Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hjörleifur Ing-ólfsson fæddist á
Vöglum í Vatnsdal í
A-Húnavatnssýslu 4.
september 1940.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 28. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ingólfur Konráðs-
son, f. 12. desember
1914 í Forsæludal,
bóndi í Vöglum og
síðar að Grund í
Vesturhópi, d. 20.
mars 1978, og kona hans, Jakobína
Ingveldur Þorsteinsdóttir hús-
freyja í Vöglum, f. í Stóru-Hlíð í
Víðidal 1. mars 1900, d. 2. ágúst
1973. Bróðir Hjörleifs er Helgi Ing-
ólfsson, f. 7. október 1937, fyrrum
bóndi á Marðarnúpi, nú búsettur á
Hvammstanga. Sambýliskona
Helga er Helga Sigfúsdóttir, f. 23.
ág. 1951 og eiga þau einn son, fyrir
átti Helga tvö börn. Hálfbróðir
hans, samfeðra, var Guðmundur
Jóhann Húnfjörð Ingólfsson, f. 1.
mars 1943, fórst af slysförum 29.
október 1972. Hann átti eina dótt-
ur.
Fyrri kona Hjörleifs er Sigríður
Árnadóttir, f. 28. júní 1943. For-
eldrar hennar eru Árni Bjarn-
mundur Árnason, bátasmiður, f. 4.
maí 1919, d. 11. janúar 1972, og
Þuríður Halldórsdóttir, húsfreyja,
f. 29. maí 1920. Börn Hjörleifs og
Sigríðar eru: 1) Arna Björk Hjör-
leifsdóttir, f. 8. september 1965,
gift Högna Sturlusyni, f. 21. sept-
ember 1971. Þau eiga einn son, fyr-
Hjörleifur ólst upp á Vöglum.
Hann vann við hefðbundin sveita-
störf, vélaviðgerðir o.fl. frá unga
aldri. Hann gekk í sveitaskóla,
tvisvar sinnum part úr vetri. Hann
vann við bílaviðgerðir í Reykjavík
og vann einnig í Fálkanum, lærði
rennismíði í Vélsmiðjunni Óðni í
Keflavík 1963–1967 og tók sveins-
próf frá Iðnskólanum í Keflavík
1967. Hann starfaði hjá Kaupfélagi
Suðurnesja, m.a. sem verslunar-
stjóri. 1971 tók hann að sér afleys-
ingar í sjúkraflutningum í Keflavík
og starfaði sem sjúkraflutn-
ingamaður eftir það, fyrst í auka-
vinnu en síðar sem aðalstarf. Frá
1988 starfaði hann sem slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður hjá
Brunavörnum Suðurnesja. Hann
varð varðstjóri árið 1992 og frá
árinu 2000 starfaði hann sem yf-
ireldvarnaeftirlitsmaður BS. Hjör-
leifur vann einnig við kistulagn-
ingar í Keflavík í rúm 20 ár.
Hjörleifur vann í mörg ár að
kjaramálum fyrir Starfsmanna-
félag Keflavíkurbæjar og BSRB.
Hann sat í stjórn vinnudeilusjóðs
BSRB síðustu árin.
Hjörleifur endurvakti ásamt
fleirum Keflavíkurdeild Rauða
kross Íslands árið 1983 og 24. nóv-
ember 1984 sameinuðust Keflavík-
urdeild, Njarðvíkurdeild og Sand-
gerðisdeild í eina deild,
Suðurnesjadeild. Hjörleifur starf-
aði ötullega fyrir deildina allar göt-
ur síðan. Hann sat í stjórn Suð-
urnesjadeildarinnar er hann lést og
einnig í svæðisráði RKÍ á Suður-
landi. Hann var einn af stofnendum
björgunarsveitarinnar Stakks í
Keflavík 1968 og var virkur með-
limur sveitarinnar til margra ára.
Útför Hjörleifs verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
ir átti Arna Björk einn
son. 2) Ingvi Þór Hjör-
leifsson, f. 9. janúar
1971, kvæntur Að-
alheiði Ósk Gunn-
arsdóttur, f. 19. des-
ember 1967. Þau eiga
tvö börn. 3) Árni Jak-
ob Hjörleifsson, f. 11.
október 1974, kvænt-
ur Geirþrúði Ósk
Geirsdóttur, f. 10.
febrúar 1977. Þau
eiga einn son.
Fósturdóttir Hjör-
leifs um tíma var Ing-
unn Guðmundsdóttir Larsson, f. 12.
sept. 1958, búsett í Svíþjóð.
