Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kvenfataverslun
á Laugavegi
Höfum fengið til sölu rótgróna kvenfataversl-
un. Verslunin, sem er í mjög góðu og áberandi
leiguhúsnæði á besta stað við Laugaveginn,
hefur umboð fyrir þekkt vörumerki.
Nánari uppl. veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.,
Óðinsgötu 4, sími 570 4500.
Húsnæði í boði
Atvinnuhúsnæði til leigu
Húsnæði á jarðhæð ásamt lítilli skrifstofu á
2. hæð til leigu í Sundaborg. 165 fm lagerrými
og 39 fm skrifstofa, kaffistofa og snyrting.
Húsnæðið er til afhendingar fljótlega.
Upplýsingar í síma 898 8212 eða á
netfangi kristjan@skyggna.is.
Til sölu
Beitusíld - Beitusíld
Nýfryst úrvalssíld.
Heimavík ehf.,
s. 555 6090, 892 8655.
Atvinnutækifæri
Til sölu fyrirtæki í innflutningi, heildsölu og
smásölu. Góð álagning. Falleg, hrífandi og
auðseljanleg vara. Verð ca 12 m. Svar merkt:
„Uppgrip“ sendist á netfang: galle@isl.is
Styrkir
KÓPAVOGSBÆR
Afrekssjóður ÍTK
Auglýst er eftir umsóknum
í Afrekssjóð Íþrótta- og
tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK)
Samkvæmt reglugerð eru markmið sjóðsins
eftirfarandi:
a) Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélög-
um í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna
æfinga og/eða keppni, og þannig búa
þeim sem besta aðstöðu til að stunda
íþrótt sína
b)Að veita afreksíþróttafólki í hópíþrótt-
um í íþróttafélögum í Kópavogi sem náð
hefur afburðaárangri fjárhagslegan styrk
og gera þeim kleift að búa sig enn betur
undir áframhaldandi keppni.
c) Að styrkja afreksíþróttafólk sem á lög-
heimili í Kópavogi og stundar íþrótt
sem ekki er iðkuð með íþróttafélagi í
Kópavogi.
d)Að veita árlega styrki og viðurkenningar
fyrir unnin afrek í íþróttum jafnt kvenna
sem karla.
Umsóknum um styrki skal skilað á þar til gerð-
um eyðublöðum fyrir 16. nóvember 2006.
Umsóknareyðublöð ásamt reglugerð fyrir sjóð-
inn fást á skrifstofu íþrótta- og tómstundamála
Fannborg 2 II hæð.
Nánari upplýsingar eru gefnar
í síma 570-1600
Íþróttafulltrúi
www.kopavogur.is - www.job.is
Styrkur til háskólanáms
við Minnesotaháskóla
Samkvæmt samningi milli Háskóla Íslands og
Minnesotaháskóla (University of Minnesota)
verður veittur styrkur til íslensks námsmanns
til þess að stunda nám við Minnesotaháskóla
næsta skólaár. Styrkurinn nemur skólagjöldum
og dvalarkostnaði. Umsækjendur skulu hafa
stundað nám við Háskóla Íslands og ganga
þeir fyrir sem eru í framhaldsnámi við HÍ
og hyggjast taka eitt ár erlendis, sem
skiptistúdentar. Stúdentar útskrifaðir frá
Háskóla Íslands sem hyggja á framhaldsnám
við Minnesotaháskóla koma einnig til greina.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð um
styrki fyrir skólaárið 2007-2008 fást á Alþjóða-
skrifstofu háskólastigsins, Háskóla Íslands,
Neshaga 16, sími 525 4311. Umsóknum skal
skila þangað fyrir 20. nóvember 2006.
Athugið að umsóknarfrestur er til
20. nóvember 2006.
Verktakar - Herbergi/leigu
Til leigu í Skútuvogi 13, 6 íbúðaherbergi ásamt
baðherbergi. Hentar sérstaklega vel verktaka
sem þarf að útvega starfsmönnum húsnæði.
Leigist eingöngu einum aðila.
Uppl. veitir Ásbyrgi fasteignasala,
Suðurlandsbraut 54, s. 568 2444.
Húsnæði óskast
Skrifstofuhúsnæði í
miðbænum óskast
Óskum eftir til kaups eða leigu 200-400 skrif-
stofuhúsnæði í miðbænum. Til greina kemur
heilt íbúðarhús vel staðsett á svæðinu sem
hægt væri að breyta í skrifstofur.
Nánari upplýsingar veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.,
Óðinsgötu 4. s. 570 4500.
Félagslíf
Vegurinn, Smiðjuvegi 5,
Kópavogi.
Fjölskyldusamkoma kl. 11.
Lofgjörð, kennsla, ungbarna-
kirkja, barnakirkja, Skjaldberar og
létt máltið að samkomu lokinni.
Einar Valgeir Jónsson kennir um
„Að stíga út á köllun sína“.
Bænastund kl. 18:30.
