Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 4
ALLSNARPUR jarðskjálfti skók
byggðir í nágrenni Skjálfanda í gær.
Styrkur skjálftans var 4,5 stig á
Richter og honum fylgdu tugir eft-
irskjálfta sem allir voru þó minni en
2 á Richter.
Skjálftinn reið af klukkan 13.55
um átta kílómetra suðaustur af Flat-
ey og fannst hann víða, m.a. á Húsa-
vík, Grenivík og Akureyri. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
Íslands varð skjálftinn á svonefndu
Húsavíkur-Flateyjarmisgengi.
Sigurður Pétur Björnsson, Silli,
fréttaritari Morgunblaðsins á Húsa-
vík, hringdi til blaðsins þegar eftir
jarðskjálftann til að láta vita um
hann. Sagði Silli að jarðskjálftinn
hefði fundist mjög greinilega á
Húsavík. Silli hefur verið fréttaritari
blaðsins síðan árið 1936 og hefur
hann því staðið fréttavaktina á
Húsavík í 70 ár. Munu vera fá dæmi
ef nokkur um svo langan fréttarit-
araferil hér á landi.
Skjálftinn
fannst víða
!
"
#
$ %
& !&" %
'
&
% $ % (
) *)"" +,
*
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Það er viss veikleiki hjá mér að ég erupptekinn af því sem er ógert,“ seg-ir Þór Jakobsson veðurfræðingur ogáréttar að hann hafi nóg að gera
þótt hann sé hættur opinberum störfum sem
veðurfræðingur.
Síðasti vinnudagur Þórs Jakobssonar á
Veðurstofu Íslands var í fyrradag og gærdag-
inn notaði hann til að rýma skrifstofuna og
færa gögn í skjalasafn stofnunarinnar. „Þar
ætla ég að vinna við að flokka þessi gögn í ró-
legheitum.“
Þótt Þór sé hættur að vinna vegna aldurs
er hann ungur í anda og útliti og í fullu fjöri.
Hann segir að áhugamálin séu mörg og því
þurfi hann ekki að kvíða aðgerðarleysi. Hann
sé til dæmis í forystu Oddafélagsins sem sé
félag fólks í Rangárþingi og annarra áhuga-
manna hér og þar til að vekja áhuga á Odda
á Rangárvöllum. „Þetta er lítið félag sem var
stofnað 1990 og mig langar til að efla það
svolítið,“ segir hann og leggur áherslu á að
Oddi sé jafn merkur staður og Skálholt og
Hólar og eigi að vera næst á dagskrá hjá
þjóðinni. „Svo geng ég með bók um hafís í
maganum og reyni að vinna eitthvað að
henni. Við hjónin erum líka að bauka í Land-
sveit þaðan sem amma mín er ættuð. Við er-
um með skika á leigu sem Landgræðslan á
og okkur langar til að gera gagn í land-
græðslu og skógrækt og slíku á sumrin. Svo
gefst meiri tími í börn og barnabörn sem eiga
heima í útlöndum.“
Þór segir að nú hafi hann líka meiri tíma til
að skipuleggja sólstöðugöngur víða um heim
einu sinni á ári. Hann og fleiri hafi byrjað á
því 1985 og draumurinn sé að þetta verði al-
þjóðlegt fyrirbæri. „Nú hef ég meiri tíma til
að senda út bréf og reyna að koma þessu á
annars staðar.“ Hann segist í raun vera í
sömu sporum og aðrir sem haldi áfram að
sinna mörgum hlutum eftir að hafa hætt
formlega að vinna. „Þeir segjast hafa jafn-
mikið að gera en eru bara lengur að því.“
Í veðurfréttum Sjónvarps í fyrrakvöld
þakkaði Þór Jakobsson fyrir sig á þeim vett-
vangi og kvaddi með því að veifa til áhorf-
enda. „Skömmu eftir að ég byrjaði í Sjón-
varpinu fyrir um 10 árum bað lítill frændi
mig um að gefa sér merki. Ég gerði það og
hef kvatt á sama hátt síðan.“
Hættur störfum en jafnmikið að gera
Veriði sæl Þór Jakobsson hefur kvatt í veð-
urfréttum Sjónvarpsins í síðasta sinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
4 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÖLLIN virðast færast nær þegar þau klæðast
snjóhvítum vetrarbúningi sínum. Þannig hafa
þau verið undanfarna daga; með hvítan topp og
dökkbláar rætur. Líkt og þeim hafi örsnöggt
verið dýft í flórsykur.
Það er margt sem gleður augað þegar ekið er
um Hvalfjörðinn, ekki síður að vetri en sumri, og
æ fleiri velja að keyra þar um í rólegheitunum í
stað þess að aka göngin.
Morgunblaðið/ÞÖK
Toppurinn hvítur en ræturnar bláar
JÓGVAN á Lakjuni, samstarfsráð-
herra Færeyja, sagði í umræðum á
Norðurlandaþingi í gær að Rann-
veig Guðmundsdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, hefði móðgað
færeysku þjóðina með framgöngu
sinni í umræðunni um réttindi
samkynhneigðra í Færeyjum.
Hann sakaði jafnframt danska fjöl-
miðla um neikvæðni í umfjöllun um
Færeyjar. Hart var sótt að Fær-
eyingum vegna réttinda samkyn-
hneigðra.
Rannveig tók ítrekað til máls og
hvatti Færeyinga til að banna mis-
munun gegn samkynhneigðum.
Hún segir Færeyinga nú fjalla um
tillögu á lögþinginu um að banna
mismunun fólks vegna t.d. trúar og
hörundslitar. Ekki hefði tekist að
fá orðið „kynhneigð“ þar inn.
Hart sótt að
Færeyingum
Hvattir til að banna
mismunun vegna
kynhneigðar
LÖGREGLUMÖNNUM hefur
stundum blöskrað svo losaralegur
frágangur á farmi flutningabíla að
þeir hafa krossað sig þegar óhöpp
verða án þess að nokkur bíði alvar-
legan skaða af. Ekki þyrfti að giska á
afleiðingarnar ef manneskja yrði
undir níðþungu hlassi sem þeyttist af
vörubílspalli.
Í gær sást flutningabíll með frá-
gang á farmi sem Guðbrandur Sig-
urðsson lögregluvarðstjóri sagði
glannanlegan og sig setti hljóðan
þegar annað eins sæist. Segir hann
umferðarlög taka af allan vafa um að
ökumaður beri ábyrgð á frágangi
farmsins og hljótist af mannsbani í
slysi sem rekja megi til lélegs frá-
gangs megi ökumaður vænta ákæru
fyrir manndráp af gáleysi.
Að sögn Guðbrands virðist sem
sumir atvinnubílstjórar séu ekki
nægilega vel meðvitaðir um þá miklu
ábyrgð sem hvíli á þeim. Þessir
þættir séu teknir fyrir á meiraprófs-
námskeiðum en svo virðist sem
menn fjarlægist þekkingu á reglun-
um þegar frá líður.
Óvandaður frágangur á farmi hef-
ur verið viðvarandi vandamál í um-
ferðinni áratugum saman en vandinn
hefur aukist samfara stórauknum
landflutningum eftir að sjóflutningar
stórminnkuðu. „Stóru flutningafyr-
irtækin standa sig með ágætum, þótt
víða sé pottur brotinn,“ segir Guð-
brandur.
Á þessu ári hafa 843 flutningabíl-
stjórar verið kærðir hjá lögreglunni í
Reykjavík fyrir brot á umferðarlög-
um með því að hafa vanrækt skyldur
um frágang á farmi og hleðslu.
Glannalegt athæfi
Morgunblaðið/Júlíus
Hættulegt Víða er pottur brotinn varðandi frágang á farmi flutningabíla
og nauðsynlegt að atvinnubílstjórar taki sig á, segir lögreglan í Reykjavík.
843 bílstjórar kærðir
vegna frágangs
OLÍUDREIFING ehf. á flutninga-
bílinn sem mynd er af hér til hliðar
en lögregla telur að glannalega hafi
verið gengið frá farmi hans.
Í reglugerð um hleðslu, frágang
og merkingu farms er kveðið á um að
skjólborð, klossar eða styttur skuli
notaðar til að koma í veg fyrir að
farmur falli af bílum. Engu slíku var
til að dreifa þegar umræddur farmur
var fluttur og aðeins annar tankanna
stóð á fæti, sem notaður er til að
tankurinn renni ekki til hliðar þegar
hann stendur á jafnsléttu.
Árni Ingimundarson, forstöðu-
maður þjónustusviðs Olíudreifingar,
sagði að þó að hann gæti tekið undir
að betur mætti ganga frá farminum,
olíutönkum sem verið var að flytja í
brotajárn, teldi hann að þeir hefðu
samt verið tryggilega festir. „Þetta
er á mörkunum að duga en það er
mat [bílstjórans] að það sé nægilega
vel frá þessu gengið með því að binda
þetta niður með þrælsterkum
strekkjara,“ sagði Árni. Hann ræddi
við bílstjórann og benti honum á að
með réttu hefði átt að vera skjólborð
á pallinum.
„Á mörk-
unum að
duga“