Sambýliskona Hjörleifs var Gréta
Súsanna Sigurjónsdóttir Fjeldsted,
f. 30. júní 1949. Foreldrar hennar
voru Sigurjón Ólafsson Fjeldsted og
Sigfríður Pálína Konráðsdóttir, vita-
verðir á Reykjanesvita. Hún á tvö
börn.
Eftirlifandi eiginkona Hjörleifs er
Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir fram-
haldsskólakennari, f. 7. sept. 1954.
Foreldrar hennar voru Gunnar Haf-
steinn Kristinsson, fyrrv. hitaveitu-
stjóri í Reykjavík, f. 1. nóv. 1930, d.
27. ágúst 2000, og Auðbjörg (fædd
Bárðardóttir) Brynjólfsdóttir,
starfsmaður í Furugerði 1, f. 1. nóv.
1929, d. 17. janúar 2000. Sonur
þeirra er Halldór Hagalín Hjörleifs-
son, f. 3. mars 1993. Börn Sigrúnar
og fósturbörn Hjörleifs eru: 1)
Gunnar Brynjólfur Sigurðsson, f. 31.
des. 1980, sambýliskona Ólöf Har-
aldsdóttir. Þau eiga einn son. Ólöf á
einn son áður. 2) Sara Björg Péturs-
dóttir, f. 10. ágúst 1988.
Elsku pabbi. Þó að söknuðurinn
sé mikill, þá veit ég að þú hefur
fengið líkn og hvíld sem þú varst
farinn að bíða eftir. Í gegnum starf
þitt vissir þú manna best að lífið
heldur áfram þrátt fyrir ástvina-
missi og sorgir. Ég sakna þín og
hugsa til þín og man allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Ég veit að þú verður nálægur og
fylgist með öllu sem ég á eftir að
taka mér fyrir hendur af sama
áhuga og hingað til.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Ingvi Þór.
Þá er komið að kveðjustund.
Tengdafaðir minn, Hjörleifur Ing-
ólfsson, hefur fengið hvíldina eftir
erfiða baráttu. Ég kom inn í fjöl-
skylduna þegar ég kynntist Ingva
Þór syni hans fyrir 15 árum síðan og
tók hann mér eins og sinni eigin
dóttur. Hann hefur alltaf sýnt mér
mikla umhyggju og kærleika, og
sama má segja um barnabörnin
hans, hann leit á þau sem gimsteina.
Þessi kærleikur var svo sannarlega
gagnkvæmur hjá okkur.
En það voru fleiri en við sem nutu
umhyggju hans, svo marga hefur
maður heyrt lofa hann. Hann ann-
aðist marga, oft á erfiðum stundum í
starfi sínu sem sjúkraflutninga- og
slökkviliðsmaður síðustu 35 árin, og
veit ég að margir hugsa til hans með
þakklæti.
Hjörleifur helgaði líf sitt því að
hjálpa öðrum. Auk þess að starfa
stóran hluta ævinnar sem sjúkra-
flutninga- og slökkviliðsmaður,
starfaði hann mikið með Rauða
krossinum og tók þátt í björgunar-
sveitastörfum.
Fjallamennska og veiði var stórt
áhugamál hjá Hjörleifi og margar
bestu stundir lífsins átti hann uppi á
heiði á æskuslóðum þar sem hann
stundaði veiði og naut náttúrunnar.
Elsku Hjörleifur minn, ég kveð
þig með söknuði en veit að þú ert á
góðum stað og hefur án efa fengið
höfðinglegar móttökur.
Ég bið góðan Guð að styrkja alla
aðstandendur Hjörleifs og senda
ljós friðar, vonar og kærleika til
okkar allra.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þín tengdadóttir,
Aðalheiður Ósk.
Elsku Hjölli minn, ég er ekki enn
búinn að átta mig á því að þú sért
farinn. Þessir dagar hafa verið mjög
furðulegir frá því þú kvaddir þenn-
an heim. Ég man þegar ég flutti
heim til þín og mömmu árið 1994.
Þá fannst mér virkilega skrýtið að
hafa „húsbónda“ á heimilinu sem
sagði mér hvað ég mátti og hvað ég
mátti ekki. Þetta fannst mér vera
mikil viðbrigði því áður en þú komst
inn í líf okkar mömmu og Söru þá
vorum við bara þrjú og ég var „karl-
inn“ á heimilinu. Okkur kom ekki
alltaf vel saman fyrstu árin en það
lagaðist þegar ég sætti mig við það
að ég réði ekki öllu. Í sameiningu af-
sönnuðum við ákveðnar kenningar
sem var haldið fram um mig.