Samkoma kl. 19:00, Björgvin
Óskarsson predikar, lofgjörð,
fyrirbænir og samfélag eftir
samkomu í kaffisal.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.vegurinn.is
Samkoma í dag kl. 20.
Sigríður Hrönn Sigurðardóttir
kristniboði talar. Umsjón: Harold
Reinholdtsen.
Heimilasamband fyrir konur
mánudaginn kl. 15.
Saman í bæn þriðjud. kl. 20.
Kvöldvaka fimmtud. kl. 20.
Opið hús daglega kl. 16-18
(nema mánudaga).
Verið velkomin.
I.O.O.F. 3 18710297 Rk.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Haustmót — Samkoma kl.
16:30. Ræðumaður Jón Þór
Eyjólfsson.
Skírn og barnablessun á sam-
komunni. Gospelkór Fíladelfíu
leiðir lofgjörð.
Fyrirbænir í lok samkomu.
Barnakirkjan 1-12 ára. Tekið er
við börnum frá kl. 16:15 undir
aðalinnganginum, rampinum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hægt er að hlusta á beina út-
sendingu á Lindinni eða horfa á
www.gospel.is
Á Ómega er sýnd samkoma frá
Fíladelfíu kl. 20:00.
Fossaleyni 14
Fjölbreytt barnastarf með
söngvum, leikriti og fræðslu.
Fræðsla fyrir fullorðna.
Samkoma kl. 20 með mikilli
lofgjörð og fyrirbænum. Edda
M. Swan predikar.
Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til-
veruna“ sýndur á Ómega kl. 14.
Þriðjudagur: Alfanámskeið kl. 19.
Föstudagur: Samkoma fyrir ungt
fólk kl. 20.
Samkoma á Eyjólfsstöðum á
Héraði kl. 17.00.
www.kristur.is
Almenn samkoma kl. 14:00.
Paul Gitwaza frá Kongó verður
gestur okkar og prédikar, barna-
gæsla fyrir 1-12 ára, lofgjörð og
fyrirbænir. Kaffisala í lok sam-
komu. Allir hjartanlega vel-
komnir!
Fríkirkjan Kefas,
Fagraþingi 2a
við Vatnsendaveg,
www.kefas.is.
Raðauglýsingar sími 569 1100
ÁSTAND á vinnumarkaði er með besta móti,
segir á vefsíðu Alþýðusambands Íslands. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var
skráð atvinnuleysi í september 1 prósent og hef-
ur ekki verið jafn lítið í fimm ár, eða síðan í sept-
ember 2001 í lok síðustu uppsveiflu.
Breytingar í vændum?
Vísbendingar eru þó um að ástandið muni
eitthvað versna á næstunni, að mati ASÍ.
Á vefsíðu samtakanna er bent á að lausum
störfum hafi fækkað frá ágústlokum til septem-
berloka um hundrað og eitt.
Einnig bendir ASÍ á að mikil ásókn hafi verið í
skólafólk til starfa og að raddir hafi heyrst um
að draga ætti úr tekjutengingum lífeyriskerf-
isins til að fá fleiri eldri borgara og öryrkja út á
vinnumarkaðinn.
Líkt og í fyrrahaust hefur gengið sérstaklega
erfiðlega að manna ýmis umönnunarstörf. Stað-
an á leikskólum og hjúkrunarheimilum virðist
samt heldur skárri en í fyrra, segir á vefsíðu
ASÍ. Í þremur leikskólum í Reykjavík leiddi
mannekla til þess að senda þurfti börn heim
tímabundið. Á hjúkrunarheimilunum virðist eink-
um skorta fagfólk til starfa.
Á vefsíðu ASÍ er einnig minnst á uppsagnir hjá
NFS og Ratsjárstofnun sem dæmi um að ekki sé
allt eins gott og vera mætti á vinnumarkaðinum.
Á fimmta þúsund erlendir starfsmenn hafa
verið tilkynntir eða skráðir inn á íslenskan vinnu-
markað það sem af er árinu, flestir í september.
Auk þess eru um tvö þúsund á utangarðsskrá hjá
Þjóðskrá. Þetta þýðir að líklega hafa á sjöunda
þúsund erlendir starfsmenn komið til landsins
það sem af er árinu.
Útlendingum sem starfa á hjúkrunarheimilum
hefur fjölgað.
ASÍ telur það til dæmis athyglisvert að á
Grund sé hlutfall útlendinga í umönnunarstörfum
innan við 10 prósent en í ræstingum um 80 pró-
sent. Bent er á þá skýringu að gerðar séu ríkar
kröfur um íslenskukunnáttu hjá þeim sem vinna
við umönnun heimilisfólks.
Sláturhús hafa í haust að stórum hluta verið
mönnuð af útlendingum. Svo virðist sem margir
þeirra komi til landsins ár eftir ár til að vinna við
slátrun, segir einnig á vefsíðu ASÍ.
Ástandið á vinnumark-
aði gott að mati ASÍ
Morgunblaðið/Kristján
Stöðugleiki Ástandið á vinnumarkaði er með besta móti að mati Alþýðusambands Íslands.