Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is T unglið tunglið taktu mig/og berðu mig upp til skýja/ Hugurinn ber mig hálfa leið/í heimana nýja,“ kvað frænka mín Theodóra Thoroddsen. Titillinn á nýjustu plötu Ampop, Sail to the Moon, er draum- kenndur, og gefur til kynna eitthvað æv- intýralegt ferðalag. Þessi tilfinning er enn frekar undirstrikuð með glæsilegu umslagi, sem er ekki síður draumkennt og dularfullt, eitt það flottasta sem ég hef séð í árafjöld. Bara það að strjúka umslagið, og finna áferð- ina fær hugann til að reika. Og meðlimir Ampop eru reyndar að búa sig undir ævintýri. Á mánudaginn fljúga þeir til Los Angeles þar sem þeir leika á tón- leikum og þaðan fara þeir til New York í annað eins. Á milli eru viðtöl, veislur o.s.frv. Kynningarferð mikil, „plöggtúr“ á vondri ís- lensku. „Ástæðan fyrir ferðinni er m.a. sú að við erum ekki með plötusamning erlendis,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar. „Þannig að ætlunin er að reyna að vekja einhvern áhuga hjá þessum blessuðu útgáfufyrirtækjum.“ Jón Geir Jóhannsson trymbill segir að þeim sé uppálagt að fara í partí líka. „Við er- um sem sagt að fara að vinna við það að fara í partí og tala við fólk sem við höfum aldrei hitt áður,“ segir hann og hlær. Hinir tveir dæsa, en auk Birgis og Jóns skipar Kjartan F. Ólafsson hljómborðsleikari sveitina. Á bragðið Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ampop fer í ferð af þessu taginu. Og þrátt fyrir að það sé statt og stöðugt verið að tilnefna sveitina sem bestu nýliða eða björtustu vonina liggur sú staðreynd fyrir að Ampop hefur verið starf- rækt í níu ár og á að baki fjórar breiðskífur. Við grínumst með það að þetta hljóti að þýða að sveitin sé stöðugt fersk. „Við erum eðlilega orðnir pínu þreyttir,“ viðurkennir Birgir. „Þó að svona ferðir séu auðvitað mjög skemmtilegar. Það er bara leiðinlegt að þurfa að berjast í bökkum við það að græja einhvern plötusamning. Það gengur vel hér á landi og manni finnst hrein- lega eðlilegt að maður ætti að vera farinn að uppskera einhvers staðar annars staðar þar sem við erum búnir að vera að spila út um allt.“ Kjartan segir að þrátt fyrir þetta séu þeir niðri á jörðinni með þetta allt saman og Jón Geir bætir við að það séu forréttindi að hafa kost á því að fara með tónlistina sína út og leika hana fyrir aðra. „Maður kemst alltaf á bragðið í þessum ferðum. Það er munaður að geta gert þetta og verst að komast ekki í lengri túra.“ Sail to the Moon hefur fengið góð viðbrögð hérna heima. Birgir segir að vinnan við plöt- una hafi verið óvenju snörp, miðað við það sem þeir hafa átt að venjast. „Lögin voru samin mikið í sitt hvoru lagi (enda meðlimir í þremur mismunandi löndum á tímabili). Svo hittumst við í Skálholti allir og settum þetta saman. Ég fór svo út aftur til Glasgow, kom svo heim og við tókum þetta upp. Þetta var mjög skilvirk vinna.“ Þessi hraði er m.a. tilkominn vegna þess að Ampop er orðið meira „band“ en áður, þróun sem hófst er Jón Geir gekk að fullu í sveit- ina. Fjarlægðirnar á milli meðlima á þessu tímabili höfðu þannig séð kosti í för með sér að mati Jóns. „Þegar við hittumst þá myndaðist mjög já- kvæð spenna og adrenalínið tók að flæða. Menn einbeittu sér að því sem var að fara í hönd. Svei mér þá ef það kom ekki betur út en ef við hefðum alltaf verið að hanga sam- an.“ Breytingar Ampop tók miklum breytingum er dúóið varð að tríói. Fyrstu tvær plöturnar, Nature Is Not A Virgin (2000) og Made For Market (2002) eru til muna rafrænni en tvær þær síðustu, Sail to the Moon og My Delusions, sem kom út 2005. „Þetta varð til muna lífrænna eftir að Jón kom inn,“ segir Kjartan. „Það varð ljóst að þetta væri málið strax á fyrstu æfingu. Við þurfum t.d. ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað hann er að gera, hann kemur með einhverja takta sem smellpassa inn í það sem við vorum að pæla. Hann er með allt annan bakgrunn en ég og Birgir og það gengur vel upp í þessu stóra samhengi öllu.“ Jón segir sjálfur að hann hafi í upphafi þurft að aga sig sem trommuleikari hvað Ampop varðar, hann hafi þurft að „tromma sig inn í“ lögin og pælingar tvímenninganna. En með tíð og tíma hafi þeir svo farið að kasta á milli sín hugmyndum, sköpunarferlið hafi orðið meira flæðandi. „Það er mikið „feedback“ (endurgjöf) í gangi á milli okkar í dag,“ segir Kjartan. „Þó að Jón Geir komi ekki að lagasmíðunum okk- ar hefur hann haft mikil áhrif á hvernig ég og Biggi gerum hlutina í dag.“ Lögin á My Delusions voru flestöll klár þegar Jón Geir kom í bandið og hann segist … í heimana nýja Ein umtalaðasta plata síðasta árs er Sail to the Moon, fjórða breiðskífa hljómsveit- arinnar Ampop. Hljómsveitin, sem byrjaði sem dúett en er í dag tríó, er á leið til Vest- urheims eftir helgi til að kynna sig og tónlist sína, sem hefur vaxið úr „ambient“ -skotinni raftónlist yfir í grípandi og framsækið popp sem vísar jafnt til fortíðar sem framtíðar. » „Þegar maður fer í svona ferðir finnur maður nánast fyrir svona pressu eins og hand- boltaliðið,“ segir Kjartan og hlær. „Maður verður að standa sig. Undarleg til- finning því að tónlist á þannig séð ekki að þurfa einhvers konar utanað- komandi samþykki.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.