Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 B 19 Skútuvogur - Til leigu Til leigu um 97 fm mjög gott fullinnréttað skrif- stofuhúsnæði á jarðhæð við hliðina á Bónus og beint á móti Húsasmiðjunni. Hentar einnig fyrir verslun. Upplýsingar veitir: Ásbyrgi fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, sími 568 2444. Einbýlishús til leigu Til leigu stórt og vandað einbýlishús í 104 Rvk með útsýni yfir Laugardalinn. Uppl. já Baldri í símum 55 12345 og 861 2535. Fundir/Mannfagnaðir Vörubílastöðin Þróttur Sævarhöfða 12, 110 Reykjavík, sími: 577 5400, fax: 577 5408, netfang: throttur@throttur.is. Aðalfundur Aðalfundur V.b.f. Þróttar verður haldinn í húsi félagsins, Sævarhöfða 12, þriðjudaginn 7. nóv- ember nk. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Jólabasar kvennadeildar RRKÍ verður haldinn á Hótel Loftleiðum, fundarsal 4, sunnudaginn 29. október frá kl. 14.—17.00. Fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar kökur. Allur ágóði rennur til CP félagsins á Íslandi sem er félagsskapur hreyfihamlaðra barna og að- standenda þeirra. Nánari upplýsingar um félagið eru á www.cp.is Nefndin. Fyrirtæki Eitt skemmtilegasta og mest vaxandi kaffihús borgarinnar er nú til sölu. Segafredo hefur verið leiðandi fyrirtæki í ítalskri kaffimenningu á undanförnum árum. Tilvalið fjölskyldufyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Oliver í síma 899 9795. TIL SÖLU LÆKJARTORGI Kennsla Auglýsing um sveinspróf Fræðslusetrin að Hallveigarstíg 1, hafa sameinast undir nafninu IÐAN - fræðslusetur. Sveinspróf í málmiðngreinum, húsasmíði, söðlasmíði, hársnyrtiiðn og snyrtifræði verða haldin í janúar 2007, ef næg þátttaka fæst. Sveinspróf í vélvirkjun verður haldið 2.- 4. mars 2007. Umsóknarfrestur er til 1. des nk. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðs- yfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2006. Umsóknarfrestur fyrir sveinspróf í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn sem haldin verða í desember, er til 1. nóv. nk. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.uns.is og á skrifstofunni. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður, er mismunandi eftir iðngreinum. IÐAN - fræðslusetur, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is Atvinnuhúsnæði Tangarhöfði – hagstæð leiga Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð til leigu. Skiptist í rúmgott anddyri, 7 herbergi með parketgólfi, fundar- og eldhúsaðstöðu, geymslu og snyrtingu. Uppl. í símum 562 6633 og 693 4161. Stangarhylur Stórt skrifstofuherbergi Til leigu mjög stórt skrifstofuherbergi á 2. hæð í góðu steinhúsi með glæsilegu norðurútsýni. Með hlutdeild í sameign, m.a. aðgangi að snyrtingum og eldhúsi, er húsnæðið um 50 fm. Hagstæð leiga. Garðabær við miðbæinn 67 fm nýtt húsnæði á 1. hæð Til leigu 67 fm nýtt húsnæði á jarðhæð (beint inn) með sérinngangi í nýju glæsilegu húsi við Kirkjulund. Góð lofthæð, stór salur með skrifstofuherbergi, snyrtingu og góðu millilofti sem ekki er í fer- metratölu húsnæðisins og getur nýst sem skrif- stofa eða fl. Hentugt fyrir ýmiskonar starfsemi. Upplýsingar veita Ingólfur í s. 896 5222 eða Bárður í s. 896 5221. Atvinnuleysishlutfall mælist nú 1,0 prósent og hefur ekki mælst svo lágt síðan í september 2001. Árstíðaleiðrétt at- vinnuleysi reiknast nú 1,2 prósent og hefur lækkað um 0,1 prósent frá fyrra mánuði. Í september hafði atvinnuleysi dregist meira saman á höfuðborgarsvæði en á landsbyggð frá sama mánuði fyrir einu ári. Þá hafði atvinnulausum konum fækkað meira en körlum. Látlaus innflutningur Það sem öðru fremur einkennir vinnumarkaðinn nú er lát- laus innflutningur erlends vinnuafls og hefur hann aldrei mælst jafn mikill í einum mánuði og í september, eða tæplega eitt þúsund manns. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa um 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskum vinnumarkaði. Til samanburðar voru 3.900 erlendir starfs- menn skráðir allt árið 2005. Áður höfðu flestir verið skráðir árið 2000, eða um 2.300. Að einhverju leyti skýrist aukningin í ár af nýskráningu aðila sem voru áður komnir, en atvinnurek- endur og stjórnkerfi hafa verið að aðlaga sig nýjum reglum um skráningu starfsfólks með erlent ríkisfang sem tóku gildi 1. maí sl. Nýjar reglur Frá því nýjar reglur um aðgang fólks frá nýjum aðild- arríkjum ESB í Austur-Evrópu (nefnd 8-ESB ríki) tóku gildi 1. maí hefur dregið mjög úr veitingu atvinnuleyfa. Í staðinn hefur fjölgað skráningum manna frá Austur-Evrópu. Þá má geta þess að þar sem aðflutningur vinnuafls hefur verið meiri en reiknað var með er atvinnuleysishlutfall lægra en það mælist hjá Vinnumálastofnun. Af þessum sökum er viðbúið að komi til endurskoðunar á stærð vinnuaflsins til hækkunar, sem að öðru jöfnu mun leiða til lækkunar atvinnu- leysishlutfallsins. Morgunblaðið/Eggert Útlendingar Innflutningur erlends vinnuafls hefur aldrei mælst jafn mikill í einum mánuði og í september. Stöðugt fleiri útlendingar Fjallað er um stöðuna á dönskum vinnumarkaði í nýlegu riti DI sem ber heitið Fuld styrke. Dönum er hugleikið að fjölga fólki á vinnumarkaði og að fá fólk til að vinna meira, svo koma megi Danmörku á fulla ferð. Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að hjól efnahagslífsins í Danmörku snúist nú af miklum krafti en skortur sé á starfsfólki í landinu um þessar mundir og hái það vexti danskra fyrirtækja veru- lega. Mörg fyrirtækja anna ekki eftirspurn og verða af um- talsverðum tekjum fyrir vikið, samkvæmt vefsíðu SA. Þar segir að DI fullyrði að hagvöxtur Danmerkur sé í hættu og að samkeppnishæfni þjóðarinnar geti beðið skaða. En hvað veldur? Öflug hindrun DI telja það augljóst að háum jaðarsköttum sé um að kenna en vegna þeirra hefur reynst erfitt að fjölga fólki á vinnumarkaði og dönskum fyrirtækjum hefur gengið erf- iðlega að ráða til sín erlent starfsfólk, t.d. sérfræðinga með mikilvæga reynslu og þekkingu sem koma til starfa í landinu í lengri eða skemmri tíma. DI benda á að skatt- heimtan hindri leið fólks inn á danskan vinnumarkað og hvatinn til vinnu sé ekki orðinn mikill þegar fólk haldi að- eins eftir 37 krónum af síðustu 100 krónunum sem það vinni sér inn. Miklu myndi breyta ef jaðarskattarnir væru að hámarki 50% en jaðarskattar á hálaunafólk í Dan- mörku eru a.m.k. 63% en geta þó verið hærri. Atgervisflótti frá Danmörku Hinir háu skattar í ríki Dana hafa margs konar áhrif. Þeir letja ekki aðeins fólk til vinnu heldur hvetja þeir einnig fólk til að flytjast úr landi og finna sér vinnu þar sem það ber meira úr býtum. Oftar en ekki er um vel menntað og hæft starfsfólk að ræða – fólk sem snýr ekki aftur heim. Frá því upp úr 1980 hafa um t.d. um 14 þús- und vel menntaðir Danir horfið til starfa á erlendum vett- vangi án þess að skila sér aftur heim. Danir sakna þeirra nú sárt í þenslunni en samkvæmt úttekt DI frá 2003 segja 80% þeirra að ástæðan fyrir því að þeir flytjist ekki aftur heim sé danski skatturinn. Háir jaðarskatt- ar há Dönum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.