Morgunblaðið - 23.10.2006, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 3
Brasilíumaðurinn Fernando Ba-iano var hetja Celta sem vann
góðan útisigur á Bilbao, 1:0. Hann
skoraði sig-
urmarkið eftir
aðeins sex mín.,
er varnarmenn
Bilbao sofnuðu á
verðinum er
Matias Lequi tók
aukaspyrnu og
sendi knöttinn á
fjærstöngina, þar
sem Baiano var
einn og óvaldaður og sendi knöttinn
í netið. Eftir þetta sóttu leikmenn
Bilbao grimmt, en þeir náðu ekki
að skora og hafa aðeins náð einu
stigi úr fjórum heimaleikjum sínum.
Raul Tamudo, miðherji Esp-anyol, kom mikið við sögu er
liðið var að sætta sig við jafntefli
heima gegn Racing Santander, 2:2,
heimamenn gerðu sjálfsmark, 1:2,
þegar þrjár mín. voru til leiksloka
og reiknuðu flestir með að það yrðu
úrslit leiksins. En á síðustu mín.
leiksins braut Pablo Pinillos á Ta-
mudo – vítaspyrna var dæmd og
Pinillos fékk að sjá reisupassann.
Tamudo tók sjálfur vítaspyrnuna
og gerði engin mistök, 2:2.
Albano Bizzarri, markvörðurGimnastic, varði einnig víta-
spyrnu – frá Enzo Maresca, leik-
manni Sevilla. Það dugði skammt,
því að leikmenn Sevilla voru búnir
að skora tvö mörk hjá honum og
þeir fögnuðu síðan sigri, 2:1.
Leikmenn Getafe fylgdu eftirglæsilegum sigri á Real Ma-
drid með því að fagna sigri á úti-
velli gegn Recreativo Huelva, 2:1.
Þeir náðu strax yfirhöndinni í leikn-
um og skoraði Sergio Pachon fyrra
markið rétt fyrir leikhlé. Frakkinn
Florent Sinama Pongolle jafnaði
fyrir heimamenn á 54 mín. og síðan
skoraði Manu del Moral sigurmark
gestanna með skallamarki á 54 mín.
Argentínski markvörðurinn Ro-
berto Abbondanzieri gerði sér síð-
an lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá
heimamönnum á 71. mín.
Leikmenn Valencia fögnuðu sín-um fjórða heimasigri í röð í
leik gegn Osasuna, 1:0. Fernando
Morientes lagði
upp sigurmarkið,
sem David Villa
skoraði á 15. mín.
Valencia missti
miðjumanninn
David Albelda af
leikvelli, meiddan
á hné. hann verð-
ur frá keppni í
þrjá mánuði.
Leikmenn liðsins
máttu hrósa happi að Osasuna náði
ekki að jafna – þegar skot frá
Valdo hafnaði á stönginni á marki
þeirra og á lokamín. leiksins var
miðjumaður þeirra, Jorge Lopez,
rekinn af leikvelli.
Deportivo La Coruna lagði Atle-tico Madrid að velli, 1:0. Leik-
menn La Coruna fögnuðu sínum
fjórða heimasigri í röð á keppn-
istímabilinu og geta þeir þakkað
ísraelska markverðinum Dudu Ao-
uate fyrir það, en hann varði eins
og berserkur í leiknum. Gegn gangi
leiksins skoraði Angel Arizmendi,
fyrrverandi leikmaður Atletico,
mark með skalla á 66. mín.
Argentínska tríóið Pablo Aimar,Andres D’Alessandro og
Diego Milito hjá Real Zaragoza sá
um sigurinn á Real Betis, 2:1. Mi-
lito skoraði bæði mörkin og kom
Zaragoza yfir, 2:0. Betis lék einum
leikmanni færri allan seinni hálf-
leikinn, þar sem Brasilíumaðurinn
Edu var rekinn af leikvelli rétt fyrir
leikhlé.
Fólk sport@mbl.is
Leikmenn Real Madrid í sýndu
stuðningsmönnum sínum í gær að
þeir eru á réttri leið undir hand-
leiðslu Ítalans Fabio Capello sem
tók við stjórn liðsins í sumar. Þeir
gáfu aldrei þumlung eftir, komust
yfir snemma og tókst að halda sjó í
rigningunni á Bernabeu. Stuðnings-
menn þeirra fór glaðbeittir í burtu.
Eiður Smári Guðjohnsen var í
byrjunarliði Barcelona en var einn
þeirra leikmanna liðsins sem var
vandlega haldið í skefjum og svo fór
að Frank Rijkaard skipti Eiði út af á
65. mínútu.
Eiður fékk reyndar eitt besta færi
Barcelona á 25. mínútu þegar skot
hans fyrir nær opnu marki af mark-
teig fór framhjá. Hann fékk send-
ingu frá Lionel Messi sem leikið
hafði varnarmenn Real Madrid afar
grátt.
Barcelona heldur enn forystu í
deildinni, hefur 16 stig, jafnmörg og
Valencia en er með hagstæðara
markahlutfall. Real Madrid færðist
hins vegar upp í fjórða sætið og er
aðeins tveimur stigum á eftir Kata-
lóníurisanum, sem virðist ekki hafa
sömu yfirburði í deildinni og á síð-
ustu leiktíð.
„Stigin eru gríðarlega mikilvæg,“
sagði Capello, þjálfari Real Madrid í
leikslok og var ánægður með spila-
mennsku sinna manna. „Að þessu
sinni lék lið mitt betur en í flestum
leikjum til þessa á leiktíðinni. Ég sé
framfarir með hverjum leiknum sem
líður og það skiptir mestu máli þeg-
ar öllu er á botninn hvolft,“ sagði
Capello ennfremur.
