Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 B 5
Verðbréfamiðlari óskast til starfa
KB banki, sem er stærsta fyrirtæki landsins, veitir alhliða viðskipta- og fjárfestingarbankaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja
og fagfjárfesta. KB banki er leiðandi á öllum helstu sviðum íslensks fjármálamarkaðar og starfar í 9 löndum auk Íslands.
Hjá bankanum starfa um 2.560 manns, þar af 1.500 erlendis.
Menntun og þekking
• Viðskiptafræðipróf eða sambærilegt sem nýtist í starfi.
• Þekking á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.
• Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur.
• Mjög góð enskukunnátta.
Hæfni og eiginleikar
• Framúrskarandi mannleg samskipti og hæfni til að vinna í hópi.
• Áræðni og hæfni til að taka ákvarðanir.
• Heiðarleiki.
• Vilji og geta til að selja.
Við bjóðum
Sérstaklega áhugavert starfsumhverfi í framsæknu og vaxandi fyrirtæki. Væntanlegir samstarfsmenn eru
árangursdrifinn hópur sem leggur sig fram um að byggja upp viðskiptasambönd og vera í góðum samskiptum
við viðskiptavini og ráðleggja þeim við kaup og sölu verðbréfa og tengdra afurða. Við bjóðum góð grunnlaun auk
árangurstengingu launa.
Verðbréfamiðlari - Markaðsviðskipti KB banka
Nánari upplýsingar veita Frosti Reyr Rúnarsson, forstöðumaður Miðlunar hlutabréfa, sími 444 7322,
netfang frosti@kbbanki.is; Ingvar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta, sími 444 7321,
netfang ingvarv@kbbanki.is og Jónas Hvannberg, Starfsmannasviði, sími 444 6376, netfang jonashv@kbbanki.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember.
Umsækjendur sæki um á vefsíðum bankans, www.kbbanki.is
Markaðsviðskipti KB banka annast miðlun innlendra og erlendra hlutabréfa og skuldabréfa auk gjaldeyris- og afleiðumiðlunar.
Viðskiptavinir sviðsins eru lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar, íslenskir og erlendir. Starfsmenn
sviðsins eru um þrjátíu. Við þurfum að fjölga í hópnum og óskum eftir miðlurum hlutabréfa sem uppfylla eftirfarandi þætti: