Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 B 7 GARÐHEIMAR LEITA AÐ STARFSFÓLKI MEÐ GRÆNA OG FIMA FINGUR! Þurfum að ráða starfsfólk í Garðyrkjudeild og á Föndurloftið. Skriflegar umsóknir og/eða fyrirspurnir sendist til: kristinhg@gardheimar.is eða í afgreiðslu Garðheima, Stekkjarbakka 6. Stekkjarbakka 6 - sími 540 3300 - www.gardheimar.is Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 RAUNVÍSINDADEILD Dósent/lektor í hagnýtri stærðfræði Við stærðfræðiskor raunvísindadeildar er laust til umsóknar starf dósents eða lektors í hagnýttri stærðfræði. Ráðið verður í starfið til tveggja ára með möguleika á ótíma- bundinni ráðningu. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið doktorsprófi í stærðfræði. Ætlast er til að sér- grein viðkomandi sé í hagnýttri stærðfræði, t.d. tölulegri greiningu eða aðgerðagreiningu, og hann/hún kenni almenn undirstöðunám- skeið í stærðfræði, auk námskeiða í hagnýttri stærðfræði. Einnig er ætlast til að viðkomandi styrki rannsóknastarfssemi og rannsóknanám við skorina. Kennsla við Háskóla Íslands fer fram á íslensku. Ætlast er til að umsækjandi sem hefur ekki íslensku að móðurmáli verði fær um að kenna á íslensku innan tveggja ára. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2007. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna er farið eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglugerðar um Háskóla Íslands nr. 458/2000. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2006. Sjá nánar www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 • Fax: 588 8700 • www.radning.is • radning@radning.is Hæfniskröfur: • Reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði • Góð kunnátta í Excel og Word • Góð enskukunnátta • Þekking á Navision bókhaldskerfi kostur • Nákvæm og öguð vinnubrögð BÓKARI ÖFLUGUR Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Fyrirspurnum er eingöngu svarað hjá Ráðningarþjónustunni. Áhugasömum er bent á að leggja inn umsókn á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar www.radning.is og sækja þar sérstaklega um starfið. Ferðaþjónusta bænda/Bændaferðir óskar eftir að ráða öflugan bókara til starfa. Í boði er mjög góð vinnuaðstaða í björtu, nýuppgerðu húsnæði og góður starfsandi. Um áhugavert starf er að ræða hjá fyrirtæki sem valið var fyrirmyndarfyrirtæki VR árið 2006. Umsjón með starfinu hefur Inga Steinunn Arnardóttir, inga@radning.is. Starfssvið: • Merking og færsla fylgiskjala í fjárhags-, viðskiptamanna-, og lánadrottnabókhaldi • Afstemmingar og útskrift reikninga • Önnur tilfallandi verkefni Kynning ehf. Vegna aukinna verkefna vantar okkur kynning- arfulltrúa til starfa hjá okkur STRAX! Við erum þjónustufyrirtæki og tökum að okkur vörukynn- ingar í verslunum auk annarra spennandi verk- efna. Þú þarft að vera stundvís, mannblendinn, brosmild/ur og áhugasöm/samur á aldrinum 16 og uppúr. Vinnutíminn er sveigjanlegur en mestu annirnar eru eftir hádegi á fimmtud., föstud., laugard. og sunnud. og í ca 4-6 tíma í senn. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 586 9000 www.kynning.is/starfsumsókn. Barnfóstra óskast Pössun vantar fyrir 5 mánaða gamla stúlku í Garðabæ á daginn í 4 klst. Nánari upplýsingar í síma 822 4565. Hársnyrtifólk! Hársnyrtistofa í Keflavík óskar eftir að ráða svein eða meistara. Nánari upplýsingar fást í símum 421 4030, 699 7045 (Þóranna) og 861 9119 (Halla).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.