Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Framkvæmdastjóri
tækni- og
umhverfissviðs
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir starf
framkvæmdastjóra tækni- og umhverfis-
sviðs laust til umsóknar. Áhersla er lögð á
vel menntaðan og duglegan einstakling
með lipurð í mannlegum samskiptum.
Hann þarf að búa yfir ákveðinni festu, hafa
góða skipulags- og stjórnunarhæfileika og
góða þjónustulund. Háskólamenntun og
reynsla á sviði byggingarverkfræði og/eða
byggingartæknifræði er nauðsynleg.
Á sviðinu starfa, auk viðkomandi, bygging-
arfulltrúi, deildarstjóri umhverfisdeildar,
eldvarnarfulltrúi og eftirlitsmaður fast-
eigna.
Ábyrgðar- og starfssvið:
Framkvæmdastjóri sviðsins ber ábyrgð á
rekstri þess.
Yfirumsjón með framkvæmdum og við-
haldi á vegum sveitarfélagsins.
Yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlunar
sviðsins.
Yfirumsjón með veitum í eigum sveitar-
félagsins.
Vinna við stefnumótun innan málaflokks-
ins.
Ráðgjöf og áætlanir um verklegar fram-
kvæmdir sveitarfélagsins.
Starfsmaður byggingar- og skipulags-
nefndar, umhverfisnefndar og hafnar-
nefndar.
Til sviðsins heyrir m.a:
Framkvæmdaáætlanir.
Viðhaldsáætlanir.
Brunamál og almannavarnir.
Sorphreinsun og -urðun.
Skipulags- og byggingarmál.
Götur, fráveita, vatnsveita og umferðar-
mál.
Hafnarmannvirki.
Laun og starfskjör taka mið af samningum
Launanefndar Sveitarfélaga og samningum
viðkomandi stéttarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember
nk.
Skriflegar umsóknir, ásamt ferilskrá, berist
til Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra,
Hafnarbraut 27, 780 Höfn, og veitir hann
frekari upplýsingar í símum 470 8000 og
822 7950. Einnig verður fyrirspurnum
svarað á hjaltivi@hornafjordur.is.
Rafeindavirki/
rafiðnaðarmaður
Rafeindatækni Keflavík óskar eftir rafeinda-
virkja eða rafiðnaðarmanni.
Mörg spennandi verkefni framundan.
Upplýsingar í símum 699 6869 og 662 6989.
Spyrlar óskast
PSN-samskipti ehf. óska eftir að ráða sölufólk
í dag- og kvöldvinnu. Einnig spyrla til starfa
við framkvæmd á skoðanakönnunum. Vinnu-
tími á kvöldin er frá kl. 18:00–22:00 virka daga
og sunnudaga en laugardaga frá kl. 11:00–
15:00 og á daginn. Mikil vinna framundan,
mjög góð vinnuaðstaða og skemmtilegur
starfsandi. Áhugsamir sendi tölvupóst á
psn@psn.is eða hringi í síma 552 1800. Öllum
fyrirspurnum verður svarað.
PSN-samskipti ehf.,
Nóatúni 17, sími 552 1800.
Afleysingar
Læknablaðið óskar eftir starfskrafti til afleys-
inga. Um er að ræða 50% starf og viðkomandi
þarf að geta hafið störf 15. nóvember næst-
komandi og starfi allt fram til 1. júlí í sumar.
Starfið felst í auglýsingaöflun, vefumsýslu
blaðsins og almennum verkefnum ritara.
Vinsamlegast sendið umsóknir um starfið til
blaðsins ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf fyrir 1. nóvember nk. rafrænt:
vedis@lis.is eða í pósti: Læknablaðið, v/ starfs-
umsóknar, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.
Atvinnuauglýsingar
augl@mbl.is
Starfshópur um uppbyggingu þekking-
arseturs á Egilsstöðum
Verkefnastjóri
þekkingarseturs á Egilsstöðum
Starfshópur um uppbyggingu þekkingarseturs
á Egilsstöðum og Þekkingarnet Austurlands
auglýsa eftir verkefnastjóra í 100% starf.
Ráðning er til eins árs, í upphafi, frá 1. janúar
2007.
Helstu verkefni:
Meginstarfið felst í uppbyggingu þekkingar-
seturs á Egilsstöðum.
Þátttaka í uppbyggingu rannsóknarstarfsemi
í fjórðungnum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Reynsla af verkefnastjórnun.
Víðtæk reynsla af rannsóknarstarfi.
Framhaldsmenntun á háskólastigi æskileg.
Áhugi á uppbyggingar- og þróunarstarfi.
Góðir samskiptahæfileikar.
Sjálfstæði og frumkvæði.
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til
Þekkingarnets Austurlands, Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstöðum eða á netfangið gudrun@fna.is
fyrir 17. nóvember.
Nánari upplýsingar veita Óðinn Gunnar í síma
860 2905 og Guðrún Reykdal í síma 471 2938.
KÓPAVOGSBÆR
Leikskólinn Álfatún
• Deildarstjóri óskast á deild 12 – 24ra
mánaða barna.
Leikskólakennaramenntun eða önnur
uppeldismenntun áskilin.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 564
6266 og 863 9111.
Álfatún er 5 deilda leikskóli með 80 börn.
Á deild yngstu barna eru 12 börn.
Vinnutími eftir samkomulagi. Þarf að geta
byrjað fljótlega.
Laun samkv. kjarasamningi Launanefndar sveitar-
félaga og viðkomandi stéttarfélags.
Hvetjum karla jafnt sem
konur til að sækja
um starfið.
www.kopavogur.is - www.job.is
• á Egilsstaði
Vinsamlegast hafið
samband við Sigurð í
síma 847 8221.