Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Ríkið verður eini eigandiLandsvirkjunar þann 1.janúar nk., þegar samn-ingar um kaup ríkisins á
hlutum Reykjavíkurborgar og Ak-
ureyrarbæjar í Landsvirkjun taka
gildi. Kaupverðið er 30,25 milljarð-
ar króna og greiðast 3,4 milljarðar
út við gildistöku og eftirstöðvarnar
með skuldabréfum til 28 ára.
Reykjavíkurborg átti 44,525% í
Landsvirkjun og koma því um 26,9
milljarðar króna í hlut borgarinnar.
Eignarhlutur Akureyrarbæjar var
5,472% og fær því bærinn um 3,3
milljarða króna í sinn hlut.
Skrifað var undir samninga í
Þjóðmenningarhúsinu í gær með
fyrirvara um samþykki Alþingis,
borgarstjórnar Reykjavíkur og
bæjarstjórnar Akureyrar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri sagði ástæðu þess að
Reykjavíkurborg hefði viljað selja
sinn hlut í Landsvirkjun einfalda.
„Við búum í gjörbreyttu raforku-
umhverfi og ég hef margoft sagt
það, að það gangi ekki til lengdar að
Reykjavíkurborg eigi 95% í Orku-
veitu Reykjavíkur og 45% um það
bil í Landsvirkjun. Þetta eru sam-
keppnisaðilar og ég tel þetta mjög
óheilbrigt.“
Jón Sigurðsson tók undir það að
breyttar aðstæður væru uppi.
„Þessi fyrirtæki eru meira og
minna í samkeppni og þess vegna er
eðlilegt að hreinsa þetta svo það sé
skýrt, að það verði ekki hagsmuna-
eða trúnaðarárekstrar þar.“
Mest í lífeyrisskuldbindingar
Megnið af kaupverðinu, um 26,9
milljarðar króna, munu renna til líf-
eyrissjóða sveitarfélagana; Lífeyr-
issjóðs starfsmanna Reykjavíkur-
borgar og Lífeyrissjóðs
starfsmanna Akureyrarbæjar. Vil-
hjálmur sagði að hlutur Reykjavík-
urborgar dygði ekki fyrir öllum líf-
eyrisskuldbindingum borgarinnar,
sem í dag væru í kringum 34–35
milljarðar króna. „Það fara um 24
milljarðar í að mæta þeim skuld-
bindingum svo það verður minna
eftir og viðráðanlegra.“
Vilhjálmur sagði að ekki hefði
verið tekin ákvörðun um hvernig
þeim 3 milljörðum, sem greiðast í
reiðufé um áramótin, yrði ráðstaf-
að. „Ég held að það væri skynsam-
legast að ráðstafa þeim í að minnka
uppsafnaðan halla sem hefur verið á
borgarsjóði undanfarin ár.“
Hann sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að frá því upp úr við-
ræðum slitnaði hefði bæst við veiga-
mikil trygging í samninginn þess
efnis, að verði Landsvirkjun seld
fyrir árið 2012 fyrir hærri upphæð
en fyrirtækið er metið á í dag, muni
Reykjavíkurborg og Akureyri njóta
hagnaðar af þeirri sölu í hlutfalli við
fyrri eignaraðild.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, sagðist gera ráð
fyrir, að það fé, sem Akureyrarbær
fengi út úr sölunni, yrði nýtt til að
greiða lífeyrisskuldbindingar bæj-
arsjóðs en þær hljóðuðu upp á um
3,5 milljarða.
Skrifað var undir viljayfirlýsingu
af hálfu Reykjavíkurborgar, Akur-
eyrarbæjar og ríkisins þann 17.
febrúar 2005 um að ganga til samn-
inga um kaup ríkisins á hlutum
sveitarfélaganna tveggja í Lands-
virkjun, en viðræður lágu niðri frá
ársbyrjun 2006 þar til síðla sumars.
Vilhjálmur sagði þetta hlé skýr-
ast af því að þær viðræður, sem
hefðu farið fram þegar Reykjavík-
urlistinn var við völd, hefðu greini-
lega aldrei átt að skila árangri.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
sé algerlega á móti því að selja hlut
Reykjavíkurborgar en Samfylking
og Framsóknarflokkur væru hlynnt
sölunni.
„Getum ágætlega við unað“
„Það verð sem miðað var við þeg-
ar leiðir skildust síðar er töluvert
lægra en það verð sem nú semst
um. Einnig eru ýmsir aðrir þættir í
þessu samkomulagi sem teknir
voru inn að ósk núverandi meiri-
hluta, bæði í Reykjavík og á Akur-
eyri. Ég tel að við getum ágætlega
við unað,“ sagði Vilhjálmur.
Þegar slitnaði upp úr viðræðum
um sölu á hlut Reykjavíkurborgar
og Akureyrarbæjar á hlut þeirra í
Landsvirkjun í byrjun árs lá á borð-
inu tilboð frá ríkinu sem miðaðist
við að verðmæti Landsvirkjunar
væri rúmir 56 milljarðar króna. Þá
bókuðu sjálfstæðismenn, sem þá
voru í minnihluta, í borgarráði að
þeir væru sammála meirihluta R-
listans um að verðmat upp á rúma
56 milljarða væri ekki viðunandi.
Steinunn Valdís Óska
þáverandi borgarstjóri, se
þeim tíma hafi tilboð ríkisin
hljóðað upp á um 58 milljón
ekki 56 eins og sjálfstæ
sögðu í bókun sinni.
Við sölu á hlut borgari
miðað við að verðmæti La
unar væri 60,5 milljarðar,
lega 2,5 milljörðum kr. hæ
byrjun árs, samkvæmt S
Valdísi. Á þeim tíma sem
hefur vísitala neysluverðs
um 6,61%. Það þýðir að ef v
Landsvirkjunar eins og
metið í byrjun árs er uppre
núvirði er það 61,8 milljarð
Sé miðað við verðlag dags
hefur því mat á verðmæt
virkjunar lækkað um 1,3 m
Ef gengið hefði verið f
byrjun árs hefði hlutur R
urborgar verið um 25,8 m
sem má uppreikna í um 2
arða að núvirði. Samkvæm
ingnum sem undirritaður v
fær Reykjavíkurborg 26,9
í sinn hlut. Verðmæt
Reykjavíkurborgar hefur þ
að um í kringum 600 m
þessum tíma.
Vilhjálmur sagði í sam
Morgunblaðið í gær að það
líta til fleiri þátta en ver
þessu tímabili. Hann benti
is á að í lok júní sl. hefð
Landsvirkjunar verið 167
ar króna. „Að langstærstu
Ríkið kaupir hlut
arfélaga í Landsv
Reykjavíkurborg og
Akureyri hafa selt ríkinu
hluti sína í Landsvirkjun
á samtals 30,25 millj-
arða. Heildarvirði LV
er metið 60,5 milljarðar
króna. Samningarnir
taka gildi 1. janúar 2007.
Samið um sölu Kristján Þ. Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Ár
urðsson iðnaðarráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgars
JÓN Sigurðsson iðnaðar-
skiptaráðherra sagði eftir
irritun samninga í Þjóðme
arhúsinu í gær að ekki læ
að Landsvirkjun yrði brey
hlutafélag. Viljayfirlýsing
lútandi var þó undirrituð
febrúar 2005 af þáverand
aðarráðherra, Valgerði S
dóttur.
Í viljayfirlýsingunni seg
þegar Reykjavík og Akur
verði ekki lengur eigendu
Landsvirkjun sé stefnt að
sameina Landsvirkjun tve
öðrum orkufyrirtækjum r
Orkubúi Vestfjarða og Ra
veitum ríkisins. „Síðan er
áform um það árið 2008 e
um bil að því fyrirtæki ve
breytt í hlutafélag. Í fram
er hægt að hugsa sér að þ
nýir aðilar að þeim rekstr
félagið verði skráð á mar
sagði Valgerður í samtali
Morgunblaðið í febrúar 20
Í gær sagði Jón Sigurðs
Verði ekk
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ANDRÚM NÝRRA TÍMA
Í gær gekk Alph Mehmet, sendi-herra Bretlands á Íslandi, á fundráðuneytisstjóra utanríkisráðu-
neytis og afhenti honum mótmæla-
skjal 25 þjóða og framkvæmdastjórn-
ar ESB vegna hvalveiða okkar
Íslendinga í atvinnuskyni. Þessar 25
þjóðir eru: Argentína, Ástralía, Aust-
urríki, Belgía, Brasilía, Chile, Tékk-
land, Finnland, Frakkland, Þýzka-
land, Írland, Ísrael, Ítalía,
Lúxemborg, Mexíkó, Mónakó, Hol-
land, Nýja-Sjáland, Perú, Portúgal,
Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Bretland og
Bandaríkin.
Í mótmælum þessara 25 þjóða og
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins segir m.a.: „Við ítrekum
andstöðu ríkja okkar við þessa aðgerð
og hvetjum íslenzku ríkisstjórnina til
að endurmeta afstöðu sína í málinu og
taka þessa óþörfu ákvörðun til baka
og hætta hvalveiðum.“
Einhver hefði nú talið að það væri
hyggilegt af ríkisstjórn Íslands að
hlusta á sjónarmið 25 þjóða sem
margar hverjar eru helztu nágranna-
og viðskiptaþjóðir okkar. En það er
ljóst af grein Einars Kristins Guð-
finnssonar sjávarútvegsráðherra hér
í blaðinu í gær að ríkisstjórnin mun
ekki hlusta. Hún mun hafa aðvörunar-
orð ríkisstjórna þessara 25 landa og
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins að engu. Það má vel vera að
einhverjir telji að við Íslendingar
séum orðnir svo ríkir og stæltir að við
getum farið okkar fram hvað svo sem
aðrir segja. Það er hæpið að slíkt mat
sé rétt. Jafnvel Bandaríkin sjálf eru
að byrja að átta sig á því að þau geti
ekki lifað ein í heiminum án eðlilegs
og skynsamlegs samstarfs við aðrar
þjóðir.
Það er merkilegt að sjá í grein sjáv-
arútvegsráðherra hvað honum er upp-
sigað við Morgunblaðið. Hvers vegna?
Hefur blaðið gert honum eitthvað?
Annað en að styðja hann í flestum
málum?
Hér eru sýnishorn úr orðaforða
ráðherrans þegar hann víkur orði að
Morgunblaðinu: Blaðið hefur að mati
ráðherrans sýnt „þrákelkni“ í afstöðu
sinni til hvalveiða. Það hefur „fest sig
rækilega í síendurteknum klisjum“,
það „spólar … í sama farinu“, það
„ber höfði sínu áfram við steininn og
virðist algjörlega eitt um að koma
ekki auga á fáránleika“ tiltekinnar
fréttar. Ráðherrann talar um „þver-
girðingsskrif“ Morgunblaðsins og það
„hímir hins vegar við heygarðshornið
sitt eitt og einmana alveg eins og árið
2003“. Og loks segir ráðherrann að
skrif Morgunblaðsins einkennist af
„flaumi fúkyrða og önuglyndisskrifa.“
Það eru til dæmi úr sögu Sjálfstæð-
isflokksins um stjórnmálamenn í þeim
flokki, sem byggðu stjórnmálaferil
sinn að verulegu leyti á því að hnýta í
Morgunblaðið fyrir skoðanir þess.
Ætli Einar K. Guðfinnsson sé að bæt-
ast í þann hóp?
Í grein sinni segir sjávarútvegsráð-
herra: „Við erum þjóð, sem byggir af-
komu sína á auðlindanýtingu sinni. Í
sjálfu sér eigum við ekki mikið val.
Auðlindanýtingin verður að vera
ábyrg/sjálfbær til þess að tryggja að
kynslóðir framtíðarinnar njóti af-
rakstursins líkt og við og helzt í enn
ríkari mæli. Aðrar þjóðir geta ef til
vill út frá þrengstu efnahagslegu
hagsmunum sínum leyft sér annað við
auðlindanýtingu sína. Við getum það
ekki á hinn bóginn. Aðstæðurnar
setja okkur strangan ramma um nýt-
ingu auðlinda hafsins. Þess vegna
hefur okkur vegnað vel og hvað sem
öllu öðru líður deila menn varla um,
að sjálfbær auðlindanýting okkar og
framtak einstaklinga í sjávarútvegi
hefur átt mestan þátt í lífskjaraæv-
intýrinu, sem saga Íslands var á 20.
öldinni. Réttur okkar sem sjálfstæðr-
ar þjóðar til þess að nýta auðlindir
hafsins þarf að vera ótvíræður … Nú
skrifar Morgunblaðið eins og þessi
réttur skuli undirorpinn ákvörðunum
á öðrum vettvangi.“
Hvers konar vitleysa er þetta?
Morgunblaðið hefur aldrei sagt að við
eigum að láta aðrar þjóðir ráða því
hvort við veiðum hval. Blaðið hefur
þvert á móti sagt að við séum orðin
svo efnuð þjóð að við höfum efni á því
að veiða ekki hval. Morgunblaðið hef-
ur aldrei sagt að Íslendingar eigi að
afsala sér rétti til þess að taka
ákvarðanir um þetta efni.
Hvalveiðarnar hafa enga efnahags-
lega þýðingu fyrir þjóðina, þegar hér
er komið sögu. Það er meira að segja
hæpið að Hvalur hf. geti fundið nokk-
urn markað fyrir hvalaafurðir. Mark-
aður fyrir hvalaafurðir er að hverfa í
Japan. Hvalaafurðir voru fátækra-
matur í Japan. Japanir eru orðnir rík-
ir eins og við og nýjar kynslóðir borða
ekki hval. Sjávarútvegsráðherra hlýt-
ur að hafa aðgang að skýrslum um
samtöl íslenzkra ráðamanna á undan-
förnum árum við ráðamenn víða um
heim, m.a. í Japan um hvalveiðar og
möguleika á að finna markað fyrir
hvalaafurðir. Hvernig væri að ráð-
herrann upplýsti þjóðina um efni
þeirra skýrslna? Eru þær eitthvert
leyndarmál?
Við þurfum ekki á hvalveiðum að
halda til þess að lifa í þessu landi. Það
getur vel verið að Hvalur hf. þurfi á
þeim að halda – þó er það hæpið – en
það eru ekki þjóðarhagsmunir. Og
Einar Kristinn Guðfinnsson er kjör-
inn á Alþingi og af Alþingi í ríkis-
stjórn til þess að gæta þjóðarhags-
muna en ekki einkahagsmuna eins
fyrirtækis.
Við eigum að nýta auðlindir okkar
eins og við teljum skynsamlegast. Það
er t.d. lítið vit í því að hreyfa við
Þjórsárverum þótt orkuframleiðsla
Landsvirkjunar geti orðið eitthvað
hagkvæmari við það. Við höfum efni á
að hlífa Þjórsárverum alveg eins og
við höfum efni á að hlífa hvalnum.
Ráðherrann telur bersýnilega að
hann hafi meirihluta þjóðarinnar með
sér í þessu máli en ætli sú sé raunin
þegar til kastanna kemur? Getur ver-
ið að sú mikla náttúruverndarbylgja,
sem gengið hefur yfir landið á und-
anförnum mánuðum og kann að leiða
til sjálfstæðs framboðs náttúruvernd-
arsinna til Alþingis, eigi eftir að ná til
hvalanna?
Það verður fróðlegt að fylgjast með
sjávarútvegsráðherra berjast við
þann óvíga her rísi hann upp og út-
skýra hvers vegna hann vill drepa
hvali gersamlega að ástæðulausu.
Það er ekki Morgunblaðið sem
spólar í gömlu fari. Það er sjávarút-
vegsráðherra landsins sem virðist
ekki skilja og skynja andrúm nýrra
tíma.
„ÉG TEL að
þetta sé ekki
góður samn-
ingur fyrir
Reykjavík-
urborg og að
menn hafi verið
of linir í við-
ræðum við rík-
ið,“ segir Stein-
unn Valdís
Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
og fyrrverandi borgarstjóri.
Hún segir að fyrirvarinn, sem
gerður er í samningnum nú um að
sveitarfélögin sem selja njóti
hagnaðar verði Landsvirkjun seld
innan fimm ára, sé lítils virði. „Mér
finnst ekkert hald í þessum fyr-
irvara, fimm ár eru mjög stuttur
tími og ef Landsvirkjun verður
seld um mitt ár 2012 fáum við ekki
neitt. “
Ekki góður
samningur
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir