Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 52
FIMMTÁN ára baráttu Norður-Atlantshafslaxa- sjóðsins gegn reknetaveið- um á laxi er nú senn lokið því ríkisstjórn Írlands hef- ur ákveðið að stöðva veið- arnar. Orri Vigfússon, for- maður sjóðsins, segir að nú séu að skapast mögu- leikar til að hefja endur- reisn laxastofna við allt Norður-Atlantshafið. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin í kjölfar þess að ráðgjafarnefnd skilaði nið- urstöðu sinni þar sem fram kom að laxa- stofnarnir væru í mikilli hættu. Nefndin lagði til að algert bann yrði lagt við veið- unum frá áramótum og að 30 milljónum evra, jafngildi rúmlega 2,5 milljarða króna, yrði varið í að bæta sjómönnum skaðann. „Þetta er lokaáfangi í baráttu gegn úthafs- veiðum á laxi. Hlutur Íra var stór,“ segir Orri. Hann tekur þó fram að netaveiðar séu enn stundaðar við Noreg og klára þurfi það mál. | 13 Orri Vigfússon Fimmtán ára baráttu lokið ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðaustanátt 10–15 m/s og rigning en hægari og þurrt að mestu leyti norðan- og aust- anlands. » 8 Heitast Kaldast 9°C 4°C Fagleg oglögleg þjónusta í boði Löggilt menntun snyrtifræðinga, í Félagi íslenskra snyrti- fræðinga, tryggir viðskiptavinum faglega ráðgjöf og sérhæfða meðhöndlun andlits og líkama með heilbrigði og vellíðan að leiðarljósi - og þá er að finna á Meistarinn.is og dekur Hollusta í dagsins önn ÞAÐ getur munað rúmlega þrjú þúsund krónum að láta skipta um dekk á fólksbíl með 16" dekkjum á stálfelgum á milli hjól- barðaverkstæða. Það kostar 4.690 krónur þar sem það er ódýrast, hjá Bílkó á Smiðju- vegi, og 7.760 krónur þar sem það er dýrast, hjá Betra gripi í Lágmúla. Munurinn nemur 65,5%. Þetta kemur í ljós í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði verð á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum sl. þriðjudag. Þjónusta hjólbarðaverkstæða við fólksbíla hefur að meðaltali hækkað um 8–9% frá því síðasta könnun verðlagseftirlitsins var gerð fyrir rúmu ári. Meiri hækkun hefur þó orðið á þjónustu við stærri fólksbíla á stálfelgum sem hefur hækkað um rúm 11% frá fyrra ári. Þjónusta við jeppa hefur hækkað minna eða um 4–5% á milli ára að undanskilinni þjón- ustu við meðalstóra jeppa sem hefur hækkað um tæplega 7%. | 22 Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðmunur Það margborgar sig að gera verðsamanburð áður en skipt er um dekk. Mikill verð- munur á þjónustu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is GENGIÐ var frá samningum um sölu á hlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkj- un í gær, og verður ríkið eini eig- andi fyrirtækisins frá 1. janúar 2007. Miðað við uppreiknað mat á verðmætum Landsvirkjunar í byrjun árs hefur verðmæti fyr- irtækisins rýrnað um 1,3 millj- arða. Landsvirkjun er metin á 60,5 milljarða í samningi ríkisins við sveitarfélögin og fær Reykjavík- urborg, sem átti 44,5% í félaginu, 26,9 milljarða, en Akureyrarbær, sem átti 5,5%, fær 3,3 milljarða. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir að þegar slitnaði upp úr viðræðum um sölu á hlut borgarinnar í byrjun árs hafi ríkið metið það svo að verðmæti fyrirtækisins væri 58 milljarðar króna. Verð- mætið hafi því aukist um 2,5 milljarða. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um rösklega 6,6%. Það þýðir að ef verðmæti Landsvirkjunar í byrjun árs er uppreiknað á verðlagi október- mánaðar er það 61,8 milljarðar króna, eða 1,3 milljörðum hærra en nú er reiknað með. „Að langstærstu leyti er kostn- aður Landsvirkjunar háður þró- un gengis og frá því í janúar hef- ur gengisvísitalan verið að hækka, sem hefur haft þær af- leiðingar að verðmæti eiginfjár hefur minnkað. Gengistap Lands- virkjunar fyrstu sex mánuði árs- ins 2006 var 26 milljarðar króna. Þetta hefur auðvitað áhrif,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri, sem segir að líta þurfti til fleiri þátta en verðbólguþró- unar. „Þegar við slitum þessum við- ræðum síðast var verðmæti Landsvirkjunar metið 58 millj- arðar,“ segir Steinunn Valdís. „Þegar þetta var rætt síðast í borgarráði vorum við Vilhjálmur alveg sammála um að verðið væri allt, allt of lágt. Menn voru að tala um í kringum 70–80 [millj- arða], svo mér finnst að menn hafi enn eina ferðina gefið eftir.“  Ríkið kaupir | Miðopna Verðmæti Landsvirkjunar rýrnað frá því í janúar? Í HNOTSKURN »HeildarverðmætiLandsvirkjunar er met- ið 60,5 milljarðar í samn- ingi ríkisins við Reykjavík- urborg og Akureyrarbæ. »Reykjavíkurborg færþví 26,9 milljarða í sinn hlut en Akureyrarbær 3,3 milljarða. »Mestur hluti kaup-verðsins mun ganga upp í lífeyrisskuldbind- ingar sveitarfélaganna tveggja, en 3,4 milljarðar verða greiddir í reiðufé 1. janúar 2007. HVENÆR ætlar þessari rigningu eiginlega að linna, gæti konan hafa verið að hugsa er hún átti leið um Bankastrætið. Á sama andartaki og þessar vangaveltur fóru í gegnum hug hennar leit hún til himins til að athuga hvort líklegt væri að létta færi til. Það er reyndar ólíklegt næstu dagana. En konan var ekki sú eina í Bankastrætinu sem beindi sjónum upp fyrir húsin í bænum. Það ger- ir líka ein af styttum listakon- unnar Steinunnar Þórarinsdóttur. Kannski var konan alls ekkert að gá til veðurs heldur einmitt að velta fyrir sér hvað hefði vakið athygli styttunnar, eða réttara sagt fyrirmyndar hennar. Kannski sjálft almættið? Hver veit. Morgunblaðið/Ómar Horft til himins í rigningunni VELTA á fasteignamarkaði á síðustu fimm mánuðum er um 30% undir meðalveltu síðustu fimm ára. Á síðustu tveimur mánuðum hefur veltan aukist og er núna farin að nálgast með- altalið. Þetta kemur fram í skýrslu greining- ardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn. Í skýrslunni segir að horfur á fasteignamarkaði séu að mörgu leyti að batna. Framvinda á markaðinum næstu 12 mánuðina ráðist þó að töluvert miklu leyti af þróun efnahagsmála, einkum atvinnuástandi og því framboði á hús- næði sem nú er í pípunum. KB banki spáir því að fasteignaverð hækki að meðaltali um 1% að nafnvirði á næsta ári, en það þýði tæplega 1,5% lækkun að raunvirði. Bankinn spáir 6% raunhækkun á árinu 2008. Það sem af er ári hefur fasteignaverð hækkað um 15,3%. Í fyrra hækkaði það um 35%. Ólíklegt að reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu um fjárhagsstöðu Íbúðalánasjóðs. Niðurstaða hennar er að ólíklegt sé að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir tilskilin hlut- föll í fyrirsjáanlegri framtíð. Ólíklegt sé því að reyni á ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Þessi niðurstaða byggist á þeirri grunnfor- sendu að Íbúðalánasjóður geti ávallt endurlán- að eða endurfjárfest með hagnaði það fjár- magn sem kemur til vegna uppgreiðslna útlána hjá sjóðnum. Í skýrslunni er tekið fram að erf- itt sé að meta líkurnar á hvort þessi forsenda standist.  Sala | Viðskipti Velta á fasteignamarkaði eykst ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.