Ég minnist þess að í gegnum tíð-
ina gafstu mér góð ráð þegar ég
þurfti á þeim að halda, ég gat alltaf
leitað til þín þegar eitthvað bjátaði
á. Það verður erfitt að sætta sig við
þá staðreynd að þú ert farinn, Hjölli
minn, þú varst mín stoð og stytta.
Það er svo tómlegt án þín. Lífið
heldur áfram og ég veit að þú verður
með mér og okkur hinum í anda. Ég,
Ólöf, Aron og Þröstur Arnar söknum
þín sárt og viljum við þakka þér fyrir
alla þá ást og hlýju sem þú gafst
okkur í gegnum tíðina.
Gunnar B. Sigurðsson.
Í dag er til grafar borinn Hjörleif-
ur Ingólfsson, sjúkraflutningamaður
í Reykjanesbæ. Hjörleifur gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Starfsmannafélag Keflavíkur, síðar
Reykjanesbæjar, og einnig BSRB á
starfsferli sínum. Leiðir okkar Hjör-
leifs lágu oft saman á vettvangi
heildarsamtakanna og eru minning-
ar mínar um hann einstaklega góðar.
Um langt árabil sat hann í stjórn
Vinnudeilusjóðs BSRB en þegar
skipað hefur verið í það rúm hefur
verið horft til þeirra einstaklinga
sérstaklega, sem njóta trausts og
eru óumdeildir. Hjörleifur kynnti sér
jafnan vel málavöxtu áður en hann
tók ákvörðun um hvert hann vildi
stefna, var fylginn sér en alltaf
hreinskiptinn. Hann sýndi félagslegu
umhverfi sínu ætíð mikla ræktar-
semi.
Hjörleifur kom síðast í BSRB hús-
ið fyrir um það bil mánuði síðan þeg-
ar stjórn Vinnudeilusjóðs kom þar
saman til fundar til undirbúnings
fyrirhugaðs þinghalds BSRB. Þá var
hann þjakaður af veikindum en engu
að síður staðráðinn í að standa sína
vakt. Fyrir óeigingjarnt framlag
hans vil ég þakka. Ég veit að ég
mæli fyrir munn félaga Hjörleifs í
BSRB þegar ég lýsi söknuði við frá-
fall hans og færi fjölskyldu hans
innilegustu samúðarkveðjur okkar.
Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB.
Það voru ekki gleðilegar fréttir
sem konan færði mér þegar ég kom
heim frá Svíþjóð á laugardaginn var.
Félagi minn og vinur, Hjörleifur
Ingólfsson hafði dáið þá um morg-
uninn. Ekki það að það kæmi mér
mikið á óvart en Hjörleifur var bú-
inn að eiga í sínum veikindum í tölu-
verðan tíma og þegar ég kíkti á
„kallinn“ fyrir nokkrum vikum sá ég
að farið var að draga af honum en
ekki kvartaði hann en hann var bú-
inn að berjast lengi og með ótrúlegri
þrautseigju.
Ég hafði komið á mótorhjólinu, al-
gallaður og í fullum skrúða og kom
hann með mér út þegar ég fór og lét
nokkur góð aðvörunarorð falla, enda
búinn að sjá ýmislegt á sinni starfs-
ævi, en með bros á vör enda var
hann alltaf að hugsa um okkur
„strákana sína á stöðinni“.
Þegar ég byrjaði hjá Brunavörn-
um Suðurnesja sumarið 1995 var
maður alveg grænn í faginu og var
Hjölli einn af þeim sem tóku okkur
að sér og kenndi manni á sjúkrabíl-
ana, slökkvibíla, dælur og annað dót
enda var hann mikill fagmaður og
kunni fagið sitt vel auk þess að vera
mikill vélakall og býr maður að því
enn þann dag í dag. Þegar við lent-
um saman í „útköllum“ átti „kallinn“
það til að segja við mig: „Siggi, nú
ertu alveg eins og hann pabbi þinn,“
enda hafði vinna þeirra samtvinnast
á sínum tíma, og vissum við báðir
hvað hann átti við.
En þó að við starfsfélagar og vinir
Hjölla hjá Brunavörnum Suður-
nesja, félagar hans í Rauða kross-
inum , björgunarsveitinni og aðrir
vinir höfum misst mikið, veit ég að
Sigrún og fjölskylda hans hafa misst
mest og er hugur minn hjá þeim á
meðan ég skrifa þessar línur.
Góðan vin og félaga er ég er stolt-
ur af að segja að aldrei féll skuggi á,
í ellefu ára vináttu í leik og starfi.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Sigurður Skarphéðinsson.
Hér við lífsins leiðarenda
leitar klökkur hugurinn.
Hjartans þakkir því skal senda
þér, og kveðjur, vinur minn.
Meðan ég er moldum yfir
man ég okkar kynni vel.
