Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ                                        ! ! "# $%& ' (&"!  !) *+! !, -!,./&! "#  -!!"!)  0$  -!%" "# $%&  ./! .1 -!"! +$ *+ !  &2 ' $#& /1 $!- ( 1 !+(!) ' (1!) ( 1& 2$( !  -- 1 3/!,$ ( 1 "# $%& . , 4 ( 1& 2$,. ( 1 +$ *+ 1       0!!$,!  ( 1 ( 1& 2$5 1 &$"%1  #!- " *!&$6",. %& -  ,.&(%1 ' -"$%1 4 ( !!,*61,.  %"! 4 .!!-,. .& 2$,. !$/ $" 4 !!, .$" ( 1 +$ *+$/7 ( 1& 2$$/ "# $%& ' 3/!,$,$/  !$&- !8 ! ,22-9 ! ( $   +! -")/$  4 $".!!3/!,$, - $! 7 4. ::; :<=>7  ,!8'-"?- $! 8 8 ./&!  /&$ "#--$ +$  @@@8 *8  ' !) .$ 4$- " -& "#  <<8 +!4 !&8 Kirkjuorganisti Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju auglýsir hér með laust til umsóknar starf kirkjuorganista. Við- komandi þarf að geta hafið störf 1. janúar nk. Verksvið organista skal vera sem hér segir: 1. Að leiða söng safnaðarins í helgihaldinu. 2. Leika á hljóðfæri við guðsþjónustur og aðrar athafnir. 3. Sjá um forsöng, hljóðfæraleik og kórstjórn við kirkjulegar athafnir. 4. Sjá um þjálfum kirkjukórs og annarra kóra við kirkjuna í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd. 5. Veita leiðsögn og fræðslu, til dæmis ferm- ingarbörnum, um tónlist í helgihaldi í sam- ráði við sóknarprest. 6. Taka þátt í samstarfi organista og kirkjukóra innan prófastsdæmisins. 7. Gera starfsáætlun fyrir hvert starfsár. 8. Taka þátt í gerð starfs- og rekstraráætlunar sóknar og sóknarprests. 9. Önnur verkefni á sviði tónlistar sem áskilið er af sóknarnefnd. Ráðningarkjör taka mið af kjarasamningi FÍO. Umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar, skulu ekki teknar gildar sbr. starfsreglur um organista nr. 823/1999. Í umsókn sinni skal umsækjandi gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Umsóknarfrestur er 4 vikur og skal skriflegum umsóknum skilað til sóknarnefndar Hafnar- fjarðarkirkju, v/Strandgötu, pósthólf 395, 220 Hafnarfjörður, eigi síðar en 27. nóvember 2006. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 Tannlæknastofa Aðstoðarmaður tannlæknis óskast í 90-100% starf á tannlæknastofu í austurhluta Reykja- víkur. Umsókn ásamt uppl. um fyrri störf óskast send til augld. Mbl. merkt: „Tannlæknastofa - 19200“. „Au-pair“ í Bandaríkjunum Íslensk fjölskylda í Connecticut í Bandaríkjun- um óskar eftir „au-pair“ í eitt ár. Þarf að hafa bílpróf og geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi sé handhafi græna kortsins eða með bandarískan ríkisborgararétt. Áhugasamir hafi samband við Ólaf, olafurthorvalds@mac.com. Ég lauk námi frá Iðnskól-anum í Reykjavík og tóksvo sveinsprófið 1988, enmeistararéttindin fékk ég 26. júlí 1993,“ segir Hildur. Framtíð handbókbands er vægast sagt óörugg, þótt enn séu til bók- bindarar af gömlu sortinni hér- lendis. „Ég hef rosalega mikið að gera, svo það virðist vera nóg eftirspurn eftir handverkinu. Vandamálið er bara að kennslan er að leggjast nið- ur, ekki bara á Íslandi heldur líka annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Hildur. Nóg að gera Hún byrjaði að vinna á bókbands- stofum og í prentsmiðjum árið 1981 og hélt því áfram þar til hún hóf eig- in rekstur árið 1993. „Hér starfa ég með Ragnari Ein- arssyni, Sigurþóri Sigurðssyni og Páli Halldórssyni flugmanni. En ég er líka leiðbeinandi hjá félagsþjón- ustu borgarinnar niðri á Vitatorgi,“ segir Hildur. Innan um gamlar þvingur, hita- plötur, pappírssöx, saumavélar og fí- letta standa staflar af bókum sem hún er að binda inn og gylla. „Ég fæ verkefni frá opinberum aðilum, bind inn stjórnartíðindi og hæstaréttardóma og svoleiðis, en mest eru það þó einkaaðilar sem koma til mín. Til dæmis er ég núna að binda inn fyrstu útgáfu bóka Halldórs Laxness fyrir góðan kúnna,“ segir Hildur. Svart og hvítt Hildur segir að munurinn á vél- bandi og handbandi sé eins og svart og hvítt. „Ég elska að binda inn bækur, en ég næ bara ekki utan um öll verk- efnin sem ég hef,“ segir Hildur. 1989 var Jam-hópurinn stofnaður, en það var eftir námskeið sem dönsku bókbindararnir Jacob Lund og Arne Möller Pedersen héldu hér- lendis. „JAM er dregið af forbókstöf- unum í nöfnunum þeirra.“ Norrænir bókbindarar hafa beitt sér fyrir því að handverk þeirra komi fyrir almennings sjónir og í fyrra var haldin samnorræn sýning á handbandi. „Þetta á að fara á milli þátttökul- andanna og Ísland á að taka næstu sýningu að sér. Talað hefur verið um 2008, en ekkert er ákveðið ennþá um það,“ segir Hildur. Elskar að binda inn bækur Hildur Jónsdóttir er bók- bindari, en hún bindur ekki í vélum heldur á gamla mátann með hönd- unum. Kristján Guð- laugsson heimsótti hana á bókbandsstofuna á Klapparstíg. Morgunblaðið/Eyþór Verkfæri Handbókbindarar finna ekki verkfærin sín í venjulegum verslunum. Listaverk Konungasögurnar, þýddar á þýska tungu, sem Hildur er að binda inn í kálfsskinn. Morgunblaðið/Eyþór Hefð Hildur Jónsdóttir er einn af fáum bókbindurum hérlendis sem vinnur upp á gamla mátann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.