Platini
Michel Platini
THIERRY Henry, fyrirliði Arsenal,
sagði fyrir helgi að enska landsliðið
gæti ekki verið án David Beckham,
fyrrverandi fyrirliða landsliðsins.
Steve McClaren, landsliðsþjálfari
Englands, tilkynnti það eftir að hann
tók við starfi Sven-Göran Eriksson
eftir HM í Þýskalandi, að Beckham
væri ekki inni í framtíðarplani hans.
Henry sagði að hinn 31 árs Beck-
ham, miðvallarleikmaður hjá Real
Madrid, ætti mikið eftir og enska
landsliðið væri ekki það sama án
hans. Henry sagði að þrýstingurinn
væri nú mikill á McClaren, landsliðs-
þjálfara Englands, eftir slæmt gengi
Englendinga í tveimur síðustu
landsleikjum sínum – jafnteflisleik
gegn Makedóníu og tap fyrir Króat-
íu. „McClaren er í einu erfiðasta
starfi heims. Hann á að kalla á Beck-
ham og gefa honum annað tækifæri
með landsliðinu. Beckham myndi
hleypa nýju lífi í leik liðsins.“
Stuðningur við Beckham
Rúnar Kristinsson tognaði aftan íöðru læri í síðasta leik Lokeren
og gat því ekki
tekið þátt í við-
ureign liðsins
gegn Antwerpen
í belgísku bik-
arkeppni í knatt-
spyrnu á laug-
ardagskvöld.
Miklu munaði um
fjarveru Rúnars í
liði Lokeren sem
náði sér aldrei á strik og tapaði
leiknum, 4:1. Andwerpen leikur nú í
næst efstu deild.
Werder Bremen lagði BayernMünchen að velli í toppslagn-
um í þýsku 1. deildarkeppninni í
knattspyrnu á laugardaginn, 3:1.
Brasilíumaðurinn Diego skoraði
fyrsta mark Bremen á elleftu mín.,
en síðan bætti Pierre Wome marki
við – eftir aukaspyrnu á 34 mín. og
þriðja markið var sjálfsmark Lucio,
en Roy Makaay skoraði mark Bæj-
ara.
Fjörutíu þúsund áhorfendur íBremen sáu leikmenn Bremen
hefja leikinn með stórsókn og skora
tvö fyrstu mörkin. „Við lögðum upp
með það að ná yfirhöndinni strax í
byrjun og okkur tókst það,“ sagði
Thomas Schaaf, þjálfari Bremen,
sem var ánægður með sóknarþunga
sinna manna. Fjórtán leikmenn Bre-
men hafa skorað 21 mark á keppn-
istímabilinu, en næstu lið á marka-
listanum hafa skoraði fjórtán mörk.
Brasilíski miðjumaðurinn Diego,21 árs, sem hefur slagið í gegn í
þýsku deildinni í vetur – skoraði
fjögur mörk, átti stóróðan leik og
skoraði fallegt mark. „Munurinn á
liðinum var aðeins einn – það var
Diego,“ sagði Franz Beckenbauer,
forseti Bayern.
Brasilíumaðurinn Lucio, varn-armaður Bayern, meiddist á
ökkla í leiknum og verður hann frá
keppni í þrjár
vikur. Hann tók
stöðu Frakkans
Valerien Ismael
sem miðvörður,
eftir að Ismael
fótbrotnaði á dög-
unum og verður
frá keppni í sex
mánuði.
Lucio mun
missa af bikarleik
gegn Kais-
erslautern á miðvikudaginn, leik
gegn Sporting Lissabon í Meist-
aradeild Evrópu og deildarleikjum
gegn Frankfurt, Schalke og Hann-
over.
Schalke skaust upp í annað sætiðá eftir Bremen – með því að
leggja Hannover að velli, 2:1. Zlatan
Bajramovic og Levan Kobiashvili
skorðu mörk liðsins, en Jan Rosent-
hal skoraði mark Hannover, sem er í
fallbaráttu.
Fólk sport@mbl.is
Það var mikið fjör á óhorfendapöll-
unum í Brasilíu enda hafði Massa
nokkra yfirburðu í keppninni og for-
ystu hans var í raun aldrei ógnað.
Þetta er í fyrsta sinn sem heima-
maður sigrar í Brasilíukappakstr-
inum síðan Ayrton Senna heitinn
gerði það árið 1993. „Þetta er ólýs-
anleg tilfinning, að sigra hérna fyrir
framan fólkið mitt er eins og
draumur manns rætist,“ sagði
Messa og bætti við: „Bíllinn var frá-
bær og þetta var auðveldasti kapp-
akstur sem ég hef tekið þátt í.“
Messa hóf keppni á ráspól. „Ég
verð nota tækifærið til að þakka
Michael fyrir allt sem hann hefur
kennt mér. Hann er frábær öku-
maður og vinur, en því miður fyrir
hann þá er þetta besti dagur lífs
míns - dagurinn sem hann hættir að
keppa, það er dálítil kaldhæðni í
því,“ sagði Messa.
Heimsmeistarinn Alonso var
lengst af nokkuð öruggur um annað
sætið og greinilegt að hann ók af
miklu öryggi og um leið varkárni til
að gefa Schumacher ekki færi á að
ná sér að stigum og einnig til að fá
nægilega mörg stig til að Renault
hefði sigur í keppni bílasmiða. Jason
Button var á eftir Alonso en gerði
aldrei alvarlega tilraun til að fara
fram úr honum.
Úrslitin í Brasilíu þýddu að
Alonso tókst að verja heimsmeist-
aratitilinn sem hann vann til í fyrsta
sinn í fyrra. Hann hlaut 134 stig en
Schumacher 121 í annnað sætið.
Massa varð í þriðja sæti með 80
stig, Giancarlo Fisichella hjá Re-
nault fjórði með 72 stig, Finninn
Kimi Räikönen á McLaren fimmti
með 65 stig og Button sjötti með 56
stig.
Schumacher reyndi
eins og hann gat
Schumacer gaf þetta ekki frá sér
þrátt fyrir að dragast nokkuð aftur
úr vegna sprungins dekks. Þegar
hann kom út af viðgerðarsvæðinu
aftur keyrði hann eins og hann gerir
best og mjakaði sér hægt og bítandi
framar með djörfum akstri. Því
framar sem hann komst því meiri
spenna varð í keppni bilasmiða, en
frammistaða hans dugði ekki því
Renault fékk 206 stig en Ferrari
201.
Það má segja að Schumacher hafi
skyggt aðeins á sigur liðsfélaga síns,
Messa. Bæði með frábærum akstri
og ekki síður að áður en keppnin
hófst afhenti fótboltahetjan Pele
þýska ökuþórnum sérstakann grip
þar sem þetta var síðasta mót hans.
Áhorfendur klöppuðu vel og lengi
fyrir meistaranum sem nú er sestur
í helgan stein. Hann hóf keppni í 10.
sæti en vann sig fljótlega upp í það
fimmta. Þá sprakk hjá honum og
hann lét fylla bensíntankinn í leið-
inni. Kom síðan út af þjónustusvæð-
inu og ók eins og hann gat þá 40
hringi sem eftir voru.
Williams og Toyota
valda vonbrigðum
Flestir komust klakkslaust fyrsta
hringinn í gær en samt ekki Mark
Webber og Nico Rosberg hjá Willi-
ams. Bílar þeirra rákust saman og
bíll Rosbergs lenti á vegg þanni að
kalla varð öryggisbílinn út.
Ekki löngu síðar helltust báðir
Toyotabílarnir úr lestinni og var
sagt að eitthvað hefði verið að fjöðr-
unarbúnaði bílanna. Það má því
segja að árangur Williams og
Toyota í síðasta kappakstri vertíð-
arinnar hafi verið táknrænn því það
hefur ekkert gegnið hjá liðinum í
sumar, en þeim var báðum spáð fínu
gengi áður en keppnistímabilið
hófst.
Reuters
Tveir í röð Spánski ökuþórinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault, fagnar hér öðrum heimsmeistaratitli sínum í Formulu-1 kappakstrinum ásamt
hluta af starfsliði bilaframleiðandans. Annað sætið í gær dugði Alonso til sigurs og Renaulst til að hafa betur í keppninni við Ferrari.
Alonso heimsmeistari og
Renault hafði Ferrari
SPÁNVERJINN Fernando Alonso á
Renault tryggði sér í gær heims-
meistaratitil ökumanna í formúlu-1
kappakstrinum og Renault sigraði
einnig í keppni bílaframleiðenda.
Alonso varð annar í síðasta kapp-
akstri tímabilsins, en hann fór fram
í Brasilíu. Heimamaðurinn Felipe
Massa hjá Ferrari sigraði í kapp-
akstirnum við mikinn fögnuðu
áhorfenda en Michael Schumacer
endaði í fjórða sæti í sínum síðasta
kappakstri, en það sprakk hjá hon-
um snemma í keppninni.