Morgunblaðið - 02.11.2006, Síða 21
Suðurströnd 4
Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000
Bestu dekkin
átta ár í röð!
Í átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið
valin þau bestu af Tire Review
Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra
hjólbarðasala í Bandaríkjunum.
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 21
Haustþing Rannís 2006
Hóte l Loft le iðum 9. nóvember
DAGSKRÁ
R a n n s ó k n a m i ð s t ö ð Í s l a n d s • L a u g a v e g i 1 3 • 1 0 1 R e y k j a v í k • w w w. r a n n i s . i s
Vís indamaður inn í samfélag inu
– ábyrgð, skyldur og hagsmunir
13.00 Setning
Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Rannís
13.15 TENGSL VÍSINDAMANNS OG FJÁRMAGNS
Hamlar fjármögnun rannsókna frelsi vísindamannsins?
Magnús Karl Magnússon, sérfræðingur í blóðmeinafræði við
blóðmeinafræðideild og erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH
Hver eru áhrif verkkaupa á álitsgerðir vísindamanna?
Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík
Er sjálfstæði vísindamanna stefnt í hættu með kostun
fyrirtækja á akademískum störfum og rannsóknum?
Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og
gæðastjóri Háskóla Íslands
14.10 Kaffihlé
14.25 ÁBYRGÐ, SAMVISKA OG HEILINDI VÍSINDAMANNSINS
Er vísindamaðurinn ábyrgur fyrir því hvernig niðurstöður
hans eru notaðar?
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við raunvísindadeild
Háskóla Íslands
Getur öflun þekkingar verið neikvæð?
Þórarinn Guðjónsson, sérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands
og verkefnastjóri við blóðmeinafræðideild LSH
Hvenær má vísindamaðurinn þegja og hvenær ekki?
Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknarmála
Landbúnaðarháskóla Íslands
15.30 Kaffihlé
15.45 VÍSINDAMAÐURINN OG ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐAN
Hvernig geta vísindamenn tekið þátt í pólitískri umræðu?
Vilhjálmur Árnason, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands
Eiga vísindamenn að hafa áhrif á samfélagsumræðuna?
Jón Ólafsson, prófessor og deildarforseti Háskólans á Bifröst
Skulda vísindamenn samfélaginu skýringu á vinnu sinni?
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við raunvísindadeild
Háskóla Íslands
Hvers virði er þekking ef hún nær ekki út fyrir hóp
sérfræðinga?
Páll Valdimarsson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands
17.00 Léttar veitingar
Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, er þingstjóri og
stýrir umræðum.
Haustþing Rannís er öllum opið.
Skráning er í síma 515 5800 eða á rannis@rannis.is.
Á haustþingi Rannís verður athyglinni beint að
vísindamanninum í samfélaginu, ábyrgð hans,
skyldum og hagsmunum. Fjöldi fyrirlesara fjallar
um efnið frá ólíkum sjónarhornum.
Sýning Leikfélags Akureyrar á
Herra Kolbert hefur fengið mjög
fína dóma. Að sögn leikhússtjórans,
Magnúsar Geirs Þórðarsonar, rignir
nú fyrirspurnum yfir LA hvenær fé-
lagið sýni verkið fyrir sunnan – en til
að taka af öll tvímæli er rétt að það
komi fram að sýningin verður bara
sýnd á Akureyri. Það er löngu
ákveðið. Áhugasamir verða því að
koma norður.
Herra Kolbert er að sögn alveg raf-
mögnuð sýning. Þó má kannski
segja að forsýningin á föstudags-
kvöldið, daginn fyrir frumsýningu,
hafi verið órafmögnuð. Þegar um
það bil 15 mínútur voru búnar fór
nefnilega rafmagnið af húsinu, því
var að vísu kippt í liðinn fljótlega og
þá var byrjað aftur frá byrjun …
Tónlistarfélag Akureyrar stendur
reglulega fyrir hádegistónleikum í
Ketilhúsinu á föstudögum kl. 12.15.
Á morgun kemur þar fram píanó-
leikarinn Aladar Rácz sem býr og
starfar á Húsavík. Mörgum eru enn í
fersku minni tónleikar hans á síðasta
ári þegar hann lék Goldberg-
tilbrigði Johanns Sebastians Bacs í
Salnum í Kópavogi og Ketilhúsinu
en fyrir þá fékk hann feikigóða dóma
gagnrýnenda.
Það getur reynst dýrkeypt að vera
gleymin rjúpnaskytta. Lögreglu-
menn gómuðu eina slíka í Víkur-
skarði á mánudaginn; viðkomandi
kvaðst hafa steingleymt því að bann-
að væri að veiða á mánudegi. Þegar
farið var að ræða við hann rámaði
hann þó í að hafa heyrt það.
Rjúpnaskyttan má búast við því að
fá sekt fyrir brot á veiðilöggjöfinni
auk þess sem hald var lagt á hagla-
byssu, skotfæri, tösku og rjúpna-
vesti, skotvopnaskírteini og veiði-
kort.
Herra Norðurland var kjörinn í
Sjallanum um síðustu helgi og það
var Þorbergur Ingvi Sævarsson sem
hreppti titilinn en hann er 19 ára.
Þorbergur var einnig valinn Net-
herra Sjallans og Sportstrákur
Sportvers.
Helgi Héðinsson var valinn Ljós-
myndafyrirsæta akureyri.net og
Heiðu.is og tískumódel Perfect.
Helgi Steinar Halldórsson var val-
inn Voice gaurinn.
Fimm nemendur Menntaskólans á
Akureyri eru meðal tuttugu efstu
nemenda í sínum flokki í stærð-
fræðikeppni framhaldsskólanna,
skv. frétt á heimasíðu skólans. For-
keppnin fór fram í skólanum fyrir
skemmstu og er fimmmenningunum
boðið að taka þátt í úrslitakeppni,
sem venjulega fer fram um miðjan
mars.
Veturinn kom til Akureyrar í síðustu
viku en er farinn aftur. Í gærmorgun
var að vísu níu stiga frost en í dag er
spáð átta stiga hita í morgunsárið og
spáin er eins fyrir næstu daga. Mað-
ur veltir því fyrir sér hvort jafnvel sé
rétt að taka nagladekkin aftur und-
an bílnum! Líklega ekki, frostmarki
er spáð á mánudaginn.
Mikið fjör verður örugglega í húsa-
kynnum Verkmenntaskólans í kvöld.
Þar fer fram árleg söngvakeppni
nemenda á starfsbrautum fram-
haldsskólanna, en á starfsbrautum
stunda nám nemendur með sérþarf-
ir.
Nemendur á starfsbraut VMA unnu
keppnina sem haldin var í Mennta-
skólanum í Kópavogi í fyrra og því
er keppt nyrðra nú. Níu skólar
keppa að þessu sinni og er reiknað
með að um 170 manns taki þátt í
keppninni á einn eða annan hátt.
Keppnin hefst klukkan 20.00 og
allir eru velkomnir.
Listunnendur gætu líka lagt leið
sína á Amtsbókasafnið í kvöld, en
þar les Aðalsteinn Ásberg Sigurðs-
son úr þýðingum sínum á ljóðum
metsöluskáldsins Hal Sirowitz og
Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr
nýjustu bók sinni, Fíasól á flandri.
Dagskráin hefst kl. 20.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Góð Edda Björg Eyjólfsdóttir er
einn leikaranna í Herra Kolbert.