„Ég játa mig sigraðan að þessu
sinni en undirstrika að þessi úrslit
ráða ekki úrslitum í deildarkeppn-
inni því við erum jafn staðráðnir og
áður að verja titilinn,“ sagði Rijka-
ard, þjálfari Barcelona.
„Mínir menn lögðu sig fram og
gerðu hvað þeir gátu. Þeim tókst
ekki að nýta sín færi á meðan leik-
mönnum Real gekk það betur. Við
töpuðum hér að þessu sinni og það
er ekkert óvenjulegt því fæstir
sækja gull í greipar Real Madrid á
Bernabeu,“ sagði Rijkaard þjálfari
ennfremur.
„Við vorum gríðarlega vel ein-
beittir í þessum leik frá fyrstu mín-
útu,“ sagði brasilíski varnarmaður-
inn hjá Real Madrid, Roberto
Carlos. „Eins og nærri má geta er
það alveg stórkostlegt að vinna
spænsku meistaranna og Evrópu-
meistarana í þessu stórkostlega
andrúmslofti sem var hér á Berna-
beu að þessu sinni,“ sagði Carlos
sem gengið hefur í gegnum súrt og
sætt með Real Madridar-liðinu síð-
ustu misseri, sem ekki hafa verið
þau sigursælustu í sögu félagsins.
Gulldrengur Madrídarbúa og fyr-
irliðið liðsins, Raúl, gaf tóninn með
marki strax á þriðju mínútu leiksins
og ljóst var að heimamenn ætluðu
ekki að láta kjöldraga sig. Það gerð-
ist heldur ekki. Lið Real Madrid var
lengst af mun sterkari aðilinn í
leiknum. Hollendingurinn Ruud van
Nistelrooy bætti síðan um betur
þegar hann á 51. mínútu skoraði
annað markið, að margra mati verð-
skuldað. Það kom eftir skyndisókn
og góðan undirbúnings Robinho sem
var sívinnandi í leiknum og senni-
lega einn besti leikmaður Real Ma-
drid. Van Nistelrooy hafði nærri því
bætt þriðja markinu við einni mín-
útu síðar en þá fór skot hans í stöng.
Vörn Real Madrid stóðst allar
árásir leikmanna Barcelona og held-
ur þar með uppteknum hætti, en
Real-liðið hefur fengið á sig fæst
mörk allra liða í deildinni það sem
af. Annað var upp á teningnum er
Real Madrid-vörnin var sem sigti
líkust.
„Það var afar dýrmætt fyrir okk-
ur að skora mark svona snemma
leiks því þar fór úr okkur meti
skrekkurinn,“ sagði Iker Casillas,
markvörður Real Madrid, sem stóð
svo sannarlega fyrir sínu. „Þar með
gátum við einbeitt okkur betur en
ella.“
Leikmenn Real Madrid fetuðu í
fótspor ensku meistaranna Chelsea
frá því fyrri í vikunni er þeir mættu
Barcelona. Leikmenn Real Madrid
„pressuðu“ leikmenn Barcelona úti
um allan völl, gáfu þeim fá færi til
þess að byggja upp sóknir og lokuðu
fyrir hlaup.
Þremur mínútum fyrir leikslok
bjargaði Casilla vel skoti Ronald-
inho úr aukaspyrnu. Ljóst var að
Barcelona-liðið saknaði mjög fram-
herja síns, Samuels Eto’o sem leikur
ekki með liðinu fyrr á næsta ári
vegna meiðsla. Hraða hans er sár-
lega saknað hjá spænsku meisturun-
um og þótt varamenn liðsins séu
engir meðaljónar þá gengur þeim
illa að fylla skarð Kamerúnbúans.
David Beckham kom inn á sem
varamaður í liði Real Madrid átta
mínútum fyrir leikslok þegar Jose
Maria Guitierrez var kallaður af
velli. Beckham tókst ekki að láta ljós
sitt skína á þessum stutta tíma.
Hann fékk gult spjald skömmu eftir
að hafa komið inn á og virtist kapp-
inn ekki vera í góðu jafnvægi. Haft
var eftir honum í ensku fjölmiðlum í
gær að langvarandi seta á vara-
mannabekk Real Madridar-liðsins
væri farin að pirra hann mjög. Ljóst
virðist vera að Beckham á ekki upp
á pallborðið hjá Capello þjálfara
sem hyggst byggja lið upp í kring-
um aðra leikmenn.
Reuters
Markahrókur Raul Gonzalez, til hægri, fagnar marki sínu gegn Barcelona ásamt Robinho og Jose Maria Gutierrez.
Real Madrid hefndi niður-
lægingarinnar frá í fyrra
REAL Madrid tókst að koma fram
hefndum gegn Barcelona fyrir tap-
ið á Bernabeu fyrir ári þegar liðin
mættust í höfuðborg Spánar í gær.
Real Madrid vann 2:0 en tapið 0:3,
fyrir ári var Madrídar-liðinu nið-
urlæging og ekki bætti úr skák
þegar Barcelona bætti um betur
síðar á keppnistímabilinu með því
að vinna bæði spænska meistaratit-
ilinn og Meistaradeild Evrópu. Þá
hélt Ronaldinho sýningu en honum
var haldið niðri í gær.
„Þessi úrslit ráða ekki úrslitum í deildarkeppninni því við erum jafn staðráðnir
og áður í að verja titilinn,“ sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona