Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 17 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÝÚTKOMIN er fyrsta plata rokk- sveitarinnar Shima og kallast hún ...and for a moment all fell silent. Innihaldið er rokk og ról í þyngri kantinum, sem er reglubundið skreytt dramatískum hljóðmyndum. Ekkert ósvipað því sem ambient- þungarokkararnir í ISIS eru að gera. Rætur sveitarinnar liggja ann- ars í því að meðlimir hittust á tónlist- arhátíð í Finnlandi, í ágúst 2004, og rokkkyns „ástarsamband“ hófst þá og þegar. „Ég og Matti trommari vorum að spila þar í bandi,“ segir Láki Þór, gítarleikari og söngvari og á við Martin Jörgensen, fyrrum trymbil Snafu og núverandi trymbil Shima. „Hinir tveir voru þeir Jón Dal (söngvari og gítarleikari) og Helgi (bassaleikari). Þeir voru að hlaupa í skarðið fyrir tvo meðlimi úr annarri sveit. Jón leyfði mér að heyra efni sem hann hafði verið að vinna hér heima og við byrjuðum að vinna það frekar um leið og við komum aftur til Íslands.“ Láki Þór, sem kallaður er Þór, og Jón kipptu Helga fljótlega með sér í þetta og eftir að hafa skipt um trommara eins og nærbuxur, eins og Þór orðar það, höfðu þeir loks sam- band við Matta. Söngvarinn Hlynur starfaði svo stutt með sveitinni. Eftir að hann hætti, fóru hlutirnir hvað plötuna varðar loks að gerast. „Þá opnaðist loksins eitthvað, við vorum með ca. 21. útgáfuna af plöt- unni þá í höndunum. Við byrjuðum á því að taka upp sönginn aftur og svo fór mikil tilraunastarfsemi í gang. Nýjar pælingar gerðu vart við sig, og platan gjörbreyttist. Á tímabili var ég hættur að líta á mig sem gítarleik- ara, miklu fremur sem hljóðlista- mann. Við prufuðum alls konar hlut- ir, sungum í gegnum „filtera“, tókum upp lög og lög af gíturum o.s.frv.“ Út fyrir landsteinana Plötuna gefur sveitin sjálf út, en það er Músík ehf. sem dreifir. „Það er heljarinnar vinna að gera þetta sjálfur en um leið ertu þinn eigin yfirmaður,“ segir Þór. „Það er enginn að hnýsast í þetta. Við erum líka allir miklir hljóðupptökugaurar þannig að það var engum vand- kvæðum bundið, þannig séð, að taka þetta upp.“ Þór segir að þeir félagar komi úr frekar ólíkum áttum, tónlistarlega séð. Það hafi verið hressandi og hafi skemmtileg áhrif á útkomu tónlistar- innar. Framundan er svo kynning á plötunni en boltinn er nú tekinn að rúlla á fullu stími. „Við fórum til Kanada síðasta haust, nánar tiltekið til Toronto. Við vorum tilnefndir sem besti alþjóðlegi listamaðurinn á Toronto Independ- ent Music Awards. Við erum með umboðsmann úti sem sendir efni með okkur á milli fyrirtækja. Við er- um farnir að finna fyrir eftirköst- unum af þessu, fólk er farið að setja sig í samband við okkur. Annars sitj- um við á tveimur nýjum plötum sem við erum að fara að vinna í. Og svo er stefnt á að skreppa út fyrir land- steinana eftir áramót og spila.“ Tónleikar Hljómsveitin Shima lætur vaða á tónleikum Eftirköstin af þögninni Shima gefur út sína fyrstu plötu (gulur rammi) www.worldofshima.com www.myspace.com/shimamusic Helgar tilboð 3.990,- Fylgist með umfjöllun um þessa bók í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 “Frásagnartæknileg opinberun” INFORMATION

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.