Þín í anda áfram lifir
alúð, tryggð og vinarþel.
(Höf. ók.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri
Hjörleifur, hvort sem það var spjall
við eldhúsborðið á heimili ykkar
Sigrúnar eða endalaus stuðningur
og vinátta á erfiðum tímum í lífi
okkar systkina.
Sigrúnu og börnunum öllum
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur. Þið vitið af okkur ef það er eitt-
hvað sem þið þarfnist.
Dagný, Erla, Rögnvaldur
Karstein og Rakel
Kristinsbörn.
Mig langar að minnast í örfáum
orðum vinar míns og samstarfs-
manns til margra ára Hjörleifs Ing-
ólfssonar frá Vöglum í Vatnsdal.
Það kom mér ekki á óvart þegar
mér barst andlátsfregn hans sl
sunnudag, en hann hafði átt við al-
varleg veikindi að stríða frá
febr.2004.
Kynni okkar Hjölla eins og hann
var alltaf kallaður af fjölskyldu og
vinum hófst 1978 þá var talað um
Hjölla á sjúkrabílnum en það var
það starf sem hann starfaði lengst
við. Seinna lágu leiðir okkar saman
á starfsvettvangi Brunavarna Suð-
urnesja en þar hóf hann störf 1988
sem slökkviliðs og sjúkraflutninga-
maður.
Hjölli var einstaklega fjölhæfur
maður þá skipti ekki máli hvað hann
tók sér fyrir hendur hann lagði sig
ávallt allan fram við það sem hann
var að gera þannig að allt væri sem
best úr garði gert.
Hjálpsemi var honum í blóð borin
og var hann ávallt reiðubúinn til að
rétta vinum sínum hjálparhönd þeg-
ar þess gerðist þörf og leysa úr
þeim vandamálum sem að honum
voru rétt.
Það má segja að ævistarf Hjölla
hafi verið sjúkraflutningar og að þar
hafi hans hæfileikar notið sín best,
þeim sinnti hann af metnaði og um-
hyggju þeim samferðamönnum okk-
ar sem minna mega sín í okkar þjóð-
félagi, þar kom í ljós ósérplægni
hans og hlýleiki til samferðamanna
best í ljós.
Frá árinu 2000 störfuðum við
saman í eldvarnaeftirliti Bruna-
varna Suðurnesja, þar sýndi hann
sama metnað og samviskusemi sem
alltaf einkenndu störf hans, en á
þessum árum hef ég kynnst Hjölla
vel og skynjað hversu mikill mann-
kosta maður hann var, það er fyrir
svona menn sem lífið er skemmti-
legt og það eru svona menn sem
bæta og styrkja samfélagið, við
þyrftum að vera fleiri þessarar
gerðar þá væru vandamálin færri og
viðráðanlegri.
Kæri vinur, nú ert þú loksins
komið að leiðarlokum, þú laus við þá
kvöl og pínu sem veikindin ollu þér.
Það var ekki þinn stíll að vera
þiggjandi í þessu lífi heldur varst þú
alltaf í hlutverki veitandans þar sem
þú hjálpaðir þínum samferðamönn-
um, það fór þér sannarlega vel úr
hendi.
Megi góður guð styrkja eftirlif-
andi eiginkonu, börn og aðra að-
standendur í þessari erfiðu raun.
Jón Guðlaugsson.
Hjörleifur Ingólfsson
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR,
áður til heimilis
á Sléttuvegi 15,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 sunnu-
daginn 22. október, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 15.00
Elín Ólafsdóttir, Leó Kristjánsson,
Kristrún Auður Ólafsdóttir, Skúli Pálsson,
Birna Þ. Ólafsdóttir Ros, Fredrik Ros.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SNÆBJÖRNSSON,
Höskuldsstöðum,
Eyjafjarðarsveit,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 26. október.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
3. nóvember kl. 13.30.
Jarðsett verður að Munkaþverá.
Rósa Árnadóttir,
Snjólaug Sigurðardóttir, Matthías Henriksen,
Snæbjörn Sigurðsson, Elva Sigurðardóttir,
Árni Sigurðsson, Hrefna Laufey Ingólfsdóttir,
Ingólfur Sigurðsson, Bryndís Lúðvíksdóttir,
Elín Kristbjörg Sigurðardóttir, Hafþór Hreiðarsson,
Margrét Sigurðardóttir,
Pálína Stefanía Sigurðardóttir, Freyr Aðalgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
LEIFUR JÓHANNESSON
hárskeri,
Rauðagerði 20,
lést á Landspítala Hringbraut sunnudaginn
29. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
6. nóvember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Jóhannesdóttir Arnholtz.